Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 Hefjum framgang en ekki yfir- gang í miðbæ Hafnarfjarðar eftir Sigurð Einarsson Að undanfömu hefur mikið verið fjallað um breytingar sem orðið hafa á miðbæjarskipulagi Hafnar- fjarðar. Þessar breytingar hafa hlotið talsverða gagnrýni og ekki að ástæðulausu. Það er grátlegt að líta á síðustu niðurstöðu eftir skipu- lagsþróun miðbæjarins allt frá því að samkeppni var háð um hana árið 1962. Urvinnsla og staðfesting á því skipulagi 1967 er grundvöllur þess að reistar voru byggingar eins og Sparisjóður Hafnarfjarðar, „Venusarhúsið", Bókabúð Olivers Steins, hús Dvergs hf. og fleiri byggingar. Upp úr 1970 kölluðu ný viðhorf á endurskoðun skipulagsins. Voru það einkum þau sjónarmið að vemda gömul hús, svo og stærð massa og yfirbragði skipulagsins þótti of stórkarlalalegt. Auk þess höfðu stjórnvöld og skipuleggjendur þroskast frá því. Niðurstaðan á endurskoðuðu miðbæjarskipulagi, „Hafnarfjörður miðbær 1981“, bar yfir sér mun meiri tilfmningu gagn- vart bæjarstæðinu, byggð og nátt- úm við fjörðinn. Þar vom bygging- ar ráðgerðar 2 hæðir og ris og nokkrar 3 hæðir og ris. Sú skipu- lagstillaga gekk meira að segja það langt að gerð var tillaga að breyt- ingu á húsi Dvergs hf., þannig að efsta hæðin af þremur var- sett undir súð, og þannig reynt að milda mistökin. Byggingin sem stendur við lækinn undir Hamrinum, dregur vemlega úr áhrifum Hamarsins. Það hús hefur í gegn um tíðina verið notað sem talandi dæmi um mistök sem gerð voru í kjölfar mið- bæjarskipulagsins frá 1967. Að byggja hátt hús framan við brekku og þannig að fela hana, er auðveld- asti mátinn til að deyfa áhrif og mátt landslags á umhverfíð. Skipu- lagið var samþykkt 1983 og veit ég ekki betur en að breið sátt hafí verið um það. Fyrir tveimur ámm fór fram opin samkeppni um byggingu tón- listarskóla og safnaðarheimilis við þjóðkirkjuna í Hafnarfirði. Ein af ástæðunum fýrir því að farið var út í samkeppni, var sú að byggingar á þessum mikilvæga stað við höfn- ina og nálægt svo merkilegri bygg- ingu sem þjóðkirkjan er þurftu virkilega að hæfa umhverfinu. Ein af forsendum samkeppninnar var miðbæjarskipulagið frá 1983, þar sem skyldi tekið mið af því við úr- vinnslu verkefnisins. Undirritaður átti sæti í dómnefnd samkeppninnar ásamt tveimur öðmm arkitektum, formanni skipulagsnefndar Hafnar- fjarðar og formanni safnaðamefnd- ar þjóðkirkjunnar. Dómnefndin valdi þrískipta byggingu til 1. verð- launa, sem með eindæmum fellur vel að byggð og í formi og afstöðu undirstrikar nærvem sína við fjöru- kambinn. Var það einróma álit dóm- nefndarmanna að verðlaunatillagan tæki sérstaklega tillit til kirkjunn- ar, þannig að hún fengi áfram að njóta sín sem áhrifamikið tákn í bæjarmyndinni. A síðasta ári voru kynntar breyt- ingar á miðbæjarskipulaginu þar sem hluti skipulagsins, svonefndur miðbæjarkjarni, hefur verið settur undir smásjá án tillits til heildar- skipulagsins og fyrirhugaðar eru byggingar upp á 4-7 hæðir á þess- um eina stað. Þarna vom fram komnar tillögur sem verulega viku frá samþykktu skipulagi frá 1983. Eg gerði mér grein fyrir að skipu- lagið myndi halda áfram að þróast og reiknaði með að húshæðir yrðu Fynrhugað andlit Hafnarfjarðar Sigurður Einarsson „í g’leði sinni yfir að dugmiklir aðilar eru til- búnir að hefjast handa með uppbyggingu mega skipulagsyfirvöld bæjarins ekki tapa átt- um hvað varðar heild- aryfirbragð byggðar og tillitssemi við umhverf- ið í skipulagningu svæðisins.