Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 43 UMRÆÐAN i I færi afla sinn allan og veiðarfæri að landi áður en ný veiðiferð getur hafist. Frágangur á meðferð afla skal vera í samræmi við reglugerð nr. 162/1998 (með viðbótum) um holl- ustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, en þó skal allur fiskur blóðgaður og slægður í hverjum róðri. Til varnar fiskistofnum og öðru lífríki hafsins innan efnahagslög- sögu Islendinga virðist óhjá- kvæmilegt að beita neyðarrétti við stjórnun veiða með öðrum veiðar- færum og annarri veiðitilhögun en greinir í fyrrgreindri aðalreglu um fiskveiðar hvort sem það snertir aflaheimildir (kvóta), tegundir afla, veiðarfæri, stærð og gerð veiðiskipa, veiðitækni, aflamark, sóknarmark, skiptingu eða lokun veiðisvæða eða aðra stýringu á veiðum, sem kann að mismuna mönnum eða byggðarlögum, svo sem a. Veiði togara verði óheimil innan 20 - 30 sjómílna landhelgis- marka. b. Dragnótaveiðar skulu óheimilar innan grunnlínumarka sbr. reglugerð um fiskveiðilandhelgi íslands nr. 299 frá 15. júli 1975, með undantekningum um veiði- svæði utan þröngi-a fjarða og í stórum flóum eða fjörðum eftir ákvörðun réttra stjórnvalda. e. Sala, leiga eða skipti á aflaheim- ildum hverju nafni sem nefnast verði óheimil. Með vísan til þess er að framan greinir skal óháð opinber stofnun stjórna veiðum og öflun alls sjáv- arfangs á grundvelli reynslu og vísinda og hafa hliðsjón af hags- munum útgerðar í landinu á hverj- um tíma í þeim tilgangi að skapa öryggi og festu í rekstri og afkomu í bráð og lengd. Með öllum aðgerðum skal leitast við að meta með sanngirni aðstöðu einstakra útgerða og byggða og gæta almenm-ar jafnræðisreglu svo sem verða má og stefna að því að lífríki hafsins beri sem ríkuleg- astan ávöxt. Höfundur er lögmaður. Hugleiðingar á spítalavaktinni UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt og ritað um skipulag og framkvæmdir á mið- bæjarsvæðinu, einkan- lega hvað varðar Vatnsmýrina og um- hverfi hennar, mögu- legan flutning Reykja- víkurflugvallar og Hr- ingbrautarinnar. I þessari umræðu virðist vera gengið út frá því, að staðsetning Land- spítalans verði óbreytt um ófyrirsjáanlega framtíð. Inn í þessa Auðólfur umræðu hefur fléttast Gunnarsson aðgengi að LandspítaJ- anum og skortur á bílastæðum, sér- staklega m.t.t. hins nýja Bamaspít- ala, sem tengjast á Kvennadeildinni með takmörkuðu aðgengi að aðal- byggingu Landspítalans, þar sem staðsettar eru skurðstofur og aðrar þjónustugreinar. Þeim, sem unnið hafa á Land- spítalanum í mörg ár og kynnst sjúkrahúsrekstri heima og erlend- is, mun flestum ljóst, að vaxtar- möguleikum Landspítalans á nú- verandi stað eru takmörk sett, bæði vegna staðsetningar og tak- markana á hæð bygginga vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Hér við bætist, að eldri byggingar á Landspítalalóðinni henta illa til breytinga að kröfum tímans, með nýrri tækni og meðferð. Auk þessa er skortur á bílastæðum óleystur. Mikið umferðaröngþveiti inn og út úr miðbænum á álagstímum er óheppilegt lyrir sjúkrahúsið vegna mögulegra umferðartafa. Líf getur legið við að koma mikið veikum eða slösuðum sjúklingum á sjúkrahúsið á sem skemmstum tíma og að starfsfólk geti brugðist við útköll- um án tafa vegna umferðaröng- þveitis. Auk þessa má benda á, að umferðarmiðstöð og fyrirhuguð verslunarsamstæða í næsta ná- grenni Landspítalans fer ekki vel að sjúkrahúsrekstri. Framtíðarhá- skólasjúkrahús þaif að vera þannig staðsett, að umferðar- leiðir að því séu greið- ar. Auk þess þarf nægt landrými iim- hverfis sjúkrahúsið fyrir bílastæði og framtíðarbyggingar og eðlilega þróun. Nú- tímasjúkrahúsbygg- ingar þurfa að