Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góð aflabrögð hafa verið hjá frystitog- urum Samherja að undanförnu Aflaverðmætið um 180 millj. kr. ÁGÆT aflabrögð hafa verið hjá frystitogurum Samherja hf. að und- anförnu, á miðunum fyrir suðvestan land. Þrjú skip félagsins komu til löndunar í Reykjavík í vikunni og var aflaverðmæti þeirra samtals um 180 milljónir króna. Akureyrin EA landaði 575 tonn- um og var aflaverðmæti skipsins um 60 milljónir króna. Víðir EA landaði 388 tonnum og var afla- verðmætið um 46 milljónir króna. Þá landaði Baldvin Þorsteinsson EA 660 tonnum og var aflaverð- mætið um 71 milljón króna. Skipin voru öll í um einn mánuð á veiðum, aflinn var blandaður en uppistaðan karfi. Reyna við úthafskarfann Þorsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar Samherja, sagði að skipin færu aftur til veiða á svipaðar slóðir en í apríl myndu þau reyna við úthafskarfann á Reykja- neshrygg. Þá var nótaskip félagsins, Þor- steinn EA, á landleið í gær með full- fermi af loðnu, rúmlega 1.000 tonn. Að sögn Þorsteins Vilhelmssonar fannst ný loðnuganga við Lónsbugt, þar sem skipið fyllti sig. Morgunblaðið/Kristinn Farmur af súráli til Norðuráls þremur vikum á eftir áætlun ÍSAL býðst til að lána súrál til framleiðslunnar KOMA skips sem flytja á súrál fyrir álver Norðuráls í Hvalfirði hefur tafist um þriggja vikna skeið, með þeim afleiðingum að súrálsbirgðir álversins eru brátt á þrotum. Björn S. Högdal, framkvæmdastjóri Norðuráls, segir að álverið geti enn um sinn stuðst við súrálsbirgðir sem er að finna í súráls- geymi þess en mönnum sé illa við að fara þá leið. Því hafi verið óskað eftir liðsinni ÍSAL sem samþykkti síðdegis í gær að lána fyrirtækinu súrál, verði frekari dráttur á komu skipsins. Skipið átti að koma hingað til lands 15. febrúar síðastliðinn en brottfór þess frá Suður-Ameríku tafðist vegna tafa við lestun skipsins. Það hreppti síðan vont veður á sigl- ingunni sem olli enn frekari töfum. Súrál brotið úr geymi „Skipið lenti í erfiðleikum skammt frá Bretlandseyjum og þurfti að leita vars við írland. Það er nú á leiðinni en fer hægt vegna óhagstæðs veðurs,“ segir Bjöm. Hann segir að farmur skipsins sé um 25 þúsund tonn af súráli og hafi það verið lestað í Súrínam í Suður- Ameríku. Síðustu fregnir af því benda til að það komi í höfn hér- lendis annað kvöld, sunnudags- kvöld, en hins vegar hafi verið til- kynnt um seinkanir alla síðustu daga, þannig að ekki sé víst að sú áætlun standist. „Við erum með 40 þúsund tonna súrálsgeymi. Fyrir hvert tonn af málmi sem við framleiðum þurfum við tvö tonn af súráli, þannig að mið- að við fullan geymi og eðlileg afköst getum við framleitt 20 þúsund tonn af áli, sem jafngildir fjögurra mán- aða framleiðslu. Okkur er illa við að fara neðar en í miðjan geyminn, en skorturinn nú hefur þau áhrif að við verðum að fara dýpra ofan í geyminn en okkur þykir heppilegt. Þá komum við niður að áli sem hefur verið þar kannski svo mánuð- um skiptir og er harðnað. Það er erfitt að ná því upp og þarf að senda menn ofan í geyminn til að brjóta það frá með handafli. Þetta ástand skapar því mikla erfiðleika fyrir okk- ur. Við eigum þó nóg súrál til að halda áfram næstu daga,“ segir Björn. ÍSAL sendi Norðuráli staðfest- ingu þess síðdegis í gær að fyrir- tækið væri tilbúið