Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MiÐVIKUDAGUK 2. DESEMBER 1992 I A100 ára ártíð upp- stígningar Baha’u’llah eftirLoftM. Sigurjónsson í tilefni af 100 ára ártíð upp- stigningar höfunda Baha’i-trúar- innar, er hófst á degi uppstigningar Hans, hinn 29. maí, síðastliðinn, er vert að fara nokkrum orðum um sögu og tilgang þessa mikla trúar- skipulags, en grundvöllur þess hef- ur verið lagður í öllum löndum heims, og mun smám saman og í fyllingu tímans leiða af sér einingu mannkynsins og veita því lækningu á aldagömlum sjúkleika þess. Mírza Husayn ’Alí, er síðar tók sér nafnið Baha’u’llah, er merkir „Dýrð Guðs“, hinn fyrirheitni allra trúarbragða, andaðist árið 1892, þá 75 ára að aldri. Hann hafði orð-. ið að líða hörmulegar þjáningar og útlegðir fyrir kenningar sínar, en megininntak þeirra er eining mann- kynsins og nýtt heimsskipulag. Hann var fæddur 12. nóvember, 1817, í Teheran, höfuðborg Persíu, og var ættaður úr héraðinu Mazind- aran. Enda þótt hann væri af tign- um ættum, hafnaði hann verald- legu ríkidæmi og hóf snemma að þjóna hinum fátæku og lægra sett- um. Strax á bamsaldri sýndi hann undursamlega þekkingu og vizku, enda þótt hann hefði aldrei notið neinnar hefðbundinnar skóla- menntunar. í Persíus á þeim tíma rfktu öfl fáfræði og trúarofstækis, og varð Bah’u’llah fyrir miklum ofsóknum fyrir kenningar sínar, sem enduðu með innilokun hans í neðanjarðar- dýflissu í Teheran árið 1852, þar sem fæðing hinnar nýju opinberun- ar átti sér stað. Síðan var hann, eftir þessa hræðilegu fangavist, er stóð í 4 mánuði, gerður útlægur frá heimalandi sínu til Bagdað, þar sem hann í apríl, árið 1863 kunn- gerði fylgismönnum sínum köllun sína, þ.e. að hann væri hinn fyrirhe- itni, sá, er allir fyrri spámenn Guðs höfðu sagt fyrir um. Eftir það, eða í ágúst, árið 1868, var hann gerður útlægur, ásamt flölskyldu sinni og 26 lærisveinum, til Konstatinópel og Adríanópel og að lokum til virk- isborgarinnar Akka, þar sem hann var fangi í hvorki meira né minna en 24 ár. í útlegð sinni, einkum í Adríanópel og í Akka, opinberaði hann lög og fyrirmæli trúar sinn- ar. í meir en 100 ritum gerði hann ljósar meginreglur hennar og kunn- gerði konungum og stjórnendum austurs og vesturs boðskap sinn, jafnt moslemum sem kristnum. Hann lézt síðan, eins og fyrr segir 1892, og hafa fylgjendur hans, þ.e. Bah’íar (fylgjendur dýrðarinnar), nýverið haldið minningarathafnir víðs vegar um heim, eða aðfara- nótt 29. maí sem sem í heimsmið- stöð trúarinnar í Haifa í ísrael, en einnig í öllum þjóðarsamfélögum, t.d. hér á íslandi, á Álfabakka í Reykjavlk, en þar er þjóðarmiðstöð Baha’i-samfélagsins. Jafnframt verður haldin heimsráðstefna í New York í nóvember I tilefni Ársins helga, er svo nefnist í Baha’i- Kork*o*Plast KOftK-gótmhu»r mmð vinyt-ptast áferð Kork*o-Plast: / ZO ffúrðum Kork O Ftoor er ekkert annað en htð viðurkennda Kork O Plast, limt á þéttpressaðar viðartmQaplðtur. kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKOftK IÞREMUR ÞVKKTUM. VEÖQTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEQT, ITVEIMUR ÞYKKTUM. £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - ReykjavíK - sími 38640 trúnni, en þetta ár, þ.e. 1992, er helgað