Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 54
■^/4 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Katrín Gunnlaugsdótt- ir fæddist í Stokk- hólmi 24. júní 1945. Hún andaðist á heimili si'nu 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 5. mars. Sumir eru þiggj- jfsndur, aðrir gefendur. 'öumir eru sigurvegar- ar, aðrir bíða ósigur. Ég hlaut þann heið- ur að kynnast sönnum sigurvegara og gefandi manneskju, þegar ég kom fyrst á heimili Krist- ínar í sumarbyrjun sl. ár, ef ég man rétt. Mér fínnst ég nefnilega hafa þekkt hana svo lengi, við náðum svo vel saman. Samskipti okkar voru ætíð hlý og góð. Ég hlakkaði ávallt til að hitta Kristínu og fór sjálf rík- ari frá þeim samfundum en ég kom. I mínum huga er hún sönn hetja og geislandi gleðigjafi. Heimili hennar ber af í smekkvísi og þar ríkti sá fjölskylduandi og ‘"Isamheldni sem óskandi væru hverju heimili. Kristín átti sterka trú og leitaði mikið í Guðs orð, þaðan fékk hún mikinn styrk og lét aldrei bil- bug á sér fínna. Mér finnst Kristín ekki hafa beðið ósigur þótt hún sé frá okkur horfín í bili. Söknuðurinn er sár og langan tíma tekur að venj- ast því að hún sé ekki lengur „heima“, glöð og hlý að vanda. En Guðsorð segir frá þeim degi er koma skal, að hvert tár verði þerrað og dauðinn verði ekki fram- ^Kir til. Þá getum við aftur hitt Krissý okkar glaða og hlæjandi, faðmað og grátið gleðitárum vegna þess að Guð sér fyrir öllu og sameinar ást- vini á ný, í nýjum heimi þar sem rík- ir friður og kærleikur. Kæra fjöl- skylda Kristínar, ég votta ykkur öll- um mína hjartans samúð og bið Guð að blessa ykkur öll og styrkja. Þórdís Ollig. Sunnudagsmorgunninn var bjart- ur og fagur, sólin skein í heiði og varpaði hlýjum geislum sínum á snævi þakta jörðina. Landið skart- aði sínum fegursta vetrarbúningi en ^ínna mátti fyrir vori í lofti. Þessi ■'umgjörð var táknræn fyrir líf Krist- ínar Katrínar Gunnlaugsdóttur, sem árla morguns hafði lokið jarð- vist sinni í návist þeirra, sem henni voru kærastir. Kristín hafði í rúmt ár tekizt á við andstæðing, sem allan tímann var ljóst að hafði undirtökin og raunar unna stöðu en henni hafði með hug- rekki, baráttukrafti og trú á lífið tekizt að flækja svo endataflið og raunar á tíðum rétta nokkuð stöðu sína þannig að þetta ár var henni dýrmætt og gaf henni og ástvinum hennar tækifæri til að búa sig undir það sem í vændum var. Áherzlur skerptust, barnatrúin efldist og Aíarð að sterku afli, virðingin fyrir umgengni við eigin líkama og sál jókst á sama tíma og samkenndin með öðrum, sem um sárt áttu að binda, styrktist. Eftirminnileg er myndin af ungri stúlku, sem hafði dvaliö langdvölum erlendis með íjölskyldu sinni en var nýflutt heim til íslands og í nýtt hús í Stigahlíðinni. Hún skar sig úr, hafði ef til vill yfír sér nokkum heimsborgarabrag. Fasið var frjáls- legt, hláturinn smitandi og lundin létt. Hún var augasteinninn for- _ejdra sinna, heiðurshjónanna Krist- ínar og Gunnlaugs og bræðranna enda var fjölskyldan ætíð mjög samrýnd. Vinahópurinn var stór og stækkaði ört, hún var þeirrar gerð- ar að kunningjunum leið vel í návist hennar og fóm jafnan glaðari af hennar fundi. Henni vora töm nokk- ur erlend tungumál borin fram með *$t öðram hætti en þeim, sem ís- lenzk ungmenni vora fær um eftir hefðbundna skóla- göngu. Sumum fannst mest til koma