að lána súrál, lendi Norðurál í venilegum erfið- leikum sökum súrálsskorts. Hlýhugur og víðsýni ÍSAL Björn segir að framleiðslustjóri álversins hafi góð tengsl við for- ráðamenn ÍSAL og hafi haft sam- band við þá vegna málsins. Niður- stöðurnar séu fagnaðarefni. Hann kveðst afar þakklátur forráðamönn- um ÍSAL fyrir ákvörðun sína. „Við kunnum vel að meta þann hlýhug og víðsýni sem þetta tilboð endur- speglar," segir hann. „Við höfðum metið stöðuna svo að við þyrftum jafnvel að skerða fram- leiðsluna þar til ástandið skánaði, en nú er ljóst að við getum haldið áfram án erfiðleika. Ef frekari tafir verða á siglingu skipsins þurfum við að hefja umfangsmikla landflutn- inga á súráli frá ISAL til Norðuráls, en þess gerist þó ekki þörf á meðan við eigum enn leifar af súráli eftú-.“ Prinsessa í Höllinni ÞAÐ VAR handagangur í öskj- unni í Laugardalshöll í gær þegar Iistrænir stjórnendur, Smfóníu- hljómsveit íslands, Kór íslensku óperunnar og einsöngvarar unnu að undirbúningi „tónleikasýning- ar“ á hinni nafnkunnu óperu Gi- acomos Puccinis um Turandot prinsessu. Hefst flutningurinn kl. 16 í dag. Á þriðja hundrað manns tekur þátt í uppfærshumi, þar á meðal níu einsöngvarar frá Ijórum lönd- um. Helstu lilutverk, Turandot prinsessa og Calaf prins, eru í höndum ungversku sópransöng- konunnar Veroniku Fekete og tenórsöngvarans Daniels Munoz frá Argentínu. Aðalhljóinsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar, Rico Saccani, mun stjórna flutningnum og á meðfylgjandi mynd sést hann leggja línurnar með sínu fólki. Afl ástarinnar/Lesbók 8. Flestir fá inflúensu A UNDIR lok síðasta mánaðar höfðu greinst 73 tilfelli af inflú- ensu A hjá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði en fjög- ur af inflúensu B. Sýni eru send til rannsóknar þar bæði frá heimilislæknum og sjúkra- húsum. Ekki nýir stofnar Haraldur Briem sóttvarna- læknir segir að hér sé um þekkta stofna að ræða.Hann segir langflesta gi-einast með inflúensu A en bólusett er við báðum tegundunum í senn. Haraldur segir tilfellum eitt- hvað að fækka og telur að það mesta sé gengið yfir. Hann segir meirihluta þeirra sem veikjast vera fólk yfir sextugu. Hafnfirðing- ur vann 10 milljónir HAFNFIRÐINGUR fékk tíu millj- óna króna happdrættisvinning þegar dregið var í þriðja flokki Happdrætt- is SIBS í gær. Að sögn Helgu Friðfinnsdóttur, framkvæmdastjóra happdrættisins, kom vinningurinn í hlut einstaklings sem hafði fulla þörf fyrir hann. Vinningurinn var sá hæsti sem dreginn var út í happdrættinu og koma á miða sem var seldur í um- boðinu í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Guðmundur Óla Bílvelta á Suður- landsvegi JEPPABIFREIÐ með kerru valt á Suðurlandsvegi við Sandskeið um miðjan dag í gær. Miklar skemmdir urðu á bifreiðinni og kerrunni, en ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, slapp án teljandi meiðsla. Talið er að kerran hafi verið of þung og átt sinn þátt í óhappinu, en á henni var bifreið til akstursíþrótta. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Vala Flosadóttir segir silfrið á ; HM hátindinn til þessa /C1 • Ökumenn Mc Laren í sérflokki; í Formúlu 1 /C3 ; OllrLyimiúiiiiitOlOTÍro í dag m séur A LAUGARDÖGUM ¥ I7CI¥#A hbh mt-e: ■ moiu.i jUNBIAÐSINS IIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.