uppstigningu Baha’u’llah. Hin andlega sól Sendiboðar Guðs eru andlegar sólir mannkyns. Rétt eins og hin efnislega sól skín á líkamann, þá skín sól sannleikans á hugi og sál- ir mannanna og gerir þeim kleift að ná andlegum framförum og þroska. Og enda þótt hin andlega sól fyrir gervallt mannkyn sé geng- in til viðar fyrir liðlega 100 árum, er hinn fyrirheitni allra alda yfírgaf þessa veraldlegu umgjörð sína, þá heldur hún áfram að ljóma frá „konungdæmi ófölnandi dýrðar" og valda þeim umskapandi breyting- um, sem eru að gerast um gervall- an heim og eru ei nema þáttur i þeirri allsheijar þróun, sem er í átt til einingar mannkynsins. Upphafsaðili nýrrar alheims- hringfarar og stofnandi nýs heims- skipulags, höfundur guðlegrar op- inberunar, sem er jafnframt upp- fylling spádóma allra fyrri trúar- bragða og dögunarstaður dags Guðs, hvarf hann fyrir rúmlega 100 árum af þessu jarðneska sviði yfír til æðri heima. í 40 ár hafði jörðin verið umlokin úthafí opinberunar, sem leysti úr læðingi ómældan andlegan mátt til endursköpunar mannkynsins, mátt, sem átti eftir að leiða til, í fyllingu tímans, fæð- ingar Baha’i-siðmenningar, sem er ætlað að vera undanfari tíma- skeiðs, er mannkynið mun öðlast slíka lyndisgöfgi, að þessi heimur mun endurspegla konungsríki Guðs. Með uppstigningu Ba- ha’u’llah var lokið mikilvægasta og fijóasta tímabili í sögu trúarbragð- anna. Hinir andlegu sköpunar- kraftar voru svo miklir, að áhrifa þeirra hefur gætt ekki aðeins innan Baha’i-samfélagsins sjálfs, heldur einnig utan þess. Einn af þeim miklu atburðum, sem munu eiga sér stað á degi þessarar guðlegu birtingar, er sá, að dreginn verður að húni gunn- fáni Guðs meðal alira þjóða, og er þá átt við að allar þjóðir og ætt- flokkar jarðarinnar muni safnast saman undir skuggann af þessum guðlega fána og verða að einni þjóð. Allir munu heyra til einum trúarbrögðum, og kynþættir munu blandast. Allir munu dvelja í einu sameiginlegu föðurlandi, sem er plánetan sjálf. Dagur Guðs, sem „allir spámenn og hinir útvöldu" höfðu þráð að .vera vitni að, var hafínn. „Mark- mið allrar sköpunarinnar", sem eins og Baha’u’llah vitnar um, var „opinberun þessa upphafnasta, þessa helgasta Dags“ hafði verið uppfyllt. Hinn „eilífí Faðir“, hinn „máttugi Guð“, sem átti að birtast í umgjörð hins mannlega musteris, eins og Jésaja og aðrir spámenn höfðu spáð, hafði birzt. Með uppstigningu Baha’u’llah var opinberun ritningargreina frá Guði lokið og endir bundinn á náð úthellingar andlegrar orku, sem átti ekki eftir að birtast mannkyni aftur fyrr en eftir tímabil að minnsta kosti fullra 1000 ára. Níu mánuðum fyrir uppstigningu sína hafði Baha’u’llah þegar látið i Ijós þá ósk að hverfa úr þessum heimi. Enda þótt hann talaði aldrei um það beinlínis, mátti ráða af tóni hvatninga hans og ummæla við vini, er komu að heimsækja hann, að endir jarðneskrar tilveru hans var í nánd. Hann fékk hita- sótt fímmtíu dögum eftir Naw-Rúz (nýársdag), enda þótt hann segði engum frá því, og þótt ástand hans væri óbreytt í nokkra daga, og þrátt fyrir að honum batnaði einn daginn, sem færði vinum hans ómældan fognuð, þá var ljóst, að endir jarðvistar hans var nálægur. Hann kallaði átrúenduma til sín í síðasta