Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 RAÐAUGIYSINGAR Noregur - atvinna Norskt fyrirtæki óskar að ráða mann í still- ansauppsetningar. Aðeins kemur til greina ábyggilegur fjölskyldumaður. Uppmælinga- vinna. Laun 200-240 þús. N.kr. árslaun. Allar nánari upplýsingar í síma 625405 eftir kl. 17.00. íslenski dansflokkurinn Hæfnispróf Vegna forfalla er laust starf kvendansara við íslenska dansflokkinn frá 1. janúar nk. um óákveðinn tíma. Hæfnispróf verður föstudaginn 4. desember kl. 19.00 á Engjateigi 1. Dansarar komi með táskó. Vélstjóri óskast Óskum eftir að ráða vélstjóra með full rétt- indi á frystitogarann Stakfell ÞH-360. Búseta skilyrði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. desember merkt: „S - 14068". Hraðfrystistöð Þórshafnarhf. Söluturn Til sölu er einn af glæsilegri söluturnum í Reykjavík, miðsvæðis. Vaxandi velta. Nætur- sala. Lottó, RKÍ-kassar. Tilvalið fyrir tvær samhentar fjölskyldur að skapa sér sjálf- stæðan atvinnurekstur. Upplýsingar gefur Björn í síma 680666. Verð 12-15 millj. (eftir greiðslum). ÞIMilIIOLT Suöurlandsbraut 4A, fJ sími 680666 Til sölu 234 fm. og 160 fm. á jarðhæð, hægt að tengja salina saman, einnig möguleiki á að skipta í smærri einingar. í húsinu eru hús- gagnaversiun, blómaverslun, og gistiheimili. Húsnæðið er til sýnis í Suðurhlíð 35, Reykja- vík. Upplýsingar í síma 16541. Vilborgarsjóður starfs- mannafélagsins Sóknar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst 7. desember og stendur til 18. desember. Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins eða hafi samband í síma 681150 eða 681876. Stjórn starfsmannafélagsins Sóknar. Viðvörun Nú í nóvember hafa verið seldar brauðristar af tegundinni TA51 frá Black & Decker, sem vegna mistaka frá verksmiðju voru með ójarðtengdri kló, sem getur skapað hættu. Kaupendur að ofangreindum brauðristum eru beðnir að hafa samband við útsölustaði eða Borgarljós hf. « BUCKSDECKER ■BBBM Ármúli 15, sími 812160. Suðurlandsbraut Til leigu eitt gott skrifstofuherbergi með að- gangi að móttöku í húsinu Suðurlandsbraut 12, 3. hæð, hjá lögfræðingi og fasteigna- sölu. Aðgangur að faxtæki, Ijósritunarvél o.fl. Laust 1. janúar nk. Upplýsingar í síma 31800. SJÁLFSTJEÐISf=LOKKURINN F H I. A (', S S T A R F Aðalfundur Landsmála- félagsins Varðar 1992 Boðað er til aðalfundar Landsmálafélagsins Varðar fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 20.30. Fundarstaður er í Valhöll v/Háaleitis- braut. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Guðmundur Magnússon, þjóðminja- vörður, fiytur ræðu kvöldsins. 3. Umræður og kaffiveitingar. Stjórn Landsmálafélagsins Varðar. IIFIMOAIIUK Niðurskurður fjárlaga l dag, miðvikudaginn 2. desember, kl. 17.00 heldur Heimdallur fund með Hreini Lofts- syni. Ætlunin er að fara yfir fjárlagafrum- varpið með það að markmiði að skera burt ríkissjóðshallann. Tillögur Heimdallar verða svo sendar Friðriki Sóphussyni, fjármála- ráðherra. Þeir sem hafa skráð sig í hópinn eru vin- samlega beðnir að mæta stundvíslega. Allir áhugasamir velkomnir. Niðurskuróarhópurinn. Keflavík/Suðurnes Miðvikudaginn 2. desember mun Sjálfstæðisfélag Keflavíkur standa fyrir opnum fundi um EES-samninginn. Fundurinn hefst kl. 20.00 á Flughóteli í Keflavík. Fundarsetning: Magnús Æ. Magnússon, formaður sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Frummælendur: Halldór Árnason, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Árni Ragnar Árnason, alþingismaður. Fundarstjóri: Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. □ HELGAFELL 5992120219 VI 2 I.O.O.F. 7 = 1741228V2 = □ GLITNIR 5992120219 I 1 Frl. Atkv. I.O.O.F. 9 = 1741228'h = REGLA MUSTERISRIDDARA Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Námskeiðið „Kristið Iff og vitnis- burður". Kennarar: Mike Fitzger- ald og Hafliði Kristinsson. (ffli SAMBAND (SLENZKRA igPj KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60. Eþfópíukvöld í Kristniboðssaln- um kl. 19.00. Ræðumaður verð- ur Guðlaugur Gunnarsson. