Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTSR MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 KORFUKNATTLEIKUR / NOREGUR Tómas Holton góður í Noregi TÓMAS Holton, landsliðsmað- ur í körfuknattleik, hefur staðið sig með miklum ágætum með Oslóarliðinu Ammerude í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Tómas lék mjög vel og skoraði 21 stig þegar Ammerude lagði Paradís frá Bergen að velli, 93:89, um helgina. -^P’ómas er lykilmaður liðsins og I snýst allur leikur þess í kring- um hann. Ammerude er eina liðið í Noregi sem hefur ekki Bandaríkja- mann í herbúðum sínum o g segir þjálf- ari liðsins, Pólverj- inn Haber Romans, að Tómas væri betri leikmaður en margir þeirra bandarísku leikmanna sem leika í Erlingur Jóhannsson skrifar frá Noregi Noregi. Ammerude var spáð falli fyrir keppnistímabilið, en liðið er nú um miðja deild. „Mér hefur gengið vel í vetur og skorað að jafnaði tuttugu stig í leik. Þá hef ég náð aðeins jafnari leikjum en oft áður og mun- ar þar miklu um að nú leik ég ein- göngu sem leikmaður," sagði Tóm- as, sem var leikmaður og þjálfari hjá Val sl. keppnistímabil. Tómas sagði að körfuknattleik- urinn í Noregi væri ekki eins góður og á íslandi. „Hér æfa leikmenn minna en heima og leikmenn ráða ekki yfir eins mikilli tækni og hraða og á íslandi,“ sagði Tómas. Jón Sigurðsson, fyrrum leikmað- ur með KR, er einnig að gera góða hluti í Noregi, en hann er þjálfari Gimle, sem er í efsta sæti. FRJALSAR Martha stóð sig vel f Frakklandi lartha Ernsdóttir varð um helgina í fímmta sæti á fyrsta víðavangshlaupinu af sextán sem Alþjóðafijálsíþróttasambandið gengst fyrir. Hlaupnir voru 5.080 metrar í Bolbec í Frakklandi og voru keppendur 158. Martha hljóp á 16 mínútum og 54 sekúndum en URSLIT Karate íslandsmótið í Shotokan karate var haldið á Akranesi um síðustu helgi. Keppendur voru 65 talsins frá sex félögum og sigraði Þórshamar í keppni félaga, hlaut 20 verð- launapeninga, eða 56%. Helstu úrslit: Kata Opinn flokkur: Svanur Eyþórsson..............Þórshamri Isak Jónsson..................Þórshamri Grímur Pálsson................Þórshamri 8. - 4. kyo: Jón Ingi Þorvaldss...Þórshamri Akranesi Daniel Shimmyo................Þórshamri Tryggvi Þór Tryggvas....Þórsh. Akranesi Konur: IngibjörgJúlíusdóttir.........Þórshamri Margrét H. Guðmundsd..........Þórshamri Fanney Karlsdóttir............Þórshamri 13-16 ára: Kristján Guðjónsson...........Þórshamri Gunnar MárGunnarss...Þórsh. Akranesi Michael Madsen.........Þórsh. Akranesi 10-12 ára: Jónas P. Ólafsson............Breiðabliki Stefnir Agnarsson...........Breiðabliki Hrafnkell Sigriðarson.........Þórshamri 9 ára og yngri: Sigdís Vega.................... Haukum Haukur Snorrason..............Þórshamri Tandri Waage................ Þórshamri Hópkata: A-lið Þórshamars, B-lið Þórshamars, C-lið Þórshamars. Kumite Opinn flokkun Gunnar Júlíusson.............„Þórshamri Öjalti Ólafsson..................Þrótti fsak Jónsson..................Þórshamri 8. - 4. kyu: Jón Ingi Þorvaldss.......Þórsh. Akranesi TryggviÞórTryggvas.......Þórsh. Akranesi Gunnar Júlíusson..............Þórshamri 13-16 ára: Ólafur Níelsson.............Breiðabliki Magnús Ó. Gunnarsson..........Þórshamri Michael Madsen...........Þórsh. Akranesi 10-12 ára: Eggert S. Sigurðsson..........