Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Haukur Þór Hauksson nýr formaður Samtaka verslunarinnar Stórveldi rísa og falla Morgunblaðið/Ásdís HAUKUR Þór Hauksson seg'ir mjög hraða þróun í verslun. NÝKJÖRINN formaður Samtaka verslunarinnar, Haukur Þór Hauks- son, segir að margt hafi breyst á þessum rúmum 70 árum sem félagið hefur starfað. Ekki þurfi að horfa nema 10-15 ár aftur í tímann til þess að sjá breytingarnar. „Þá var verið að berjast við verðlagshöft en nú er miklu meira frelsi í viðskiptum. En það er ekki síður mikilvægt að standa vörð um það frelsi sem feng- ist hefur.“ Hann bendir á að þróun sé mjög hröð í verslun og þar falli stórveldi og rísi á sama tíma og þarfir neyt- enda breytist. „Mesta ógn verslun- arinnar er að sitja uppi með ein- hverja þjónustu sem fólk hefur ekki þörf fyrir eftir tvö til þrjú ár. Þannig má segja að eitt meginhlut- verk kaupmannsins sé að sjá fyrir lífsháttabreytingar. Má þar nefna matarvenjur fólks. Hér áður tók matseld á annan klukkutíma en í dag tekur hún mun skemmri tíma. Eftir einhver ár er ekki ólíklegt að sá tími verði mun skemmri og fólk fari og kaupi tilbúinn mat, sinni bankaviðskiptum og þar fram eftir götunum á einum stað. Er hætt við því að stórmarkaðamir verði búnir að renna sitt skeið á enda með þeirri breytingu þar sem fólk hrein- lega gefur sér ekki tíma til þess að eyða miklum tíma í innkaup," segir Haukur. Samþjöppun veldur áhyggjum Undanfarin ár hefur orðið mikil samþjöppun á matvörumarkaði Mun færri aðilar berjast um hylli neytenda og kaupmaðurinn á hom- inu verður sífellt sjaldgæfari sjón. Að sögn Hauks heftir þessi breyting haft mikil áhrif á birgja og valdið þeim áhyggjum sem og viðskipta- vinum. „Við hjá Samtökum verslun- arinnar viljum sjá ný samkeppnis- lög koma til sögunnar þar sem ákveðnar skyldur era lagðar á fyrir- tæki sem eru með markaðsráðandi stöðu. Ef við lítum á sjóflutninga, þar sem eitt félag hefur yfir 70% markaðshlutdeild á íslenska mark- aðnum, þá gilda aðrar reglur um farmskjöl hér en í Bandaríkjunum. Þar era þau opinber gögn sem allir geta séð. Hér era þau einkagögn og enginn veit hvaða samninga aðrir hafa við flutningafyrirtækið. Eim- skip er að mörgu leyti gott fyrir- tæki en það er vandi að vera stór á litlum markaði og það kunna þeir ekki.“ Betra að standa utan VSÍ Haukur segir að margar breyt- ingar séu í vændum meðal atvinnu- rekanda. Fyrir nokkram árum gengu Samtök verslunarinnar úr Vinnuveitendasambandinu þar sem þau telja ekki heppilegt að miðlæg samtök atvinnurekanda sjái um kjarasamninga. „Samtök verslunar- innar munu ekki taka þátt í heildar- samtökum atvinnurekenda sem væntanlega verða stofnuð síðar á þessu ári. Við höfum ekki trú á mið- lægum samtökum þar sem það sýndi sig þegar við voram aðilar að VSI að aðrir hagsmunir en verslun- arinnar réðu þar almennt ferðinni. Verslunin er atvinnugrein þar sem margir litlir aðilar era starfandi. í öðrum atvinnugreinum er oft um að ræða færri en stærri aðila sem ráða ferðinni. Verslunin greiddi áratug- um saman helmingi hærra trygg- ingagjald en aðrar atvinnugreinar og það var sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Við töldum heppilegi-a að standa sér og það hefur gengið ágætlega og ég hef ekki orðið var við annað en að við höfum getað þjónað okkar aðild- arfélögum vel og að viðsemjendur okkar séu ánægðir.