Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON KRISTINN GUÐMUNDSSON + Jón Kristinn Guðmundsson fæddist á Eskifirði 12. júni 1932. Hann lést á Landspítalan- um 24. febníar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 25.9. 1900 og Guðmundur Sig- urðsson, f. 6.11. ^ 1983, d. 1940. Bjuggu þau lengst af á Sandbrekku á Eskifírði. Þau eign- uðust 11 börn en 3 létust stuttu eftir fæðingu. Systkini Jóns eru: Stefán, f. 1919, lést á fyrsta ári; Stefán, f. 1921, d. 1983; Guðrún, f.1923; Sigurður, f. 1925, d. 1949; Dag- mar Elísabet, f. 1926, d. 1995; Kristján Jóhann, f. 1929, Ágúst; f. 1931, d. 1939; Elís Ingvar, f. 1936. Hinn 25. nóvevember 1954 kvæntist Jón Guðfinnu Ástu Sig- mundsdóttur frá Hælavík á Homströndum, f. 20.2. 1931, d. 9.11. 1979. Þau eignuðust 5 börn: 1) Auður, f.17.3. 1953, maki Birgir Ingólfsson og börn þeirra eru: Guðfinna Asta, f. 18.12. 1979 og Ingólfur, f. 18.9. 1988. 2) Bjargey Sigrún, f. 17.5. 1955, ógift. Hennar sonur er: Jón Davíð Madsen, f. 19.9. 1974. 3) Guðmundur Sigmar, f. 14.7. 1956, ógiftur. Hans sonur er: Andri, f. 22.7. 1982. 4) Rúnar Ágúst, f. 13.3. 1960, maki Margrét Linda Ásgrímsdóttir og þeirra börn eru: Ás- grímur, f. 22.1. 1993 og Jón Tómas, f. 16.4. 1996. Rúnar á soninn Ragnar Ágúst, f. 27.3. 1987 af fyrra hjónabandi. 5) Pétur _ Tryggvi, f. 4.5. 1961, maki Ólöf Hildur Egilsdóttir og börn þeirra eru: Vilborg, f. 8.8. 1984, Jón Kristinn, f. 8.8. 1987 og Sigrún Ásta, f. 25.1. 1993. Jón vann ýmis störf til sjós og lands. Árið 1963 hóf hann störf hjá Dráttarbrautum Keflavíkur og starfaði þar samfleytt í 24 ár. Siðastliðin 12 ár var hann starfsmaður Hitaveitu Suður- nesja. Utför Jóns fer fram frá Kefla- vfkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku pabbi! Nú er þinni stuttu en erfiðu baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm lokið og þú ert búinn að fá frið. Lífsbaráttan hófst snemma hjá þér, móðir þín varð ung ekkja með átta börn á sínu framfæri. Strax eftir fermingu fórstu á sjóinn til að geta hjálpað til heima fyrir. Kringum tvítugsaldurinn yfir- gafst þú æskuheimili þitt á Eski- fírði og komst hingað suður með sjó, því hér var næga atvinnu að hafa. I Keflavík kynntist þú mömmu. Þið urðuð ástfangin, gift- uð ykkur, stofnuðuð heimili og eignuðust fimm börn. 47 ára gam- all varst þú orðinn ekkjumaður og giftist ekki aftur. Pabbi, þú hefur örugglega oft verið einmana, þótt þú létir það aldrei í ljós. Þú eign- aðist 10 barnabörn, sem þér þótti afar vænt um og þar af þrjá nafna. Þú hafðir gaman af að spila bridge og það var oft fjör hér á 'Greniteignum, þegar við systkinin spiluðum við þig. Ég þakka þér stuðninginn, sem þú veittir mér og Jóni Davíð í gegnum árin. Að lokum vil ég þakka starfsfólkinu á deild 11-G á Landspítalanum fyrir þá hjarta- hlýju og góðu umönnun sem pabbi varð aðnjótandi, ásamt þakklæti til vina og vandamanna sem studdu og styrktu hann í veikind- um hans. Það er mér mikil hugg- un að þú sért að fara til mömmu. Ég veit að hún tekur vel á móti þér eftir 20 ára aðskilnað. Pabbi, hvíldu í friði, ég þakka þér sam- veruna. Sú fegurð öll, sem fyrir sjónir bar á fórnum vegi, birtist vinum tveim sem ennþá muna yndislegan heim - sem einu sinni var. Og endurfundir fagna sálir tvær sem frjálsar