Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM * KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir gamansömu spennumyndina Very Bad Things með þeim Christian Slater, Cameron Diaz, Daniel Stern og Jeanne Tripplehorn í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um steggjapartí sem fer úr böndunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Stutt Sólrisuhátíð S Fæst í bvggingavöruverslunum um land allt. KVIKMYNDIR/Kringlubíó sýnir gamanmyndina Baseketball sem kemur úr smiðju Davids Zucker. Með aðalhlutverk í myndinni fara Trey Parker og Matt Stone sem eru höfundar South Park-sjónvarpsþáttanna. á Isafirði ►SÓLRISUHÁTÍÐ hófst í dag í Framhaldsskóla Vcstfjarða og verða ýmsar uppákomur alla vik- una af því tilefni. I dag er mynd- listarsýning í Slúnkaríki og í kvöld verður skemmtikvöld og tískusýning í Edinborgarhúsinu. Utvarpsstöðin Mýflugan fer í gang á sunnudaginn og verður alla vikuna meðan hátíðin stend- ur yfir. Bókmenntavaka verður á hótelinu með Andra Snæ Magn- ússyni og Davíð Stefánssyni á morgun. Sólrisuball verður næsta föstudag með hljómsveit- inni Maus og DJ Dodda af út- varpsstöðinni Mono. Neðansjáv- artónleikar verða haldnir næst- komandi laugardag í sundhöll Isafjarðar, en þar mun sveitin Múm spila á sundlaugarbakkan- um. Hátiðinni lýkur sama kvöld með Sólrisutónleikum þar sem Sigur Rós og Klamedía X koma fram. Gamanleikur á Laugarvatni ► NEMENDUR Menntaskólans að Laugarvatni frumsýna í kvöld gamanleikinn Svarta kómedíu eftir Peter Shaffer, en leikstjóri er Skúli Gautason. Fyrirhugað er að fara með sýninguna vítt og breitt um nærliggjandi svæði og verður m.a. sýnt í Aratungu, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli, Hellu, Flúðum, Hvera- gerði og í Hafnarfirði. Svört kómedía fjallar um lista- manninn Brindsley Miller sem ásamt nýrri unnustu sinni, Carol, bíður eitt kvöld komu listaverka- safnara sem er vel fjáður. En kvöldið ber ýmis- legt óvænt í skauti sínu. Herranótt með Þorlák þreytta HERRANÓTT frumsýndi á fimmtudagskvöldið þýska farsann Þorlák þreytta eftir þá Neal og Ferner. Óskar Jónasson er leik- stjóri og segir hann að verkið hafi verið staðfært og gerist á milli- stríðsárunum í Þingholtunum í Reykjavík. Leikritið fjallar um Þor- lák sem er að dunda sér við að halda framhjá konunni sinni. Sú er heldur dýr í rekstri og neyðist Þorlákur því til að fá sér aukavinnu á nóttunni. Þorlákur þreytti er sýndur á sunnu- dagskvöldið. Djarfur Dans í Óperunni ►NÚ FER hver að verða síðast- ur til að sjá sýningu Verslunar- skóla Islands á Djörfum dansi en síðustu sýningar eru á miðviku- daginn og næstkomandi laugar- dag þegar miðnætursýning verð- ur í Islensku óperunni. TREY Parker og Matt Stone, höfundar South Park-sjónvarpsþáttanna, fara með aðalhlutverkin í Baseketball. við hættum þessu var ein- faldlega sú að þetta var að fara úr bönd- unum,“ segir Zucker. í Ba- seketball koma fram í aukahlut- verkum margir af vinum Zuckers sem tóku þátt í leikn- um með honum. Hug- mynd Zuckers um að starfa með þeim Trey Parker og Matt Stone á ekkert skylt við þá frægð sem þeir hafa hlotið fyrir South Park-sjónvarpsþættina, því ekki var byrjað að sýna þættina þegar gengið var frá því