Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Hluti ráðstefnugesta á Kirkjubæjarklaustri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölbreytt bleikjueldi og umiar vörur eiga mikla möguleika Góð markaðsvinna undirstaða allrar framleiðslu Ráðstefna um fiskeldi og fiskirækt Selfossi. „EG ER bjartsýnn á bleikjueldi á Islandi," sagði Hermann Ottós- son frá Fagráði bleikjuframleiðenda i erindi sínu á ráðstefnu um fiskeldi og fiskirækt sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri um síðustu helgi. Hann benti á að helstu möguleikar bleikjueldisins liggja í þróunarvörum og unnum afurðum vegna þess hversu tollar á Evrópumarkaði lækka með tilkomu EES. Ennfremur kom fram í máli hans að bleikjuframleiðslan á Islandi hefði forskot á önnur lönd vegna fjölbreytileika hennar. Fjölbreytt framleiðsla margra lítilla aðila væri fýsilegur kostur í bleikjueldinu. Ráðstefnan var haldin á vegum fiskeldisbrautar Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hanna Hjartardóttir skólastjóri Kirkjubæjarskóla sagði við setningu ráðstefnunnar að eitt af hlutverkum skólans og fisk- eldisbrautarinnar væri að tengjast atvinnulífínu og ráðstefnan gæfí kost á því að fylgjast með því sem væri að gerast á sviði fískirækt- ar. Hún sagði það koma fram á aðsókn að fískeldisbrautinni hversu á brattann væri að sækja hjá fískeldinu. Nú eru við skólann 10 nemendur á öðru ári en aðeins fjórir á fyrra ári. A ráðstefnunni voru flutt erindi um ýmsa þætti sem lúta að fisk- eldi og fískirækt. Ráðstefnuna sótti fólk úr V-Skaftafellssýslu og víðar að. Hermann Ottósson fjallaði í sínu erindi sérstaklega um mark- aðsmál og hversu þau væru þýð- ingarmikil fyrir allt ferlið. Hann sagði það framtíðarmál að koma nýjum vörum á markað með nýj- um dreifíleiðum og fínna nýja markhópa fyrir vörumar. Hann nefndi dæmi um það hversu mikil- vægt væri að fá rétta mynd af því hvemig kaupandinn vildi hafa fiskinn varðandi útlit og fleira. Hann gat þess að fískur sem hér heima var álitinn hágæðafískur hefði ekki gengið í augun á frönskum kaupanda sem vildi fá öðmvísi afbrigði af bleikju, daufa á litinn og skrautlega í útliti. „Markaðurinn hefur ákveðnar hugmyndir um fískinn og okkar sjónarhom hér heima er ekki alg- ilt um hvað er best. Markaðurinn ræður alltaf hvaða físk hann vill fá og við verðum að framleiða eftir þeim óskum,“ sagði Her- mann. „Við getum ekki sett okkur upp einhveijar gæðareglur sem svo em alls engar gæðareglur þegar á markaðinn er komið.“ Hann sagði fleiri og fleiri sýna bleikjunni áhuga en greinilegt væri að þeir sem væm að velta fyrir sér kaupum héðan vildu fá fullvissu um að framleiðslan væri trygg. Markaðurinn væri það stór að það þyrfti lítið að gerast til þess að kaupa upp alla íslensku framleiðsluna. Hermann gat þess að Marks & Spencer-fyrirtækið hefði að lík- indum ákveðið að selja bleikju héðan í verslunum sínum frá og með 1. apríl á næsta ári. Ef það gerðist væri líklegt að þeir keyptu upp alla bleikju á landinu. Hann sagði að fara þyrfti varlega gagn- vart svo stómm aðila. „Bleikjan er vara í þróun í eldi og á markaði. Reglur um gæði verða að fara eftir þeim óskum sem em á markaðnum á hveijum tíma,“ sagði Hermann. Hann sagði að unnar vömr úr bleikju hefðu verið sendar til nokkurra landa og fengið mjög góðar við- tökur og ástæða væri til bjartsýni hvað það snerti. „Vinnslan er endalaus, þar liggja mögnleikarn- ir fyrir minni framleiðendur að þróa sína línu í framleiðslunni," sagði Hermann. Hann