Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 42 fclk í fréttum JÓLATILBOÐ EEScholtes 20% afsláttur af eldhústækjum Verðdæmi: F 4804 X OFN Yfir-undirhiti, blástur og grill, hvítt glerútlit, klukka kr. 40.940,- TV 483 B HELLUBORÐ Keramik yfirborð hvítur eða svartur rammi, fjórar hellur kr. 44.575,- LV 8-343 UPPÞVOTTAVÉL Hvít, 45 cm breið, 4 kerfi.hljóðlát kr. 54.380,- mmm Funahöfða 19, sími 685680. Söluaðili ó Akureyri: Örkin hans Nóa, Glerórgötu 32. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Kristján Kristjánsson, KK á sviðinu í Borgarleikhúsinu. MATREIÐSLA Styrktar- aðilum þakkað Klúbbur matreiðslumeistara sendi einvalalið jslenskra mat- reiðslumanna til Ólympíukeppni matreiðslumeistara í Frankfurt í haust. íslendingarnir náðu góðum árangri í keppninni og unnu meðal annars til bronsverðlauna. Þeir öðl- uðust ómetanlega reynslu og vöktu mikla athygli þýskrá ij'ölmiðla. Víst má telja að þetta verði hvatning til aukinnar þátttöku okkar manna í alþjóðlegum matreiðslukeppnum. Matreiðslumeistararnir boðuðu styrktaraðila keppnisliðsins til teitis á veitingahúsinu Óðinsvéum í síð- ustu viku og afhentu þeim viður- kenningarskjöl. Fulltrúar um tutt- ugu styrktaraðila mættu til að taka við viðurkenningum og áttu ánægjulega stund með matreiðslu- meisturunum og fleiri gestum. Boð- ið var upp á blandaða íslenska osta og rauðvín í tilefni dagsins. Fulltrúar keppenda voru mættir í einkennisbúningum Ólympíuliðsins. F.v.: Hörður Héðinsson, Örn Garðarsson fyrirliði, Úlfar Finnbjörns- son, Jakob H. Magnússon for- seti klúbbsins og fylgdarmað- ur keppenda, Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Ásgeir Erlings- son, Linda Wessman, Sigurð- ur L. Hall liðsstjóri og Bjarki Hilmarsson. Auk þeirra voru í Ólympíuliðinu Francois Fons og Baldur Öxdal. Bein leið KK og félaga í Borgarleikhúsinu Kristján Kristjánsson, sem kall- ar sig einfaldlega KK, hefur leikið víða um land upp á síðkast- ið við góðar undirtektir, en hann hefur verið á ferð um landið að kynna nýútkomna breiðskífu sína, Beina leið, sem hann gefur út sjálf- ur. Á mánudagskvöld lék Kristján með hljómsveit sinni, KK Band, sem skipuð er auk hans Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara og Kormáki Geirharðssyni trommu- leikara, á útgáfutónleikum fyrir Reykvíkinga í Borgarleikhúsinu til að kynna Beina leið, en Eyþór Gunnarsson Mezzofortemaður lið- sinnti þeim félögum með hljóm- borðsleik. Aðsókn á tónleikana var góð, svo góð reyndar að fjölmarg- ir þurftu frá að hverfa og til að bæta bónleiðum það upp ákváðu KK og félagar að halda aðra út- gáfutónleika í kvöld á sama stað. Hilmar B. Jónsson, fv. forseti Klúbbs matreiðslumeistara og Óskar H. Gunnarsson forsljóri Osta- og smjörsölunnar. Morgunblaðið/Kristinn F.v.: Matreiðslumeistararnir Einar Árnason og Lárus Loftsson voru í fjáröflunarnefnd Ólympíuliðsins, Einar S. Einarsson forstjóri Visa ís- land með viðurkenningarskjal, Sigurður L. Hall liðsstjóri og Jakob H. Magnússon forseti Klúbbs matreiðslumeistara. ÚTGÁFA STEINAR WAAGE OVERSLUN Herrainniskór Verð kr. «— 995,- Stærðir: 40-45. Litur: Brúnn. Ath: Breiðlr og mjúkir Verð kr. 1.995,- Stærðir: 41-46. Litur: Blár. Ath: Teygja á hlið, gott fyrir háa rist. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreíðsluafsláttur Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 VERKALÝÐSMÁL Forseti ASÍ fær lyklavöld Síðasta dag nóvembermánaðar afhenti Ásmundur Stefánsson fráfarandi forseti ASÍ Benedikt Davíðssyni nýkjöm- um forseta lyklavöldin að höfuðstöðvum ASÍ á horni Grensásvegar og Fellsmúla. Á myndinni hefur Benedikt tekið við lyklunum, en á bak við þá er hin fagra mynd meistara Kjarvals, Fjallamjólk, eitt þekktasta verk listamannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.