vera þannig hannaðar ög byggðar, að auðvelt sé og kostnaðai-lítið að breyta innviðum þeirra og laga starf- semina að þreyttum þörfum og rekstri. Heppilegra er, að sjúkrahús séu í há- reistum byggingum en að þau teygi sig út í láréttu plani, þar sem flutningur sjúklinga og aðfanga er Háskólasjúkrahús Vífílsstaðasvæðið, segir Auðólfur Gunnarsson, hentar bezt fyrir fram- tíðarháskólasjúkrahús landsins. mun auðveldari og ódýrari í lyftum en á vögnum eftir göngum og tengibyggingum. Fvrir rúmlega 30 árum var Sjúkrahús Reykjavíkur byggt í Fossvogi. Framsýnir menn höfðu þá þegar hugmyndir um, að betri lausn væri að byggja eitt stórt há- skólasjúkrahús annaðhvort á Keld- um eða á Vífilsstöðum. Eftir þessu var þó ekki farið. Síðan þá hefur miklu verið kostað til breytinga á húsnæði beggja spítalanna og við- bygginga, sérstaklega á Landspít- alanum, með takmörkuðum ár- angri. Svo hefur nú verið þrengt að Sjúkrahúsi Reykjavíkur, að ljóst er að þar mun ekki rísa framtíðar- sjúkrahús fyrir Stór-Reykjavíkur- svæðið og landið allt. ir UNIFEM á Islandi tvö þróunar- verkefni. Annað verkefnið er stuðningur við konur í Campeehe- héraði í Mexíkó. Þar hafa konur verið að byggja upp þjálfunarmið- stöð til að tileinka sér og miðla Mannréttindi Herferð UNIFEM er mikilvægt skref í bar- áttunni gegn því ofbeldi sem konur um allan heim eru beittar. Kristjana Þ. Sigur- björnsdóttir minnir á að alþjóðlegur dagur kvenna er nk. mánudag. þekkingu á býflugnarækt og hun- angsframleiðslu, en slík þekking gerir konum í héraðinu kleift að ná tökum á þessari mikilvægu iðn sem áður var eingöngu í höndum karlmanna. Þetta veitir konunum möguleika á því að verða fjárhags- lega sjálfstæðar jafnframt því sem þær viðhalda ævagamalli fram- leiðsluhefð. Þetta verkefni er gott dæmi um það hvernig UNIFEM styður frumkvæði kvenna og þar með efnahagslegt sjálfstæði þeirra. UNIFEM á íslandi styrkir einnig verkefni á Indlandi. Mark- mið þess er að styrkja konur til að auka þekkingu sína á lýðræðisleg- um, efnahagslegum og pólitískum réttindum og hvetja þær til að taka þátt í ákvörðunum sem geta haft mikil áhrif á líf þeirra. Stuðn- ingur við verkefnið er að hefjast um þessar mundir, en þetta er samstarfsverkefni með aðildarfé- lögum UNIFEM í Svíþjóð og í Japan. Engin mannréttindi án réttinda kvenna Stefnuskrá Bejing-ráðstefnunn- ar um stöðu kvenna staðfesti að mannréttindi kvenna væru órofa hluti almennra mannréttinda. UNIFEM hefur unnið ötullega að mannréttindum kvenna og verk- efnum sem leggja áherslu á að auka þekkingu kvenna á lagaleg- um, efnahagslegum og pólitískum réttindum hefur verið veittur stuðningur. UNIFEM styður einnig verk- efni sem snúa að konum sem búa við vopnuð átök og stríð. Markmið slíkra friðaiverkefna er að gera konur virkar í friðarferlinu og hvetja þær til þátttöku við lausnir átaka á stríðshrjáðum svæðum. Slík verkefni hafa til dæmis verið unnin í Angóla, Sómalíu, Gu- atemala og Sierra Leone. Margt hefur áunnist í barátt- unni fyrir bættum lífskjörum kvenna í þróunarlöndum: Konur lifa lengur, þær eignast heilbrigð- ari börn, afla sér menntunar og taka þátt í atvinnulífinu í ríkara mæli en áður. Þetta er mjög mikil- vægur árangur í ljósi þess að kon- ur eru helmingur mannkyns og konur og börn eru 70% af þeim milljarði manna sem lifir undir fá- tæktarmörkum. Konur leggja fram 2/3 af vinnu heims og þær framleiða og selja 3/5 af fæðu heimsins. Konur fá einungis 10% af launatekjum í heiminum í sinn hlut og konur eiga minna en 1% af eignum heims. Það er alkunna, að konur í þróunarlöndum sinna flest- um þeim störfum sem þarf til að sjá fjölskyldum þeirra fyrir lífsvið- urværi. Samt eru þessi mikilvægu framlög