Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskveiðistefna Frjálslynda flokksins Búnaðarlagasamningur undirritaður Morgunblaðið/Keli FRÁ undirritun samningsins. F.h.: Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra og Hákon Sig- urgrfmsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Svipaðar fjár- hæðir og á síð- ustu árum HÉR fer á eftir í heild stefnuskrá Frjálslynda flokksins í fiskveiðimál- um, sem kynnt var í gær: Samkvæmt niðurstöðum landsþings Frjálslynda flokksins á ný stefna um fiskveiðistjórn að miða að eftirtöld- um höfuðmarkmiðum: • Jafn frumburðarréttur allra þegna til fiskveiða. • Hámörkun afraksturs af auðlind- unum í hafinu í þágu allrar þjóðar- innar. • Mai-kviss þekkingarleit með rannsóknum á hafinu, lífríki þess, stofnvistfræði tegunda og áhrifum umhverfisþátta. • Fyllsta gát í nýtingu auðlindanna í hafinu, með nýjustu og traustustu þekkingu hvers tíma að leiðarljósi. • Allt sjávarfang, sem veitt er á skip, verði flutt í land. Stefna Frjálslynda flokksins felur það í sér, að eytt er höfuðgöllum gildandi kvótaúthlutunar. Horfið er frá ríkisvemduðu forréttindakerfi til markaðskerfis með heilbrigða sam- keppni, atvinnufrelsi og jafnræði þegnanna að leiðarljósi. Með slíkri stefnu verður réttur sjávarbyggð- anna til lífsbjaj'gar með nýtingu aðliggjandi fiskimiða tryggður. Það þarf að eyða: • mismunun hinna stóru og smáu í útgerð, • mismunun fiskvinnslu með og án útgerðar, • lokun útgerðarinnar fyrir nýlið- un, • útfalli fjármagns úr greininni og braski, sem því fylgir og • síðast en ekki síst brottkasti á afla í hafi. A grundvelli ríkjandi viðhorfa á landsþinginu hefur miðstjóm Frjáls- lynda flokksins ákveðið svofellda stefnuskrá í þessum efnum fyrir komandi kosningar til Alþingis: • Núgildandi kvótaúthlutun verði þegar í stað afnumin og bann lagt við framsali aflaheimilda. • Til undirbúnings nýrri skipan og til reynslu, verði stundaðar frjálsar veiðar með sóknarstýringu í a.m.k. tvö ár, þar sem bátaflotinn hafi for- gang að grunnslóðinni. Togurum verði beitt á mið utan grannslóðar, en þó leyfðar veiðai- á hefðbundnum miðum þeirra. Hámarksþorskafli slíkt fiskveiðiár verið 400.000 tonn og veiðar með handfæri og línu einar heimilar eftir að því marki er náð. Þyki sóknarstýring takast vel verði heimilt að framlengja þá skipan mála, enda verði sóknarleiga greidd, sem markaðir sjái um innheimtu á. Upphæð sóknarleigu verði ákveðin hæfileg með tilliti til afkomu útgerð- ar og sé bundin vísitölu afurðaverðs til hækkunar eða lækkunar. • A rejmslutímanum verði skipuð óháð rannsóknarnefnd sérfróðra manna, er endurmeti allar líffræði- legar forsendur nýtingar fiskistofn- anna við landið og skili áliti sínu í skýrslu til Alþingis innan eins árs. Jafnframt verði undirbúin ný lög- gjöf, er byggist á mai’kaðsvæðingu með útboði til leigu á öllum afla- og/eða sóknarheimildum í frjálsri samkeppni allra þeirra, sem vilja veiða eða verka fisk. • Stefnt verði að ráðstöfun veiði- heimilda á opnum tilboðsmarkaði, þar sem leiguverðlag myndast í sam- ræmi við það, sem rekstur útgerða ætti auðvelt með að greiða. Slíkt kaupþing þarf að geta ráðstafað veiðiheimildum á markaðsverði til byggða eftir reglum um lágmarksað- gang einstakra sjávarbyggða að auð- lindinni. • Smáútvegsbændum, sem lagt hafa í kostnað vegna kaupa á veiði- heimildum sl. fjögur ár, verði heimil- að að afskrifa