Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 39 sefflr mikilvægt að samningar um Smuguna hafí tekist HAF Smugan Ljósmynd/Nordlands Framtid herra stendur upp eftir blaðamannafund á þingstað Barentsráðsins í Bodo í gær, ásamt norskum starfsbróður sínum Knut Voilebæk og Vasily Stredin, varautanríkisráðherra Rússlands. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði að þó viljayfirlýsing hefði verið undirrit- uð væri ekki búið að ganga frá hvert endurgjald íslend- inga yrði en endur- gjald og svonefnt gólf skiptu miklu máli í þessu sam- bandi. „Viðræður um endurgjald eru skammt á veg komnar gagnvart Rúss- um en lengra gagnvart Norðmönnum og endurgjaldið skiptir okkur miklu máli þegar lagt er mat á þetta í heild sinni,“ sagði Kristján. Hann sagði samt mikilvægt að í rammasamningn- um væri gert ráð fyrir 8.900 tonnum til helminga í lögsögu Noregs og Rússlands. „Það skiptir okkur miklu máli að veiða þetta innan lögsögu. Það er aðgengilegra og tryggara að við ná- um magninu. Að vísu þurfum við að nota öðruvísi veiðarfæri en við höfum notað. Líklega verðum við að ganga undir þeirra reglur í því efni og nota botnvörpu en ekki flotvörpu, sem er okkur óhagkvæmara, en samt eigum við að geta náð þessu.“ Hann sagði mikilvægt að magninu RÚSSLAND .gnar samningum í Smugunni ð íslands íar hafa urkennd þeirra lögsögu. Því gerðum við alltaf ráð fyrir. Þetta eru afla- heimiidir sem eru okkur helst út- bærar miðað við það sem menn voru að óska eftir í viðræðunum. Varðandi loðnuna varð niðurstað- an að þeir fá ekki að veiða loðnuna á þeim tíma sem þeir helst óskuðu eftir og ekki innan þeirra marka sem við höfðum áður dregið. Eg tel því að það hafi verið vel haldið á spilum af okkar hálfu og þá ekki síst af hálfu utanríkisráðherrans," sagði Davíð. Davíð tók fram að við hefðum ekki viðurkennt yfirráð Norð- manna yfir Svalbarðasvæðinu, en Norðmenn hefðu lagt mjög fast að okkur í samningagerðinni að gera það. Sömuieiðis fæli samningurinn ekki í sér viðurkenningu af okkar hálfu á norsk-rússnesku fiskveiði- nefndinni sem stjórnað hefur veið- um á Barentshafi. Davíð sagði að það sem kom samningaviðræðum af stað að nýju hefði fyrst og fremst verið samtöl utanríkis- og forsætisráðherra Is- lands við utanríkisráðherra Nor- egs hér heima í síðasta mánuði. Veiðar í Barentshafí hafa dregist verulega saman Davíð sagði að í tilboði Norð- manna og Rússa árið 1996 um 13.000 tonna kvóta hefði falist að Rússar og Norðmenn fengju gagn- kvæmar veiðiheimildir að fullu í íslenskri lögsögu. Nú væri samið um einungis gagnkvæmar veiði- heimildir að hluta. Einnig þyrfti að hafa í huga að veiði í Barents- hafi hefði dregist mikið saman síð- an 1996. Þessi samningur væri því betri en sá sem íslandi stóð til boða 1996. Græns framboðs, sagði að umsamið fiskmagn til íslands í Barentshafi væri minna en hann hafði gert sér vonir um og því væri nið- urstaðan á vissan hátt vonbrigði. Hins vegar væri hún 8.900 tonnum hærri en ekki neitt og ánægjulegt væri að samkomulag væri í höfn en endanleg útfærsla á endurgjaldsákvæðunum skipti miklu máli. „Þetta eru viss vonbrigði því magnið er minna en ég gerði mér vonir um að við gætum fengið og tel að við hefðum getað réttlætt,“ sagði Steingrímur. „Það helgast af því magni sem við veiddum þarna í nokkur ár og sann- gjarnri hlutdeild okkar sem er mjög óverulegur hundraðshluti af nytja- stofnum á þessu hafsvæði en það er fá- ránlegt að Islendingar einir fískveiði- þjóða við norðanvert Atlantshaf hafi engin réttindi þama.