kvenna til efnahags heim- ilanna og samfélagsins ekki metin að verðleikum og koma ekki fram í hagtölum landa þeirra. Noeleen Heyzer, framkvæmda- stjóri UNIFEM, telur mikilvægt að vekja fólk til vitundar um stöðu kvenna víða um heim þegar haldið er upp á alþjóðlegan dag kvenna, þann 8. mars. Mikill árangur hefur náðst undanfarin fimmtíu ár hvað mannréttindi kvenna snertir. Það er þó mikilvægt að leggja áherslu á að enn er langt í land að mann- réttindi séu alls staðar virt og mik- ið starf er framundan til að tryggja að svo verði. UNIFEM á íslandi hefur opnað skrifstofu að Laugavegi 7, þar sem einnig eru til húsa ýmis hags- muna- og félagasamtök. Skrifstof- an er opin alla fimmtudaga frá klukkan 17 til 19. Höfundur er starfsnmður UNIFEM á Islandi. Mér sýnist að Vífilsstaðasvæðið uppfylli í dag langbest þau skilyrði sem setja þarf, hvað staðsetningu varðar, fyrir framtíðarháskóla- sjúkrahús landsins. Það er miðlægt á Stór-Reykjavíkursvæðinu og tengt góðum umferðaræðum og ennþá mun þar nægt landrými fyr- ir hendi í eigu ríkisins. Því væri mjög bagalegt, ef svo yrði þrengt að núverandi sjúkrahúsi á Vífils- stöðum, að landrými yrði ekki fyrir hendi til nauðsynlegra fram- kvæmda hvað þetta varðar. Vegna þessa og ýmissa annarra þátta er því óhjákvæmilegt, að tek- in verði hið fyrsta ákvörðun um staðsetningu framtíðarháskóla- sjúkrahúss, áður en aðrar fram- kvæmdir og landnýting gera heppilega framtíðarlausn ómögu- lega. Sú spuming hlýtur að vakna, hvað gera eigi við núverandi bygg- ingar á Landspítalalóð og Sjúkra- hús Reykjavíkur, ef nýtt háskóla- sjúkrahús risi. Benda má á, að minnkuð starf- semi á Landspítalalóð mundi auð- velda mjög umferð og aðrar fram- kvæmdir á þessu svæði. Viss sjúkrahúsrekstur mundi vafalaust halda áfram í sumum byggingum Landspítalans um ófyrirsjáanlega framtíð. Sumar byggingar Land- spítalans mundi hins vegar vera mögulegt að nýta til annars rekstr- ar, t.d. sem hótel eða námsmanna- garða. Hvað Sjúkrahús Reykjavík- ur varðar kæmi breyttur rekstur t.d. sem einkarekið sjúkrahús að hluta og nýting fyrir langlegu- og hjúkrunardeildir til greina. Tilgangur þessa greinarstúfs er ekki að benda á endanlegar töfra- lausnir, heldur að vekja umræðu og stuðla að því að skammsýni og bráðabirgðalausnir á vanda sjúkra- húsanna hindri ekki eðlilega þróun og nauðsynlega uppbyggingu há- skólasjúkrahúss, sem þjóni bæði Stór-Reykjavíkursvæðinu og land- inu öllu á næstu öld. Höfundur er yfirlæknir. Fréttir á Netinu Mígrenis- köst hurfu alveg! Steinunn Ólafsdóttir HjúkrunarfræðiTigur: „Ég byrjað að taka NAIEN i apríl. Siðan hef ég tekið NATEN reglulega. Ég þurfti á andlegri hressingu að halda, framundan var stór uppskurður sem ég kveið fyrir. Það fyrsta sem ég tók eftir var að mígrenisköst sem ég hafði þjáðst af í tuttugu ár hurfu alveg. Annað sem ég tók eftir var að allur kvíði var horfinn og síðan fór ég í uppskurð við slitgigt í september og gekk það ótrúlega vel svo að um það var talað. Auk þess finnst mér ég vera full af orku og lífsgleði, því þakka ég NATEN, svo ég get fi/llilega mælt með því." NATEN erioo% hreint, lífrænt náttúruefni. Takirþú NATEN þarfnast þú engra annarra vítamína eða fæðubótarefna! NATEN - er nóg! Útsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akurei/ri og Reykjavík, Apótekin, Lyfja., verslairir KÁ, Kaupfélögin, Urð Raufarhöfn, Homabaer Hornafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945 Veffang: www.naten.is urrmu mm kynntir í dag, I Komið, sjóið og prófið H Y G E A snyrtivöruverdlun Kaupaukar fylgja keyptri vöru Kringlunni, sími 533 4533 Prufur fyrir alla sem líta við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.