Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Biskup íslands eftir heimsókn til Indlands Einstaklingurinn í mann- mergðinni fær hjálp frá Islandi Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, í heimsókn á Karuna He- alth Centre á Indlandi sem byggt var fyrir fé frá Hjálparstofnun kirkjunnar. ÉG HEF aldrei til Indlands komið og mér hefur alltaf óað við mannmergð og hörm- ungum sem ég tengi landinu og var því lítið spenntur þeg- ar Lútherska heimssam- bandið ákvað að halda fund sinn þar. Ég sá hins vegar að í allri þessari mannmergð bjarmar fyrir nýjum degi meðal annars vegna þeirrar þjónustu sem kristin kirkja í landinu innir af hendi og þar hefur kirkjan á íslandi einn- ig lagt sitt af mörkum með stuðningi einstaklinga hér. Þarna hefur einstaklingum í mannmergðinni verið hjálp- að og þarna höfum við enn verk að vinna. Þetta sejgir biskup íslands, herra Olafur Skúlason eftir ferð sína tíl Indlands nýverið þar sem hann sat árlegan fund Lút- herska heimssambandsins og í leiðinni kynnti hann sér aðstæður þjá þeim tveimur kirkjum í landinu sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur átt samstarf við undan- farin ár. -Á þessum fundi Lútherska heimssambandins eru gefnar skýrslur um þróunarverkefni og hjálparstarf samtakanna og rætt hvaða verkefni skuli ráð- ast í á næstu misserum, segir biskup og þar segir hann ekki fjallað um fáar krónur eins og við erum vön heldur milljónir: Kristin kirkja á gömlum merg -Þarna eru teknar ákvarðanir um verkefni upp á tugi milljóna dollara eftir vandlega yfírvegun en auk stjómarmanna Lút- herska heimssambandsins sitja fundinn einnig sérfræðingar og forráðamenn einstakra kirkju- hjálparstofnana og nú sat fund- inn í fyrsta sinn framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Þetta var að mínu viti afar gagnlegur fundur og nauð- synlegt að geta sett sig ræki- lega inn í þessi mál. Yfírgnæfandi meirihluti Ind- veija em hindúar og aðeins 2,5% þeirra em kristnir. Biskup segir að þrátt fyrir þetta standi kristin kirkja á Indlandi á göml- um merg: -Kristnin er þeim ekki framandleg enda er postul- Á þessari lóð er ráðgert að reisa mötuneyti og bæta aðstöðu fyr- ir indversku börnin í skóla þjá United Christian Church of India. íslensk fermingarböm hyggjast afla fjár til byggingar- innar sem kostar sem svarar tveimur milljónum íslenskra króna. inn Tómas sagður hafa verið þar. Indvetjar vilja sýna ákveðna indverska hefð í kirkj- unni en sumar kirkjur em þó byggðar mjög á evrópskum áhrifum. Ég predikaði t.d. í stærstu kirkjunni í Madras sem skoskir kristniboðar stofnuðu og indverski presturinn sem starfar þar nú er aðeins annar í röðinni eftir Skotana og því er þar allt með mjög skosku yfírbragði. Samstarfsaðilar Hjálpar- stofnunar kirkjunnar á Indlandi era lútherska kirkjan „United Christian Church of India“ og „Social Action Movement sem er kaþólsk og heimsótti biskup báða þessa aðila sem starfa báðir meðal lægst settu stétt- anna í landinu, landbúnaðar- verkamann og þvottafólks. Vígði hann m.a. skólahúsnæði hjá UCCI. -Ég dáðist að böm- unum því þau voru greinilega mjög vel öguð og dugleg og athygli þeirra snerist fyrst og fremst um námið. Þau vita sem er að námið er eina tækifæri þeirra til að losna úr fátækt. Þau fá mat í skólanum, alfatnað tvisvar á ári og þau sem ekki geta búið heima em í heimavist. Fermingargjöf frá íslandi Nú stendur fyrir dyram að bæta aðstöðu bamanna með byggingu mötneytis- og heima- vistarhúsnæðis og var leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar í vor eftir hugsanlegri fjármögn- un. Nokkrir prestar á höfuð- borgarsvæðinu höfðu um svipað leyti samband við Hjálparstofn- un til að kanna hvort ferming- arbömin í vetur gætu tekið að sér eitthvert verkefni og hefur þetta verk á Indlandi verið kynnt fermingarbörnunum í haust. Segist