Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 49
«1 49 ( í ( .1 I I í I I # # # i 3 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 GLÍMA Frá Þorsteini Einarssyni: K Ágæti Víkveiji, Gleður mig, að þú ert áhugamaður um glímu. Ég álykta svo eftir lestur á skrifum þínum í Morgunblaðið 28. október síðastliðinn. Þeir sem nú tak- ast á í glímu og forystumönnum fé- laga og samtaka þeirra, sem eiga málefni glímunnar að hugstæðu við- fangsefni, munu sem ég gleðjast yfir, að þú bryddaðir upp á notkun orðs- ms, glíma í nútíma íslensku. Aftur á móti hryggir þú okkur með að hneykslast á að við skulum af festu leitast við að standa vörð um foma fþrótt okkar. Glímumenn á okkar dögum hafa lagt land undir fót og gengið til fangs við fangbragðamenn á Kanaríeyjum, Brittaníu í Frakklandi, Sviss, Vat'na- hémðum Englands og Skotlandi með því að læra þjóðlegt fang þeirra og kenna þeim glímu. Þessi viðskipti hafa verið glímumönnum mikilsverð. Þeir hafa eignast fangvini. Þeim hef- ur reynst glíman vel og eðli hennar vaxið að gildi í samanburði við „leik- fang“ annarra þjóða. Erlend þjóðleg fangbrögð náð virðingu þeirra og áhuga. Þig mun furða á, að ég noti orðið leikfang, sem í íslensku þýðir dag barnagull. í Heiðarvígasögu, skrifuð um 1200, og I Jónsbók, samþykkt á Alþingi 1281, kemur orðið fyrir. Merking þess á báðum stöðum er heildarorð sem nær til þeirra tegunda fangs, sem iðkaðar voru til skemmt- unar sem leikir. Fang er í fomum íslenskum ritum safnheiti fang- bragða, en ekki ein íþrótt eins og þú tekur upp úr orðabók Menningar- sjóðs. Skilgreining á orðinu er ekki rótt í því ágæta riti. Hún er talin róttari þannig: „Undir fang falla þær viðureignir tveggja vopnlausra manna, sem standa andspænis hvor öðrum og grípa í eða um hvorn ann- an tökum með höndum og leitast við að bylta andstæðingnum til jarðar með átökum líkama sinna, og beita ennfremur brögðum með mjöðmum og fótum eða aðeins höndum, eða þessu þrennu.“ Tegundir fangs ern nokkrar og skiptast í tvo þætti. Öðrum beitt til meiðinga og deyðinga (hemaðarlist). Hinn iðkaður til skemmtunar, leiks og keppni - leikfang. Tegundir hans urðu íþróttir. Á þjóðveldistímanum samkvæmt fomum ísl. ritum munu tegundirnar hafa verið þessar hérlendis innan leik- fangsins: Hryggspenna (brotið á bak aftur — aflraun - án bragða) Axlatök (sviptingar og sveiflur - brögð) Erma- eða handleggjatök (svipting- ar, sveiflur og hrindingar) Laustatök (sviptingar, sveiflur, hnykkir og hrindingar — mjaðma-, fót- og handbrögð) Bróka- eða buxnatök (mjaðma- og fótabrögð - bindast stígandi) Síðasttalda tegundin verður við sammna fanghátta frá Skandinavíu og Bretlandseyjum sérstök íþrótt, sem er um 1200 er búin að hljóta nafnið glíma. Á ritunartíma íslendingasagna og Fomaldarsagna Norðurlanda var orð- unum fangi og glímu mjög blandað saman og fleirtalan glímur látið varða jöfnum höndum iðkun glímu (að glím- um), safnheiti og viðureignir (ræddar glímur). Á 16. öld kemur fang í stað leik- fangs í lagagreinina og er þá búið að fá nútíma merkingu, en í lögunum skipt í leik og fang. Þegar Guðbrand- ur Þorláksson þýddi gamla testa- menti Biblíunnar hefur hann lent í vafa hvemig hann ætti að þýða sögn af „Aveq“ sem var heiti fangs fjár- gæslumanna austur í ísrael. Hann þýddi hana „fékkst við“ en úti á spássíunni skrifaði hann „glímde". Þessi ágæti nemandi frá Hólastað áttaði sig 1584 á því að eigi væri rétt að rugla heiti hins íslenska fangs, glímu, saman við austurlenskt fang með því að nota sagnorð leitt af glímu í lýsingu á viðureign sem á að hafa farið fram í því. I hérlendum ritum þar sem viðureigna er getið í fangi, þá er beitt fjölskrúðugum rithætti, t.d. að fást við, að eigast við, að eiga við, að taka til, að eiga fang við, að gangast að, að glíma, að þreyja glímu við, að heyja glímu við, að vera að glímu o.s.fr. Á daglegt mál hafa íþróttaleikimir fangbrögð og þar með glíma markað sín spor til að mynda: viðfang, viðfangsefni, hugfang, ljá fangstaðar á sér, fá fangstaðir á, að hafa undirtök á e-m, að hafa yfírtök á e-m, að hafa bæði undirtökin, að hafa bæði yfirtökin, glíma við vanda, að bregða fæti fyrir, að setja fót fyr- ir, að koma e-m af fótunum o.s.fr. Glíma er