að þeir fæni með aðalhlut- verkin í Baseketball. Þeir höfðu kynnst allnokkru áður og unnið saman að ýmsum smáverkefn- um og Parker hafði reyndar farið þess á leit við Zucker að hann fengi að leik- stýra fyrir hann ein- hverri mynd. „Þeir Trey og Matt eru aldagamlir vinir og eru í raun og veru mjög svipaðir per- sónunum sem þeir leika í myndinni. Við vissum auðvitað hve nánir vinir þeir eru þannig að það þurfti ekki að setja neitt á svið í myndinni hvað það varðar. Síðan fengum við Dian Bachar vin þeirra og löguðum handritið að þeim þremur, en ég óska þess hins vegar ennþá að við hefðum getað fengið þá Dustin Hoffman og Robert Duvall í aðal- hlutverkin," segir Zucker. Með fullri reisn í Breið- holti ►NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla Breið- holts er með aukasýn- ingu á Með fullri reisn í kvöld í Loftkastalan- um, en sýningin er byggð á samnefndri kvikmynd sem naut mikilla vinsælda hér- lendis eins og annars staðar. Sýn- ingin í kvöld er sú áttunda í röð- inni. 48 x 38 x 19 cm 54 x 45 x 23 cm Heildsöludreifing: - Smiðjuvegi 11. Kópavogi XEnClehf Simi564,088 fax564 ,08g FÉLAGARNIR eru í vondum málum eftir að nektardansmær lætur lífið á hótelherbergi þeirra eftir villtan ástaleik. the Rose. Hann hefur leikið í rúm- lega 20 kvikmyndum og næst á und- an Very Bad Things lék hann í spennutryllinum Hard Rain. Cameron Diaz lék í fyrstu mynd sinni þegar hún var 21 árs en þá hafði hún verið eftirsótt fyrirsæta í fimm ár. Hún hreppti aðalhlutverk- ið á móti Jim Carrey í Mask og skaut þar ýmsum þekktum leikkon- um ref fyrir rass. Síðan hefur hún leikið í myndunum My Best Fri- end’s Wedding, The Last Supper, Feeling Minnseota, She’s the One og Head Above Water. Nýjustu myndir hennar eru A Life Less Or- dinary og There’s Something About Mary. Undraheimur íþróttanna CHRISTIAN Slater Ieikur fast- eignasalann Boyd sem vill að félagarnir losi sig við lfkið sem þeir sitja uppi með. um okkur þá getum við ekki lokað augunum fyrir því eða útilokað okk- ur frá því. Staðreyndin er sú að það býr púki í okkur öllum,“ segir Schif- fer. Very Bad Things er fyrsta myndin sem Peter Berg leikstýrir og er hann einnig höfundur handritsins. Hann er meðal aðalleikenda 1 Chicago Hope-sjónvai’psþáttunum og einnig hefur hann leikið í mynd- unum The Great White Hype, The Last Seduetion og Girl 6. Christian Slater hefur um nokkurt skeið verið í fremstu röð ungra leik- ai-a í Hollywood, en hann lék í sinni fyrtsu mynd árið 1985. Það var myndin The Legend of Billie Jean en næsta mynd hans var The Name of samvinnu við bróður sinn Jerry Zucker og Jim Abrahams gert myndirnar Airplane! og Top Secret og leikstýrt myndinni Ruthless People. Með aðalhlutverk í Baseketball fara þeir Trey Parker og Matt Stone sem eru höfundar South Park-sjón- varpsþáttanna umdeildu sem þeir hafa hlotið margvísleg verðlaun fyr- ir. Meðal leikara í myndinni eru fé- lagi þeirra Dian Bachar, Yasmine Bleeth sem þekkt er úr Baywatch- sjónvarpsþáttunum, Jenny McC- arthy sem verið hefur með eigin þætti á MTV-sjónvarpsstöðinni, en hún hefur leikið í kvikmyndunum Things To Do In Denver When You’re Dead og The Stupids. Þá leika í myndinni tveir þekktir leikai’- ar fyrri ára, þeir