“ verulega endurskoðaðar. En að skipulagið skyldi fara á slíkar villi- götur með fjölgun húshæða eins og raunin er orðin nú, óraði mig ekki fyrir. Það turnaæði sem riðið hefur yfir landið undanfarin ár er mér með öllu óskiljanlegt og erum við Hafnfírðingar því miður að verða hluti af því fylleríi, þar sem í bygg- ingu eru tvær turnblokkir á Hva- leyrarholti. En látum þá staðreynd liggja á milli hluta, þar em þeir þó Skólakerfi á villigötum? Eiga sjávarútvegnr og fiskvinnsla ekki heima í almenna menntakerfinu? eftirAlbert Einarsson Sjávarútvegur og fískvinnsla em undirstöðuatvinnuvegir lands- manna og verður væntanlega áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Maður skyldi ætla að hlutur þessarar greinar sé allvemlegur í íslensku skólakerfí. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að svo er ekki — um- fang menntunar á sviði sjávarút- vegs og fískvinnslu er óeðlilega lít- ið. Skortur á menntunarmöguleik- um hefur neikvæð áhrif á viðgang greinarinnar. Aukin menntun, þar sem hinir íjölmörgu þættir atvinnu- greinarinnar koma með eðlilegum hætti inn í námsferli, gæti orðið til þess að efla greinina og breyta al- mennu viðhorfí til hennar. Skóli og þekking Ein ástæða þessarar fjarveru fískvinnslu í skólakerfínu er eflaust sú hve þessi starfsemi hefur staðið okkur nærri. Þekkingin hefur ein- faldlega flust mann fram af manni og fólk þjálfast í starfi. Með breytt- um samfélagsaðstæðum og fram- Ieiðsluskipulagi getur menntun ekki lengur farið fram með þeim hætti, heldur verður hún að fara fram í sérstaklega skipulagðri starfsemi. Lifandi tengsl skólans og atvinnu- starfseminnar eru nauðsynleg til þess að áhugi nemenda verði vakinn á eðlilegan hátt. Námsleiðir í dag er sjávarútvegur og físk- vinnsla mjög takmarkaður hluti af almennu námi í grunnskóla og yfír- leitt ekki í lifandi tengslum við starfsemi á þessu sviði. Fræðslu- starf Fiskifélagsins hefur verið ljós punktur, þó svo að það sé ekki fast- ur liður í starfí grunnskóla, heldur tilboð sem skólar geta boðið upp á sem valgrein. Nám á sviði sjávarútvegs og físk- vinnslu er ekki hluti almenna fram- haldsskólans. Þeir skólar sem veita slíka menntun á framhaldsskóla- stigi eru fáir sérskólar, teljandi á fíngrum annarrar handar. Ef frá er skilinn tæknilegi hluti þessa menntunarsviðs, þ.e. stýrimanna- og vélstjómamám, er aðeins um að ræða tvo skóla, þ.e. Fiskvinnslu- skólann og sjávarútvegsbrautina á Dalvík, sem veita menntun á sviði fiskvinnslu. Heildamemendafjöldi þessara skóla er innan við 100 nem- endur. Allmargir framhaldsskólar hafa boðið upp á s.k. fiskvinnslubraut, sem er þó ekkert annað en almennt bóknám og hvergi ráð fyrir því gert í námsskrá að fjallað sé um sjávarútveg eða fiskvinnslu. Slík braut er ekki líkleg til þess að virka hvetjandi á nemendur. Enda er reyndin sú að fáir nemendur skrá sig á fiskvinnslubraut í upphafi framhaldsskólanáms og flestir halda bóklegu námi áfram og fara ekki í fiskvinnslunámið. Undirbúningur undir nám á sviði sjávarútvegs og fískvinnslu er ekki síður mikilvægur en undirbúningur undir nám á öðrum starfssviðum samfélagsins. Ýmislegt, þ. á m. ranghugmyndir og oft beinlínis afskræming á veruleikanum, gera nemendur fráhverfa þessum at- vinnuvegi. Að því leyti er illa staðið að undirbúningi og þörf á viðhorfs- breytingu. Nýjar