Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 49 + Eiríka Elfa Að- alsteinsdóttir fæddist í Hermes í Eskifirði hinn 11. mars 1948. Eiríka Elfa andaðist að Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað liinn 26. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðlaug Kristbjörg Stefánsdóttir hús- móðir, fædd 4. nóv- ember 1928, og Að- alsteinn Jónsson forstjóri, fæddur 30. janúar 1922. Eftirlifandi systkini Eiríku Elfu eru þau Björk Aðalsteinsdóttir húsmóð- ir, fædd 26. maí 1952, Kristinn Aðalsteinsson forstjóri, fæddur 20. júní 1956 og Elfar Aðal- í rðkkun'ó hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bólið blómum þakið Er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. Öll kvæði eiga sér upphaf og endi, eins er með þitt, elsku nafna. Það er erfitt að hugsa til þess að stundirnar okkar hér séu taldar. Við sem höfum fylgst að alla okkar daga. Deilt gleði og sorgum. En minningar okkar öðl- ast nú sjálfstætt líf. Frá ómuna tíð passaðir þú upp á nafna. Ekki mátti skamma eða stríða mér frekar en öðrum á heimilinu. Þá varst þú fljót að skakka leikinn. Ég óx upp í blíðu þinni og sá hvemig þú umbarst allt og fyrirgafst öllum. Lífið var þér ekki auðvelt en ósérhlífni þín var öll- um til eftirbreytni. Bakkastígur var okkai- heimili. Oft var mikil gleði og stutt í hláturinn. A stundum þóttumst við Diddi ætla að ræna gosinu þínu við matarborðið og við hlógum öll saman þangað til okk- ur verkjaði í magann. Eftir máls- verði þurfti oft tíma til að jafna sig í sófanum. Þá komst þú og nuddaðir á mér tæmar, með dúnmjúkum lófun- um þínum, og sagðir „ég er bara að vera góð við þig“. Þá hlýnaði ekki bara tánum. Tíminn leið og við feng- um eigin herbergi er byggt var við Bakkastíginn. Þetta voru okkar grið- lönd. Enginn mátti óboðinn fara í herbergin okkar nema með áður- fengnu leyfi landstjóra. Þá fóram við í „heimsóknir“ yfir holið og ræddum okkar hjartans mál. Veislurnar voru einnig ófáar hjá okkur. Þú varst með eindæmum félagslynd og naust þín þar sem margt var um manninn. Af- mælisveislur, jóla- og matarboð komu okkur í stuð. Á böllin léstu þig alls ekki vanta og varst ávallt með þeim síðustu heim. Ekkert partý stendur þó meira upp úr en fimm- tugsaftnælið þitt í fyrra. Valhöll fyllt- ist af fjölskyldu og vinum. Borðin svignuðu undan kræsingum og við sungum og trölluðum með tveimur harmónikkum sem héldu stuðinu uppi. Það var aldrei alvöru partý án harmónikku. Eftir að ég flutti „suð- ur“ eins og þú kallaðir það þá var mikið um heimsóknh-. Ferðalög vora það allra skemmtilegasta sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst lögð af stað í huganum mörgum vikum áður. Þá hringdir þú og sagðh’ að þú værir á leiðinni. I seinni tíð er þú fórst í frí á Reykjalund, áttum við helgamar saman. Var aðalsportið okkar að fara út að borða á Hard Rock og fá fisk, franskar og hinn ómissandi ískalda bjór með. Þú varst miklu gleggri en nokkur nam og vaktir þú yfir öllum fjöl- skyldumeðlimum, frænkum, frænd- um og vinafólki. Sérstaklega þó ef von var á litlu barni. Þá varstu ávallt tilbúin með pakka til að senda og koma í heimsókn í kjölfarið. Við vilj- um þakka þér fyrir allar gjafírnar sem þú bjóst til - sérstaklega jóla- gjöfina sem við fengum nú um dag- inn - ótrúlegt hvað þú afrekaðir með litlu höndunum þínum. Alltaf hringd- steinsson fram- kvæmdastjóri, fæddur 1. júní 1971. Eiríka Elfa bjó á heimili sínu að Bakkastíg 2, Eski- firði, alla tíð, að undanskildum nokkrum misserum sem hún dvaldist að Sólheimum í Gríms- nesi og Vonarlandi, Egilsstöðum. í henn- ar frístundum undi hún sér við ýmsar handfðir og ferðalög vora henni einkar hugleikin. Hún var tónelsk og félagslynd og ræktaði bæði Ijöl- skyldu og vini með mikilli