Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Atvinnuleysi eykst víðast hvar á landinu í NÝLIÐNUM mánuði fjölgaði atvinnulausum enn. í Reykjavík voru 1.996 skráðir atvinnulausir 1. desember og hafa ekki verið fleiri áður. Árin 1968 og 69 var atvinnuleysi einnig mikið, um 2,5%. Fjöldi atvinnulausra jókst um 260 í síðasta mánuði og um 1.350 miðað við 1. desember í fyrra. Mest virðist atvinnuleysið vera meðal verslunar- og verkafólks. Víðast er sömu sögu að segja, með hveijum mánuði fjölgar þeim sem láta skrá sig án atvinnu og lítið er um ráðningar. Starfsfólk vinnumiðlana segir að bágborið at- vinnuástand komi harðast niður á eldra fólki og því sem hefur skerta starfsgetu. Erfiðlega gangi að finna störf fyrir þennan hóp en mest af því sem bjóðist sé erfiðisvinna. Félagsmálaráðuneytið tekur næstu daga saman tölur um at- vinnuleysi á landinu í síðasta mán- uði. Morgunblaðið hafði samband við ráðningarstofur og bæjarskrif- stofur á ýmsum stöðum og fékk að vita hvernig ástand hefði verið nú um mánaðamótin. í höfuðborginni voru 1.996 manns skráðir atvinnulausir í gær, 1.087 konur og 909 karlar, en þetta þýðir ríflega 3% atvinnuleysi í Reykjavík. Fyrir 22 árum nálgað- ist hlutfall atvinnulausra borg- arbúa þennan topp, var 2,5%. En 1. desember í fyrra voru 646 skráð- ir án vinnu. í gær bættust 86 manns á lista Ráðningaskrifstof- unnar en 24 komust í vinnu eða mættu ekki til vikulegrar skráning- ar. Einungis þeir sem rétt eiga á atvinnuleysisbótum eru skráðir og mest verslunar- og verkafólk. Þannig eru 359 verkamenn í Dags- brún skráðir án atvinnu, 121 verkakona í Framsókn, 94 konur og 10 karlar í Sókn, starfsmanna- félagi sjúkrahúsa, og 377 konur og 170 karlar í Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Fyrir mánuði voru 1.734 á atvinnuleysisbótum í Reykjavík en meðaltal mánaðarins var 1.526 manns. Það er 1.183 mönnum meira en í október 1991. í Hafnarfirði voru 207 skráðir án atvinnu um mánaðamótin og hafa 38 bæst í hópinn síðan í októberlok. Atvinnuátak sem fært hefur um 40 Hafnfirðingum vinnu síðan í lok september endar vænt- anlega um áramót. Um fjórðungur þeirra sem eru á lista vinnumiðlun- arinnar hafa læknisvottorð um skerta starfsgetu og þola ekki úti- vinnu. Þetta fólk er oft nokkuð lengi án vinnu að sögn starfsfólks, en minnst er um ráðningar elsta fólksins. Ástand svipað á nokkrum stöðum Á Akranesi er nú svipað ástand og um síðustu mánaðamót, á föstu- daginn voru 169 manns á atvinnu- leysisskrá þar en 170 í októberlok. Atvinnuleysi á nokkrum stöðum í október og nóvember ísafjörður Sauðárkr. Okt. 28 Okt. 32 Nóv. 15 Nóv. 50 Keflavík Hafnarfj. Okt. 220 Okt. 177 Nóv. 239 Nóv. 207 Fyrir ári voru 75 á skrá. Á ísafirði eru nú 15 manns atvinnulausir, þar af 13 karlar. Þeir eru flestir verka- menn og nokkrir vörubílstjórar. Þeg- ar vinnslustopp varð í rækjuverk- smiðjum staðarins nýlega fór tala atvinnulausra upp í 30 en venjulegt var áður að 4-5 manns væru á skrá. Á Egilsstöðum eru nú nærri 30 manns skráðir atvinnulausir, nokkuð fleiri en fyrir mánuði þótt meðaltals- ijöldi atvinnulausra í október hafi verið 36. Á Sauðárkróki eru nú 50 manns án atvinnu, en voru 44 í lok októ- ber. Fyrir ári var 41 