sagði að nú væri 14% tollur á bleikju inn í EB en hann yrði 2,1% með EES. Á unnum vömm væri hann 5,5% en yrði 1,1%. Tollur á ferskum fiski væri 8% en yrði 4,7%. Tollur á laxi væri 13% og yrði áfram 13%. Þetta gæfí möguleika en þá væri ekki hægt að nýta nema framleiða undir einu merki inn á markaðinn. Hermann gat þess að fram- leiðsla á bleikju hefði aukist mjög á síðasta ári og erfítt yrði að fínna markað fyrir allan þann fisk og ljóst að framleiðslan myndi drag- ast saman. Hvað framtíðina snerti sagði Hermann að mikilvægt væri að fá fjármagn til áframhaldandi markaðsvinnu. Fagráðið hefði starfað í 12 mánuði og árangurinn væri sá að þeir hefðu komið öðmm fætinum milli stafs og hurðar hjá markaðnum, eins og hann komst að orði. „Með góðum vinnubrögð- um og samvinnu getur rekstrar- grundvöllur bleikjueldis verið arð- bær með fjölbreyttu eldi margra lítilla aðila,“ sagði Hermann. Að- spurður sagði hann það fýsilegan kost fyrir bændur að huga að bleikjueldi. Fagráðið styddi slíkt með markaðsvinnu. „Bleikjueldið er ljósi punkturinn í öllum bölmóð- inum,“ sagði hann að lokum. Sig. Jóns. Formannsskipti hjá íþróttabanda- lagi Akraness Akranesi. JÓN Runólfsson var kosinn formaður íþróttabandalags Akraness á aukaþingi þess á dögunum. Magnús Oddsson lét af embætti ep hann hefur tekið við sem varáforseti íþróttasambands íslands. Jón hefur lengi setið í stjóm ÍA og jafn- framt verið. formaður byggingarnefndar IA sem staðið hefur í miklum byggingar- _ framkvæmdum á síðustu árum. A auka- þinginu voru Magnúsi Oddssyni þökkuð hans veigamiklu og farsælu störf í þágu íþróttanna á Akranesi, en hann hefur ver- ið formaður ÍA síðustu átta árin. Jafn- framt var honum ámað heilla í hinu nýja starfí sínu sem varaforseti ÍSÍ. í stjóm IA í stað Jóns Runólfssonar kom Jón Gunn- laugsson. - J.G. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jón Runólfsson og Magnús Oddsson takast í hendur að loknu formannskjöri. Flokksþing framsóknarflokksins Kosningar í miðstjórn Bjami Einarsson nýr í hópi efstu fulltrúa flokksins JÓHANN Pétur Sveinsson fékk flest atkvæði við kosningar til miðstjórnar á flokksþinginu eða alls 288 atkvæði. Siv Friðleifsdótt- ir fékk næstflest atkvæði eða 250, Ásta RagnheiðUr Jóhannesdótt- ir 227 atkvæði, Drífa Sigfúsdóttir 221, Þórólfur Gíslason 219 og Bjarni Einarsson 218 atkvæði en Bjarni er nýr í miðstjórn. Vakti sterk kosning hans athygli og var talin sýna hug andstæðinga EES á þinginu. Flokksþingið kaus alls 25 fulltrúa í miðstjórn og 7. til 25. sæti skip- uðu eftirtaldir: Hrólfur Ölvisson (209), Hallur Magnússon (206) Ní- els Arni Lund (205), Örn Gústafs- son (201), Gissur Pétursson (195), Jón Sveinsson (187), Þóra Hjalta- dóttir (185), Bolli Héðinsson (179), Haukur Halldórsson (178), Karen Erla Erlingsdóttir (169), Sigurður Geirdal (161), Anna Kristinsdóttir (158), Pétur Bjarnason (158), Haf- steinn Þorvaldsson (148), Anna Margrét Valgeirsdóttir (146), Inga Þyrí Kjartansdóttir (140), Valdimar Valdimarsson (138), Jörundur Ragnarsson (134) og Þórarinn Sveinsson yngri (124). Þeir sem ekki náðu kjöri sem aðalmenn og verða varamenn í mið- stjórn eru eftirtaldir: Sigríður Hjartar (117 atkv.), Guðrún Alda Harðardóttir (116), Þóra Guð- mundsdóttir (114), Magnús Ólafs- son (105) Skúli Skúlason (105), Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir (104), Sverrir Sveinsson (103), Guðjón B. Ólafsson (100), Hildur Bernódusdóttir (99), Oskar Bergs- son (99), Þórarinn Sveinsson (99), Þórhalla