Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sjónvarpsviðtal við Monicu Lewinsky Viðtalinu líkt við „sjónrænt rislyf ‘ London. Reuters. The Daily Telegraph. MONICU Lewinsky var í gær hrósað í hástert í breskum fjöl- miðlum fyrir frammistöðu sína í klukkustundarlöngu viðtali, sem sýnt var á fimmtu- dagskvöldið á bresku sjónvarpsstöðinni Channel-4. Þótti Lewinsky hafa staðið sig vel er hún íjallaði um samband sitt við Bill Clinton, Banda- ríkjaforseta, afleið- ingar þess og eftir- hreytur. Breska dagblaðið The Daily Telegraph segir um viðtalið að það hafi verið sjón- varpsefni í hæsta gæðaflokki og þar hafi átt sinn þátt skínandi hvítar tennur, dökk draktin, sem hún klæddist, tilfinningastunur og andköf. „Clinton fór illa með hana, bandaríska kerfið fór illa með hana og eigi hún þess kost að hagnast Qárliagslega á öllu sam- an, þá njóti hún þess bara,“ sagði sjónvarpsrýnir blaðsins sem klykkti út með því að segja við- talið við Lewinsky hafa verið „sjónrænt rislyf,“ með tilvísun í getuleysislyfið Viagra. Breskir fjölmiðlar báru við- talið við Lewinsky saman við frægt viðtal við Díönu prinsessu þar sem hún greindi opinberlega frá brestum í hjóna- bandi þeirra Karls prins og framhjá- haldi. Var það niður- staða Daily Mail að framkoma Lewinsky og látbragð hefðu ekki verið undirbúin í þeim mæli sem átt hefði við um Díönu. Spá „Monicu-fári“ í Bretlandi Blöðin spáðu því að í uppsiglingu væri „Monicu-fár“ í Bret- landi en næstkom- andi mánudag mun hún kynna bók sína í London um samband sitt við Clinton og eftirmála þess, sem blaðamaðurinn Andrew Morton skrifaði. Hann samdi einnig ævisögu Díönu, sem olli fjaðrafoki á sínum tíma. Fyrsti viðkomustaður Lewin- sky verður Harrods-verslunin, þar sem hún mun árita bók sína, við sama borð og Margaret Thatcher og Mikhaíl Gorbatchev sátu, er þau árituðu sjálfsævisög- ur sínar. Endurskoðun landbunaðarkerfís ESB Viðræðum frestað á ný Brussel. Reuters. RAÐHERRAR landbúnaðarmála frá öllum fimmtán aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) ákváðu eftir aðra samningalotu um uppstokkun á landbúnaðar- styrkjakerfi sambandsins í gær að fresta frekari viðræðum fram á þriðjudag, þrátt fyrir að lítið hefði miðað í átt að lausn helztu ágrein- ingsmálanna. „Það er erfitt að sjá að við séum nokkru nær en þegar slitnaði upp úr viðræðunum fyrir viku,“ sagði Gerry Kiely, talsmaður fram- kvæmdastjómar ESB eftir að ráð- herrafundinum lauk í gær. „Sam-fjármögnun“ enn sögð á dagskrá Ágreiningur Frakka og Þjóð- verja um tillögu þess efnis að aðild- an-íkin fjármagni niðurgreiðslur til bænda að meira leyti sjálf en tíðk- azt hefur fram að þessu var enn óleystur, eftir að talsmenn stjóm- valda í Bonn sögðu að tillagan væri enn uppi á samningaborðinu. Franski landbúnaðarráðherran Jean Glavany tjáði fréttamönnum eftir fundinn að hann hefði verið fullvissaður um að hin svokallaða sam-fjármögnun landbúnaðarsjóð- anna yrði ekki lengur á dagskrá ráðherraviðræðnanna. En eftir að þýzkir ráðamenn höfðu gefið til kynna á fimmtudag að þýzka stjómin, sem fer þetta misserið með formennsku í ráðhemaráðinu og stýrir þar með viðræðunum, myndi ekki þrýsta á um málið and- spænis harðri mótspymu frá Frökkum, sagði Charima Rein- hardt, opinber talsmaður stjórnar- innar í Bonn, að tillagan væri enn á dagskrá. I Bmssel sagði þýzkur stjórn- arerindreki að hugmyndin væri enn á dagskrá, en ekki á samn- ingaborði landbúnaðarráðherr- anna. Heildarendurskoðun fjárlaga ESB í húfi f húfi er hvernig fjárlögum sambandsins, sem hljóða núna upp á um 7000 milljarða króna ár- lega, verður varið á komandi ár- um, en leiðtogar ESB höfðu sett sér að reyna að hafa drög að rammasamkomulagi um upp- stokkun fjármálanna tilbúin er þeir koma saman á aukafundi í Berlín 24.