Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ___________________ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 57 Deildakeppni S.í. 1998-9. Fjórða deild A Nr. Félag |1 2 3 4 Vinn. Stig Röð 1 Taflfélag Reykjavikur F ■ 3 0 0 3 1 4 2 Taflfélagið Hellir E 3 ■ o 3 6 2 3 3 Skákfélag Grand Rokk A 6 6 ■ 6 18 6 1 4 Ungmennafélag Laugdæla 6 3 0 I 9 3 2 Deildakeppni S.í. 1998-9. Fjórða deild B Nr. Félag 1 2 3 4 Vinn. Stiq Röð 1 Taflfélagið Hellir D 3 5 4'/2 1214 5 1 2 Skákfélag Reykjanesbæjar B 3 4 3 10 4 2 3 Taflfélag Akraness B 1 2 3 6 1 4 4 Taflfélag Reykjavikur E 1’/2 3 2+2 I 7 1 3 Deiidakeppni S.í. 1998-9. Fjórða deild C Nr. Félag 1 2 3 4 Vinn. Stig Röð 1 Skákfélag Grand Rokk B ’/z 3+2 6 10 4 2 2 Skákfélag Hafnarfjarðar B 5'Æ 6 4 1514 6 1 3 Taflfélag Kópavogs B Z'h 0 5'/2 8 2 3 4 Taflfélagið Hellir F 0 2 'h ■B 2% 0 4 Spennandi lokaum- ferðir í Deilda- keppni Skák- sambandsins SKAK Itej'kjavík og Akur- eyri DEILDAKEPPNIN í SKÁK 5.-6. feb. 1999 LOKAUMFERÐIR Deilda- keppni Skáksambands íslands eru tefldar nú um helgina. Fyrsta og önnur deild eru tefld- ar á Akureyri, en þriðja og fjórða deild í Reykjavík. Eftir fyrstu fjórar umferðirn- ar, sem tefldar voru í nóvember, er Taflfélagið Hellir með 3'Æ yinnings forystu í fyrstu deild, íslandsflugsdeildinni. íslands-. meistarar Taflfélags Reykjavík- ur eru í öðru sæti, en liðið tapaði óvænt fyrir Skákfélagi Akureyr- ar í þriðju umferð. Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur mætast í sjöttu og næstsíðustu umferð. Það verður spennandi að fylgjast með keppni þessara tveggja öflugustu taflfélaga landsins um meistaratitilinn. TR hefur unnið titilinn oftast allra félaga, en Taflfélagið Hellir á nú í fyrsta skipti góða möguleika á sigri í deildinni. í annarri deild er Tafldeild Bolungarvíkur með þriggja vinn- inga forystu á Taflfélag Garða- bæjar A-sveit. Taflfélag Akra- ness A-sveit er í þriðja sæti. I þriðju deild er C-sveit Hellis í efsta sæti og hefur tveggja vinninga forystu á Taflfélag Sel- tjamarness. Taflfélag Vest- mannaeyja er í þriðja sæti. I fjórðu deild er lið hins nýja taflfélags, Grand Rokk, nánast öruggt um sigur og þar með að komast upp í þriðju deild. Hraðskákmót íslands verður haldið á Akureyri á sunnudaginn í kjölfar Deildakeppninnar. Það hefst klukkan 14. Fullorðinsmót á mánudag Taflfélagið Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagins þar sem boðið er upp skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Þriðja fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 8. mars og hefst klukkan 20. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1, Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Monrad-kerfi. Tímamörk eru 10 mínútur á skák. Þátttaka í þessu þriðja fullorðinsmóti er ókeypis. Stefán Baldursson sigraði á síðasta fullorðinsmóti Hellis, sem haldið var í febrúar. Þátt- takendur á mótinu voru 20 tals- ins. Eins og áður sagði eru mótin aðeins hugsuð fyrir 25 ára og eldri. Mót hjá T.R. í næstu viku Skákþing Reykjavíkur, kvennaflokkur, hefst 10. mars og verður fram haldið 17. mars. Taflið hefst kl. 20 báða dagana. Tefldar verða 7 umferðir