Snæþórsdóttir (97), Erí- ingur Örn Arnórsson (96), Hafdís Sturlaugsdóttir (95), Sædís Guð- laugsdóttir (95), Halldór Guð- bjarnason (90), Guðmundur Kr. Jónsson (89), Jón Einarsson (88), Ósk Aradóttir (88), Sigurður Ey- þórsson (88), Guðmundur Einars- son (84), Ragnar Þorbjörnsson (82), Elín Jóhanssdóttir (79), Gunnar Sæmundsson (79) og Tryggvi Gísla- son (78). Athygli vakti að þijár konur voru meðal’ fímm efstu í kosningunum og halda konur hlut sínum í mið- stjórn. Einnig komu ungir fram- sóknarmenn vel út úr kosningunni en alls voru kjörnir 9 fulltrúar úr SUF en samkvæmt reglum flokks- ins eiga 7 fulltrúar yngri framsókn- armanna seturétt í miðstjórn. Einn- ig vakti athygli að Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, var ekki meðal efstu manna í kosningunni að þessu sinni. Magnús Ólafsson, Guðjón B. Ólafs- son, Sigríður Hjartar, Þórhalla Snæþórsdóttir og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir féllu sem aðal- menn úr miðstjórn. Flokks- stjórn- in endur- kjörin STEINGRÍMUR Hermannsson var endurkjörinn formaður Fram- sóknarflokksins á flokksþinginu með 286 atkvæðum og fékk hann stuðning 86% þeirra sem atkvæði greiddu en Halldór Ásgrímsson fékk 35 atkvæði til formennsku. Á síðasta flokksþingi árið 1990 fékk Steingrímur 95,6% atkvæða en Halldór 9 atkvæði við formanns- kosningar. Halldór var endurkjör- inn varaformaður með 281 at- kvæði eða 85%, Stefán Guðmunds- son alþingismaður fékk 17 atkvæði og Bjarni Einarsson 5 í varafor- mannskjörinu. Guðmundur Bjarnason var end- urkjörinn ritari flokksins með 301 atkvæði af 322 eða 91% en Finnur Ingólfsson fékk 3 atkvæði og Bjarni Einarsson 2. Finnur var endurkjör- inn gjaldkeri flokksins með 275 at- kvæðum af 317 eða 87%. Valgerður Sverrisdóttir gaf ekki kost á sér til vararitara en í hennar stað var Sigrún Magnúsdóttir kjörin með 259 atkvæðum. Þrír sóttust eftir kosningu varagjaldkera en skv. flokksreglum eiga bæði vararitari og varagjaldkeri sæti í fram- kvæmdastjórn flokksins. Varð Unn- ur Stefánsdóttir hlutskörpust og fékk 136 atkvæði, Siv Friðleifsdóttir fékk 73 og Kristinn Halldórsson 68 atkvæði. Sljórnendur ríkisbanka og efnahagsstofnana Verði ráðnir til sama tíma og ríkisstjóm situr í ÁLYKTUN um ríkisfjármál sem samþykkt var á flokksþingi fram- sóknarmanna segir að æðstu embættismenn og sljórnendur efna- hagsstofnana verði einungis ráðnir til sama tíma og hver ríkis- sljórn situr. í nefnd sem um þetta fjallaði varð sá skilningur ofaná að þetta ætti m.a. við um stjórnendur Seðlabankans, Þjóðhagsstofn- unar, Byggðastofnunar og bankastjóra ríkisbankanna. Orðrétt er ályktun Framsóknar- flokksins svona: „Sjálfstæði stofn- ana verði aukið, jafnframt því sem frumkvæði og ábyrgð stjórnenda verði meiri. Þeir verði ráðnir til sex ára í senn. Æðstu embættismenn og stjórnendur efnahagsstofnana verði einungis ráðnir til sama tíma og hver ríkisstjórn situr. “ Steingrímur Hermannsson, for- maður flokksins, staðfesti þessa túlkun ákvæðisins í samtali við Morgunblaðið en sagðist þó ekki hafa unnið mikið með nefndinni sem um þetta fjallaði. Sagði Stein- grímur að margir framsóknarmenn væru þeirrar skoðunar að það væri vafasöm stefna að þessar stofnanir væru aðskildar frá ráðu- neytunum. Það hefði til dæmis lengi verið í umræðu varðandi sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkisstjórn og að þeirra mati röng stefna að „Seðlabankinn léki laus- um hala,“ eins og hann orðaði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.