skráður án at- vinnu í bænum. Á Akureyri voru 368 manns án vinnu um mánaðamótin, en atvinnuátaki lauk þar nýlega. Meðan á því stóð fengu um 90 manns vinnu í tvo mánuði. í október voru 192 manns atvinnulausir að meðal- tali á Akureyri. í gær voru 106 Selfyssingar á atvinnuleysisskrá, en þeir voru 83 í lok október. Meðaltalsfjöldj þann mánuð var 72 atvinnulausir. í byijun desember 1991 gengu 49 um at- vinnulausir á Selfossi. í Keflavík voru 239 manns á skrá um mánaða- mótin, en meðaltal í október var 220. Talan hefur verið breytileg milli vikna, þokast þó upp á við eins og víðast. Tekjuöflunaraðgerðir ríkisstj órnarinnar Ágreiningur um niðurskurð og jöfnun húshitunarkostnaðar RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um tekjufrumvörp fjármálaráð- herra vegna afgreiðslu fjárlaga- frumvarps og að fundinum lokn- um kom þingflokkur sjálfstæðis- manna saman þar sem fjallað var um tekjuöflunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ekki hefur fengist endaleg niðurstaða um einstakar breytingar og tals- verður ágreiningur er meðal þingmanna, einkum varðandi jöfnun húshitunarkostnaðar í kjölfar 14% álagningar virðis- aukaskatts á húshitun en víðtæk samstaða mun þó vera að nást Morgunblaðið/Ingvar Varð fyrir bíl Fjórtán ára drengur varð fyrir bíl á Háholtsvegi í Mosfellsbæ í gær og er talið að hann hafi fótbrotnað. Drengurinn var að koma út úr rútu. Gekk hann fram fyrir rútuna og varð þar fyrir bíl sem kom aðvífandi. Drengurinn var fluttur á slysadeild. um aðrar breytingar á virðis- aukaskattskerfinu og fyrirhug- aðar breytingar á tekjuskatti, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Friðrik Sophusson fjármájaráð- herra sagði í gær að verið væri að koma tekjuskatts- og virðis- aukaskattsfrumvörpum í endan- legt form en umræðum um þau verður haldið áfram í ríkisstjórn á morgun. Einstök frumvörp með þessum breytingum koma svo fram á Alþingi þegar samkomulag hefur náðst um þær í ríkisstjórn og þing- flokkum hennar en samkvæmt starfsáætlun þingsins á önnur umræða um fjárlagafrumvarpið að hefjast næstkomandi þriðjudag. Þingflokkur sjálfstæðismanna kemur aftur saman í dag til að fjalla um aðgerðirnar en umræðan að undanförnu hefur einkum snúist um jöfnun húshitunarkostnaðar á landsbyggðinni. Að sögn Friðriks hefur fjárlagafrumvarpið að geyma 347 millj. kr. framlag til niðurgreiðslu á rafhitun og auk þess hafi verið gert ráð fyrir sér- stöku framlagi að fjárhæð 80 millj. kr. til niðurgreiðslu á húshitun á „köldum svæðum" í tengslum við breytingar á virðisaukaskatti. Enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvernig fénu verður dreift en hann sagði að þetta mál ætti þó að verða frágengið fyrir vikulok. Ríkisstjórnin hefur ekki heldur náð samkomulagi um endanlegar tillögur um niðurskurð ríkisút- gjalda upp á 1.240 milljónir króna og er það ennþá í vinnslu hjá ein- stökum ráðherrum en það mun eingöngu vera 240 millj. kr. sparn- aður í landbúnaðarráðuneytinu og um 300 millj. kr. spamaður í fé- lagsmálaráðuneytinu sem ekki er samstaða um. 2i ÚLPUR GALLAR adidas MIKIÐ ÚRVAL FRÁBÆRT VERÐ GAP G.Á.PETURSSON HF. NÚTÍÐINNI, FAXAFENI 14 SÍMI 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.