Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Þakkir og athugasemdir eftir Gísla Jónsson i í þáttum mínum Islenskt mál hér í Morgunblaðinu hef ég þrásinn- is látið þakkir mínar í té starfs- mönnum Orðabókar Háskólans. Til þeirra hef ég oft leitað í vanda og ætíð fengið góðar viðtökur og úr- lausnir. Er þar á enginn manna- munur, enda nefni ég ekki einn fremur öðrum í því sambandi. Nöfn eru hvort eð er andstyggileg, sögðu fomir Rómverjar, að vísu í öðmm skilningi (Nomina sunt odiosa!). Hlustendur útvarps þekkja líklega best af þessum orðabókarmönnum í seinni tíð Jón Aðalstein Jónsson, Guðrúnu Kvaran og Gunnlaug Ing- ólfsson. Skilst mér að við þau eigi margir hlustendur gott samstarf. Ég vil enn þakka það góða og mikla starf sem unnið er á Orðabók Há- skólans. II Fræðin um mannanöfn hafa hér- lendis verið stunduð minna og eink- um síðar en skyldi. Ég finn t.d. hvomgt orðið nafnfræði né nafna- fræði í Orðabók Menningarsjóðs. Bæði hef ég þó reynt að nota, eink- um hið fyrrnefnda. Skylt er að geta þess að samsetningin nafnfræði- nefnd er í Æviskrám samtíðar- manna og þá trúlega víðar. Orðin nafnfræði og nafnafræði koma í stað erlendu orðanna onomastics, onomatographia, onomatologi o.s.frv. Þau em höfð um margs konar fróðleik um heiti manna: „den Side af den etymologiske Vid- enskab, der omfatter Egennavnes Forklaring" (Salmonsens Leksi- kon). „In the broadest sense, the study of names in all their aspects" (Encyclopædia Britannica). Þó að íslendingar væra heldur afkastalitlir í nafnfræðum lengi, hefur verið bætt mjög úr því í seinni tíð. Alþekkt er náttúrunafnakenn- ing Þórhalls Vilmundarsonar um staðanöfn, og á sviði sömu fræða er doktorsritgerð Guðrúnar Kvaran. En mikilvirk í mannanafnafræð- um hafa verið séra Björn Magnús- son, Hermann Pálsson, Guðrún Kvaran, Sigurður Jónsson frá Arn- arvatni og Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri. Lang- stærsta verk á þessu sviði er Nöfn íslendinga eftir þau Guðrúnu og Sigurð, er út kom síðla árs 1991. Það er undirstöðurit og þrekvirki. Hef ég oftar en einu sinni þakkað það í pistlum mínum um íslenskt mál. En hvorki hef ég haft þrek né kunnáttu til þess að skrifa um það eiginlegan ritdóm. III í grein í Lesbók Morgunblaðs- ins 3. okt. sl. minntist ég nokkuð á vanda nafnfræða og vitnaði þá m.a. til orða fræðimannsins Fried- richs Stroh (Handbuch der germ- anischen Philologie, Berlin 1952, bls. 441, mispr. 41 í Lesbókargr.): „Die Namenforschung ist ein schwieriges Gebict. Nirgends lau- ern wohl so viele verborgene Fall- stricke wie hier.“ En það er svo að skilja, að nafnfræði sé vandasamt viðfangsefni. Hvergi sé fleiri villur að varast, þær er um mann sitji. í sömu grein kvartaði ég sáran undan fáfræði minni um hugarheim forfeðra okkar og hvað hefði ráðið nafngiftum þeim sem börn þeirra fengu. Nú er þess skilmerkilega að geta að ég er bréflaus maður í fræð- um þessum, en hef dundað við þau mér til gamans og kannski einhverj- um öðrum líka, þegar best lætur. Ég hef þó komist svo langt, að gera mér grein fyrir ýmsum vanda, eins og Fr. Stroh, og öllum þeim vilium sem um manninn sitja, sem við þetta fæst. í inngangi að grein um nöfn Skagfírðinga 1703-1845 (Skagfirðingabók 19) leyfði ég mér að segja þetta: „Mikil hætta er á því, að í ritsmíð- um sem þessum séu villur, slíkt sem talnaflóðið er og fjöldi fólks og nafna. í ritum hinna virtustu og vönduðustu fræðimanna hef ég rek- ist á fáein dæmi slíks. Annað er naumast mannlegt. Getu manna eru löngum takmörk sett, þótt viljinn séjgóður og samviskusemi mikil. I sjálfum fmmheimildunum geta líka verið villur. Prestar og teljarar fólks vom ekki óskeikulir fremur að aðrir. Seinni nöfn manna, eftir að þau komu til, hafa haldist mis- vel til skila, jafnvel í sjálfum kirkju- bókunum. Fyrir kom að prestar misheyrðu nöfn við húsvitjanir eða brast trútt minni, þegar bókað var seinna en vera skyldi. Bið ég alla góðfúsa lesendur að virða mér og öðmm til vorkunnar, þar sem ein- hveiju skeikar. Ekki er það viljandi gert.