þann kostnað með jöfnum afskriftum á fjórum árum. • Öll yfirstjórn umskiptanna frá gildandi fiskveiðistjórn til hinnar nýju, verði í höndum þriggja manna, sem skipaðir væru af Hæstarétti. Þeir hefðu víðtæk umboð til að ná hinum settu markmiðum. Að því leyti sem umboð stjórnarnefndarinn- ar hrykkju ekki til, hefði stjórnar- nefndin frumkvæðisskyldu til til- lögugerðar til sjávarútvegsráðherra eða eftir atvikum Alþingis um úr- bætur. • Nefndin skal einnig gera tillögur til Alþingis um ráðstöfun leigutekna af veiðiheimildum, eða sóknarleigu, þar sem leigutekjum yrði fyrst og fremst ráðstafað til hafrannsókna, tilrauna með ný veiðarfæri og búnað skipa, og öryggismála sjómanna. • Ofangreind stefna er byggð á þeirri forsendu, að bátafloti sjávar- byggðanna nái í slíkum útboðum for- skoti til þess að ná þeim veiðiheim- ildum, sem hann þarf til nýtingar heimamiða. Reynist þessi forsenda stefnunnar ekki halda, þegar til slíkrar markaðsvæðingar veiðiheim- ildanna kæmi, telur Frjálslyndi flokkurinn, að aflaheimildum eigi þegar í stað að skipta milli veiða á bátaflotann og veiða á togaraflotann og láta hvorn flokk keppa á aðskild- um mörkuðum. • Brottkasti á fiski vill Frjálslyndi flokkurinn eyða með því að veita sem mest frelsi í fiskveiðum innan settra marka, enda er slíkt fi-elsi forsenda ábyrgrar nýtingar og þess, að áreið- anleg gögn fáist, sem byggja má vís- indalega ráðgjöf á. Utboð á veiði- heimildum á fiski fari fram í stærðar- flokkum, en jafnframt verði lág- verðsafla landað ft-amhjá leigðum veiðiheimildum gegn skiptingu á and- virði aflans milli ríkisins, útgerðar og áhafnar eftir nánari umsömdum regl- um. Ströng viðuriög verði sett við öllu brottkasti sjávai’afla, þar með talinn úrgangur á vinnsluskipum. • Að því skal stefnt, svo fljótt sem auðið er, að allur afli verði seldur á löggiltum fiskmörkuðum. • Eitt af meginmarkmiðum þessar- ar stefnu Frjálslynda flokksins er að koma í veg fyrir hina ógnarlegu byggðaröskun, sem núgildandi fisk- veiðistjórn hefir leitt yfir þjóðina. • Island sæki um aðild að Alþjóða hvalveiðiráðinu nú þegar. Hafnar verði hrefnuveiðar og leyfð veiði allt að helmingi þess fjölda af dýrum sem stofnmælingar sýna að óhætt sé að yeiða úr stofninum. • Áherzla verði lögð á að ná samn- ingum um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna við þjóðh’ Norður-Atl- antshafsins. Sérstök áherzla verði lögð á lausn ágreiningsmála við Norðmenn, án þess að í neinu verði sveigt á bakborða fyrir yfirgangs- stefnu þeirra. • Sérstök nefnd sérfróðra manna verði sett á laggir til að gera tillögur um umgengnisreglur við hafið. Á það sérstaklega við um mengunai-varnir hverskonar og einnig rannsóknir og tillögugerð um áhrif veiðiaðferða á hafsbotninn og lífríki hans. SAMNINGUR á milli landbúnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtak- anna um verkefni samkvæmt bún- aðarlögum og framlög ríkisins til þeirra var undirritaður í gær á Bún- aðarþingi. Ríkissjóður mun verja 424-474 milljónum króna á ári næstu fimm ár til verkefna á sviði ráðgjafarþjónustu, umbótaverkefna á bújörðum, verkefna á sviði búfjár- kynbóta og til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Þetta eru svipaðar fjárhæðir og veittar hafa verið til þessara verk- efnaflokka á fjárlögum á síðustu ár- um. Munurinn er sá að nú hefur verið gerður samningur um fram- lögin og skilgreint til