-25. marz. Það tekst ekki ef ekki næst fljótlega að málamiðl- un um breytingar á fjármögnun landbúnaðarkerfísins, en nærri helmingur allra fjárlaga ESB fara í að standa undir því. Þjóðverjar fara nú fyrir nokkrum ESB-i-íkj- um, sem greiða mun meira í sjóði sambandsins en þau fá úr þeim, og vilja skera niður útgjöldin. Franskir bændur hafa hingað til hagnast mest á landbúnaðarkerf- inu eins og það er. Tillögur framkvæmdastjórnar ESB um uppstokkun landbúnaðar- og byggðasjóðakeifis ESB ganga m.a. út á að viðmiðunarverð á korni, kjöti og mjólkurvörum verði lækkað verulega og bændum boðn- ar auknar beingreiðslur í staðinn. Bændur óttast að þetta muni skerða kjör þeirra. „Að skjálfa af skyrinu“ - eða vinna til verðlauna íslenskir bændur minnast aldaraf- mælis samtaka sinna þessa dagana og á yfirstandandi Búnaðarþingi voru veitt Landbúnaðarverðlaunin. Pétur Pétursson kann hins vegar að segja frá verðlaunaveitingum til bænda í fyrri tíð. SILFURBIKAR konunglega danska landbúnaðarfélagsins. LJÓSMYNDIN af heiðursskjali Odds bónda er fengin að láni hjá Þórði Tómassyni, safnverði í Skógum. Hún er þar í góðum höndum. Haraldur Ólafsson bankamaður, sonur Ólafs Oddssonar ljósmyndara, var hirðumaður hinn mesti og safnaði munum og minjum. Islenskir bændur minnast þessa dag- ana hundráð ára af- mælis samtaka sinna. Þau eni sprottin af rót félagsskapar Suð- uramtsins bústjórnarfé- lags, sem Þórður, faðir Sveinbjarnar tónskálds, veitti forstöðu og áttu að bakhjarli konunglega Landbústjórnarfélagið í Kaupmannahöfn. Sigurð- ur Helgason dannebr- ogsmaður á Jörfa kvað hjartnæmt ljóð til félags- ins er hann hlaut „Fimmta bikar af silfii gjörfa til heiðursverð- launa hefi þáð“. Hann var langafabróð- ir Bjarna ráðherra Ás- geirssonar, sem var afi Astu Ragnheiðar þing- fulltrúa. Konunglega búnaðar- félagið veitti allmörgum íslenskum bændum heiðursverðlaun. Þótt landið væri harðbýlt og erfitt til ræktunar unnu ýmsir einstakir bændur stórvirki með aðstoð dyggra vinnuhjúa. Margur landinn hvatti þó til vesturfarar. Egg- ert Sigfússon, síðar kenndur við Vogsósa, samdi ávarp í aprílmánuði 1869 og skoraði á landsmenn að yfir- gefa skerið. Er það skjal hið markverðasta og segir dapur- lega sögu um vantrú Islendinga á landi sínu. ... „eitthvert hið aumasta land, sem til er“, „ófrjó- semi lands vors“, „vér hér erum dæmdir til að búa við eymd“. Séra Eggert hvarf þó frá áformi sínu. Át eina kringlu á dag í Sel- vogi, kvaðst „skjálfa af skyrinu í Klausturhólum" og boðaði oftast messufall í kirkjum sínum. Oddur bóndi Eyjólfsson á Sámsstöðum í Fljótshlíð var önnur manngerð. Hann var fæddur 8. apríl 1815. Bjó á Brekkum en fluttist síðar að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Kon- rad Maurer, fræðimaðurinn nafnkunni, heimsækir Odd á ferð sinni um Suðurland. Oddur er þá hreppstjóri Fljótshlíðar- hrepps. Maurer segir að sig hafi langað til að fá að líta í hrepps- bækurnar. „Oddur upplýsti mig einnig um að í hreppnum væru sextíu bændur og aðeins ellefu ómagar." Oddur Eyjólfsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Benediktsdóttir frá