sinn, og lýsti hann yfír vel- þóknun sinni í þeirra garð, vegna þjónustu þeirra, og hvatti þá til einingar. Sjötíu dögum eftir Naw-Rúz, þegar enginn vottur hitasóttar var eftir, á tuttugasta og fyrsta degi eftir að hafa tekið hitasóttina, var vilji Konungs Eilífðarinnar um að yfirgefa fangelsið í Akka og stíga upp til „annarra hýbýla hans, sem augu fólks nafna hafa aldrei getið að líta“ að lokum orðinn að raun- veruleika. Frá öðrum degi eftir upprisu hins eilífandi, hins sjálfum- nóga Drottins til sinna helgustu og upphöfnustu valdsviða hið efra, tóku lærðir menn og skáld, bæði moslemar og kristnir, að senda samúðarskeyti og ljóð, þar sem dygggðir hins ástfólgna og missir var tjáður af mælsku og orðsnilld. Uppstigning Baha’u’llah kallaði fram úthaf angistar og óteljandi vitnisburði um takmarkalausa helgun, sem á stundu sólseturs sólar sannleikans runnu fram úr hjörtum hinna mörgu þúsunda sálna, sem höfðu gengið málstað hans á hönd. Stighækkandi opinberun og innbyrðis tengsl trúarbragða Enda þótt sól sannleikans sé gengin til viðar fyrir rúmlega 100 árum, eins og fyrr segir, er sköpun- armáttur orðs Guðs frá opinberun Baha’u’llah sífellt virkur, og er sá máttur, sem veldur því, að þróun í átt til einingar á sér stað um gervallan hnöttinn, og þrátt fyrir að upplausnarástand og hinn gífur- legi glundroði, sem ríkir víðs vegar um heim kunni að virðast boða endalok siðmenningarinnar, er hann engu að síður eðlilegt stig í þróunarferli, sem mun óhjákvæmi- lega leiða til sameiningar mann- kynsins. Trúarbrögðin eru mörg, en raun- veruleiki trúarbragða er einn. Dag- amir em margir, en sólin er ein. Uppsprettumar eru margar, en aðaluppsprettan er ein. Greinamar eru margar, en meiðurinn er einn. Grundvallarmeginregla, sem boðuð er af Baha’u’llah, er, að trúarlegur sannleikur sé ekki algildur, heldur afstæður, að guðleg opinberun sé áframhaldandi og stighækkandi ferli, að öll stærri trúarbrögð heimsins séu guðdómleg að upp- runa, að grandvallarmeginreglur þeirra séu í fullkomnu samræmi, að markmið þeirra og tilgangur séu einn og hinn sami, að kenningar þeirra séu aðeins hluti af sama sannleika, að framkvæmd þeirra séu gagnkvæmt uppfyllandi, að þau séu aðeins frábragðin hvað snertir mikilvæga þætti kenninga þeirra, og að ætlunarverk þeirra snerti keðjubundið stig í andlegri þróun mannlegs samfélags. Markmið Ba- ha’u’llah er ekki að bijóta niður heldur að uppfylla opinberanir for- tíðarinnar, að sætta fremur en að leggja áherzlu á þá ólíku þætti hinna stríðandi trúarbragða, sem era að sundra samfélagi nútímans. Grundvöllur guðlegra trúar- bragða er raunvera. Raunveran er ein. Hún gefur ekki tilefni til marg- földunar eða skiptingar. Raunveran er eins og sólin, er skín fram frá ólíkum stöðum dögunar. Þar af leiðir, að ef trúarbrögðin rannsaka raunverana og leita innsta kjama sannleika í undirstöðum þeirra, munu þau vera í samræmi, og eng- inn munur mun koma í ljós. Það sem hefur hindrað menn í að kom- ast að þessari gagnkvæmu niður- stöðu, er fastheldni við kennisetn- ingar og ytra form. Má líkja henni við ský, er degur fyrir sólarapp- komuna, en raunveraleikinn er sól- in. Ef skýin dreifðust mundi sói raunveruleikans skína á alla. Trú- arbrögðin mundu þá vera í innra Loftur M. Siguijónsson „Nú er mannkynið að fara í gegn um róstu- samt og sársaukafullt skeið unglingsáranna, en framundan eru ár fullþroska.