Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Harðvítugar deilur um Smuguveiðar Islendinga samfellt í sex ár Veiðarnar skiluðu fímm milljörðum þegar best lét Smuguveiðar ^ íslenskra skipa árin 1993-1998 WEMSMfMMM ítonnum sem veiddi DEILUR íslendinga, Norðmanna og Rússa um veiðar íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi hafa stað- ið í rúmlega sex ár. ítrekaðar til- raunir hafa verið gerðar til að leysa deiluna, en án árangurs. Arið 1996 buðu Norðmenn og Rússar íslend- ingum að veiða 13.000 tonn í Barentshafl gegn gagnkvæmum veiðiheimildum í íslenskri lögsögu, en íslensk stjómvöld höfnuðu því. íslensk flsldskdp fóru til veiða í Smugunni í Barentshafí sumarið 1993, en íslensk skip höfðu þá ekki stundað þar veiðar áratugum saman. Ástæðan fyrir því að íslensk skip hófu veiðar á þessum fjarlægu mið- um var ekki síst sú að þorskafli við ísland hafði dregist saman ár frá ári. Hann fór á nokkrum árum úr 450.000 tonnum niður í 150.000 tonn. Islenskir útgerðarmenn töldu Smuguna vera á alþjóðlegu haf- svæði og að þeir hefðu fullan rétt til veiða þar. Þeir töldu einnig að Norðmenn hefðu tekið að sér stjórn á Svalbarðasvæðinu sem byggðist á vafasömum þjóðréttarlegum grunni. Norðmenn mótmæltu veið- unum kröftuglega strax frá upphafí og rússnesk stjórnvöld tóku undir gagnrýni þeirra. Skip norsku strandgæslunnar fylgdust með veið- um íslensku skipanna, en treystu sér ekki til að stöðva veiðarnar því óumdeilt var að Smugan er á alþjóð- legu hafsvæði. Hörð átök urðu á miðunum 1994 Veiðar íslenskra skipa árið 1993 hófust þegar talsvert var liðið á ár- ið, en árangurinn benti til að þarna kynni að vera talsverð hagnaðar- von. Islenskir útgerðarmenn sýndu veiðunum mikinn áhuga árið eftir og sendu m.a. kvótalaus skip þanng- að til veiða, sem sum hver höfðu verið keypt fyrir lítið fé í Kanada. Veiðarnar gengu mjög vel árið 1994, en þá veiddu íslensk skip tæplega 37 þúsund tonn í Smugunni og á Svalbarðasvæðinu. Þetta ár skilaði Þegar Smuguveiðarnar gengu sem best skil- uðu þær um 5 milljörðum í þjóðarbúið á ári. Um 5,5% útflutningstekna Islendinga árið 1994 komu úr Smugunni. Veiðarnar í fyrra voru aðeins brot af því sem þær voru þá. Egill Ólafsson rifjaði upp langvinnar deilur um þessar veiðar, sem hafa eitrað samskipti -------------------7--------------------- Norðmanna og Islendinga í sex ár. Smuguveiðin um 5 milljörðum í þjóðarbúið, sem nam um 5,5% af út- flutningsverðmæti landsins. I sept- ember það ár var talað um að 700-800 íslenskir sjómenn væru við veiðar í Barentshafí. í júní 1994 kom til átaka á miðun- um, en þá klipptu skip norsku strandgæslunnar trollin aftan úr togurunum Blika, Hegranesi og Há- gangi II þar sem þau voru að veið- um á Svalbarðasvæðinu. Gerð var tilraun til að klippa aftan úr Stak- fellinu. Ennfremur skaut strand- gæslan að togaranum Má. I ágúst 1994 kom aftur til átaka þegar varð- skipið Senja skaut á Hágang II og svaraði stýrimaðurinn á Hágangi II með því að hleypa af haglabyssu. Hágangur var færður til hafnar og voru skipverjar sektaðir. í lok sept- ember færði norska strandgæslan tvö skip, Björgúlf og Ottar Birting, til hafnar, en þau höfðu verið að veiðum á Svalbarðasvæðinu. Út- gerðir allra skipanna voru dæmdar til að greiða háar sektir og varð það til þess að mjög dró úr veiðum á Svalbarðasvæðinu og þær einskorð- uðust við Smuguna. Buðu 13.000 tonn Þessi hörðu átök á miðunum juku þrýsting á stjómvöld í löndunum að ná samningum um veiðarnar. Hug- STEiGNASALA Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Opið sunnudag frá