frönsk- unnar. Ekki kom á óvart að hugur hennar stæði til ferðalaga og þess að kynnast nýjum og áður óþekktum stöðum. Flugfreyju- starfið heillaði og því sinnti hún áfram, þótt fleiri hlutverk bættust við, hlutverk eiginkonu og móður. Erlendur kom inn í myndina, víðreistur ævintýramaður, sem ferðast hafði til landa, sem þá vora enn fjarlægari en þau eru nú á dög- um, hugvitssamur, áræðinn og at- orkusamur en umfram allt alveg viss um að hann hafði höndlað gim- stein þar sem Kristín var. Arin sem á eftir komu fóra í að byggja fallegt heimili hvort fyrir annað og bömin þrjú en mesta fegurðin fólst í virð- ingu þeirra hvort fyrir öðra, um- hyggjunni fyrir bömunum og rækt- arsemi við fjölskyldu og vini. Það era forréttindi að hafa fengið að telja sig til þess hóps. Þau Kristín og Erlendur voru aft- ur komin heim í Stigahlíðina og höfðu búið sér heimili í húsi því, sem hún flutti í með foreldram sínum og bræðram fyrir 35 árum. Þar lagði hún aftur augun í síðasta skipti við sólarapprás. Einhver hvíslaði: „Guð tók hana til sín af því að hún var svo góð og falleg.“ Megi minningin um hjartahlýja, glaðværa og umhyggjusama eigin- konu, móður, dóttur, systur, vin- konu og allt það sem Kristín var svo mörgum, milda sorgina og gefa þeim sem eftir lifa styrk til að takast á við það, sem framundan er Blessuð sé minning Kristínar Gunnlaugsdóttur. Sigurður Bjömsson. Elskuleg vinkona okkar, hún Krissý, er látin og langt fyrir aldur fram. Nú er skarð fyrir skildi. Ung kynntumst við henni og munu þau kynni aldrei fymast í hugum okkar. Lautarferðir, útilegur og sólar- landaferðir ásamt öðram kæram samverastundum með henni, Linda og bömunum okkar, era ljúfar minningar sem við munum ávallt heiðra og varðveita í hjörtum okkar. Bjartsýni, hlýja og gleði einkenndu Krissý alla tíð og frá henni stafaði geislum sem hrifu alla, jafnt stóra sem smáa, og era þeir margir nú sem eiga um sárt að binda við frá- fall hennar. Við biðjum góðan Guð að varðveita Krissý í nýjum heim- kynnum og varðveita líka elsku Linda okkar, Tínu, Gulla, Gumma og móður hennar og styrkja þau í þessari miklu sorg þeirra. Elsku Krissý okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórunn og Harald. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsyn- leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ (HKL, Fegurð him- insins.) A fögrum vetrarmorgni, þegar náttúran skartaði sínu fegursta, slokknaði ljós Krissýjar. Sólin var að koma upp, baðaði allt með geisl- um sínum og gyllti snæviþakin fjöll- in. Jökullinn í vestri var sem ævin- týrahöll og allt var sem uppnumið. Það var í anda þessarar miklu konu að velja sér þvílíka stund tfl að kveðja þennan heim og mæta skap- ara sínum. Krissý hafði komið, séð og sigrað. Hún kom með alla sína birtu og hlýju, sá og sigi-aði allt og alla með glæsileika sínum og sterk- um persónuleika. En nú er hún far- in og algóður Guð hefur losað hana úr viðjum sársaukans, en hann veit- ir okkur líkn sem eftir lifum. Sorgin er mikil og söknuðurinn. Við heyr- um innra með okkur hlátur hennar og minnumst ótralegrar gaman- semi, sem henni einni var lagið. Krissý fór alltaf á kostum. Hún var óumræðilega skemmtileg og ótrú- leg málamanneskja. Ef ekki átti við stund og stað, að tala á íslensku þá talaði hún bara það tungumál sem hæfði viðkomandi frásögn. Krissý var engum Uk. Fegurð