Þórshamri Stefnir Agnarsson...........Breiðabliki Eirikur Kristjánss...............Haukum Liðakeppni: Þórshamar, Haukar, fsfirðingar. ■ iBlak 1. deild karla: Þróttur N. - ÞrótturR...............1:3 Þróttur N. - Þróttur R..............0:3 ■ 12:15, 7:15, 5:15 1. deild kvenna: Þróttur N. - Víkingur................0:3 ■ 10:15, 12:15, 5:15 ÞrótturN. - Víkingur................0:3 ■3:15, 6:15, 8:15 Bikarkeppni karla: Sindri - Stjaman....................0:3 stúlka frá Kenya sigraði á 16.11 mínútum. Árangur Mörthu gefur henni stig í stigakeppni, sem lýkur með heimsmeistaramóti í Sevilla á Spáni 28. mars, en átta fyrstu stúlk- urnar í hveiju hlaupi fá stig. Hún er komin í hóp fremstu víðavangs- hlaupara heims. ■ Tómas Holton hefur leikið vel í Noregi. KNATTSPYRNA Albert Guðmundsson í staðinn fyrir Pele MYND bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC frá Ólympíuleikun- um í Barcelona var kjörin listrænust og fékk 1. verðlaun í samkeppni sjónvarpsmynda um íþróttir, vísindi o. fl., sem samtök liðlega 70 sjónvarpsstöðva vfðs vegar í heiminum gengust fyrir og fram fór í Mónakó fyrir skömmu. Knattspyrnu- snillingurinn Pele var í 12 manna dómnefnd, þegar samkeppn- in fór fram f fyrra, en nú var Albert Guðmundsson, sendi- herra íslands í París, skipaður í hans stað. Formaður dómnefndar var franski vísindamaðurinn Cousteau, en á meðal nefndar- manna voru Rainer Mónakófursti og Albert sonur hans. Albert Guð- mundsson sagði það vissan heiður að hafa verið valinn í nefndina, en það sýndi að nafnið væri enn þekkt. „Ég hefði ekki orðið hissa í gamla daga, en það eru 40 til 50 ár síðan ég hætti að spila og því þótti mér sérstaklega vænt um að vera kallaður í dómnefndina sem fulltrúi íþrótta," sagði Albert og bætti við að lögð hefði verið áhersla að fá mynd frá íslandi í næstu samkeppni, sem verður að ári. Albert sagði að dómnefndin hefði lítið annað gert í þijá daga en að horfa á sjónvarpsmyndir í hægagangi, en einu sinni hefði verið brugðið út af vananum. „Það var hlé og Albert prins bauð mönn- um að hlusta á tónleika, þar til kæmi að næsta verki. Hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð gaman af slíku og ég svaraði því til að alltaf væri gaman hlusta á góða tónlist. Hann sagði að sér leiddist það og stakk uppá því að við fær- um á knattspyrnuleik Mónakó gegn grísku liði og það varð úr.“ BLAK / ISLANDSMOTIÐ KNATTSPYRNA Áfrýjun Gróttu vísaðfrá Dómsorð dómstóls KSÍ í I áfrýjunarmáli Þróttar Nes- kaupstað gegn Völsungi Húsavík voru á þá leið að úrslit leiks lið- anna, sem Þróttur vann 1:0 skyldu standa óbreytt. Grótta áfrýjaði til dómstóls ÍSÍ, sem vísaði málinu frá. Þróttur leikur því í 2. deild á næsta keppnistímabili, en Grótta verður áfram í 3. deild. Fyrrnefndur leikur fór fram 21. ágúst. Dómstóll HSÞ úrskurðaði í máli Völsungs gegn Þrótti 2. sept- ember og dæmdi Völsungi 3:0 sig- ur. Þróttur áfrýjaði til dómstóls KSÍ, sem ómerkti dóminn 10. sept- ember og vísaði málinu aftur heim til löglegrar meðferðar. Dómstóll HSÞ tók málið aftur fyrir 14. októ- ber og komst að sömu niðurstöðu og áður. Þróttur áfrýjaði til dóm- j stóls KSÍ, sem úrskurðaði í málinu 28. október Þrótti í hag, en frávís- un dómstóls ÍSÍ átti sér stað ekki j alls fyrir löngu eða um þremur mánuðum eftir að leikurinn fór fram. URSLIT Borðtennismót KR Laugardaginn 28. nóvember fór fram hið árlega Lýsismót KR í borðtennis. Úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Peter Nibson, KR Guðmundur Stephensen, Víkingi Ólafur Eggertsson og Sigurður Jónsson, Víkingi Peter sigraði Guðmund í úrslitum 21-10, 21_5’ i Meistaraflokkur kvenna: Ingibjörg Árnadóttir, Víkingi Ásdis Kristjánsdóttir, Víkingi Líney Árnadóttir, Víkingi • | í úrslitum sigraði Ingibjörg Ásdísi í odda- lotu 21-17, 17-21, 21-18. 