heiti á íslensku þjóðlegu fangi. í ísl. máli getur glíma þýtt: viðureign; lota; mót. En þá er átt við að verið sé að glímu, sé glímt, en ekki verið að eigast við í annarri íþrótt. Fyrir utan þær þriár tegundir fangs sem keppt er í á Olympíuleik- um: grísk/rómverskt, fijálstfang og júdó, þá eru til, að því er við þekkjum 112 þjóðleg fangbrögð meðal 80 þjóða í heimsálfunum öllum. Flest þeirra eiga sín sérheiti: Schwingen (Sviss); Ranggel (Austurríki); Koh (Armeníu); Ssirrum (Koreu); Sumo (Japan); Gouren (Brettanía, Frakk- land); Galhofen (Portugal); La Catch og Back-hold (Skotland); Ryggkast (Gotland, Svíþjóð) o.s.frv. Er ekki fáranlegt að kalla þjóðlega fangið í Armeníu Armenska eða Arm- enuglímu og þá sem Koh iðka glímu- menn og segja svo kannski Kohglíma eða eins og stóð nýlega í ísl. blaði að i Japan voru sumoglímumenn ferlegir og tilburðir fáránlegir í sumoglímu. Hvað segjum við, ef þeir þar austur frá segðu að á ílandi væri iðkuð glímu-sumo eða ísl. sumo. Um þver- bak keyrði er ágætir ritstjórar íþróttablaðs Morgunblaðsins sögðu frá síðusta karatekeppni Norður- landa. Þá glímdu þeir karate og kepp- endumir voru glímumenn og íslensku glímumennimir náðu aðeins bronsi. Karate, hinar 2 eða 3 tegundir íþrótt- arinnar, em ekki fangbrögð. Þar tak: ast viðfangsmenn ekki tökum. í íþróttinni er beint fótspymum og snöggum armréttum að mótheija. Agætur Víkveiji, er ekki von að glímumenn verði hissa og af því þeim er ekki sama um íþrótt sína, fýllist jafnvel reiði í garð þeirra sem mis- nota margra alda gamalt íslenskt íþróttamál glimunnar svo herfílega. Vonandi eignast þeir hauk í homi þar sem þú ert - sem ljærð mörgum lið, sem þarfnast þess í góðum málum, með árangri - og hjálpir glímumönn- um og forystumönnum þeirra að fá þennan óskapnað upprættan úr rit- og talmáli sem haft er um aðrar fþróttir. ÞORSTEINN EINARSSON Laugarásvegur 47, Reykjavík LEIÐRÉTTIN G AR Magn hráefnis vantar í jólamatarblaði Morgunblaðsins þriðjudaginn 1. des., féll niður magn hráefnis í nokkmm uppskriftum á bls. 18 c, í greininni „Matreiðslubæk- urnar á náttborðinu.“* í uppskrift að pönnukökum með ijómaosti og ávöxtum, á að standa */2 bolli sykur. I uppskrift að kartöfl- um á franska vísu á að vera !/4 tsk. múskat og í uppskrift að peru- og eplasósu á að vera ‘/4 tsk. kanill og '/4 bolli Dijon sinnep. Mistök í minn- ingargrein Þau mistök urðu í vinnslu minn- ingargreinar um Sigríði Steingríms- dóttur í blaðinu í gær að orðum var breytt svo merking þeirra missti marks. Verða því birtir þeir kaflar úr greininni þar sem mistökin urðu. „Á góðum stundum var mikið unnið, fylgst með uppvexti barnanna og miðlað áhugamálum, sem voru á breiðum grunni, eins og störf okkar voru ólík. Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Lgitaðu hans með áhugamál þín. Því það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endumærist. (Kahlil Gibran). Nú er sú fyrsta úr hópnum farin. Við hér heima og sú sem búsett er í Bandaríkjunum kveðjum kæra vin- konu og biðjum henni, fjölskyldunni og vini Guðs blessunar. Saumaklúbburinn.“ ~SWOW VETRAR- S!BP™ FATNAÐUR Úlpur, buxur og skíöagallar á börn og fullorðna í miklu úrvali VATNS- OG VINDHELDIR »hummél^ SPORTBUÐIN ARMULA 40, SÍMAR 813555, 813655. Hluthafafundur Hluthafafundur í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans h.f. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 10. desember n.k. og hefst hann kl. 16:00. Á fundinum verður samninasamningui’ félags- ins við íslandsbanka h.f. kynntur og borinn upp til samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl s.l. var stjóm félagsins heimiiað að undirbúa samruna þess við íslandsbanka h.f. Dagskrá 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna við Íslandsbanka h.f. 2. Önnurmál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þein'a í íslands- banka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík, dagana 7., 8. og 9. desember n.k., svo og á fundardegi. Samrunasamningui' við íslandsbanka h.f. ásamt fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 3. desember n.k. Reykjavík, 30. nóvember 1992 Stjórn Eignarhaldsfélags Verslunarbanlcans h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.