hvaða verk- efna þau eigi að renna. Breytt er áherslum varðandi stuðning við verkefni og haft að leiðarljósi að styðja framsækin verkefni. Samn- ingurinn byggist á ákvæðum búnað- arlaga sem samþykkt voru frá Al- þingi á síðasta ári. Markmið þeii’ra er að stuðla að framförum í ís- lenskri búvöruframleiðslu og auka samkeppnishæfni íslensks landbún- aðar. Guðmundur Bjamason landbún- aðarráðherra lýsti við undirritun samningsins ánægju sinni með hann. Hann sagði að í raun væri fjárveiting til þessara verkefna 474 milljónir króna á ári allan samn- ingstímann. „Hluti af þessu gengur til þess að greiða eldri jarðræktar- framlög. Samningur samkvæmt þessum lögum er í raun trygging fyrir því að þessi stuðningur standi öruggari en verið hefur samkvæmt lagaákvæðum sem gilt hafa hingað til,“ sagði Guðmundur. Fáðu senda nfu kjúklingabita franskar, sósu, salat og 21. kók 2300 kr. Taktu með... 16" 990 kr. með 2 áleggstegundtim og 2 L kók Fáðu senda... 16" 1.290 kr. með 2 áleggstegundum og 21. kók . -. V Fáðu senda... 4 hamborgara, franskar og 2 I. kók 1.490 kr. Opið virka daga kl. 11.00-24.00 Helgar kl. 11.00-05.00 Núpalind 1, sími 564 5777 FOCUS verður frumsýndur hjá Ford-umboðinu, Brimborg, um helgina í nýju húsnæði við Bfldshöfða. Ford Focus frumsýndur BRIMBORG hf. frumsýnir Ford Focus helgina 6.-7. mars í nýjum húsakynnum fyrirtækisins á Bfldshöfða 6 í Reykjavík og einnig hjá Brimborg-Þórshamri á Akur- eyri. Ford Focus var kosinn bfll árs- ins í Evrópu 1999 og hefur hlotið fjölda verðlauna. Focus verður fá- anlegur í þrennra dyra, fernra dyra, fimm dyra og wagon-útgáf- um og bæði beinskiptur og sjálf- skiptur. Um tvær vélarstærðir verður að ræða, 1,4 lítra vél og 1,6 lítra vél, sem báðar eru 16 ventla. Focus er vel búinn og verður boðinn á breiðu verðbili eða frá 1.375.000 með 1,4 lítra vélinni og frá 1.531.000 með 1,6 Iítra vélinni. Focus verður frumsýndur í nýj- um 1.600 fermetra sýningarsal Brimborgar á Bfldshöfða 6 og verður sýningin opin frá kl. 10-16 á laugardag og frá 12-16 á sunnudag. Nýbygging Brimborg- ar er um 8.000 fermetrar í heild en heildarflatarmál alls húsnæðis fyrirtækisins verður um 10.500 fermetrar þegar allt hefur verið tekið í notkun. Brimborg áætlar að vera búin að taka allt húsnæð- ið í notkun um miðjan þennan mánuð. Beiðni V-Landeyinga um rannsdkn Akvörðun tekin í fyrsta lagi í næstu viku ARNAR Jensson, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, segir að tekin verði ákvörð- un í fyrsta lagi í næstu viku um hvort ástæða þyki til opinberrar rannsóknar á störfum fyrrverandi oddvita og löggilts endurskoðanda hreppsins, að beiðni níu V-Landey- inga. Fara þurfi yfir rök og gögn V-Landeyinga, sem fylgja beiðn- inni. V-Landeyingarnir óska þess að fram fari rannsókn á því, hvort meint brot hafi átt sér stað, er varði almenn hegningarlög, bókhaldslög, sveitarstjórnarlög, stjórnsýslulög og skattalög. Einnig að rannsakað verði hvort kjörnir hreppsnefndar- menn hafi sinnt störfum sínum sem eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Hreppsnefnd V-Landeyjahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum, hinn 17. febrúar, að halda borgara- fund að kröfu íbúa hreppsins. Dag- setning hefur ekki verið ákveðin, en búist er við að hann verði haldinn fljótlega, að sögn Brynjólfs Bjarna- sonar, nýkjörins oddvita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.