“ samræmi, þvi í grandvallaratriðum eru þau ein og hin sömu. Hin guðlegu trúarbrögð era lík framvindu árstíðanna. Þegar jörðin er andvana og afskipt og ekkert er eftir, vegna frosts og kulda, sem minnir á liðið vor, tekur að vora aftur, og allt færist í nýjan búning lífsins aftur. Og síðan kemur vetur- inn aftur og öll spor sumarsins hverfa. Þessi er hin stöðuga endur- tekning árstíðanna. Þannig er því einnig farið með hina guðlegu sendiboða, koma þeirra er sem koma vorsins, hver og einn þeirra endurnýjar og endurlífgar kenning- ar þess, sem kom á undan. Þannig er kjami ætlunarverks sérhvers af birtendum Guðs einn og hinn sami, rétt eins og vortíminn er í innsta eðli sínu einn hvað varðar endumýj- un lísins, vorskúri og fegurð. En mannkynið hefur misst sjónar af innsta eðli raunveru hins andlega vortíma. Það hefur haldið fast við form og etirlíkingar forfeðranna, og þar af leiðir að það er tog- streita og sundurlyndi á milli trúar- bragðanna. Þannig hafa sendiboðar Guðs komið í stighækkandi opinberan til mannkynsins til að birta því end- umýjuð og aukin sannindi í sam- ræmi við móttækileika þeirra og þroska, á mismunandi tímum í mannkynssögunni, rétt eins og sól- in eykur ljósmagn sitt, er hún nálg- ast hádegisstað, þar sem hún gefur mesta birtu. Maðurinn verður að elska ljósið, alveg sama frá hvaða dagsbrún það birtist. Hann verður að elska rósina, hvaða jarðvegi svo sem hún annars vex í. Hann verður að leita sannleikans, alveg sama frá hvaða uppsprettu hann kemur. Að vera bundinn ljóskerinu er ekki að elska ljósið. Að vera bundinn jörðinni sæmir eigi, en það er verð- ugt að njóta fegurðar rósarinnar, sem vex af jörðinnil Um þetta líf og hið næsta Við lestur orðs Guðs verður mannssálin fyrir miklum andlegum áhrifum, og gleðin og ánægjan verða mikil, er hann verður upplýst- ur um leyndardóma Konungsríkis- ins. Það er hin innri merking Orðs- ins, sem skiptir máli, og að upp- tendrast af andblæ heilags anda og uppljómast af geislum sólar sannleikans og öðlast eilíft lff. Maðurinn verður að öðlast skýra sjón, öðlast skilning á leyndardóm- um hjartans og raunveraleikans. Fallvaltleiki og hverfulleiki eru ein- kennandi fyrir þessa efnislegu til- vera, enda segir í Baha’i-ritningun- um, að öll sú sorg og mæða, sem til sé, komi frá henni, en hin and- lega veröld færi aðeins fögnuð og ennfremur, að dauðinn sé sendiboði gleðinnar. Hann er aðeins umskipt- ing á ástandi, en þetta líf er aðeins undirbúningur fyrir hina sönnu til- vera, sem er sú næsta, en í saman- burði við hana er þessi éfnislega tilvera einungis sem eivera, þ.e. hefur aðeins óraunverulega tilvist. Þessi heimur er sem skuggaveröld í samanburði við hinn næsta, hún endurspeglar hina næstu veröld, ber líking af veruleika. Eins og öll önnur trúarbrögð er Baha’i-trúin í innsta eðli sínu dul- úðug. í henni eru margir leyndar- dómar fólgnir, en engin leyndar- mál. Baha’i-kenningamar afhjúpa þá hulu, sem hingað til hefur byrgt mönnum sýn að baki hins mikla leyndardóms dauðans og færir leit- andi mannshjörtum von