alúð. títför Eiríku Elfu fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ir þú til að fylgjast með litlu fjöl- skyldunni á Grundarstíg. Hvort Alexander Sær væri ekki þægur og kúlan á Önnu Maríu hefði ekki stækkað. Þú varst auðvitað engillinn sem vaktir yfir og passaðir okkur. Nú, þessa daga, er ég sofna á Bakkatígnum finnst mér eins og harmónikkutónar berist til mín frá herberginu við hliðina og ég sofna raulandi með lögunum þínum. Kæra systir, þú gafst mér svo ómetanlega margt; vináttu, samúð og óeigin- gjarnan kærleika án samanburðar. Elsku nafna, nú ertu komin með vængi til að ferðast hvert sem þú vilt, hvenær sem þú vilt. Og þegar við hittumst og skrifum okkar næsta kvæði, þá splæsi ég út að borða á flottum stað. Hvíldu í friði, fallegi engillinn minn. Þinn nafni, Elfar. Eitt sinn verða allir menn að deyja, þessi setning er manni alls ekki ofarlega í huga dags daglega, en þegar hún skýst þangað er það erfið tilhugsun. Og var það raunin þegar ég fékk fréttimar að hún Elfa mín væri látin. Það fyrsta sem ég hugsaði var, fæ ég virkilega aldrei aftur að sjá hana Elfu mína? Hún sem setti glaðan svip á allt sem henni kom nálægt, og var alltaf hægt að fá hana til að hlæja og gantast, jafnvel þótt tilefnið væri ekki mikið. Þar sem ég eyddi mörgum ánægjustundum heima hjá ömmu og afa sem krakki komumst við Elfa í mjög mikið og náið samband sem hélst allt til hennar æviloka en munu endast í minningu minni um ókomna framtíð. Margar era minningarnar. Og er mér þá minnisstætt þegar ég var strákpúki hlaupandi, gramsandi, öskrandi uppi um allt og úti um allt hjá afa og ömmu, þá kallaði hún mig til sín og borgaði mér hundraðkall fyrir að fara heim, því að hún var komin með nóg af þessum skrílslát- um, en ég sá við henni og kom bara aftur, en þá voru lætin runnin í gleymskunnar dá. Hún Elfa hélt vemdai-væng yfir alla, það mátti ekkert slæmt segja um neinn í kringum hana, og hvað þá um karl- peninginn í fjölskyldu okkar, og ef einhver sagði eða gerði eitthvað í minn gai-ð þá brýndi hún rausn sína, hún sá aldrei neitt rangt né illt í fari litla drengsins síns og sagði hún þá mér til málsbótar, „hann getur ekk- ert að þessu gert.“ Þetta notaði hún einnig þegar verið var að skamma mig svo hún heyrði til. Við frændsystkinin voram búin að fara marga rúntana saman, bæði heima á Eskifírði sem og í Reykjavík, og lá þá leið okkar oftar en ekki út að borða, eða þá var farið á ísrúnt. Það er mér einnig mjög minnisstætt þeg- ar við Elfa fórum á Hard Rock. Var þar einungis laust borð uppi á efri hæð en afþakkaði ég það, en þá tók hún fram fyrir og sagðist vilja þetta borð og þaut upp stigann þrátt fyrir að hún ætti erfitt með gang, fór hún upp brattan stigann án þess að stoppa einu sinni.' Svona var hún ákveðin, ef hún ætlaði sér eitthvað þá var það framkvæmt þó svo að hún þyrfti að bíða í óratíma eftir að geta framkvæmt hlutinn, þá talaði hún um það og þegar tækifæri gafst þá var framkvæmt bæði hratt og öragg- lega. Ég er þess heiðurs aðnjótandi að hún er guðmóðir mín. Og þakka ég fyrir þann tíma sem ég fékk með henni Elfu minni og vil ég þakka Guði fyrir að hún fékk að kynnast litla drengnum mínum, honum Elfari Aroni. Þetta er aðeins brot af þeim minn- ingum sem lifa í hjarta mínu um hana Elfu mína. Daði Þorsteinsson. Elfa mín, nú hefur þú kvatt þetta líf. Hugurinn reikar til baka. Ég minnist dagsins sem þú hófst bú- setu þína á Vonarlandi sumarið 1981, önnur tveggja fyrstu íbúa þar. Báðar vorum við dálítið óöraggar og vissum ekki alveg hvemig fram- vindan yrði. Það tók tíma að kynnast nýju fólki og nýjum aðstæðum. Þá eins og svo oft hjálpaði það hvað þú varst létt í lund og áttir gott með að sjá skoplegu hliðarnar á málunum. Það var ógleymanlegt að hlæja