Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 14 Þingvellir. SÉRTÆKAR L.IÓSMYNDIR Myndlist Bragi Ásgeirsson í listhúsinu Úmbru, sýnir um þessar mundir og fram til 9. des- ember Svisslendingurinn Christ- ian Mehr 13 ljósmyndir, sem all- ar eru af íslenzku landslagi. Myndirnar eru af stærðinni 35x35 sm og við framköllun þeirra var notast við fullkomn- ustu tækni (Chibachrome), hver mynd er gefin út í 51 eintaki og í tilefni sýningarinnar hefur einn- ig verið gefín út mappa með myndum frá íslandi. Christian Mehr er fæddur í Ziirich 1953 og stundaði nám og blaðamennsku í Bretlandi. Mynd- ir eftir hann hafa birst víða í tímaritum m.a. jafn virtum og National Geographic Magazine, Stem, Illustré og Natur. Þetta er framraun hans á sýningarvett- vangi. Við skoðun myndanna verður ekki vart við neinn byijendabrag, því myndimar eru mjög fag- mannlega teknar og þeim er ákaflega vel fyrir komið í hinu litla rými, auk þess sem frágang- urinn er óaðfínnanlegur. Skoðandinn verður fljótlega var við að ljósmyndarinn hefur mjög næmt auga fyrir sérkenn- um íslenzkrar náttúra og um leið þroskaða tilfínningu fyrir sér- stæðum myndheildum og mynd- byggingu um leið. Þannig nálg- ast hann viðfangsefni sín á afar hugvitsamlegan hátt, hvort held- ur hann glímir við lítið afmarkað svið eða miklar víddir. Þetta allt kemur einkar vel fram í myndun- um „Krísuvík" (2), sem er mjög fersk og lithrein, „Stakkholtsgjá" (6), sem er merkilega sláandi „Sprengisandur" (10), sem er skýr og hrein í formi og svo Þóris- vatn (13) sem dularmögn ein- kenna. Þessi upptalning, er fyrst og fremst til að benda á fjölþætt viðfangsefni, en annars er öll sýningin svo jafngóð og fag- mannleg, að það fer eftir lyndis- einkun hvers og eins hvað honum fellur helst í geð. Sýningin er ávinningur öllum þeim sem unna vel teknum ljós- myndum af landinu, og um leið býr hún yfír skýrleika og fals- leysi, sem ber vott um að með Christian Mehr búi dijúgir list- rænir hæfíleikar. OFEIGUR Á Skólavörðustíg 5 hafa þau Ófeigur Björnsson gullsmiður og myndhöggvari og kona hans Hildur Bolladöttir opnað gullsmiðju og listmunahús. Nefnist verzlunin ein- faldlega Ófeigur. Húsið er hundrað og ellefu ára gamalt og hafa staðið yfir lagfær- ingar á því á undanfömum árum og það fært sem mest til uppruna- legs horfs. í tilefni opnunarinnar stendur þar yfir sýning fyrri félaga Ófeigs í Gallerí Gijóti aðeins neðar á götunni, þar sem nú er listhúsið einn einn, en þeir voru Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Páll Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir Sigurðs- son, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Allt eru þetta kunnir myndlistar- menn og sumir með fjölda einka- sýninga að baki og verk þeirra dreifð um víðan völl. Að sjálfsögðu kennir margra grasa á sýningunni, en sýningar- húsnæðið er lítið og enn ekki kom- in reynsla á eiginleika rýmisins og virðist mér sýningin gjalda þess. Svo er gamla innréttingin svo heimilisleg að hún tekur dijúga athygli skoðandans, ekki síður en verkin sem til sýnis eru. Neðri hæðin er að mestu undirlögð smíð- isgripum Ófeigs og þar njóta þeir sín prýðilega. Myndlistarverkin eru hins vegar á efri hæðinni og gengið upp mjóan stiga, enda mikilvægt á árum áður að