með 20 mínútna umhugsunartíma. Skákmót öðlinga 1999 hefst 11. mars og teflt verður á fimmtudögum kl. 19:30. Mótinu lýkur 29. apríl. Umhugsunartími er VÆ klst. á 30 leiki + 30 mín. til að klára skákina. I báðum mótunum er skráning hjá T.R. í símum 568 1690, 568 2990 og í öðlingamótinu einnig hjá Ólafí Ásgrímssyni í síma 567 6698 sem og á tölvupósti trey@simnet.is Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson ^ Danshelgi í Iþróttahúsinu við Strandgötu síður en hinir eldri af sérkennileg- um og aldrei venjulegum töktum hennar. Ingibjörg hélt fullum andlegum kröftum og reisn allt til loka. Hún lifði fyrir aðra og gladdist yfir barnaláni og lífinu sjálfu. Ég bið góðan Guð að taka henni vel á nýj- um vegum. Þórólfur Árnason. Klukkan var rúmlega tíu að morgni þegar ég bankaði á dyrnar og kíkti inn í herbergið hjá föður- systur minni á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki. Uti var glamp- andi sól og blíða, eins fallegt vor- veður í byrjun sumars og hægt er að hugsa sér. Augnablik fannst mér ég vera komin í ameríska bíómynd, því við mér blasti stórt herbergi með rauðu plusssófasetti og skáp- um, myndir á öllum veggjum og margar í gylltum römmum. Við gluggann innst í herberginu lá kona í stóru vel uppábúnu rúmi, böðuð í sólargeislunum að utan. Hún var klædd í bleikrósóttan morgunkjól, var með sólgleraugu og var að lesa í tímariti. Hún var með langar rauðar neglur og hringa á fingrum. Það eru tæplega þrjú ár síðan ég kom í þessa fyrstu heimsókn mína á dval- arheimilið til Imbu frænku og ég gleymi aldrei þessari sjón. Imba tók auðvitað á móti mér eins og henni einni var lagið. Hún afsakaði reynd- ar að vera enn á morgunkjólnum en hún hefði verið að koma úr baði. Við frænkumar áttum ánægjulegan dag saman og hún tíndi fram konfekt og kökur með kaffínu. Ég kynntist Ingibjörgu föður- systur minni ekkert að ráði fyri’ en ég var orðin fullorðin og flutti norð- ur í Hrútafjörð í byrjun 8. áratug- arins. Ég hafði hitt hana í Reykja- vík af og til í gegnum árin þegar hún kom í heimsóknir suður, en ég var þá reyndar oftast í sveitinni á Snæfellsnesi. Ég veit bara að pabbi hafði oft samband við þessa yngri systur sína, þótti afar vænt um hana og hafði oft áhyggjur af því hvernig hún hefði það, eina systkin- ið af ellefu, í fjarlægum landshluta. Þegar við hjónin bjuggum fyrir norðan voru foreldrar mínir tíðir gestir og fórum við þá nokkrum sinnum með þau í heimsókn til Imbu og Gunnars á Krókinn. Þau voru afar gestrisin og oftast var viðkvæðið hjá Imbu, þótt maturinn nánast flæddi út af borðinu: „eeelskurnar mínar, þið hefðuð átt að láta mig vita að þið væruð á leið- inni, ég á bara ekkert til að trakt- era ykkur á.