hennar og fas vai- sem töfrar, fyrir utan það hvað hún var góð manneskja og heflsteypt. Öllum þeim sem unnu og elskuðu Krissý, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eiginmanni, böm- um og aldraðri móður er missirinn sárastur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku Lindi. Þeg- ar tíminn hefm- læknað sárin, get- um við gengið saman á fjöll og haft góðar minningar í farteskinu. Þá minnumst við Krissýjar eins og t.d. þegar við sigldum undir Hombjarg og hún benti stolt upp á Kálfatind og sagði: „Sjáiði tindinn, þama fór ég-“ Blessuð sé minning Kristínar Katrínar. Vinir í TBK. Elsku Krissý. Mér brá mikið við þá frétt að þú værir dáin, þó að ég vissi hvað þú værir mikið veik. Ég trúði þvi ávallt að kraftaverk myndi gerast og að þér myndi batna, því þú varst búin að standa þig eins og hetja í baráttunni við sjúkdóminn. En þú ert mér ógleymanleg í minningunni og öllum þeim sem þér kynntust. Þú varst sólargeisli hvar sem þú komst. Ég varð mjög glöð þegar frænka mín Þóra Guðrún hitti mig og hafði á orði hvað henni fyndist ég vera að líkjast þér, þá hlýnaði mér um hjartarætur, því hver vfldi ekki líkjast þér. Ég man alltaf þá stund þegar við frænkum- ar voram í kaffi hjá mömmu og við Bimir voram ekki búin að skíra Kristínu Bimu þá hvíslaðir þú að mér hvort hún ætti ekki að heita Rristín og ég kinkaði kolli til þín og þú blikkaðir mig tfl baka, það var eins og þér fyndist ekki annað nafn koma tfl greina, eins og það reyndar var. Svo spurðir þú hvort þú mættir vera auka amma og eiga allavega stóra tána og það þótti mér vænt um og þú verður alltaf auka amman hennar Kristínar Bimu. Þegar hún verður stór mun ég segja henni frá þér hvað þú varst yndisleg mann- eskja. Ég veit að góður Guð mun núna gæta þín elsku Krissý mín og að þú hefur núna öðra hlutverki að gegna. Elsku Bútta, Lindi, Tína, Gummi, Gulli og aðrir aðstandendur, við Bimir vottum ykkm- okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Nú legg ég augun aftur 0, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, vnzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) Þín frænka, María Fjóla. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar Krissý frænka koma alkomin heim frá útlöndum með fjölskyldu sinni en mikil eftirvænting hafði ríkt heima vegna þessarar heimkomu. Þau komu til að vera, fyrst heima á Kjartansgötunni á æskuheimili mínu en þar bjó einnig amma okk- ar, Kristín. Ég hafði bara séð hana á myndum og fannst mikið til henn- ar koma, hún var svo flott. Hún var þá 11 ára, en ég tveimur áram yngri. Þetta var því mjög stór stund hjá fjölskyldunni, en ég hafði nú að- allega áhuga á henni. Ekki nóg með það að hún talaði útlensku heldur var hún svo skemmtfleg. Seinna átt- um við eftir að hlæja að þessu atviki og hún undraðist mjög hvað ég mundi þetta vel. Nú eignaðist ég nýja sex manna fjölskyldu á þessum tíma því mæður okkar voru mjög samrýmdar enda ekki nema rúm- lega eitt ár á milli þeirra í aldri. Þetta fannst okkur Krissý alltaf mjög skemmtilegt og notalegt. Sólin skein skært daginn sem elskuleg frænka mín kvaddi þennan heim. Það var svo táknrænt fyrir hana því hún var sannkallaður sól- argeisli allra sem kynntust henni. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fylgjast með henni í harðri bar- áttu við mjög erfið veikindi aUt síð- asta ár. Uppgjöf var ekki til í henn- ar huga heldur efldist styrkur henn- ar og trú á guð sinn, lífið og sjálfa sig svo aðdáun vakti hjá öllum sem í kringum hana vora og það vora margir, enda var hún fádæma vin- sæl. Það er svo margs að minnast að erfitt er að taka eitt út úr. Falleg kona með yndislega fjölskyldu sér við hlið, og glæsilegt heimfli enda var Krissý mflril húsmóðir og smekkleg. Ævintýraleg bamaaf- mæli og boð sem Krissý útbjó sjálf vora engu lík og allt gert að slíkri list en samt hlýjan og gleðin í fyrir- rúmi. Bömin mín minnast þessa oft. Ferðir út í heim fengu annan blæ af því að hún var með. Það var yndis- legt að hlæja og kætast með Krissý minni, hún sá aldrei annað en það bjarta og góða í öllum og naut þess að vera í góðra vina hópi. Samband Krissýjar og móður hennar var ein- staklega hlýtt og margir höfðu orð á því við mig enda hefur elsku Bútta mín misst mfldð, en getur þó yljað sér við fallegar og yndislegar minn- ingar um frábæra dóttur. Krissý var einstök og hafði allt sem prýða má eina konu, frábær eiginkona, móðir, dóttir, systir, vin- ur og frænka. Minningar um hana munu vera mér og öðrum huggun og ég mun umvefja þær og geyma í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín, hvíl þú í friði. Nanna Norðfjörð. Elsku hjartans vinkona, þú verður seint kvödd, orka þín og andi lifa ávallt með okkur sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast þér og umgangast þig. Þú lýstir upp umhverfið, umvafðir alla elsku og umhyggju með kossum og faðmlög- um. Heflindi þín í garð allra vora vart af þessum heimi. Við eigum án efa öll eftir að sakna löngu, hlýju og ástríku koss- anna þinna þegar þú heflsaðir og kvaddir; stútur á munninn, beint á kinnina og svo sagðirðu alltaf „ummmmmm elskan, þú ert svo fal- leg, hvað er að frétta af krökkunum ?“ Margir telja það óheppilegt að storka almættinu en ákvörðun þess að taka þig tfl sín svona snemma til æðri verka fannst okkur grimm. Við fylgdumst með hvemig þú ásamt Linda, stóra og sterka manninum þínum, lagðir í stríð gegn sjúk- dómnum og ykkur tókst að hægja á útbreiðslu hans og gefa fólkinu ykk- ar yndislega meiri tíma. Unnur vin- kona þín stóð eins og klettur með þér og var það huggun harmi gegn að vita að hún var ávallt tfl staðar fyrir þig. Móðir þín, böra og vinir báðu fyrir þér úti um allan heim, fyrst um bata, síðar um kraftaverk og nú undir það síðasta um líkn. Eigingimi og sjálfumgleði era eig- inleikar ótengdir þér. Gjafmildi og hlýja, gleði og fómfysi einkenndu aflt þitt líf. Sem betur fer eru þessir eiginleikar sterkir í þínum nánustu, móður þinni Kristínu, dóttur þinni Tínu svo og í frænkum og þakka ég fyrir að hafa þær sem vinkonur, Maríu Fjólu og Kristínu Bemhöft. Aflar þið frænkumar erað sér á báti, ótrúlega fallegar, stórglæsfleg- ar heimskonur með manngæskuna í blóð boma. Tína mín, þú áttir móður sem var engri lík. Skömmu áður en hún dó ræddi ég dálítið vandamál við hana, þá sagði hún þessi dásamlegu orð: KRISTÍN KATRÍN -> GUNNLA UGSDÓTTIR „Elsku krúttið mitt, fylgdu hjart- anu, allir bera ábyrgð fyrst og fremst á sjálfum sér, það er betra að sjá eftir því sem maður gerði heldur en að sjá eftir því sem maður gerði ekki.