Robert Vaughn, sem leikið hefur í 100 kvikmyndum, og Ernest Borgnine, sem leiklð hefur í meira en 100 kvik- myndum. Zucker segir að hugmyndina að Ba- seketball hafi hann sótt til raunveruleik- ans því sjálfur hafi hann fundið leikinn upp fyrir mörgum árum. Hann og vinir hans hafi allir verið miklir íþróttaáhuga- menn og viljað skapa leik þar sem allir gætu keppt á jafn- réttisgrundvelli, hvort sem þeir væru litlir eða stórir, kvenkyns eða karlkyns eða slæmir í hnjánum. „Við skipulögðum mót og skiptumst á leikmönnum og þegar kom að úrslitaleiknum var áhuginn svo mikill að lögreglan varð að loka götunni þar sem hann fór fram. Tvær sjónvarpsstöðvar komu og sýndu frá leiknum og ástæða þess að IGAMANMYNDINNI Baseket- ball er gert óspart grín að bandarískri íþróttamenningu, en myndin fjallar um þrjá félaga sem finna upp nýja íþrótt á lóðinni heima hjá sér, sem er einskonar sambland af körfubolta og horna- bolta, og fyrr en varir er þessi íþrótt þeirra orðin að miklu viðskiptaveldi og geysivinsælli keppnisíþrótt. Leik- stjóri myndarinnar, framleiðandi og meðhöfundur handritsins er David Zucker sem sló í gegn á sínum tíma með Naked Gun-myndunum sem mörkuðu ákveðin tímamót í gerð gamanmynda. Aður hafði hann í Góugleðin í fullum gangi. Tilboð á mat og drykk alla vikuna. Lifandi tónlist öll kvöld, alla vikuna. í kvöld, aðalsal: Hljómsveitin Sín. Leikstofa: Viðar Jónsson. Frumsýning Vafasöm vinátta Frumsýning AÐ eina sem Kyle Fisher (Jon Favreau) vill er að kvænast konunni sem hann elskar, en það er hin fagra Laura Garrety (Ca- meron Diaz), og allt sem hún þráir er brúðkaupið sem hana hefur alla tíð dreymt um. En áður en að því kemur að Kyle strunsi eftir kirkju- gólfinu með hina ákveðnu konu sína ákveða vinir hans að halda honum ærlegt steggjapartí til að treysta vináttuböndin enn frekar. Fast- eignabraskarinn Boyd (Christian Slater), hinir pexandi Berkow-bræð- ur, Adam (Daniel Stem) og Michael (Jeremy Piven), og óframhleypni vélfræðingurinn Moore (Leland Or- Skolvaskar Intra skolvaskamir eru framleiddir á vegg eða innfelldir í borð. Stærðir: ser) stofna til ærlegs steggjapartís í Las Vegas fyrir Kyle þar sem nóg er af áfengi og eiturlyfjum og í heim- sókn kemur ung nektardansmær til að stytta þeim félögum stundir. En það geta alltaf orðið slys og þegar Michael og nektardansmærin eru í villtum ástaleik inni á baðherberginu endar það með því að hún lætur lífið og þeir félagarnir sitja allt í einu uppi með lík. Þeir gætu kallað á lög- regluna, eða, eins og Boyd stingur upp á, losað sig við líkið og falið það í eyðimörkinni. Síðan gætu þeir snúið aftur til heimahaganna og tekið þar upp þráðinn sem virðulegir borgar- ar. En ekki fer allt eins og ætlað er og þetta vandamál félaganna kemur til með að reyna verulega á vináttu þeirra. „Ég kalla þessa mynd Flugnahöfð- ingjann í hópi uppanna,“ segir Mich- ael Schiffer, framleiðandi myndar- innar. „Þetta er geggjuð sýn leik- stjórans Peters Berg, en í myndinni er tekist á við nakinn sannleikann. Myndin er vissulega nokkuð ógn- vekjandi því þegar skrímsli koma í ljós í eðli persóna sem við setjum í samband við venjulegt fólk í ki’ing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.