Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Fullveldishátíð íHáskólanum STÚDENTAR við Háskóla íslands héldu upp á fullveldisafmælið í gær með hátíðardagskrá undir yfirskriftinni „Háskóli og þjóðlífið". Hátíða- höldin hófust með messu í Háskólakapellunni í gærmorgun, síðan var lagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og síðdegis var hátíðardagskrá í Háskólabíói. Á myndinni til vinstri fylgjast tvær stúdínur með dagskránni í Háskólabíói af áhuga og á hinni eru Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands og Pétur Þ. Óskarsson formaður Stúdentaráðs. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi fiokkanna Financial Times * Islenzk list fær lofsam- lega dóma ÞÁTTUR íslendinga í norrænu menningarkynningunni, sem fram fer í Lundúnum þessa dag- ana, fær lofsamlega dóma hjá William Packer, gagnrýnanda stórblaðsins Financial Times. Umfjöllun hans um sýningu á verkum 14 norrænna myndlistar- manna í Barbican-sýningarmið- stöðinni birtist í helgarblaði Fin- ancial Times. Packer minnist á verk Kjarvals í pistli sínum og fjallar sérstaklega um myndir Sigurðar Guðmundsson- ar, sem hann segir skera sig úr hin- um málurunum hvað tækni varðar, en verk hans séu þó í sama norræna anda. „Þáttur íslands er stór í sýn- ingunni, eins og í menningarkynn- ingunni í heild. Svo rík er hlutdeild íslands að einstakt má teljast fyrir þjóð, sem er álíka fjölmenn og borg- arbúar í Plymouth," segir Packer. Hann segir góðan hlut íslendinga enn frekar staðfestan með röð sýn- inga og listviðburða í Lundúnaborg undir yfirskriftinni „Art from Above" og bendir sérstaklega á sýn- ingu á íslenzkri málaralist, handiðn og höggmyndalist á Butler’s Wharf. í dag Kristjin syngur Gústaf III Kristján Jóhannsson söng eitt af aðalhlutverkunum, í frumsýningu Lyric-óperunnar á Grímudansleikn- um 10 Lærði sjilfur oð lesa eins irs Nicholas MacMahon, 4 ára breskur drengur, lærði að lesa hjálparlaust eins árs 24 Dalvíkurbær léttir ilögur Bæjarstjórn Dalvíkur hefur sam- þykkt að lækka útsvarsprósentu 31 Leiðari______________________ Heljarstökk eða skynsemisleið 26 Bækur ► íslensk bókmenntasaga Minningabók Thors - Skáldsögur Vigdísar og Einars - Ljóðabækur - Þýddar skáldsögur eftir Braut- igan, Winterson og Antti Tuuri Úr verinu Myndosögur ► Aflaverðmæti kvótabundinna ► Drátthagi blýanturinn — Jóla- físktegunda gæti aukizt - Mögu- kort — Bókamerki — Myndir leikar í Mexikó - Fiskmjölsvinnsla ungra litamanna — Húfuspil — um borð í vinnsluskipum - Gegnd- Aðventuldukka — Skemmtilegar arlaus ofveiði á Alaskaufsa þrautir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Karl Björnsson og Ása Ninna fósturdóttir hans við eldhúsgluggann þar sem eldurinn logaði. Eldur í íbúðarhúsi á Selfossi Slökkvitækið bjargaði Selfossi. „Ef slökkvitækið hefði ekki verið til taks hefðu skemmdirnar orðið mun meiri því þá hefði ekki verið annað að gera en koma sér út. Eldurinn magnaðist það fljótt," sagði Karl Björnsson bæjarstjóri á Selfossi, en eldur kom upp í húsi hans á mánudagsmorgun. „Ég flýtti mér upp til pabba og á meðan, á nokkrum sekúndum, mömmu og sagði þeim að það væri kviknað í gardínunum. Ég var að fá mér morgunmat og ætlaði að hafa fínt hjá mér en kertið rakst í gardínuna. Ég reyndi að slökkva sjálf með vatni en það dugði ekki, þá hljóp ég upp,“ sagði Ása Ninna 7 ára, fósturdóttir Karls. Hún sagð- ist vera voða fegin að það hefði ver- ið hægt að slökkva eldinn en litli bróðir hennar, þriggja ára, hefði vilj- að láta slökkviliðið og lögguna koma. „Þegar við komum niður tók á móti okkur logandi eldhúsglugginn. Ég hljóp til og sótti slökkvitækið en magnaðist eldurinn mjög og logaði í öllum glugganum og gardínumar voru famar að hrynja logandi niður. Ég sprautaði á eldinn og slökkti en það fylltist allt af reyk og dufti," sagði Karl Bjömsson bæjarstjóri. - Sig. Jóns. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 32,5% atkvæða ' Þrjú útibú íslandsbanka í Reykjavík sameinuð öðrum Starfsmönnum fækkað um 70 á 12-18 mánuðum ÞRJÚ af útibúum íslandsbanka í Reykjavík verða sameinuð öðrum útibúum á næsta ári. Þá verður bakvinnsla í útibúum bankans á höfuð- borgarsvæðinu sameinuð á fímm svæðum. Ekki kemur til almennra uppsagna vegna þessa, en gert er ráð fyrir að starfsfólki fækki um 70 manns á næstu 12-18 mánuðum. Um 440 manns starfa nú í útibúum íslandsbanka á þessu svæði. Áætlað er að þessar aðgerðir spari íslands- banka um 200 milljónir króna árlega þegar þær verða að fullu komn- ar til framkvæmda. Þau útibú sem lögð verða niður Álfheima og við Grensásveg 13. eru við Laugaveg 31, í Glæsibæ við Verða tvö þau fyrsttöldu sameinuð útibúinu við Suðurlandsbraut 30, og það síðasttalda sameinast útibúinu í Kringlunni 7. Eiga þessar breyting- ar að verða á tímabilinu febrúar til maí á næsta ári. Starfsfólki útibú- anna var greint frá þessu í gær. Bjöm Bjömsson bankastjóri ís- landsbanka sagði þetta vera fram- hald þeirra skipulagsbreytinga í útibúanetinu á Reykjavíkursvæðinu, sem hafist hefðu fyrir tveimur árum. Tilgangurinn væri að auka sparnað í bankanum, að laga starfsemina að þörfum viðskiptavinanna og breyt- ingum sem orðið hefðu á búsetu og viðskiptasvæðum í borginni. Bjöm sagði að flest starfsfólk þeirra útibúa sem sameinuð yrðu öðram myndi flytjast með viðskipt- unum til þeirra útibúa sem við þeim tækju og nýráðningum yrði hætt. „Við munum leita allra annarra leiða en almennra uppsagna til hagræð- ingar og sparnaðar í starfsmanna- haldi. Við teljum okkur geta ráðið fram úr málunum með farsælum hætti á þessum tíma án þess að starfsmenn verði fyrir harkalegum aðgerðum," sagði Björn. Þegar Bjöm var spurður hvort þess mætti vænta að sá sparnaður sem næðist fram í rekstri bankans skilaði sér í lægri vöxtum og þjón- ustugjöldum sagði hann að þegar hefði náðst mikill árangur í hagræð- ingu frá því íslandsbanki tók til starfa. „Þetta hefur auðvitað þegar sagt til sín í rekstrartölum bankans og 8 mánaða rekstrarappgjör þessa árs sýnir veralega lækkun bæði á launakostnaði og öðrum rekstrar- gjöldum í bankanum frá sama tíma í fyrra. Því miður hefur aukið hag- ræði í rekstri bankans að mestu horfið vegna aukinna útlánatapa. En aukinn spamaður mun þó vita- skuld koma starfsmönnum, eigend- um og viðskiptavinum til góða þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Björn. Framsóknarflokkur tapar mestu frá síðustu könnun Sjálfstæðisflokkurinn fengi 32,5% atkvæða ef gengið væri til al- þingiskosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblað- ið. Alþýðuflokkurinn fengi 10,9% og hefur fylgi stjórnarflokkanna minnkað umtalsvert frá alþingiskosningunum á síðasta ári en sljóm- arandstaðan bætt við sig að sama skapi. Ekki er tölfræðilega mark- tækur munur á fylgistölum nú og í síðustu könnun Félagsvísinda- stofnunar í júní, nema hvað Framsóknarflokkinn varðar, sem tapar nokkru fylgfi. Sjálfstæðisflokkurinn fær í könn- uninni fylgi 32,5% þeirra, sem af- stöðu taka. í síðustu könnun fékk flokkurinn 31,6%, en 38,6% í kosn- ingunum. Alþýðuflokkurinn fær nú 10,9%, fékk í síðustu könnun 10,4% og 15,5% í kosningunum. Samtals fá stjómarflokkamir 43,4%. Ifylgi Framsóknarflokksins var 26,2% í síðustu skoðanakönnun, en hefur nú minnkað um 3,2% og er 23% í þessari könnun. Það telst marktækur munur því að vikmörk- (skekkjumörk) eru 2,9%. Kjörfylgi Framsóknarflokksins var 18,9%. Alþýðubandalagið fær nú fylgi 19,3% þeirra, sem afstöðu taka, en hafði 17,5% í síðustu könnun og 14,4% í kosningunum. Kvennalist- inn fær nú 13,5% fylgi, hafði 12,2% í síðustu könnun og 8,3% í þing- kosningum. Könnun Félagsvisindastofnunar var framkvæmd 25.-30. nóvember. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóð- skrá, sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. Nettósvörun er 73%, sem telst vel viðunandi. Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu að mati Félagsvísinda- stofnunar. Til að fækka óákveðnum svarendum var eftir fyrstu spum- ingu spurt áfram, gæfu menn ekki upp ákveðinn flokk: „En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa?" Segðust menn enn ekki vita, var enn spurt: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?.“ Með þessu móti fer hlutfall óákveð- inna niður í 5,4%, en 8,4% neituðu að svara. ■Uxh* JÓLAKORT Aflavcrðma-ti kvótahunriinna ti-giimLi gæti auklst um 10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.