kl. 12-15 LÁGHOLTSVEGUR - BRÁÐRÆÐISHOLT Lítið fallegt einbýlishús á þessum vinsæla stað í Vesturbænum. Húsið er allt endurbyggt á skemmtilegan hátt. Húsið skiptist í tvö svefnherbergi, eldhús og stofu auk sólstofu o.fl. Stór lóð. 2919 Gámaveisla í Kolaportinu Dönsk húsgögn, postulín, ljósakrónur, lampar, gamlar saumavélar, málverk o.m.fl. Sími 869 5727 myndir samningamanna landanna um lausn voru hins vegar það ólíkar að samningar náðust ekki. A fundi í Ósló í apríl 1995 buðu Norðmenn og Rússar íslendingum 8 þúsund tonna kvóta, en fulltrúar Islands höfnuðu því. Árið áður höfðu íslensk skip veitt tæplega 37 þúsund tonn í Barentshafi og veiðin árið 1995 varð litlu minni. Harðorðar yfirlýsingar gengu milli stjómvalda í löndunum og ekki síður milli útgerðarmanna í Noregi og á Islandi. Veiðarnar í Smugunni árið 1995 gengu vel og segja má að hvorug þjóðin hafi talið sér hagstætt að semja strax. ís- lenskir útgerðarmenn töldu sig hafa hag af því að vinna sér inn meiri veiðireynslu, en norskir útgerðar- menn, sem höfnuðu alfarið ki-öfum íslenskra stjórnvalda, töldu að draga myndi úr veiði íslendinga í Smugunni og því væri betra að bíða en semja strax. Alvarlegar tilraunir voru gerðar til að leysa deilurnar áður en veiðin í Smugunni hófst sumarið 1996. Á fundi í júní slitnaði upp úr viðræð- um þjóðanna, en þá höfðu Norð- menn og Rússar boðið íslendingum að veiða 13.000 tonn í Barentshafi gegn gagnkvæmum veiðiheimildum í íslenskri lögsögu. Tillögurnar gerðu ráð fyrir að Rússar fengju að veiða loðnu við Island og Norðmenn fengju að stunda rækju- og línuveið- ar við ísland auk rýmri heimilda til loðnuveiða. Viðræðurnar í sjálfheldu Eftir viðræðuslitin má segja að samningaviðræðurnar hafí komist í nokkra sjálfheldu. Til umræðu var hér á landi að ísland tæki einhliða ákvörðun um kvóta í Smugunni. Jafnframt var kannaður sá mögu- leiki að vísa deilunni til hafréttar- '93'94 '95 '96 '97'! '93'94'95 '96'97 '98 dómstólsins í Haag. Viðræður milli stjórnvalda í löndunum héldu þó áfram með hléum án þess að veru- legur árangur næðist. Afli íslenskra skipa í Smugunni minnkaði talsvert 1996 þrátt iyrir að sóknin væri meiri en árið áður. Afl- inn hi-undi 1997 og mikið tap varð af veiðunum. Þetta breytti nokkuð samningsstöðu íslands. Þó íslend- ingar hefðu sýnt fram á að þeir gætu sótt nærri 40 þúsund tonn á ári í Smuguna hafði reynslan einnig leitt í ljós að veiðamar voru áhættusamar og þeim fylgdi umtalsverður kostn- aður. Minnkandi veiði í Barentshafi og niðurskurður á þorskkvóta benti ennfremur til þess að þess væri ekki að vænta að þorskveiði glæddist verulega í Smugunni á allra næstu árum. Það var við þessar aðstæður sem stjómvöld í löndunum náðu loksins samningum um að binda enda á deilumar. Hagfræðingur Alþýðusambands Islands um skattakerfíð Sex þrepa kerfi en ekki tveggja þrepa EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands Islands, segir að það sé goðsögn að íslenska skattakerfíð sé einfalt. Það sé þvert á móti flókið og ekki gegnsætt. Réttara sé að þar sé um sex þrepa skattakerfi að ræða en tveggja þrepa kerfi eins og virðist á yfir- borðinu þegar tekið hefur verið til- lit til áhrifa vaxtabóta- og barna- bótakerfisins. Þetta kom meðal annars fram í erindi hennar á ráðstefnu Verka- mannasambands Islands um skatta- kerfið í gær. Edda Rós sagði í sam- tali við Morgunblaðið að íslenska skattakerfið hefði mjög tekjujafn- andi áhrif, en hin hliðin á því væri sú að það festi fólk á ákveðnum tekju- bilum og gerði því erfitt um vik að bæta kjör sín. Ástæðan væri meðal annars