með þér. Það átti hins vegar ekki við þig að búa á stofnun og þú varst svo lánsöm að fjölskylda þín gat stutt þig í því sem þú vildir helst, vera heima. Ég þakka þér fyrir ákaflega ánægjuleg kynni og vil fyrir hönd starfsmanna svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Austurlandi senda fjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjm-. Þorbjörg Garðarsdóttir. Elsku prinsessan mín, núna hafa englarnir komið og sótt þig og farið með þig upp til guðs, þar sem allt er svo fallegt og núna líður þér vel. Þegar ég hugsa um þig, elsku vin- kona mín, þá get ég ekki annað en brosað í gegnum tárin. Þú varst svo einstök og engri lík. Þú gafst öllum sem kynntust þér svo mikið. Það mátti læra mikið af þér, ljúfari og kærleiksríkari manneskju en þig er ekki hægt að finna. Líf þitt og yndi voru ferðalög og alltaf á vorin komstu suður til þess að dveljast á Reykjalundi í nokkrar vikur. Én þú varst nú ekki að koma til þess að vera bara á Reykjalundi allan tím- ann, þú vildir vera á stöðugu flakki, fara út að borða, kaupa ís, fara í Kr- ingluna eða bara rúnta um Reykja- vík, helst fram á nótt. Uppáhaldið þitt var að fara á Hard Rock Café og fá fisk og fransk- ar, við voram fastagestir þar þegar þú varst fyrir sunnan og þar var komið fram við þig eins og prinnsessu, sem var reyndar gert hvert sem við fóram, þegar þú birtist með síðu rauðu fléttuna þína hlupu allir upp til handa og fóta og stjön- uðu við þig. Einn daginn fóram við saman í leikhús að sjá Litla Kláus og Stóra Kláus og þú fékkst veggmynd af þeim og við hengdum hana upp á vegg í herberginu þínu á Reykja- lundi, það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Ég get skrifað heila bók um minningarnar um þig og per- sónuleikann þinn en ég ætla að kveðja núna, ég veit að við eigum eftir að hittast einhvern tímann aftur á öðram stað. Hvíl þú í friði, elsku vinkona. Elsku Alli og Lauga, megi guð vera með ykkur og styrkja ykk- ur, þið hafið misst prinsessuna ykkar sem var ykkur svo mikið. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá henni Elfu en ég veit að þið gerðuð allt sem í ykkar valdi stóð til þess að gera henni lífið auðveldara og hún var mjög heppin að eiga ykkur að. Elsku Björk, Diddi, Elfar og fjöl- skyldur, ykkar missir er mikill og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég mun aldrei gleyma þér, Elfa mín. Þín vinkona Hrönn Óskarsdóttir. Eiríka Elfa Aðalsteinsdóttir fædd- ist á Eskifírði 11. mars 1948. Hún andaðist á sjúki-ahúsi í Neskaupstað 26. febrúai- 1999. Foreldrar hennar era hjónin Guðlaug Stefánsdóttir og Aðalsteinn Jónsson, forstjóri á Eski- firði. EIRÍKA ELFA AÐALSTEINSDÓTTIR Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa Ijóssins guð í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur kom og sigra kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjöm Einarsson.) Það eru rúm 3 ár síðan ég kynntist Elfu. Mér var boðið að hugsa um hana meðan móðir hennar var fjar- verandi um nokkurn tíma. Elfa var mjög auðveld í umgengni, hún átti hvert bein í mér og gætti mín jafnt sem ég passaði hana. Á þessum tíma var ég bamshafandi og hún vildi ekki að ég gerði þetta eða hitt því ég yrði að passa barnið sem ég gengi með. Hún vildi alltaf að allir væru glaðir og ánægðh- og varð döpur ef hún vissi að einhver ætti bágt. Ferðalög voru hennar yndi, hún vildi stöðugt vera á faraldsfæti og var oft kölluð Flökku-Jói. Það fannst henni skemmtilegt. Hún kom í fyrsta skipti heim í Litlu Gröf í október 1997. Þá var ég búin að eignast litla telpu sem hún tók strax ástfóstri við. Litla telpan var alltaf meira og minna lasin og leið Elfu illa yfir að barnið gæti ekki sofið en það brá svo við að ef Elfa sat með hana þá sofnaði telpan alltaf