biskup vona að sem flest fermingarbörn geti verið með í því að gefa bömum á Indlandi fermingargjöf frá íslandi. Em bömin hvött og studd af foreldrunum til að sækja námið? -í raun má segja að hvorki foreldrar né eldri systkin sem ekki hafa verið í skóla skilji þýðingu þess að stunda gmnn- skólanám. Foreldrar em hins vegar oft stoltir af þeim bömum sem fá að stunda námið og spjara sig þótt þeir foreldrar séu einnig til sem vilji helst ekkert af slíku námi vita. í þessari heimsókn sá ég að allt starf þessarar kirkju er byggt á einlægri trú og vilja til að gera kjör þessa fólks betri. Og fólkið er sérlega þakklátt fyrir alla aðstoð og lét það í ljós með þeim hætti að ég fór stundum hjá mér. Við höfum gott af því að kynnast aðstæðum sem aðrir búa og starfa við og ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að komast til Indlands. Við spyijum stundum hvort það sé raunvemlega einhvers virði að láta fé af hendi rakna til hjálparstarfs - hvort okkar litla framlag fái áorkað einhveiju í mannmergðinni. Þama sá ég með eigin augum hvað hver þúsund króna seðill gerir: Læknamir á spítalanum sem byggður var fyrir fé frá Hjálparstofnun kirkjunnar hafa rúmar tvö þúsund krónur ís- lenskar í mánaðarlaun og grannskólanám, fæði og klæði eins bams kostar þúsund krón- ur á mánuði eins og íslensku fósturforeldrarnir þekkja. Verkamaður fær 60 krónur á dag og verkakonan sem yfír- leitt vinnur erfiðari störf fær 30 krónur. Við sjáum af þessu að það þarf ekki margar ís- lenskar krónur til að létta und- ir með þessum lægst settu stétt- um. Og þessar krónur okkar geta skipt sköpum hvort sem þær renna til heilsugæslu eða skólastarfs, með þeim getur bjarmað fyrir nýjum degi hjá þessu fólki sem býr við örbirgð. Öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á áttrœöisafmœli mínu þann 26. nóvembersl. þakka égafhei/um hug. Guö blessi ykkur öll. Elín Halldórsdóttir, Skíðbakka II. £ % ...alltafþegar við erum vandlát Fyrirtæki beðin að gera nýja spá um efnahagshorfur STJÓRNUNARFÉLAG íslands hefur beðið 70 íslensk fyrirtæki að spá fyrir um helstu þjóðhagsstærðir á næsta ári. Fyrirtækin munu spá fyrir um hagvöxt, verðbólgu, launaþróun, gengi, vexti og at- vinnuleysi. Einnig eru fyrirtækin spurð um niðurstöðu kjarasamn- inga og áhrif þeirra, horfur í ríkisbúskapnum og langtímahorfur í íslensku efnahagslífi. Spá þessi er gerð eftir að ríkisstjórnin til- kynnti um efnahagsráðstafanir sínar nú nýlega, segir í frétt frá Stjómunarfélagi íslands. „Stöðugt fleiri íslensk fyrirtæki vinna nú eigin spár um þjóðhags- stærðir um leið og tekið er mið af opinberam spám. Á síðasta ári hefur komið í ljós að spár fyrir- tækjanna víkja oft frá áætlun Þjóð- hagsstofnunar en fyrirtæki taka yfírleitt svartsýnni afstöðu en Þjóðhagsstofnun. Þegar spá fyrir- tækjanna frá síðasta ári er borin saman við spá Þjóðhagsstofnunar kemur eftirfarandi í Ijós: Fyrirtæki spáðu um 2% sam- drætti á hagvexti árið 1992 að meðaltali en Þjóðhagsstofnun 3,6% samdrætti en áætluð útkoma fyrir árið 1992 verður 2,7% samdráttur. Fyrirtækin spáðu 7,6% verðbólgu en Þjóðhagsstofnun 5,1% og áætl- uð útkoma verður um 4% á mæli- kvarða framfærsluvísitölu. Fyrir- tækin spáðu að meðalgengi myndi breytast um 4% milli ára en Þjóð- hagsstofnun reiknaði með engri breytingu á gengi en nýgerðar breytingar á gengi íslensku krón- unnar munu valda um 0,25% lækk- un á meðalgengi milli áranna 1991 og 1992. Hins vegar vom fyrirtæk- in sammála um að atvinnuleysi yrði 2,6% á árinu 1992 en nú er reiknað með að það reynist um 3% á yfírstandandi ári. Fyrirtæki spáðu að raunvextir yrðu að meðal- tali 8,2% á þessu ári en útkoman virðist verða um 9% fyrir árið 1992. Spástefna Stjórhunarfélagsins fyrir árið 1993 verður 3. desember kl. 14 í Höfða á Hótel Loftleiðum." (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.