sú að skattleysismörk fylgdu ekki launaþróun og bætur fylgdu ekki verðlagsþróun. Þannig rýrnuðu öll viðmið og fólki sem væri á ákveðnum tekjubilum væri gert mjög erfitt um vik að bæta kjör sín, því sérhver króna sem það fengi í hærri launum væri að verulegu leyti tekin til baka í hærri sköttum og lægri bótum en ella. Hún tók dæmi af fólki sem aukið hafði tekjur sínar úr tveimur millj- ónum króna í þrjár milljónir króna eða um 50%. Fólkið jók mánaðar- tekjur sínar úr 167 þúsund krónum í 250 þúsund krónur eða um 83 þús- und krónur á mánuði. Þegar tekið hefði verið tilliti til greiðslu tekju- skatts og áhrifa hærri tekna á barnabætur og vaxtabætur, auk líf- eyrissjóðsframlags voru ráðstöfun- artekjur þeirra 36 þúsund krónum eða 18% hærri en þær voru áður. „Ég er ekki að koma með ein- hverja lausn héma. Ég er bara að segja að ég vil að við skoðum og við- urkennum að við erum að breyta skattakerfinu mjög mikið,“ sagði Edda Rós. Áhrif hækkunar árstekna hjóna úr 2 millj. kr í 3 millj. kr. á ráðstöfunartekjur þeirra Hónin eiga 4 börn og eru með 5 millj. kr. skuld m i s m Árstekjur 2.000.000 3.000.000 1.000.000 Mánaðartekjur 166.667 250.000 83.333 Tekjuskattur -14.686 -45.358 -30.672 Barnabætur 36.336 27.857 -8.479 Vaxtabætur 18.733 13.933 -4.800 Lífeyrissjóður -6.667 -10.000 -3.333 Til ráðstöfunar 200.383 236.432 36.049 m u n u r Heimild: ASÍ Hún sagði að nauðsynlegt væri að ræða þróun skattakerfisins á op- inn og meðvitaðan hátt. Alþýðu- sambandið hefði sett vinnuhóp á laggirnar með Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja til að skoða þessi mál. Stefnt væri að því að hann skilaði af sér tillögum í lok apríl og velti upp möguleikum á þvi hvernig gera mætti skattakerfið þannig úr garði að umsamdar kjarabætur skiluðu sér betur til fólks. Veigamikil skref í lækkun jaðarskatta Geir H. Haarde fjármálaráð- herra var einn þeirra sem fluttu er- indi á ráðstefnu VMSÍ og sagði meðal annars að með ákvörðun rík- isstjórnarinnar árið 1997 um að lækka tekjuskattshlutfallið úr 30,4% í 26,4% hefðu verið stigin veigamikil ski'ef í þá átt að lækka jaðarskatta hér á landi. Sem dæmi um áhrif þessara aðgerða megi nefna að ráðstöfunartekjur hjóna með tekjur nokkuð undir meðallagi og tvö börn á framfæri hækki um liðlega 100 þúsund krónur eða 4-5%. Geir sagðist alfarið hafna því að ekki hefði verið staðið við stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 1995. Þessi skattalækkun sé ein- hver hin umfangsmesta sem komið hafi til framkvæmda hér á síðari árum og hann telji að sú leið sé vandfundin sem skili fljótvirkari árangri í lækkun jaðarskatts en lækkun tekjuskatts. Geir bætti því jafnframt við að ákveðin mótsögn væri fólgin í kröfu um að beina ýmsum bótagreiðslum í ríkari mæli til einstaklinga með hlutfalls- lega lágar tekjur og ræða í sömu andrá um nauðsyn þess að lækka jaðarskatta. „Eðli tekjutengingar er einmitt að beita jaðaráhrifum til að skerða bætur fólks með tekjur yfir tilteknum mörkum og það er því tekjutengingin sjálf sem skap- ar jaðaráhrifin. Þetta tvennt fer því ekki vel saman. Annað hvort beita menn tekjutengingu í tekju- jöfnunarskyni eða ekki. Það er erfitt að gera hvort tveggja í senn,“ sagði Geir. Hann gerði einnig verkefnin framundan á sviði skattamála að umtalsefni og sagði æskilegt að draga enn frekar úr neikvæðum jaðaráhrifum. Þá teldi hann brýnt að taka til sérstakrar skoðunar sarnspil bótakerfis almannati-ygg- inga, greiðslna úr lífeyrissjóðum, skattakerfis og sparnaðar í efna- hagslífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.