Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 11
Nýjar bækur ■ Bnrnabókin Sól skín á krakkn eftir Sigrúnu Eldjárn er komin út. Bókin er gerð að frumkvæði Rauða kross íslands og gefin út í samvinnu hans og Forlagsins. í kynningu útgefanda segir: „Sögu Sigrúnar Eldjárn er ætl- að að vekja athygli á ólíku hlut- skipti bama í heiminum, en sag- an segir frá Sunnu og Pétri sem fá að fara með mömmu og pabba til Eþíópíu í Afríku. Þá komast þau að því að allt er öðru vísi en heima á íslandi." Útgefandi er Forlagið. Bókin er 34 bls. Verð 980 kr. ■ Við erum heppnir, við Víð- ir! heitir ný bók eftir Karl Helgason. í kynningu útgefanda seg- ir m.a.: „Birkir og Víðir eru bræður á 10. og 11. ári, sprækir og snjallir snáðar. Það er oft gaman hjá þeim því að þeir og vinir þeirra taka upp á ýmsu skemmtilegu. Sóley systir þeirra baksar við að safna inniskóm á leikskólan- um; Ösp vinkona þeirra les ævintýri úr skýjunum; Sigþrúð- ur Hróðný höttur fer með þeim í dýflissuna méð mat til fangans sem vill ekki láta frelsa sig. Bókin er 113 bls. Offset- þjónustan hf. annaðist kápu- gerð, umbrot og filmuvinnu. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- un og bókband.' Verð 1.290 krónur. Útgefandi er Æskan og í tilefni 95 ára afmælis Barna- blaðsins Æskunnar hefur bókin verið send að gjöf ís- lenskum börnum fæddum 1983. fl / heimavist heitir ný ungl- ingabók eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttur. í kynningu útgefanda seg- ir m.a.: „Þetta er hröð og spennandi unglingasaga um 15 ára krakka sem fara í heima- vistarskóla og lífið breytir um svip. Vinimir Gústi, Þröstur og Jónas hafa allir alist upp í litlu sjávarþorpi og það er því alveg ný reynsla fyrir þá að vera í fjölmennum skóla þar sem félagslífið er fjör- ugt. Það gengur á ýmsu og þeir kynnast lífinu í sinni grimmustu mynd en einnig ást- inni sem aldrei er langt undan. Þessi vetur í heimavistarskólan- um verður afdrífaríkur fyrir þá vinina, hvem á sinn hátt.“ Útgefandi er Æskan. Bókin er 154 bls. Almenna auglýs- ingastofan hf. sá um útlit kápu. Anna Þorkelsdóttir gerði myndina. Offsetþjón- ustan hf. braut bókina um og vann filmur. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði og batt. Verð 1.490 krónur. ■ Spurningakeppnin okkar heitir bók eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjóns- son sem er framhald bókarinnar Spumingakeppnin þín sem kom út í fyrra. „í þessari bók eru 600 spum- ingar og gátur sem enginn fróð- leikfús keppnismaður ætti að láta fram hjá sér fara“, segir í kynningu útgefanda. „Þær em samdar þannig að vel hentar áð leggja þær fyrir tvö lið eða tvo^einstaklinga sem keppa. Útgefandi er Æskan. Bókin er 127 bls. Búi Kristjánsson teiknaði kápumynd og útlit. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 11 •:tí(U .'i -iHrí:: -lt| v ;i;i;i/t,i ChUMfBl'IjUtoM Jómsvíkingar Teiknuð endurgerð hafnarinnar í Wolin um aldamótin 900. Minjar Eiríkur Þorláksson Fornir menningarheimar hafa notið vaxandi athygli síðustu ára- tugi, og víða um heim hafa sýning- ar fornminja og listaverka frá fyrri tímum hlotið metaðsókn, og orðið til að styrkja söguleg tengsl nú- tímafólks. Fyrir þessu eru eflaust ýmsar ástæður. Þannig hafa glæst- ar menjar fortíðar sýnt fram á að þrátt fýrir framfarir á tæknisviðinu voru forfeður okkar ekki síðri verk- menn en afkomendur þeirra nú á tímum; þeir gátu leyst flókin verk- fræðileg viðfangsefni á aðdáunar- verðan hátt með frumstæðum að- ferðum, og listaverk