Fljótsdal. Síðari kona hans Ingi- björg Ketilsdóttir. Meðal nafnkunnra barna Odds voru Oddur gullsmiður, Sæ- mundur bóndi í Garðsauka og Ólafur Oddsson ljósmyndari. Konunglega danska landbún- aðarfélagið heiðraði Odd Eyjólfs- son 11. mars 1879. Þá hlaut hann silfurbikar félagsins. Gjöfinni fylgdi greinargerð: „12. Oddur hreppstjóri Eyjúlfs- son á Sámstöðum í Rangárvalla- sýslu hefur síðan 1847 a) flutt bæinn á ábýlisjörð sinni um 80 faðma þangað sem hann nú er á hentugum stað, bæði til þess, að geta sjeð yfir tún og engi, og til þess að ná til vatns; b) hlaðið í kringum tún og gerði 400 faðma langan torfgarð, um engið 847 faðma langan torf- garð; c) sljettað alls 2679 ferh. faðma; d) grafið vatnveitingaskurði samtals 1267 faðma að lengd. Bóndi þessi hefur lengst um haldið að eins einn verkfæran mann, en hefur sýnt hina mestu atorku í jarðabótum, og hvatt aðra til þeirra, enda hefur hann nú af gerðinu 55 hesta af töðu, þar sem áður fengust að eins 5 hestai” túnið, sem áður gaf af sjer 140 hesta, hefur nú síðar gefið af sjer 240 hesta af töðu. Oddur hreppstjóri Eyjúlfsson á Sámstöðum í Rangárvallasýslu (sami og hinn 12. í tölunni hjer að ofan) hefur byggt sjer 2 kálgarða, sem til samans era að flatarmáli 264 ferh. faðmar.“ í bændarímu sem Jón Þórðar- son Hlíðarskáld kvað segir svo um Odd: Stjórnar Oddur aldraður enn með hyggju slynga einhver besti búhöldur bygð í Fljótshlíðinga. Fyrir störfm foldræktar fræg, sem jörð hans prýða, heiðursgripur veittur var vitrum lundi skíða. Vinnumenn Odds á Sámsstöðum, þeir sem deildu heiðri með hon- um og stóðu í stórræð- um voru samkvæmt manntali 1870 Teitur Ólafsson 27 ára árið 1870, en Guðjón Jóns- son 31 árs og Jón Magnússon 27 ára árið 1880. Jón Þórðarson Hlíð- arskáld kvað eftirmæli um Odd bónda: Nú er ævi gagns og gæfú gengin braut að friðarskauti, öldungs kærar ellihærur og á foldu hyljast moldu; krept er hönd í heljarböndum hönd er sú af þreytu lúin; en hans þarfa afreksstarfið í hans garð’ er fagur varði. Móti bárum æviára örugtbrausthann sinnishraustur, þar til elli þung að velli þrekinn við nam leggja niður; nú hann sefur sætt og hefur sigur hlotið stnð við þrotið; svifinn andi Ijóss að landi lífsandstreymi öllu gleymir. Blæju hvita hjer vjer lítum hjúpa grund um vetrarstundir. Blítt þá vor með blómstursporum breiðir klæði grænt á svæði, grafarreit hans skærast skreyti skartið ljósa blómgra rósa; sá þar undir sem nú blundar sína tíð þeim unni blíðast. Oddur Oddsson tók við búi á Sámsstöðum árið 1889 og bjó þar til ársins 1898. Þá flutti hann á Eyrarbakka. Reisti sér þar hús skammt frá Merkisteini. „Á Flötunum". Það slys varð að eld- ur kviknaði að nóttu til. Það vildi þó til happs að Þorgrímur í Rétt- inni, kunnur Eyrbekkingur, var á leið til skips. Varð hann eldsins var og vakti heimilisfólkið. Mátti ekki tæpara standa. Tókst Oddi og fjölskyldu hans að komast úr eldslogunum með sængurfötin ein. Skautbúningar, ættargripir fjölskyldunnar, silfurbikar Odds bónda Eyjólfssonar og allir inn- anstokksmunir brunnu. Oddur og kona hans Helga Magnús- dóttir fluttu í Tún, en síðar í Regin. Oddur var símstjóri og gullsmiður. Helga kona hans rómuð fyrir gestrisni og höfð- ingsskap. Meðal núlifandi afkomenda Odds á Sámsstöðum eru Sverrir og Gylfi Pálssynir, kennarar, Davíð forsætisráðherra og Ólaf- ur menntaskólakennari Odds- synir. Höfundur er þulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.