Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 ^TO-aatiM-aBatr-.s' WJOAUU^ivarM tiiUAjainuuiiOM t Faðir okkar, B. DANÍEL HJARTARSON, frá Knarrarhöfn, áður til heimilis að Hafnargötu 42, Keflavík, andaðist í Borgarspítalanum, mánudaginn 30. nóvember. Börnin. t Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Stýrimannastíg 7, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2. desember kl. 15.00. Fyrir hönd barna og barnabarna, Kristján P. Pétursson. t Systir mín og frænka okkar, PÁLÍNA KONRÁÐSDÓTTIR, Skarðsá, andaðist í Sjúkrahúsi Skagfirðinga 30. nóvember. Andrés Pétursson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Sæmundsson. t HELGA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Vesturgötu 65, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju, föstudaginn 4. desember kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness og Dvalarheimilið Höfða. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Friðjónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐJÓNSSON járnsmíðameistari, Egilsgötu 16, Reykjavfk, sem lést 27. nóvember sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. desember kl. 15.00. Guðborg Einarsdóttir, Jónas Þórðarson, Þuríður Einarsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson, Sigurberg Einarsson. Steinunn Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJÖRGVIN KRISTINN FRIÐSTEINSSON, Skipholti 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00 Fyrir hönd aðstandenda Friðsteinn Halldór Björgvinsson, Freysteinn Björgvinsson, Sigrún Jónsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Einar Björgvinsson, Samúel Björgvinsson, barnabörn og systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir og afi, STEINGRÍMUR M. GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Kópavogsbraut 1a, áður til heimilis á Njálsgötu 15a, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans eru vinsamlegast beönir að láta líkn- arfélög njóta þess. Áslaug Árnadóttir, Hörður Sigtryggsson, Rannveig Sigurðardóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Nanna Guðmunds- dóttir- Minning Fædd 11. febrúar 1912 Dáin 24. nóvember 1992 Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkur kveðjuorð til systur minnar Nönnu, sem lézt 24. sl. mánaðar. Bæði er það, að ég skulda henni þakkir og hún var um márgt óvenju- leg og eftirminnileg kona. Andlát hennar kom á óvart. Hún hafði að vísu lengi átt við vanheilsu að stríða, en ávallt sýnt lífsvilja og baráttuþrek. Við vorum mjög ung, þegar við misstum móður okkar, Guðrúnu Einarsdóttir, Nanna tólf ára og ég átta. Eigi að síður lét hún sig ekki um muna að taka að sér dijúgan hluta heimilisverkanna. Mátti með sanni segja, að hafi gengið okkur yngri systkinunum, þremur að tölu, í móður stað. Faðir okkar, Guðmundur Jónsson frá Narfeyri, sendi hana til náms í Menntaskólann á Akureyri, þegar hún var seytján ára. Þannig stóð á, að heimavist skólans var fullset- in. En svo vel geðjaðist skólameist- arahjónunum, Sigurði puðmunds- syni og frú Halldóru Ólafsdóttur, að þessari háttvísu stúlku úr fjar- lægum landshluta, að þau buðu henni að dvelja veturlangt á heim- ili sínu. Það var henni vissulega ómetanlegt. Nanna lauk gagnfræðaprófi við MA. Sérstaka athygli vakti leikni hennar { tungumálum að íslenzku meðtalinni. Hún var og tekin í úr- valshóp kvenna, sem sýndu leikfimi undir stjórn Hermanns Stefánsson- ar á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Að námi loknu tók hún sér fyrir hendur, meðal annarra hluta, að undirbúa mig, heima í Stykkis- hólmi, til prófs upp úr 2. bekk MA. Þegar ég kom norður, urðu mér ljós- ar vinsældir hennar. Mér var fjarskalega vel tekið, bæði af kenn- araliði og nemendum, sem henni höfðu kynnzt. Nanna lét ekki þar við sitja, held- ur studdi mig með ráðum og dáð öll fjögur menntaskólaárin. Fyrsta veturinn eftir stúdentspróf, er ég las forspjallsvísindi við HÍ, bjó ég á heimili hennar og manns hennar, Kristjáns Páls Péturssonar skip- stjóra, á Stýrimannastíg 7. Síðan hefir mér verið sérlega ljúft að koma á þann stað, njóta gestrisn- innar og ræða dægurmálin, enda jafnan margt um manninn þar. Fyrir skömmu veiktist Kristján alvarlega, en áður höfðu hjónin misst dóttur sína Ástu. Þessi áföll munu hafa þyngt róðurinn