“ Ekki veit ég hvort þessi móðurlega umhyggja gagnvart mér, vinkonu hennar, endurspeglar samband ykkai- en ég vil, Tína mín, að þú vitir að mamma þín lifir með þér og það endurspeglast langar leiðir. Krissí mín, ég veit að þú hef- ur nú áhyggjur af TBK-klúbbnum þínum og ekki að ástæðulausu. Ég veit líka að þær era stundum orð- ljótar og lofa ég að hnippa í þær ef þetta gengur of langt. Þær, vinkon- ur þínar allar, halda uppi merki þínu sem íþróttakonu og heilsu- ræktarkonu. Þessi klúbbur er eng- um líkur, hófst sem heilsuræktar- hópur, en hefur auk hreyfingarinn- ar blandað sér í skemmtanaiðnað- inn. Konumar þínar allar, Krissí mín, eiga nú um sárt að binda sem og við aflar hinar sem fengum ekki inngöngu. Við söknum þín svo skrambi mikið, elsku faflega Krissí. Ég sé þig alltaf fyrir mér í síðasta spinningtímanum, hvað þú varst fal- leg með derhúfuna þína í hvítum gafla og með bleika varalitinn. Ég lofa þér að sjá tfl þess að TBK- klúbburinn þinn haldi sér við efnið og að hann leiðist ekki eingöngu út í veislur og ólifnað, þó svo að þú hafir afltaf vitað að það er nauðsynlegt með. Minningamar um þig era margar og allar ljúfar, glæsfleiki þinn og smekkvísi voru mörgum leiðarljós svo og virðing þín fyrir fólki. Ég votta fjölskyldunni allri samúð mína og þakka þér sam- fylgdina. Hvíldu ávallt í faðmi Guðs, elsku vinkona, þú varst engri annarri manneskju lík. Jónína Benediktsdóttir. í dag kveðjum við elskulega vin- konu og ferðafélaga Kristínu Katrínu Gunnlaugsdóttur sem lést á heimili sínu 28. febrúar síðastliðinn. Þegar litið er yfir farinn veg streyma fram góðar og skemmtfleg- ar minningar um fallega og yndis- lega vinkonu. Okkar fyrstu kynni hófust fyrir 30 áram og hafa haldist óslitið síð- an. Krissý var einstaklega lífleg, já- kvæð og góður persónulefld, afltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og taka þátt í undirbúningi ferðahóps- ins. Nú er komið á þriðja áratug síðan við hófum fjölskylduferðir sem sam- anstóðu af foreldram og bömum. Áhersla var lögð á að hafa gleði og kátínu í fyrirrúmi og að allir þátt- takendur nytu sín. I upphafí, meðan bömin vora ung, var farið í styttri tjaldferðir til nálægra staða á Suð- urlandi, Þingvafla, Laugarvatns og Þjórsársdals, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að bömin uxu úr grasi urðu ferðimar menningarlegri og lengri og vora það þá þau Krissý og Lindi sem bára hita og þunga af undir- búningi ferðanna. Sá undirbúningur einkenndist af samheldni og lífs- krafti þeirra hjóna sem smitaði út frá sér og stækkaði hópinn frá ári til árs. Æskuvinkonur Krissýjar hafa meðal annars komið frá Frakklandi og Ameríku á hverju sumri nú á seinni áram til að taka þátt í þess- um einstöku ferðum. Á þessari stundu koma upp í hugann tvær síð- ustu ferðir sem hópurinn hefur far- ið. Sú fyrri sumarið 1997 í Núps- staðarskóg, þar sem þurfti að klífa snarbrattan hamar og eingöngu er fær kraftmiklu fjallgöngufólki vegna erfiðra aðstæðna. Þar kom hennar atgervi í ljós sem lýsti vel hennar krafti og áræði í kflfinu. I byrjun síðasta árs greindist þessi frábæri ferðafélagi með alvarlegan sjúkdóm. Hún lét það þó ekki aftra sér frá því að taka þátt í ferðinni síðasta sumar, sem farin var um Austfirði. Það sýndi vel hennar and- lega þrek þegar hún tók þátt í langri sjóferð og göngu um Loð- mundarfjörð. Komið er að leiðarlokum. Okkar góðu vinkonu er sárt saknað, henn- ar dillandi hláturs, hlýlegi'ar fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.