“ Að sögn Hauks virðist sem Kaupmannasamtökin, sem eru samtök hliðstæð Samtökum versl- unarinnar, séu að ganga í einhverja stoð með flutningafélögunum innan VSÍ. „Ég get ekki séð hvað kaup- menn og flutingafélög eiga sameig- inlegt. I fyrsta lagi er búið að spor- reisa algjörlega sjóflutningamark- aðinn hér þar sem einn aðili, Eim- skip, er með yfir 70% af markaðn- um. Þeir eru bæði markaðsráðandi og mismuna viðskiptavinum sínum herfilega líkt og fram kemur í ný- legum úrskurði Samkeppnisstofn- unar. Það eru nokkrar stoðgreinar sem við í versluninni styðjumst við, líkt og sjóflutningar og greiðslu- miðlun, þar sem menn hafa náð al- gjöra tangarhaldi á markaðnum. Þeim kaupmönnum sem ég hef rætt við líst ekki á þessar hugmynd Kaupmannasamtakanna og eru að flytja sig yfir í okkar samtök. Dæmi um það er 10-11 verslunar- keðjan og fleiri aðilar,“ segir Haukur. Söguleg togstreita Aðspurður segir hann að sögulega séð hafi togstreita ríkt milli þessara tvennra samtaka. „Það er Kaup- mannasamtakanna þar sem smásal- arnir vora, og okkar þar sem heildsalarnir vora. í dag er þetta umhverfi allt annað og vonandi eiga þessi samtök eftir að ná saman. Fyrir tveimur árum vorum við komnir langt með að sameina félög- in tvö en því miður gekk þetta ekki eftir.“ Segist Haukur vonast til að við- ræður verði hafnar að nýju milli fé- laganna um sameiningu. Þau eigi margt sameiginlegt og það sé hags- munamál verslunarinnar að vinna sem mest saman. Að vinna saman undir einu merki. Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. af reglulegri starfsemi 14,4 milljónir á síðasta ári Afkoman mun lakari en árið 1997 Síldarvinnslan Kf Úr reikningum ársins 1998 Rekstrarœikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyling Rekstrartekjur 4.170 4.122 +1,2% Rekstrargjöld 3.557 3.308 +7.5% Hagnaður fyrir afskriltir og fjárm.liði 613 814 -24,7% Afskriftir -403 -342 +17,9% Fjármagnsgjöld -178 -143 +24,3% Reiknaðir skattar -9 -110 -91.4% Hagnaður af reglulegri starfsemi 14 222 -93,5% Aðrar tekjur og (gjöld) 113 110 +1,7% Hagnaður ársins 122 332 -63.3.% Efnahagsreikningur 31, des.: 1998 Breyling | Eignir: | Milljónir króna Fastafjármunir 4.707 4.366 +7,8% Veltufjármunir 1.544 1.045 +47.8% Eignir samtals 6.251 5.410 +15.5% [ Skuld/r oq eiaið té: | Eigið fé 745 2.494 +3,4% Tekjuskattsskuldbinding 2.003 168 +18,5% Langtímaskuldir 168 2.003 +31,1% Skammtímaskuldir 2.494 745 +13,5% Skuldir og eigið fé samtals 6.251 5.410 +15.5% Kennitölur og sjóðstrevmi 1998 1997 Breyling Eiginfjárhlutfall 43% 46% VeltUfé frá rekstri Milljónir króna 438 631 -30,7% SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað var gerð upp með 122 milljóna króna hagnaði á árinu 1998, eftir að tekið hefur verið tillit til 112,6 milljóna króna tekjufærslu vegna óreglulegra liða. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam hins vegar 14,4 milljónum króna sem er mun lakari aíkoma en árið áður. Gengi hlutabréfa félagsins lækkaði í gær um rúm 12% í kjölfar fréttar um af- komu þess. Veltufé frá rekstri var 437,5 millj- ónir króna og hefur einungis tvisvar í sögu félagsins verið meira. Rekstr- artekjur námu 4.169,7 milljónum króna og jukust um 1,2% á milli ára en rekstrargjöld vora 3.557,2, sem er 7,5% aukning. Hagnaður fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og áhrif frá dóttur- og hlutdeildarfélögum nam 612,5 milljónum króna, eða sem svarar til 14,7% af rekstrartekjum. Árið áður var þessi fjárhæð 813,7 milljónir króna, eða 19,7% af rekstr- artekjum. Afskriftir námu samtals 402,7 milljónum króna, samanborið við 341,7 milljónir króna árið áður og má rekja þessa aukningu til mikilla fjárfestinga félagsins. Fjármagns- gjöld námu 178,2 milljónum króna samanborið við 143,4 milljónir króna árið 1997. Ahrif dóttur- og hlutdeildarfélaga valda 7,8 milljóna króna lækkun hagnaðarins, saman- borið við 2,7 milljóna króna hækkun árið áður. Reiknaðir skattar nema 9,4 milljónum króna, samanborið við 109,8 milljónir króna árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var því 14,4 milljónir króna, samanborið við 221,6 milljón- ir króna árið 1997. Þegar