teyga angan þína, jörð, og seltuna við silfurbláan fjörð. Við stöðvum tímans vald og vængjablak - eitt andartak, eitt andartak. (Davíð Stefánsson.) Þín dóttir, "• Bjargey Sigrún. Fallinn er frá okkar ágæti fé- lagi Jón K. Guðmundsson langt fyrir aldur fram, en hann lést miðvikudaginn 24. febrúar. Jón K. Guðmundsson hóf störf hjá Hitaveitu Suðurnesja í maí 1987 þá sem starfsmaður í úti- vatnsdeild að Brekkustíg. Jón fluttist til í starfi innan HS og kom til starfa í Svartsengi 1991 sem viðgerðarmaður í orkuveri, og starfaði að mestu á blikkverk- stæði. Jón vann ætíð vel þau störf er honum voru falin með vand- virkni og snyrtimennsku í fyrir- rúmi, því voru honum fengin þau sérverkefni að sjá um hreinsanir og álímingar á varmaskiptaplöt- um, þar sem rétt vinnubrögð skipta sköpum við vinnu á dýrum búnaði. Jón var hæglátur, hjálpsamur og greiðvikinn og reyndist vinnu- félögum sýnum traustur og góður félagi og var mjög vel liðinn af starfsfélögum sínum. Jón hafði sín áhugamál, eitt af þeim var trilluhom sem hann smíðaði sjálfur í skúrnum heima, hann reri á horninu sínu bæði á línu og færi, hluti kótans fór í herslu, sem vinnufélagar fengu að njóta í ríkum mæli. Hann hafði brennandi áhuga á boltaíþróttum, glaðværð hans skein mest þegar mikið var um að vera í boltanum og fór varla neitt framhjá honum í þeim efnum. Við vinnufélagar söknum góðs vinar og flytjum ætt- ingjum hans okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning sóma- manns. Vinnufélagar Hitaveitu Suðurnesja. Elsku afi okkar, við erum ekki ennþá búin að átta okkur á því að þú sért dáinn, það er svo óraun- verulegt. Þær voru ófáar ferðirn- ar sem við systkinin heimsóttum þig á Greniteiginn. Okkur á eftir að finnast skrýtið að ganga fram hjá húsinu þínu vitandi að þú sért ekki inni í skúr að beita eða að dúlla við bátinn sem þú sjálfur hafðir smíðað. Við systkinin fór- um oft með þér á sjóinn á trillunni þinni. Það var gaman að hlusta á þig segja sögur frá sjálfum þér sem ungur drengur á sjó. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín alveg rosalega mikið. Sofðu rótt. „Ég var lítið barn og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina." (Þórunn Magnea.) Þín barnabörn, Vilborg, Jón Kristinn og Sigrún Ásta. Elsku afi. Nú er þínu stutta stríði lokið. Síðustu vikurnar voru þér ákaf- lega erfiðar og einnig okkur, ætt- ingjum þínum, því ekkert er eins sárt og að horfa á þjáningar ást- vina sinna og geta ekkert aðhafst til að lina þær. Ég neitaði fyrst að viðurkenna að sjúkdómur þinn væri þetta langt genginn og að það væri engin von um bata, en þegar ljóst var að þú myndir ekki ná þér bað ég oft um að þú fengir rólegt og fallegt andlát. Fyi-ir Guðs mildi var ég bænheyrð, and- lát þitt var friðsælt og kvalar- laust. Það er mér nú huggun í sorginni að vita þig á betri og fal- legri stað, lausan við kvalir og umkringdan þeim ástvinum þín- um sem fóru á undan þér. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði eftir eitt eftirlætis skáld okkar Guðfinnu ömmu: Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni Lék sumarið öll sín Ijóð, Og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt Og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi’að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sín. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðmundsson) Hvíl í friði, afi minn, þín er sárt saknað. Þitt afabarn Guðfinna Ásta. Kæri vinur! Nú er komið að kveðjustund. Við hugsum núna til áranna þegar leiðin lá svo oft til Keflavík- ur á Greniteiginn. Þá minnumst við með gleði góðu móttakanna þar. Þú varst oftast mættur á rútustöðina til að keyra okkur síðasta spölinn. Alltaf með sama örugga hlýja fas- ið og glettnislega brosið. Fljótlega var komið í faðm fjöl- skyldunnar og þá var mikið borð- að, spjaliað og hlegið. Ófáir fyrri og seinni helmingar fuku enda var konan þín, Finna frænka, hagorð og mikill húmoristi. Þegar umræðurnar og gleð- skapurinn dróst á langinn fórstu oft frá til að sinna öðru. Þér féll sjaldnast verk úr hendi, alltaf að vinna að einhverju. Seinna dró skugga yfir Greni- teiginn. Þegar Finna dó fyi'ir ald- ur fram aðeins 47 ára gömul reyndi á styrk þinn með börnin flest á unglingsaldri. Ekki var henni auðvelt að yfirgefa ykkur eins og kemur fram í bæn hennar rétt fyrir andlátið. Læknar sína dauöadóma skrifa Ég drottin bið af allri sálu minni. Eitt fagurt sumar lofa mér að lifa í Látravík að koma einu sinni. Elsku Jón, kærar þakkir fyrir að hafa sýnt okkur alla þessa alúð og vináttu og guð blessi þig. Við sendum fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Bjargey og Ingibjörg. BOÐVAR PÉTURSSON t Böðvar Péturs- son, verslunar- maður fæddist á Blönduósi 25. des- ember 1922. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. Böðvar Pétursson er látinn. Þessi fregn kom eins og reiðarslag þrátt fyrir það að Böðvar hefði ver- ið veikur í nokkra mánuði. Böðvar var mikill félagsmála- maður. Hann gegndi m.a. tránað- arstörfum íyrir Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur um árabil auk þess sem hann var virkur í Ferða- félagi Islands. Marga ferðina fór Böðvar um landið, stundum einn á skíði upp á Hellisheiði í fjallgöngur eða annað. Böðvar var vanur göngumaður og fráfall hans kom því enn meira á óvart en ella. Ég ætla ekki að fjalla um félags- störf Böðvars heldur þau persónu- legu kynni sem ég hafði af Böðvari. Það var gott að leita til Böðvars. Þau voru ekki fá skiptin sem ég notfærði mér það á meðan ég starf- aði að félagsmálum kennara. Þá átti Böðvar auðvelt með að velta upp mismunandi sjónarhornum, ræða málið fram og til baka. Það auðveldaði ákvarðanatöku og gerði léttara að rökstyðja þá niðurstöðu sem fékkst. Ég vonaðist til að eiga eftir margar góðar stundir með Böðvari en þá veiktist hann af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Það var gott að koma í Skeiðar- voginn til þeirra Dóru og Böðvars. Böðvar hafði þann einstaka eigin- leika að böm löðuðust að honum, fundu hlýjuna og góðmennskuna sem frá honum stafaði. Böðvar reyndi að styðja þá sem áttu í erf- iðleikum hvort sem um veikindi eða aðra erfiðleika var að ræða. Þá var hann ekki að miklast af því að hafa aðstoðað. Stuðningurinn var veittur án þess að nokkur vissi. Ég votta fjölskyldu Böðvars og þá sér- staklega Dóm mína innilegustu samúð en við í norðurbænum munum alla tíð minn- ast hans sem góðs drengs sem gott var að kynnast og hafa samneyti við. Loftur Magnússon. Lífið á Islandi líður áfram, þó við höfum farið að heim- an