“ Margsinnis endranær hef ég sagt og skrifað eifthvað þessu líkt, en þyrmi mönnum við frekari tilvitnun- um í það, enda var mér kennt í skóla, að það væri takmörkuð kurt- eisi að vitna í sjálfan sig. Mér er tamara að hafa uppi orð Áma Magnússonar um þá tvo flokka manna, sem annar þeirra kom vill- um á gang, en hinn leitaðist síðan við að útryðja sömu villunum. Þó kenna megi sjálfhóls, þykist ég hafa verið í báðum þessum flokkum. Hefur smám saman orðið til hjá mér nafnaskrá sem alltaf er að breytast, eftir því sem ég fæ fleiri og betri heimildir. Ég vona að mér hafí tekist að breyta henni til veru- legs batnaðar frá því sem var, þeg- ar ég var að fálma rpig af stað. Ég þarf naumast að geta þess að eyður eru í prentaðar heimildir, að enginn kemst yfír allar kirkjubækur og manntöl (sjá for- mála Nafna Íslendinga), fyrir svo utan annmarka þeirra heimilda sem áður gat. Þar er og margt vansagt, einkum um fieimefni, og fjöldi manna hefur orðið svo skammlífur, að hann hefur þess vegna lítt á bækur komist, einkum þegar prent- uð eru manntöl á Iöngu árabili. Gísli Jónsson „Stórvirki þeirra Guð- rúnar Kvaran og Sig- urðar Jónssonar hefur orðið mér uppspretta mikils fróðleiks og sparað mér mikinn tíma. Hitt er mér ljóst að bókin er ekki galla- laus, svo sem nærri má geta. Einkum held ég þó að menn verði seint á einu máli um hvað í bók sem þessari eigi að segja og hvað láta ósagt.“ IV Stórvirki þeirra Guðrúnar Kvar- an og Sigurðar Jónssonar hefur orðið mér uppspretta mikils fróð- leiks og sparað mér mikinn tíma. Hitt er mér ljóst að bókin er ekki gallalaus, svo sem nærri má geta. Einkum held ég þó að menn verði seint á einu máli um hvað í bók sem þessari eigi að segja og hvað láta ósagt. Kunnugt er og að öll frum- smíð stendur til bóta að undantek- inni Pallas Aþenu fyrir löngu. Fyrir eymm mér hljóma orð míns góða kennara, Einars Ólafs Sveinssonar, um Ara fróða, ýmist á þýsku eða íslensku: „Aller Anfang ist schwer" (Allt upphaf er erfitt), og: „Óskeik- ul er aðeins dauð vélin.“ Ég hef alltaf hugsað mér að brátt kæmi út 2. útgáfa Nafna íslend- inga, og þá með þeim lagfæringum og viðaukum sem höfundum þætti henta. Vænti ég þess að svo verði. Ég hneykslast ekki á þeim sem vekja athygli á því sem betur má fara, sé það gert af góðum hug og með góðum orðum. Sjálfum er mér miklu nær skapi að þakka stór- virki, þar sem margt er harla vel gert (bók sem lengi hefur ekki gengið mér hendi firr) heldur en halda hátt á lofti því sem miður kann að hafa farið í verki mennskra manna. Þessi fáu orð em sett á blað í tilefni mikillar ádrepu Þórhalls Vil- mundarsonar í Lesbók Morgun- blaðsins nú undir lok nóvember- mánaðar. Sú ádrepa þykir mér sam- an sett af undarlegum skorti á sanngimi. í þessari miklu grein var mín, verðugleikalausum manni, að nokkm getið og sú ályktun dregin, að ég hefði leiðst á villigötur vegna notkunar bókarinnar, Nöfn fslend- inga, þegar ég skrifaði fáein orð um nafnið Bjartey í íslenskt mál 7. nóv. sl. Þessi ályktun er röng, — og ekki tiltökumál. Hvemig á mað- ur suður í Reykjavík að sjá gegnum holt og hæðir og vita hvort annar maður, norður á Akureyri, hefur flett upp í Landnámu, Sturlungu, Njálu, Lind eða Hermanni Páls- syni, áður en hann reit greinarkorn í dagblað? Hitt er ljóst, svart á hvítu, hvað í grein minni stendur og hvað ég þá hef látið ósagt. Ég tel að það, sem ég sagði, standi óhaggað. Hvað látið er ósagt er annað mál og þarf engar bækur til þess að leiða fólk á meintar villigöt- ur um slíkt. Það er nefnilega þann- ig, að allur sannleikurinn verður aldrei sagður og síst af öilu allur í einu. Höfundur var menntaskólakennari. KK BAND BEIN LEIÐ Á nýju KK plötunni er aó finna þverskurð af því besta sem KK hefur unnið að á undanfornum misserum. Bein leið inniheldur m.a. lögin "Þjóðvegur 66" og "Vegbúinn", úr leikritinu Þrúgur reiðinnar. Einnig er hér að finna, KK aðdáendum til mikillar ánægju, lögKK Bandsins úr kvikmyndinni "Sódóma Reykjavík", "Ó borg mín borg" og "Slappaðu af'. Stórkostleg og umfram allt skemmtileg plata, sem höfðar til fólks á öllum aldri. "Það er mikið spunnið í nýju lögin á plötunnL.Bein leið er vel heppnuð plata." GH-Pressan "Lagasmíðar KK bera glöggt vitni um að hann hefur tileinkað sér margt af því besta sem hann hefur kynnst á ferðum sínum sem götuspilari." KAf-Morgunblaðið DREIFING TONLEIKAR í KVÖLD BORGARLEIKHÚSINU FORSALA AÐGÖNGUMIÐA í ÖLLUM HELSTU HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM JAPISS SÍMI 62 52 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.