fyrir Nönnu í veikindum hennar og lík- lega ráðið úrslitum um endalokin. Ég votta eftirlifandi manni henn- ar innilega samúð, svo og dætrun- um þrem, Guðrúnu, Jóhönnu og Eh'sabetu, og syninum Pétri. Þau hafa misst meira en ég. Blessuð sé minning Nönnu. Magni Guðmundsson. Hún Nanna föðursystir mín er látin. Hennar er sárt saknað. Nanna var fædd í Stykkishólmi árið 1912, dóttir hjónanna Guðrún- ar Einarsdóttur og Guðmundar Jónssonar frá Narfeyri. Hún ólst upp í stórum systkinahópi í Stykkis- hólmi, bæ sem var henni alla tíð kær. Móðirin Guðrún dó þegar Nanna var 12 ára gömul og setti það mjög mark sitt á mótun elstu dótturinnar. Hún var sönn stóra systir og síðar var heimili hennar alltaf opið systkinunum og fjöl- skyldum þeirra. Nanna giftist Kristjáni Péturs- syni skipstjóra árið 1937. Þau bjuggu allan sinn búskap á Stýri- mannastíg 7 í Reykjavík og eignuð- ust fimm börn á tíu árum. Þau eru: Guðrún, sem er læknir, Jóhanna, flugfreyja, Anna Elísabet, hús- freyja, og Pétur, rekstrartækni- fræðingur. Ásta dóttir þeirra, sem + Elskulegir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi, amma, langafi og langamma, LÁRA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR MAGNÚS HALLDÓRSSON frá Ketilsstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu, verða jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. desember kl. 13.30. Halldór Magnússon, Nanna Henriksdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, >- Erlíng S. Tómasson, Ólafur Þór Magnússon, Daina Magnússon, Steinunn R. Magnúsdóttir, Ragnar J. Ragnarsson, Katrrn L. Magnúsdóttir, Sigurgeir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR, Hjallavegi 11, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Dadda Sigrfður Árnadóttir, Sverrir Ormsson, Ólafur Árnason, Elín Ólafsdóttir, Árni Sædal Geirsson, Jóna Pálmadóttir, barnabörn, barnabarnabörn, Elfnborg Kristmundsdóttir, Guðjón Kristmundsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÖNNU EGGERTSDÓTTUR frá Sauðadalsá. Systkini og aðrir vandamenn. var kennari að mennt, lést 3. ágúst síðastliðinn. Barnabömin eru tólf og barnabarnabörnin fjögur. Þegar ég var lítil var hápunktur tilverunnar að fara í afmæli til frændsystkinanna á Stýró. Nanna var snillingur að útbúa veislur og skapa hlýlegt og vingjamlegt um- hverfi. Einn vetur borðaði ég hádeg- ismat hjá frænku minni og þá var veisla á hverjum degi. Hún hafði lag á að láta öllum líða vel í návist sinni og fýlgidst grannt með lífi og störfum okkar frændsystkinanna jafnt sem eigin bama. Það var oft gestkvæmt á Stýrimannastígnum og vinnudagur húsfreyjunnar og sjómannskonunnar langur. Nanna var seinvirk og afburða vandvirk og oft síðar hef ég undrast hvemig henni tókst að þjóna og reka stórt heimili, sauma og pijóna flest plögg, stunda garðrækt og vinna mat úr hráefnum án þeirrar vélvæð- ingar sem nú er á heimilum. Nönnu tókst að gera allt þetta án þess að hún virtist hafa nokkuð fyrir því. Nanna var fríð kona og reisnar- leg. Mér fannst alltaf útlit hennar spegla innri manneskju. Hún var bæði seig og þijósk en glettnin var aldrei langt undan þótt oft reyndi á. Hún fékk heilablóðfall fyrir fimmtán árum og var hreyfilömuð upp frá því en gafst aldrei upp og varð t.d. ótrúlega leikin við að sauma út með vinstri hendi. Þau Kristján bjuggu síðustu árin tvö ein á Stýrimannastígnum og það var ánægjulegt að sjá hvernig þau unnu saman dagleg störf og stríddu hvort öðm. Einhvem tímann kvartaði hún um að baksturinn sæktist seint svo að ég spurði hvort henm fyndist hún vera orðin göm- ul. „Ég viðurkenni aldrei að ég sé gömul,“ var svarið. Þannig tekst fólki að halda sér andlega ungu þótt líkaminn eldist. Ættmóðir er fallin frá. Það er tómlegt að eiga ekki eftir að fara í kaffi til hjónanna á Stýró, ræða landsmálin eða fá fréttir af fjöl- skyldunni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir frænku og sér- staklega em mér þakkir í huga fyrir alla þá hjálp sém hún veitti mér við veikindi og fráfall foreldra minna. Kristjáni og öllum afkomendum þeirra votta ég innilega samúð mína. Málfríður Kristjánsdóttir. Gíæsileg kaili- hlaðÍHMxll tklíegir salir og mjög goð þjónnsta. llpplýsingíu* í sitna 2 23 22 FLUGLEIDIR nim LtmeiiiK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.