nýta rýmið sem best. Er upp er komið blasa við ný verk eftir Magnús Tómasson, enda þau stærst og rúmfrekust. Hann er einn af okkar albestu núlifandi rýmis- listamönnum svo alltaf er fengur að rekast á ný verk eftir hann, en heldur er þröngt um þau þarna. Þó bera þau vott um handbragð hins hugmyndaríka listamanns, sem eru í senn formræn og upp- runaleg. Athygli mína vöktu einnig skúlptúrar Arnar Þorsteinssonar, en hann glímir um þessar mundir við mjög formræn og sígild vinnu- brögð, þar sem reynir mjög á sner- tiskynið. Aiinars staðfesta allir sýnendur styrk sinn og hinar stóru málmæt- ingar Ragnheiðar Jónsdóttur njóta sín merkilega vel í stigaskörinni. Því miður var enginn sýningarskrá þama til að punkta í og taka með sér, en hins vegar ein undir plasti og er það ekki til fyrirmyndar, því sáraeinfalt er að ljósrita einblöð- unga. Fyrir vikið er pistillinn ekki eins greinargóður, vel að merkja. Ástæða er að óska eigendunum velfarnaðar með húsnæðið, sem hefur öll skilyrði að vera sem vin í hverfinu, sem margur mun hafa ánægju af að leita uppi. Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndhöggvari. Teikningar í yfirstærðum I Listhúsinu G 15 á Skólavörðu- stíg 15 sýnir um þessar mundir Kjartan Ólason nokkrar stórar teikningar. Kjartan er einn af þeim af yngri kynslóð sem margir binda miklar vonir við, og hann hefur verið áber- andi á sýningarvettvangi á undan- förnum árum, og þá iðulega sýnt verk af yfírstærðum, eins og mjög hefur verið til siðs á alþjóðavett- vangi síðasta áratug. Fáir ungir myndlistarmenn gera myndverk, sem hafa jafnmikinn minnismerkjasvip og Kjartan, en það heitir á fagmáli að vera „monumental“. Ekki bregður hann út af venjunni að þessu sinni, því teikningar þær sem hann sýnir í listhúsinu eru með því stærsta sem ég hef séð af þessu tagi hérlendis, auk þess sem andlitin og hlutar andlita, sem eru viðfangsefni hans, hafa yfír sér nokkurs konar svip hetjurómantíkur. Og eins og ég hef oft áður bent á minnir þetta mig sterklega á áróðursmyndir eins og þær tíðkuðust austan tjalds á meðan kommúnisminn var og hét. En það má Kjartan eiga að myndirnar eru fjári vel útfærðar og að sjálfsögðu er listamönnum heimilt að sækja sér myndefni í þær listasmiðjur sem þeir óska sér á þessum tímum algjörs myndræns frelsis. - Með þessum vel útfærðu mynd- um staðfestir Kjartan Ólason enn einu sinni hæfíleika sína, en hann má vara sig á því að þrengja sér ekki út í horn með þessari sér- stæðu myndsköpun sinni. Það hefur farið hljótt um þessa Kjartan Ólason sýningu, en hún er vel þess virði að vera skoðuð er menn eru á flakki á milli sýninga, en þeim virð- ist stöðugt fara ijölgandi, sem er samhliða þróuninni í útlandinu, og er vel. Þá er skaði að maður fer af þessari sýningu án þess að hafa neitt milli handanna og í slíkum tilvikum verður getspeki skoðand- ans að ráða ferðinní um hvað lista- maðurinn sé að fara. nsmar* •' > ' 1. desember 1987 ., . . . , , . .______. £>l/2JJ_liJ2J JJ ! ,......\ ' V í \ r J feifi i I J & 1. desember 1992 ■ \ r— § tóswscssíöseaéœs; AFMÆLISTILBOÐIDAG OG A MORGIEV ^ w M Hamborgari og kók á 190 kr. Barnaboxin vinsælu 190 kr. m S v , VI r r * v * Ý E n 1 n % A i r Q r A Sprengisandi - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.