fortíðar, stór og smá, gefa lítið eftir því sem gert er nú á tímum hvað varðar formfegurð og táknrænt ríkidæmi. Hér á landi hefur aukinn áhugi á þessu sviði t.d. komið fram í því að starfsemi héraðssafna er sífellt að eflast, og umræður um málefni Þjóðminjasafns íslands hafa sjald- an verið meiri en síðustu ár. Það ber því vel í veiði að nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu einstök sýning á fomminjum frá verslunarborg frá miðöldum, sem er talin hafa verið Jómsborg, og stóð við ósa Oder- fljótsins í Póllandi. Þessi staður tengist íslandi óbéint í gegnum Jómsvíkingasögu, sem var rituð hér á landi á 13. öld. Staðsetning Jómsborgar er ekki örugg, frekar en margt annað í fornleifarannsóknum, en sterkar líkur hafa verið leiddar að því að Jómsborg, Jóm, Jumne og Wolin sé einn og sami staðurinn. Þær rannsóknir, sem hafa verið unnar undir stjórn dr. Wladislaws Filipow- iaks fornleifafræðings á síðustu fjörutíu árum, renna sterkum stoð- um undir þessa kenningu, og á þeim byggir þessi sýning í Þjóð- minjasafninu. Eftir minjum og heimildum að dæma hefur þarna risið stór versl- unarstaður á mælikvarða 10. og 11. aldar, með sex til átta þúsund íbúa. Borgin var griðastaður vík- inga og miðstöð viðskipta á stóru svæði við sunnanvert Eystrasalt; ríkidæmi hennar og fjölskrúðugt mannlíf ber vitni um alþjóðatengsl, . sem náðu allt til Miðjarðarhafs, og Jómsvíkingasaga er órækur vitnis- burður þess að orðspor hennar hafði borist hingað til lands. Á 12. öld fór hins vegar að halla undan fæti, borgin varð pólitískt bitbein stríð- andi herja og varð tvívegis eldi að bráð. Hún reis ekki aftur upp til fyrri frægðar. Á sýningunni eru yfirlitskort yfír borgarstæðið og þann uppgröft, sem hefur átt sér stað; þar sem talsvert að starfínu fer fram neðan núverandi vatnsborðs, er verkið seinlegt og erfitt viðureignar. Á sýningunni eru sett upp nokkur lík- ön sem m.a. sýna borgarvirki og hafnarsvæði, og eru áhrifamikil til- sýndar. Einnig getur hér að líta ýmsa muni sem tengjast daglegu lífí íbúanna (nálar, hnífa, lykla, greiður o.s.frv.), og nokkuð af skartgripum, sem bera vott um gott handbragð þeirra sem þá gerðu. Nokkrir smámunir draga þó að sér mestu athyglina; hestur úr bronsi, sem líkast til var notaður í trúarlegum tilgangi (verndargrip- ur?), manna- eða goðamyndir skornar í tré, og einkum lítil mynd af guðinum Svantevit, sem hefur fjögur andlit, og mun hafa verið fremstur meðal goða hjá Slövum. ímynd þessa guðs hefur verið gerð að einkennismerki sýningarinnar, og fer vei á því. Sýningin var skipulögð í sam- vinnu safna í Szczecin (Stettin) í Póllandi og Hróarskeldu í Dan- mörku, en þaðan fór sýningin til Álaborgar, Lundar og Esbjerg áður en hún kom hingað til lands; þessi mikla samvinna er góður vottur um áhugann á þessu tímabili sögunnar, þegar tilvera Norðurlanda og þjóða við Eystrasalt var svo nátengd sem raun ber vitni. Er óskandi að framhald verið á alþjóðlegu samstarfi Þjóðminja- safnsins á þessu sviði, þannig að hingað berist sem flestar sýningar af þessu tagi; þær efla bæði menn- ingarsöguleg og listræn tengsl landsmanna við nágrannalöndin og söguna. Sýningunni Jómsvíkingar í Þjóð- minjasafninu lýkur sunnudaginn 13. desember, og er rétt að hvetja fólk til að nota tækifærið til að kynnast minjum frá þessari fornu borg. versjun opwjEÍ^S RISTALL Faxafem v/Sudurlandsbraut, Sími 68/020 ÞRJAR VERSLANIR FULLAR AF FALLEGUM GJAFAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.