og huggun. Baha’u’llah dregur til hliðar nokkr- ar af þeim hulum, sem hylja hið ósýnijega og útskýrir margt af því, sem fram að þessu hefur virzt óljóst. Samt nær dulúð næstu til- veru ekki að upplýsast fyllilega, þar sem tungumál manna er tungu- mál barns, og það væri okkur ókleift að skilja réttilega slíka af- hjúpun á þessu jarðneska sviði, þessu fósturstigi tilveru mannsins. Dauði holdsins, þ.e. þegar öreindir taka að sundrast, er þegar líkaminn sem slíkur hættir að vera til. Þessu er öðruvísi farið með sálina, sem er gerð af einum ódeilanlegum kjarna og er þess vegna eilíf og ódauðleg og algerlega utan við svið hinnar efnislegu sköpunar. Sálin er ekki í Iíkamanum, heldur aðeins tengd honum eða endurspegluð í honum, t.d. eins og sólin í speglin- um. Hún heldur áfram að skína, enda þótt spegillinn brotni. Hún hefur sjálfstæða getu og getur at- hafnað sig bæði með og án milli- göngu síns jarðneska skapnaðar, eins og sést í veröld svefnsins, þar sem við getum t.d. séð, heyrt og íerð^zt, án þess að nota hina líkam- legu hæfíleika. Sálin er ósýnileg og tilheyrir veröld handan tíma og rúms. Hinir aðrir tveir andlegu þættir mannsins, þ.e. hugur og andi, gera honum bæði kleift að uppljúka leyndardómum tilverann- ar, útgeisluninni frá hinni him- nesku veröld, ljósinu frá sól raun- veraleikans. Þetta vald heilags anda frá hinum guðlegu birtendum, svo sem Búdda, Jesú, Múhammad og öðrum mikilmennum andans á öllum tímum aðstoðar mannkynið á þróunarbraut þess. Því ekkert stendur í stað í sköpuninni, allt hreyfist og færist til, samkvæmt eðlislægum lögmálum, einnig þjóð- félög breytast og allt mannkynið þróast fram á við. Hér gildir lög- mál tímans. Hvað er framundan? Nú er mannkynið að fara í gegn um róstusamt og sársaukafullt skeið unglingsáranna, en framund- an eru ár fullþroska. Þjóðir verða óhjákvæmilega að taka skrefíð úr fortíðinni inn í hina geislandi fram- tíð réttlætis og jafnvægis; þær munu samneyta hver annarri á annan hátt en fyrr. Viðloðun og fastheldni við gömul og úrelt hug- myndakerfí verða ekki lengur þjóð- um fjötur um fót í þeirri alheims- legu þróun í átt til einingar og bræðralags, sem á sér stað í heim- inum. Nýtt heimsskipulag er að rísa af granni, er mun svara efnis- legum og andlegum þörfum alls mannkynsins, alheimslegt kerfí sem á sér enga hliðstæðu í gerv- allri sögu mannkynsins. Nýtt efna- hagskerfí, er mun spanna yfír alla plánetuna, mun leysa þann gífur- lega vanda efnahagsmála, sem mannkynið á við að etja, en al- heimsleg lausn þeirra er aðeins ein af fjölmörgum kenningum, sem Baha’u’llah hefur birt mannkyni fyrir okkar tíma. Tímar endurupp- byggingar í hinum vaxandi glund- roða meðal mannkyns era fram- undan og hin geislandi framtíð al- heimslegs réttlætis er í vændum. Megi hinn læknandi boðskapur Baha’u’llah fjörga og endurlífga sálir, er þyrstir í lífsins vatn og þekkinguna á Guði, opinberaða fyr- ir okkar tímabil. Heimildir Baha’i World Faith, Ridvan boðskap- ur 1992, Paris Talks, Revelation of Baha’u’ilah, Promulgation of Universal Peace, Call to the Nations. Höfundur er löggiltur skjalaþýðandi og hefur fengist við þýðingar & Baha ’í-bókmcnntum undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.