námsbrautír Eins og fram hefur komið er ekki gert ráð fyrir raunverulegum sjávarútvegs- og fískvinnslubraut- um í þeim framhaldsskólum sem fást við starfsmenntun, ef sérskólar eru undanskildir. Tillögur sem lúta að breytingu á þessu fyrirkomulagi hafa ekki náð fram að ganga og því situr við það sama. Fræðsluráð sjávarútvegsins hefur ekki stuðlað að þróun náms á þessu sviði og menntamálaráðuneytið hefur ekki veitt skólum svigrúm til þróunar- starfs á þessu sviði. Greinarhöfund- ur hefur sett fram allítarlegar til- lögur og hugmyndir um breytingar á námstilhögun, m.a. í Fræðsluráði sjávarútvegsins, hugmyndir sem miða einnig að því að námið yrði fært að verulegu leyti úr sérskólum inn í framhaldsskóla. Ennfremur hafa verið mótaðar tillögur að sjáv- arútvegsbraut við Verkmennta- skóla Austurlands, sem undirbyggi nám í sjávarútvegsfræðum á há- Albert Einarsson „Ég tel að það hafi ríkt gagnkvæmt vantraust og misskilningur á milli skóla og atvinnulífs, sem hafi valdið skaða og tafið eðlilega þróun bæði almennrar mennt- unar og starfsmenntun- ar.“ sítólastigi og fískvinnslubraut sem byggi fólk undir störf í fiskvinnslu þar sem komið er til móts við mis- munandi starfshæfniskröfur at- vinnugreinarinnar. Tekið er mið af aðstæðum og umhverfí og gert ráð fyrir að flétta saman bóklegt nám og verkleg viðfangsefni á starfs- vettvangi. Umhverfisleg skilyrði náms á þessu sviði eru ákjósanleg í Neskaupstað, bæði hvað snertir faglegar kröfur, fjölbreytileika í fískvinnslunni og möguleika á lif- andi tengslum framhaldsskóla og atvinnulífs. Svipaðar aðstæður eru víðar. Einhverstaðar verður að byija og því hefur verið lagt í tals- verða hugmyndavinnu við Verk- menntaskóla Austurlands. Augljós- ir hagsmunir eru í húfi fyrir Austur- land, þjónustusvæði Verkmennta- skólans, þar sem afkoma fólks og fyrirtækja byggist í svo ríkum mæli á útgerð og fiskvinnslu. Þegar afkoman byggist í vaxandi mæli á meiri gæðum er rökrétt að ætla að gæðakröfunni fylgi krafa um meiri og betri menntun starfsmanna. Þarna verður framhaldsskólinn að koma inn í myndina, annað er í raun óeðlilegt. Þróun og tengsl Mér vitanlega liggja ekki fyrir tölulegar upplýsingar um sérfræði- lega mannaflaþörf í íslenskum sjáv- arútvegi, sem tæki mið af þróun sérfræðiþekkingar á mismunandi stigum í fiskiðnaðinum. Án grein- ingar og mats á þörfum greinarinn- ar hlýtur þróun menntunar á þessu sviði að verða ómarkviss. Hlutföll almennrar og starfsmiðaðrar menntunar þarf að meta og skil- greina þarf hlutverk skóla og hlut- verk annarra aðila í þessu menntun- arferli. Gefa þarf skólum tækifæri á að þróa atvinnulífstengdar náms- brautir í samstarfi við atvinnufyrir- tæki og um leið þessum aðilum tækifæri til að þróa virkar sam- skiptaleiðir. Ég tel að það hafí ríkt gagnkvæmt vantraust og misskiln- ingur. á milli skóla og atvinnulífs, sem hafí valdið skaða og tafið eðli- lega þróun bæði almennrar mennt- unar og starfsmenntunar. Þessir tveir þættir menntunar verða ekki aðskildir og óeðlilegt er að h'ta svo á að skólar sinni almennri menntun en einhveijir aðrir, t.d. atvinnulífið, starfsmenntun. Viðhorfsbreyting Þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa í fiskiðnaðinum með tilliti til umhverfis, vinnsluferla o.s.frv. er enn talað um það sem „síðustu sort“ að vinna í físki. Því er minna haldið á lofti að fiskvinnsl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.