1. flokkur karla: Ingólfur Ingólfsson, Vfkingi ( Bjöm Jónsson, Víkingi Guðm. Mariusson, KR, og Ólafúr Eggertss., Víkingi 'Ingólfur sigraði Björn 1 úrslitum 23-21, 21-13. Á þessu móti náði Ingólfur tilskiid- um stigafjölda til að færast upp í meistara- flokk karla. 2. flokkur karla: Davíð Smári Jóhannsson, Víkingi Ólafur Rafnsson, Víkingi Amþór Guðnas., Stjömunni, og Jón L Ámass., Víkingi Davíð sigraði Ólaf í úrslitum 14-21, 21-15, 21-18. Heimsmeistaramót áhugamanna í snóker Mosley frá Englandi varð heimsmeistari áhugamanna ( snóker en mótinu lauk á Möltu sl. sunnudag. I öðru sæti varð Andam frá Filippseyjum, þriðji varð Kam Wai frá | Hong Kong og fjórði Kemp frá Skotlandi. Tveir íslendingar tóku þátt í mótinu, Jóhannes B. Jóhannesson og Amar Ric- hardsson, en hvorugur náði upp úr sínum ( riðli. Jóhannes lék þó afar vel og varð þriðji í sínum riðli, en tveir spilarar í hveijum riðli komust áfram í sextán manna úrslit. Enn tapar Þróttur í Neskaupstað ÞRÓTTARAR úr Reykjavík gerðu góða ferð í Neskaupstað um helgina og höfðu tvívegis sigur á heimaliðinu sem enn hefur ekki unnið leik það sem af er. Stjarnan skellti 2. deildarliði Sindra í bikarkeppni karia og Víkingsstúlkur gáfu engin færi á sér er þær skelltu Þróttarstúlkum tvisvar á afgerandi hátt. Reykjavíkur-Þróttaramir þurftu ekki mikið að hafa fyrir sigrum sínum í Neskaupstað, en þeir tryggðu Þrótturum sex dýr- mæt stig. Það var einungis í fyrri leikn- um á föstudags- kvöldið að heima- menn uppskáru laun erfiðis síns þeg- ar þeir kræktu sér í þriðja stigið í vetur eftir 80 mínútna leik. Leikurinn var þokkalegur og Ólafur Sigurðsson Ieikmaður Þróttar N. sagði að nafnar þeirra úr Reykjavík hefðu gert það Guömundur Helgi Þorsteinsson skrifar sem þurfti til að vinna, en ekki meira. „Þeir spiluðu þetta dæmigerða Þrótt- arablak með góðum árangri." Á laugardaginn komust heima- menn lítt áleiðis gegn gestunum og máttu þoia tap í þremur hrinum gegn engri á aðeins 47 mínútum. Stjarnan sótti 2. deildarlið Sindra heim í Hornafjörð, en þar var leikið í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Úrslitin voru, eins og fyrirfram var búist við. Stjaman hafði sigur í þrem- ur hrinum. Stjaman mætir Þrótti R. í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í januar. Leik KA og HK frestað Leik KA og HK sem átti að fara fram á föstudagskvöldið var frestað, þar sem á sama tíma fór fram leikur KA og Vals í 1. deild karla í hand- bolta. Jón Ámason, framkvæmda- stjóri BLÍ, sagði að mistök hefðu átt sér stað fyrir norðan með bókunina í húsið, búið hefði verið að panta húsið með löngum fyrirvara. Reynt hefði verið að miðla málum og flytja leikinn fram um tvo tíma, en á það var ekki fallist af hálfu KA. Jóna Harpa í Þrótt N Jóna Harpa Viggósdóttir sem leik- ið hefur með Stúdínum undanfarin tvö ár og átti stóran þátt í því að ( þær urðu íslands- og bikarmeistarar á síðasta keppnistímabili kemur til með að leika með Þróttarstúlkunum eftir áramót. Jóna, sem hefur stund- að nám í Reykjavík, hefur ákveðið að snúa heima á nýjan leik og klára námið við Verkmenntaskóla Austur- lands. „Það er engin spuming að hún kemur til með að styrkja liðið mjög mikið,“ sagði Grímur Magnússon, ( þjálfari Þróttarstúlkna við þessum nýjú tíðindum. Þróttarstúlkur sóttu þó enga sigra í fang Víkingsstúlkna | um helgina; mættu einfaldlega ofjörl- um sínum. Víkingsstúlkur voru þess greinilega minnugar þegar þær voru | hætt komnar í Víkinni fyrr í vetur gegn Þrótti. Báðir leikimir enduðu 3:0 fyrir Víking og leikurinn á laug- ardag tók aðeins 41 mínútu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.