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ <ÍMI 682533 Afmælismyndakvöld „Töfraríslands“og „Myndir úr starfi félags- ins“ miðvikudaginn 2. des- ember kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Efni: Björn Rúriksson kynnir og sýnir myndir úr nýútkominni bók sinni „Töfrar íslands". Björn kemur sífellt á óvart með mynd- um sínum af landslagi og nátt- úrufegurð þessa lands. Eftir kaffihlé kynnir Grétar Eiríksson starf félagsins fyrr og nú í máli og myndum. Forvitnilegt efni fyrir alla, sem vilja kynnast starfi Ferðafélagsins. Fræðist um landið ykkar á myndakvöldi Ferðafélagsins, all- ir velkomnir, félagar og aðrir. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Ferðafélag Islands. Andrés Péturs- son - Kveðjuorð Andrés Pétursson, vinur minn 0g bróðir æskuvinkonu minnar, var fyrirtaksmaður og það vissum við öll, en ekki var hann hégómleg- ur eða sóttist eftir skjalli. Hann var sá ágætismaður, sem mátti mikið af læra. Ævistarf hans var við útgerð, bæði hér syðra og fyr- ir norðan, og því fjölfróður um það, sem að útgerð laut. Trúi ég, að vinnuveitendur hans hafí sakn- að trúmennskunnar er hann fór. í einkalífi var hann gæfumaður. Hann kvæntist indælli konu frá Hafnarfirði, Svanhvíti Reynisdótt- ur, og eignuðust þau fímm mann- vænleg böm, þrjá sonu, Magnús, Pétur og Sverri, og dæturnar Margréti og Ingibjörgu. Alls stað- ar tókst þeim hjónum að gera heimilin prýðileg, og gera móttök- urnar að sama skapi þannig, að vart mátti betur til takast. Þau voru ákaflega gestrisin, og sam- hent í því sem öðm. Andrés var skarpgreindur og skemmtilegur, dálítið stríðinn án þess að vera meinlegur. Hólavöllur, heimili foreldra hans, Ingibjargar Guðmundsdótt- ur og Péturs Magnússonar, ráð- herra og bankastjóra, var stórt heimili; þár voru átta börn, yfír- leitt fólk utan af landi sem dvald- ist þar í ýmsum erindagerðum til lengri eða skemmri tíma auk mik- ils gestagangs, svo og aðstoðar- fólk. Allt þetta að ógleymdum fé- lögum hvers bamanna um sig, en þeir gátu stundum orðið fleiri en einn. Aldrei var amast við neinum, jafnvel þótt húsfreyja væri ekki alltaf heilsuhraust. Menn gleymdu sér síðan við leik og störf og gættu þá ekki alltaf að raddstyrknum. Allar endurminningarnar frá þessum dögum og áfram eru fjár- sjóður sem þetta menningarheim- ili lét okkur vinum sínum í té, og setti mark sitt á alla, sem þar ól- ust upp. Glaðværð var mikil, og dillandi hlátur húsfreyjunnar var svo fallegur. Oft sagði hún okkur ævintýr, hún sagði svo vel frá. Þarna var skemmtilegasta heimili, sem hægt var að hugsa sér, og undantekningarlítið séð í gegnum fingur við ungviðið, sem kom svo ótal margt í hug. Ég tilheyrði yngstu börnunum, og Andrés því lítið eitt eldri, og hann varði okkur með ráðum og dáð, ef með þurfti. Hann lét aldrei þessi fáu ár sem munaði, skipta neinu. Andrés var skapfastur, þéttvaxinn, göfuglyndur og góður, án þess að vera væminn. Hann talaði umbúðalaust um það sem honum féll miður en var laus við allt dægurþras. Svanhvít og Andrés settu hag og heill barna sinna 0g heimilis ofar öllu; sumarhúsið sitt í fögru umhverfi fóru þau mikið í. Þetta var hlé og upplyfting frá daglegu amstri. Þama sem annars staðar var hægt að hyggja að velferð hópsins síns og hefur vel til tekist í vænum höndum. Stundum er allt svo sjálfsagt... þangað til það er ekkert sjálfsagt lengur. Andrés fæddist 1. júlí 1924. Hann veiktist hastarlega 22. nóv- ember og nú mátti ekkert til bjarg- ar verða. Ég minnist þessa hlýja og glað- lynda vinar míns með söknuði og þakklæti, en ég þakka líka Svan- hvíti, sem ég nú votta samhygð mína, hana bið ég einnig börnin að meðtaka. M. Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.