“ Mikið var gaman þeg- ar Imba settist við píanóið og spil- aði og Gunnar söng. Eftir þetta fór- um við aldrei svo norður að við kæmum ekki við hjá Imbu og gist- um þá iðulega. Þegar pabbi dó gaf hún mér litla folaldsmeri til minn- ingar um bróður sinn sem við nefndum Gjöf, hún lifir enn tæpra 20 vetra og hefur gefið okkur 3 góð reiðhross. Imba frænka kom í þónokkur skipti í heimsókn til okkar hjóna, bæði í Reykholt í Borgarfirði, þar sem hún gisti hjá okkur nokkrar nætur, og síðar á Selfoss með Ellu frænku okkar, en hún heimsótti Ellu í Hveragerði nánast í hvert skipti og hún kom suður. Það eru ekld mörg ár síðan hún sat hér í stofunni, spilaði á orgelið og söng og sagði okkur skemmtilegar sögur frá löngu liðnum dögum með sinni dillandi rödd, kímnisglampa í aug- um sem og öllu andlitinu. Við hjónin vorum á ferð um Norðurland sl. sumar og heimsótt- um þá frænku í síðasta sinn. Hún var ennþá fín og puntuð, bauð okk- ur strax kaffi og meðlæti, en það mátti sjá að hún var orðin þreyttari og gleymnari, enda að verða níræð. Ingibjörg frænka mín er sú næst- síðasta af Stóra-Hrauns-systkinun- um ellefu til að kveðja þennan heim. Einar, Þóra og nú Imba eru öll þrjú farin á innan við einu ári, en eftir lif- ir Guðmundur á 89. ári. Við fjölskyldan og móðir mín þökkum Imbu góða og skemmtilega samfylgd í gegnum árin og óskum fólkinu hennar blessunar. Jódís Arnrún Sigurðardóttir. Sumar minningar eru eingöngu um sumar og sól. Þannig eru minn- ingarnar um Ingibjörgu og Reyki. Þó veit ég að stundum var köld norðanátt með súld og stórbrimi. Hugurinn reikar næstum hálfa öld til baka til vorsins 1950. Þá var ég níu ára gamall og mér tilkynnt að ég ætti að fara í sveit norður í Skagafjörð til Ingibjargar móður- systur og Gunnars manns hennar. Nokkur kvíði var í mér en einnig til- hlökkun því að fyrsta flugferðin var framundan. Kvíðinn reyndist ástæðulaus því mér var tekið með miklum vinskap og hlýju af þeim hjónum og Arna syni þeirra sem endaði með því að sumrin urðu fimm sem ég dvaldi hjá þeim. Um miðja öldina var Reykjaströndin að miklu leyti byggð torfbæjum. Ekk- ert rafmagn og vegurinn slæmur. En nútíminn var að ganga í garð og á Reykjum var nýbúið að kaupa Ferguson dráttarvél, líklega þá fyrstu á ströndinni. Á Reykjum var nokkuð stór torfbær með þremur burstum. Fremst í bænum sem lík- lega hefur verið á sama stað frá söguöld var stofa sem hét Grettis- stofa en þar átti Grettir að hafa sof- ið úr sér hrollinn eftir sundið úr Drangey. AIls staðar var sagan og dulúðin á sveimi, Glerhallavík, óska- steinar, Grettislaug og svo sjálf Drangey með Kerlinguna. Fyrir kaupstaðardreng sem lifði stundum í eigin heimi fantasíu var þetta ós- kastaðurinn. Ingibjörg var falleg kona, dökkhærð með brún dreym- andi augu. Hún var skaprik, hlý og músíkölsk, stundum fljótfær og lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Sjaldan hef ég kynnst jafn duglegri konu til vinnu. Eftir að nýtt íbúðarhús var byggt 1952 ráku þau hjón barnaheimili nokkur sumur, og voru þá allt upp í tíu börn á heimilinu. Engin var þvottavélin enda ekkert rafmagn. Állan þvott þvoði hún í Grettislaug en þangað þurfti að bera þvottinn til og frá eft- ir stórgrýttri fjöru. Gestrisni henn- ar var annáluð. Ferðamenn komu mikið að Reykjum til að fara út í Glerhallavík og þegar árin liðu var það oft mitt starf að fylgja þeim þangað. Þegar komið var til baka beið ósjaldan heilt veisluborð. Síðan settist Ingibjörg við orgelið og Gunnar söng með sinni fallegu rödd „Skín við sólu Skagafjörður" og fleiri lög. Gunnar var Skagfirðing- ur, söngvari