í fanginu á henni. Aldrei vissum við hvaða töfram hún beitti við þetta en það voru ekki töfrar, það var þolin- mæðin hennar Elfu. Yfir Elfu hvíldi værð og mikill friður þannig að öllum leið vel í ná- vist hennar. Það sýndi hugulsemi hennar að dag einn þegar mér leið ekki vel og Elfa fann það, þá sagði hún ekki 'r neitt heldur fór út í búð og keypti handa mér kisu-styttu, sagðist vilja gefa mér hana því hún vissi að mér liði illa, hún vildi aðeiiis gléðja mig. Þegar amma mín, sem hún hafði aldrei séð, var veik sendi hún henni styttu af engli sem hún hafði sjálf gert til að gleðja hana. Elsku Elfa, þakka þér fyrir stund- irnar sem við höfum átt saman og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur Elínu Aðalsteinu. Elsku Lauga, Alli og fjölskylda, við biðjum góðan guð að blessa ykk- ur og varðveita í sorg ykkar. y' Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Guð blessi minningu þína, elsku Elfa. - Ragna Rós og Elín Aðalsteina. ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR + Elínborg Guð- mundsdóttir frá Ballará fæddist í Skarðstöð á Skarð- strönd í Dalasýslu hinn 12. september 1910. Hún lést á Akranesi 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Guð- ríður Þórðardóttir og Guðmundur Jón- asson. Börn: Skúli, ókvæntur, Guðríð- ur, sem gift er Har- aldi S. Jónssyni. Að heilsa og kveðja. Já, þannig er lífið. Þó einhver kveðji þennan heim er alltaf einhver hluti eftir. Það er minningin um ástvini okkar, sem er bæði huggun og gleði. Eg segi gleði og þó að hugur minn sé hryggur sé ég þó fyrir mér þær gleðilegu stundir, sem ég hef átt og upplifað frá barnæsku og fram á þennan dag. Þegar ég var í barnaskóla dvaldi ég um tíma á Ballará. Þar var alltaf gleði og ástríki mildra handa Elínborgar frænku minnar. Það voru ekki skammaryrði eða reiði þó að oft væra mikil læti og fyrirgangur í mér, þegar ég var að prakkarast. Elskuleg frænka mín hafði gaman af þessu, en stundum gaf hún mér smá bendingar, sem ég var fljót að grípa. Svo liðu mörg ár. Já, alltof mörg frá því að skóla lauk og þar til ég fékk fyrsta bílinn, þá gat ég farið frjáls ferða minna. Við fjölskyldan fóram þá í fyrstu útileguna og fengum að tjalda í Ytra-Fellsskógi. Við fóram inn að Ballará strax og tjaldið var komið upp. Það var bæði tilhlökkun og kvíði. Skyldi nokkur muna eftir mér og hvernig tækju þau á móti mér? Þetta var það sem snerist í kollinum á mér. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri i 1» blómaverkstæði 1 BinnaíJ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Guðmundur, ókvæntur. Elín, var gift Sverri Guð- mundssyni, sem er látinn. Drengur óskírður, lést. Elísa- bet, sem gift er Svavari Guðmunds- syni, Ólafía, gift Sæmudi Kr. Sigur- laugssyni. Yngst er Guðrún, sem er ógift. títför Elínborgar fór fram frá Skarðskirkju 5. des- ember síðastliðinn. En ég hefði ekki þurft að gera mér neinar grillur út af þessu. Það var eins og að koma heim. Okkur var fagnað opnum örmum. Og Elínborg mundi eftir mér „dótturinni sinni“ eins og hún sagði oft. Þetta yljaði mér að innstu hjartarótum og mun gera það áfram. I hjarta mínu mtm ég geyma þær minningar um þær ánægjustundir sem ég átti og vona að eiga meðan ég hef til einhverja hugsun. Það hefur orðið stórt skarð að Ballará í haust. Oskar Jónsson andaðist á 88 ára aftnæli frænku minnar blessaðrar og nú er hún horfin sjónum. Ég bið algóðan Guð að styðja og styrkja aðstandendur þeirra í sorginni. Elsku Elínborg mín, ég þakka þér allar dýrðlegu stundirnar sem við áttum saman, þín verður sárt saknað. En Guð gaf og Guð tók og þannig heldur það áfram að vera. Ég votta aðstandendum samúð. Guð ' blessi ykkur öll. Kær kveðja. Jómna Gestsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.