tekið hefur verið tillit til annarra tekna og gjalda er Sfldar- vinnslan hf. gerð upp með tæplega 122 milljóna króna hagnaði, saman- borið við 332,3 milljónir króna árið áður. Aðrar tekjur og gjöld saman- standa að stærstum hluta af sölu- hagnaði hlutabréfa á árinu og öðr- um söluhagnaði, að teknu tilliti til skattgreiðslna. Veltufé frá rekstri nam 437,5 milljónum króna, sem fyrr segir, samanborið við 631,2 milljónir króna árið áður. Heildareignir Sfldarvinnslunnar hf. í árslok 1998 vora bókfærðar á 6.250,8 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar námu hins vegar 3.671 milljón króna og var því eigið fé félagsins í árslok 2.579,8 milljónir króna, samanborið við 2.494,1 millj- ónir króna í árslok 1997. Eigið fé hafði því aukist um 85,7 milljónir króna á milli ára, eða um 3,4%. I árs- lok var eiginfjárhlutfall félagsins 41,3%, samanborið við 46,1% í lok ársins 1997. Veltufjárhlutfallið var 1,83, samanborið við 1,40 í árslok 1997 og innra virði hlutafjár var 2,93, samanborið við 2,83 í árslok 1997. Afkoma nýja flskiðjuversins mun lakari en búist var við Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., segir að af- koma félagsins valdi vonbrigðum, enda sé hún mun lakari en áætlað hafði verið. ,Meginskýringin er sú að afkoma nýja fiskiðjuversins var mun lakari en gert hafði verið ráð fyrir. Það skilaði engri framlegð á árinu en í áætlunum var gert ráð fyrir 140 milljóna króna framlegð þess. Ástæðan liggur í því að fiskiðjuver- ið fékk einungis 6.550 tonn af loðnu og sfld til vinnslu á árinu en áætlan- ir gerðu ráð fyrir 13.400 tonnum. Þá gerði efnahagskreppan í Rúss- landi það að verkum að ekkert var fryst af loðnu fyrir Rússlandsmark- að seinni hluta ársins og fram- leiðsla fyrir þann markað á fyrri hluta ársins lækkaði veralega í verði því sú framleiðsla var ekki seld fyrr í lok ársins," segir hann. Björgólfur segir að bolfiskfryst- ingin hafi að vísu komið betur út en áætlanir gerðu ráð fyrir en fiski- mjölsverksmiðjan lakar sökum lækkandi verðs á mjöli og lýsi seinni hluta ársins. .Utgerð félagsins gekk samkvæmt áætlun að öðra leyti en því að rækju- skipið Blængur NK 117 kom mun verr út en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skipið var selt til Skagstrendings hf. í árslok," segir Björgólfur. Hann segir rekstrarhorfur fyrir yfirstandandi ár þokkalegar. Að vísu sé afurðaverð í mjöli og lýsi til- tölulega lágt um þessar mundir og það verð sem fáist fyrir frystar af- urðir á Rússlandsmarkaði sé mikl- um mun lægra en á síðustu vetrar- vertíð. „Á hinn bóginn ræður félag- ið yfir miklum veiðiheimildum í loðnu og veiðamar hafa gengið mjög vel að undanförnu. Ennfrem- ur býst ég við að mjölgeymarnir, sem félagið fjárfesti í á liðnu ári, muni sanna gildi sitt á næstu vik- um. Þá höfum við unnið að því að treysta rekstur fiskiðjuversins og það starf mun væntanlega skila sér í bættri afkomu. Ef væntingar okk- ar um góð aflabrögð í loðnu, síld og kolmunna ganga eftir, 00141 ég því nokkuð bjartsýnn fram á veginn." Veldur töluverðum vonbrigðum Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður mai’kaðsviðskipta Lands- banka Islands hf., segir afkomu Sfldarvinnslunnar valda töluverðum vonbrigðum. „Framlegðarhlutfallið lækkar veralega, eða um fjórðung úr 20% í 15% á sama tíma og afskriftir og fjármagnskostnaður era að aukast verulega. Fjárfesting í nýju fisk- iðjuveri er ekki að skila því sem ætl- ast var til enda hefur loðnufrysting bragðist síðustu 2 ár, auk þess sem Rússlandsmarkaður hefur nánast alveg lokast. Gengi hlutabréfa fé- lagsins hefur þegar lækkað um rúm 12% í kjölfar fréttar um afkomu þess, enda afkoman nokkuð undir væntingu markaðarins," segir Tryggvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.