góður og áður en þau fluttu norður nokkrum árum fyrir stríð hafði hann sungið í Karlakór Reykjavíkur. Hann var fríður mað- ur, barngóður og trúaður og reynd- ist mér góður vinur alla tíð. Ingi- björg hugsaði vel um okkur börnin og allir höfðu matarást á henni því mikill og góður matur var ævinlega hjá henni. Okkur samdi alltaf vel og var hún mér ætíð mjög góð. Reykir voru hlunnindajörð með miklum reka, stutt á fiskimið og svo var það matarkistan Drangey. Þangað fór Gunnar á hverju vori ásamt bænd- um á ströndinni til fuglaveiða og eggjatöku. Oftast voru fyrstu vor- verk okkar sumarkrakkanna að reyta fugl og svíða. Þetta var nokk- uð erfið og þreytandi vinna fyrir litlar hendur sem stóð yfir í marga daga. Nóg var af harðfiski og þurrkuðum þorskhausum enda róið til fiskjar reglulega til að fá nýjan fisk í soðið og þar kynntist ég sjó- mennsku í fyrsta sinn sem átti eftir að koma sér vel seinna á ævinni. Minningarnar líða hjá eins og filmu- bútar. Gunnar að fara með sjóferða- bænina og krossa yfir bátinn áður en ýtt var úr vör. Ingibjörg stand- andi í flæðarmálinu hrópandi á eftir okkur um allar þær hættur sem yfir okkur gætu dunið helst óskandi þess að við kæmum til baka áður en við legðum af stað. I Sandvíkinni í norðanstormi að bjarga rekadrumb- um úr briminu. Ingibjörg að setja kjötbita í poka handa fátækri konu sem kom í heimsókn. Gunnar að smíða skeifur í litlu smiðjunni sinni. Ingibjörg að segja okkur krökkun- um draugasögur í rökkrinu frá æsku sinni á Stóra-Hrauni. Ingibjörg og Gunnar fluttu á Sauðárkrók 1966 og búskapur á Reykjum lagðist niður ári seinna. Ingibjörg kom aldrei að Reykjum eftir það. Þetta er veröld sem var. En í farangri lífs míns öru þessar minningar um sumrin á Reykjum, perlur sem ég tek upp öðru hvoru og ég mun aldrei týna. Ég sendi Árna og Gísla innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ingi- bjargar minnar. Eyjólfur Einarsson. „Víst eru álfkonur til, pabbi. Hún amma langa sagði mér það. Hún sá þegar ein hvarf inn í hólinn á bak við húsið á Reykjum. Þetta er alveg satt.“ Elsku amma mín, núna þegar þú ert búin að kveðja okkur þá reikar hugurinn mög ár aftur í tím- ann til þeirra sex sumra sem ég var í sveit hjá ykkur afa á Reykjum á Reykjarströnd og þú sagðir mér sögur af huldufólki. Þetta var af- skaplega dýrmætur tími og verður dýrmætari í huga mínum eftir því sem árin líða. Nálægðin við náttúr- una og dýrin voru mikilvæg reynsla fyrir strák af mölinni sunnan úr Reykjavík en það sem þó stendur upp úr er allur sá tími og sú um- hyggja og athygli sem þið afi veitt- uð mér. Þú hafðir ávallt nægan tíma fyrir eina sögu og eitt spil enn eða hvað svo sem það var sem lítill strákur bað um. Frásagnargáfa þín var slík að eftir að hafa hlustað á huldufólkssögur þínar, þá var varla að ég þyrði út í fjós eftir að dimma tók. Og fyrir mig sem föður var stórkostlegt að hlusta á þig endur- segja sögurnar fyrir Gísla son minn síðastliðið sumar, síst af minni frá- sagnargáfu þó svo þú værir orðin níræð. Ég minnist einnig þeirrar ánægju sem þú hafðir af blómum og þeim stundum sem heimilisfólk- ið á Reykjum átti á