Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 24
24 MÖRGUNbSlM)IÐ MIÐ^IKUDÁGIÍR 2.í/D‘ÉáÍ:MBE'R Í9l92 Breskt undrabarn Arsgamall lærði Nicholas hjálp- arlaust að lesa FJÖGURRA ára gamall drengur í Bretlandi, Nicholas MacMa- hon, lærði hjálparlaust að lesa þegar hann var eins árs, áður en hann var farinn að geta talað. Sérfræðingur í málefnum ofurgreindra barna segir að þetta sé óskiljanlegt, að sögn dag- blaðsins The Independent. „Hann er hæfileikarikasta barn sem ég hef komist í kynni við en það er auðvitað erfitt að mæia greind,“ segir sérfræðingurinn, Valsa Koshy, er kennir við Brunel-háskóla í London. „Þetta minnir svolítið á krafta- verk trúarbragðanna. Sálfræð- ingar segja að læri böm að lesa á þessum aldri sé um að ræða innbyggða hæfíleika til máltöku. Slíkir hæfíleikar séu meðfæddir, það sé ekki hægt að öðlast þá með öðram hætti. Ef til vill heyrði hann fullorðið fólk tala og heim- færði hljóðin upp á rituð orð á pappír. Ég held að við munum aldrei skilja hvað er að gerast í þessum ofursmáa heila,“ segir Koshy. Undrabamið Nicholas byijaði að glugga í símaskrána áður en hann gat talað. Nú unir hann sér við að lesa alfræðiorðabækur og dagblöð, Koshy aðstoðar skjól- stæðinginn við nám í gerð hug- búnaðar við Branel. Hann les reglulega Aquila, tímarit sem gefíð er út handa afburðabörnum. Ritstjóramir eru sjö og tíu ára gamlir. Honum fínnst hugbúnað- argerðin vera sjálft draumastarf- ið en hefur einnig mikla tónlistar- hæfíleika, hann er að læra á fíðlu og Mozart, Schubert, Beethoven og Vivaldi vefjast ekkert fyrir sögn Reuters-írétta- Nicholas MacMahon. Reuter honum, að stofunnar. Nicholás Alexöndru er sonur Peters og MacMahon, fjöl- skyldufaðirinn er garðyrkjumað- ur og þau búa í Surrey. Móðirin er frönskumælandi og sonurinn getur nú bjargað sér á þeirri tungu. Hann fékk ekki hvatningu við hæfí í venjulegum skóla sem reynt var að senda hann í, honum leiddist, varð órólegur þegar hann var beðinn að dunda sér við lita- bók. Þau hafa ekki efni á að greiða skólagjaldið í dýram einka- skóla og era að velta því fyrir sér að reyna að kenna honum sjálf. Móðirin segir að hefðbundnir skólar virðist ekki geta verið nógu sveigjanlegir, þeir geti ekki sinnt Nicholas sem skyldi. Koshy segir að almenningur telji það mikla Guðs gjöf að eign- ast afburðagreint bam en málið sé flóknara en svo. „Barnið ber upp óteljandi spumingar, getur orðið fómarlamb eineltis í skólan- um og endað sem félagslegt úr- hrak. Þessi böm þarfnast sér- stakra stofnana, þar sem tekið er fullt tillit til þarfa þeirra". Óeirðir í Mexíkó Reuter Óeirðir blossuðu upp við landamæri Mexíkó að Bandaríkjunum í fyrrakvöld vegna ákvörðunar stjórnvalda í Mexíkó um að herða tollgæsluna þar. Miklar skemmdir urðu á bifreiðum og byggingum og er tjónið áætlað um 20 milljónir dala, rúmlega 1,2 milljarður ÍSK. Óeirðaseggimir börðust við lögregluna og vora 50 þeirra hand- teknir. Á myndinni stendur vígreifur Mexíkómaður við bifreið stjórnarerindreka sem var velt á hvolf í landa- mærabænum Nuevo Laredo. Thorvald Stoltenberg um Alþjóðahvalveiðiráðið Ráðið hefði engan tilgang ef Norðmenn fæm úr því Ósló. Reuter. ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið missti tilgang sinn ef Norðmenn segðu sig úr því, að því er Thorvald Stoltenberg utanrikisráðherra hélt fram á fundi með erlendum fréttamönnum í Ósló í gær. Við það tækifæri sakaði hann Bandaríkjamenn um tvískinnung í hvalveiðimálum. Stoltenberg sagði að Alþjóða hvalveiðiráðið (IWC) hefði fjarlægst uppranalegan tilgang sinn sem væri að stjórna hvalveiðum. Hefði IWC breyst i stjórnmálasamtök. Þrátt fyrir að vísindanefnd ráðsins hefði komist að þeirri niðurstöðu að hrefnustofninn væri það stór að óhætt væri að veiða úr honum hefði ráðið þverskallast við óskum um að ákvarða veiðikvóta að nýju og aflétta þannig veiðibanni sínu frá . * : - • • Aðventuljós Áður 1.675* Nú 1.349 Matar- og kaffistell Áður 5.692 • Nú 4.270 Saumaskrín Áöur 2.197 • Nú 1.758 Vöfflujárn Áður 6.200 • Nú 5.270 Snjósleði Stiga Reykskynjari Áður 8.302 • Nú 6.725 Áður 1.112 • Nú 834 árinu 1985. „Kanadamenn og ís- lendingar hafa sagt sig úr ráðinu. Færam við að dæmi þeirra væri fótunum kippt undan ráðinu," sagði hann. Norðmenn hafa haft í hótunum um að yfírgefa ráðið vegna tregðu þess til að ákveða hvalveiðikvóta að nýju en ekki látið verða af því. Stoltenberg sagðist ekki vilja segja hvað þyrfti til að Norðmenn gerðu alvöru úr hótunum sínum. Hann gagnrýndi Bandaríkja- menn fyrir að mótmæla fyrirhuguð- um hvalveiðum Norðamanna á næsta ári. „Bandaríkjastjórn stend- ur sjálf fyrir hvalveiðum - leyfír Alaska-eskimóum að stunda veiðar - en setur ofan í við aðra á sama tíma,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að í krafti stærðar sinnar og máttar leyfðu Bandaríkjamenn sér hvort tveggja í senn; að standa sjálfír fyrir veiðum en sitja síðan í hvalveiðiráðinu og ráðast á Norð- menn á grandvelli þess. Á blaðamannafundinum sagði Stoltenberg ennfremur að Norður- löndin — Svíþjóð, Noregur, Finn- land, Danmörk og ísland — hefðu misst af gullnu tækifæri til áhrifa er þau heyktust á því að setja upp sameiginleg sendiráð í nýju ríkjun- um sem risu á rústum Sovétríkj- anna eftir hrun þeirra fyrir ári. Þar hefðu möguleikar norræns sam- starfs farið fyrir lítið. „Ég verð að segja að þetta þykir mér miður,“ sagði Stoltenberg. Lesendabréf í Politiken Vilja réttarhöld í máli Eðvalds í DANSKA dagblaðinu Politiken birtist sl. föstudag Iesendabréf þar sem skorað er á forseta íslands og ríkisstjórn að hlutast til um að réttað verði í máli Eðvalds Hinrikssonar sem sakaður hefur verið um stríðsglæpi til að skera úr um sekt hans eða sakleysi. Undir bréfið skrifa Halldór Sig- arstjóri hjá Konunglega bókasafn- urðsson ritstjóri, Ulla Dahlerup rit- höfundur, Toger Seidenfaden sjón- varpsstjóri TV2, Ulf Haxen, deild- Finnar gegn EB-aðild Helsinki. Reuter. STUÐNINGUR Finna við hugs- anlega aðild að Evrópubandalag- inu (EB) fer þverrandi. Miðað við skoðanakönnun sem stofnun á vegum fínnska atvinnulífs- ins gerði í apríl og síðan aftur í október féll stuðningur við aðild úr 56% í 43% á þeim tíma og þeir sem tóku afstöðu gegn aðild vora 41% í október miðað við 28% í aprfl. 16% aðspurðra í október sögðust óákveð- in. inu, Simon Rosenbaum leikari og Jorgen Kieler yfírlæknir. Bréfritarar vísa til greinar sem birtist í dagblaðinu Politiken sunnudaginn 8. nóvember en sagt var frá henni í Morgunblaðinu í síðasta mánuði. í bréfínu segir m.a.: „Við erum ekki í vafa um, að ísland, sem er lýðræðisríki, þekkir skyldur sínar í sambandi við alþjóðlega sáttmála eins og Genfar-sáttmálann frá 1949, sem skyldar ríki til að sækja mál á hendur þeim, sem framið hafa stríðsglæpi gegn almennum borg- urum. Því gleddi það okkur, ef þessi málaleitan okkar leiddi til þess, að höfðað yrði mál á hendur Evaldi í því skyni að skera úr um sekt hans eða sýknu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.