um tíma. Þegar ég talaði við Böðvar, áður en við fómm út, hvarflaði ekki að mér, að hann yrði ekki þarna, þegar við kæmum heim aftur. Böðvar og Ásta vom í Helga- felli, frá því ég man eftir mér. Við systkinin unnum þar á sumrin og fyrir jólin. Seinna unnu bömin okk- ar með þeim. Böðvar var strangur en alltaf sanngjarn. Ásta gerði allt fyrir okkur en Böðvar kenndi okk- ur að vinna. Ég lærði virkilega að meta það, þegar dætur mínar unnu þar og ég vissi að þær væra í góð- um höndum Ástu og Böðvars. Eftir að pabbi veiktist og var að mestu heima við, kom Böðvar á hverjum degi eftir vinnu, sat lengi og fór yfir allt, sem gerst hafði yfir daginn. Hann rak fyrirtækið með slíkum sóma, að ég spurði pabba einhvern tíma, hvort Böðvar væri hluthafi í Helgafelli. Ég tráði því ekki, að ein- hver væri svo heiðarlegur og ábyrgur í starfi fyrir annan. En þannig var Böðvar. Hann sat á þessum tíma báðum megin við borðið. Hann var í samninganefnd fyrir Verslunarmannafélagið og rak fýrirtæki fyrir föður minn um leið. Áldrei var ég vör við, að hann blandaði þessum tveim störfum saman. Ég þakka Böðvari samfylgdina og votta fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég vona að minningin um góðan dreng dragi úr sársaukanum. Auður Ragnarsdóttir og fjölskylda. BJÖRG VALDEMARSDÓTTIR + Björg Valdemarsdóttir fæddist í Litla-Árskógi í Eyjafirði 20. september 1900. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 18. febrúar. Ég man þegar ég var lítill drengur hvað mér þótti gott að vera hjá ömmu og afa í Sæviðarsundinu. Stundum þegar ég kom til þeiira var afi að rýja teppi inni í litla herbergi og amma að prjóna eða jafnvel að baka jólaköku með súkkati. „Ertu kominn, vinur“ sagði þá amma gjarnan og faðmaði mig að sér. Á heimili ömmu og afa ríkti séstök kyrrð sem ég hef ekki fundið annars staðar og dæmalaus ást og hlýja sem virtist engin takmörk eiga. Oft kemur upp í hugann mynd þar sem við amma sitjum við eldhúsborðið og spil- um kasínu eða svarta pétur, klukkan í stofunni slær, afí kemur fram og fær sér kaffí í bránu könnuna, amma brosir og segir: „Eigum við ekki kandísmola uppi í skáp?“ Amma tal- aði oft um æskuslóðir sínar sem „heima í ey“. Margar sögur sagði hún mér frá lífínu í Hrísey, til dæmis þeg- ar hún þurfti að fara langa leið eftir vatni í brunn á hverjum degi og á vet- uma þurfti stundum að brjóta þykk- an klaka ofan af til þess að komast í vatnið. Ymislegt þurfti hún að ganga í gegnum á sinni löngu ævi, ung missti hún tvo litla drengi, Pálma og Valde- mar, og man ég að þegar amma talaði um þá blikaði yfii'leitt tár á hvarmi hennar. Nokkm síðar lést Friðbjöm, fyrri maður hennar, langt fyrir aldur fram og þá var hún 34 ára orðin ein- stæð móðir með fjögur böm. Sjö ár- um síðar giftist hún Garðari afa mín- um og gekk hann bömunum í fóður- stað og amma talaði alltaf um að hann hefði reynst þeim vel og komið fram við þau eins og þau væm hans eigin. Elsku amma, ég sakna þín sárt en ég geymi minninguna um þig í hjarta mínu og ég er fullur þakklætis að hafa þekkt þig og fengið að njóta allra þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Jesús, gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slokknar. Garðar Erlingsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.