góðviðrisdögum í blósmturgarðinum þínum eða þá í lautarferð niður á Lækjarbotnum þar sem þú sagðir mér sögur frá uppvaxtarárum þínum á prestssetr- inu á Stóra-Hrauni, sem þú varst svo stolt af og alltaf tókstu af mér loforð um að ég yrði prestur þegar ég yrði stór en það var það allra fínasta sem þú vissir um. Gestrisnin var ætíð þitt aðals- merki og minnist ég þess þegar ferðamenn úr Reykjavík komu til þess að skoða Glerhallarvík og Grettislaug og þá var nóg ef þú þekktir eitthvað til einhvers ferða- langsins sem að garði bar, var bara öllu stóðinu boðið í kaffi og skipti engu þó um fulla rútu væri að ræða. Vinir mínir fengu einnig að njóta gestrisni þinnar. Ef ég kom í heim- sókn með þá til þín á Sauðárkrók stóð hús þitt opið fyrir þeim eftir það og oftar en ekki var boðið upp á silung með púra íslensku smjöri, eins og þú tókst til orða. Heimsókn- ir þínar hingað suður þar sem þú gisti oftar en ekki hjá Onnu systur þinni á Mánagötu standa mér ofar- lega í huga. Hreint stórkostlegt var að heimsækja ykkur þangað. Þar voruð þið nú heldur en ekki betur í essinu ykkar, rifust, fóruð í fýlu og voruð að metast einsog systur á táningsaldri en samt komst aldrei hnífurinn á milli ykkar. Hreint að- dáunarvert var að heyra hversu vel þið fylgdust með öllum heimsins málefnum og hefði margur margfalt yngri maðurinn getað öfundað ykk- m- af því. Amma, þú sem hafðir yndi af því að vera innan um vini og vandamenn hlýtur á tíðum að hafa fundist erfitt að eldast og sjá á eftir öllum þessum kunningjum, systkin- um og að maður minnist nú ekki á afa sem dó fyir mörgum árum. Ég vona að þér hafi orðið að ósk þinní og sért nú aftur komin í blómstur- garðinn og búin að hitta þau öll. Elsku amma, það er hverjum manni hollt að fá að umgangast afa sinn og ömmu og hvað þá langömmu sína sem er uppfull af fróðleik og frá- sagnargáfu. Þess fengu börnin mín Ollý, Hulda og Gísli að njóta og færi ég þér mínar innilegustu þakkir fyr- ir allt það sem þú veittir mér og mínum á meðan þú lifðir. Eitt er víst að minningin um þig mun lifa um ókomna tíð á meðal vor. Jón Níels. • Fleirí minningargrcinar nm Ingi- hjiirgn Árnadóttur bíða biriingar og munu birtast ( blaðinu næstu daga. DANSNEFND ÍSÍ stendur fyrir íslandsmeistaramóti í 5 og 5 sam- kvæmisdönsum með frjálsri að- ferð í dag, laugardag, kl. 14 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 12.30. Samhliða verður keppt í K-, A- og D-riðlum í grunnsponim hjá öllum aldurs- flokkum. Um kvöldið verður hald- ið úrtökumót fyrir Evrópu- og heimsmeistaramót og einnig verð- ur haldin kántríkeppni. Boðið verður upp á dansæfingar fyrir nemendur í hléum og eftir verðlaunaafhendingu, og er þetta gott tækifæri fyrir alla, sem hafa áhuga á dansi, að mæta og æfa sig á rúmgóðu dansgólfi ásamt því að horfa á bestu danspör landsins keppa. Urtökumótið hefst með dansæf- ingu kl. 21 og forsala aðgöngumiða hefst kl. 20.30. Fimm erlendir dómarar dæma bæði mótin. Á morgun, sunnudag, verður haldið íslandsmeistaramót í göml- um dönsum og hefst keppnin kl. 14, en forsala aðgöngumiða hefst kl. 12.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.