“ Hann sagði jákvætt að koma deil- unni út úr heiminum og koma sam- skiptunum í betra horf. „Reyndar er samningsstaðan veikari fyrir okkur en hún var og hefði getað orðið aftur vegna minni afla að undanförnu og hernaðar Norðmanna á hendur okkur sem við höfum ekki svarað. Hins vegar eru 8.900 tonn 8.900 tonnum meira en ekki neitt og það leiðir hugann til baka að þeim skammsýnu mönnum sem urðu óðir og uppvægir og vildu koma í veg fyrir að Islendingar færu þarna til veiða á sínum tíma. Hefði það tekist og veiðarnar verið stoppaðar af hefðum við ekki fengið neitt. Það hillir undir niðurstöðu í málinu sem sannar að það var rétt ákvörðun á sínum tíma hjá ís- lendingum að fara og nýta rétt sinn til veiða á þessu alþjóðlega hafsvæði. Þrátt fyrir allt skilar það okkur ákveðnum réttinduin þó þau hefðu mátt vera meiri.“ Steingrímur sagði að endanleg út- færsla á endurgjaldsákvæðúnum skipti miklu máli. „Sá fyrirvari er á þessu að ég hef ekki séð endanlega út- færslu á endurgjaldsákvæðunum en útfærsla þeirra og raunverulegt end- urgjald hafa mikið að segja þegar reynt er að meta í heild hvort um þol- anlegan samning eða ekki er að ræða.“ Kristján Ragnarsson Fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða GRÆNLAND Novaja Zemlja hlutur íslands í þorskveiði í Barents- hafi, 8.900 tonn, ekki öllu. „Málið stefndi í að hafa mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð og þótt magnið sé ekki nákvæmlega það sem ég hefði viljað sjá er ég ekk- ert ósátt því munurinn er ekki það mikill þegar horft er á heildarveiðar Islendinga.“ Hún sagði enníremur að ekki væri hægt að meta samkomulagið fyrr en ljóst væri hvað Islendingar yrðu að láta af hendi, en að svo stöddu skipti samkomulagið sem slíkt öllu máli. „Það vantar heildarútfærsluna til að geta vegið og metið samninginn í heild sinni en það að náðst hefur ramma- samningur, sem vonandi verður leidd- ur til lykta á farsælan hátt fyrir okk- ur, finnst mér mjög jákvætt. Það finnst mér aðalatriðið að svo stöddu." Steingrímur J. Sigfússon s A vissan hátt vonbrigði STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar - Margrét Frímannsdóttir < ÍSLAND Fagna samkomu- laginu Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði aðalatriðið að rammasamningur hefði náðst. „Það að ramma- samkomulag skuli hafa náðst finnst mér vera mjög gott og júkvætt,“ sagði Margrét. „Eg fagna því sér- staklega að búið er að höggva á þenn- an hnút í sam- skiptum þessara þjóða, sérstaklega Noregs og Islands, sem þurfa að eiga mjög öflugt sam- starf á mörgum sviðum, ekki síst vegna þess að við stöndum saman ut- an Evrópusambandsins. Ég tel að þetta mál hafi skaðað okkur fram að þessu en við höfum alla möguleika á að bæta samskiptin þegar þetta er komið á hreint.“ Margrét sagði að meginatriðið hefði verið að ná samningum og því skipti yrði skipt á fá skip því ekki næði nokk- urri átt að senda mörg skip eftir þessu. „Þetta er lítið, 1,86%, sem við eigum að fá að veiða næstu fjögur ár. Þessi 8.900 tonn eru sambærileg við 13.000 tonn 1996 en talan hefur lækk- að eftir því sem kvótinn hefur minnk- að. En ekki er hægt að ræða um þetta án þess að nefna gólf sem Norðmenn segja að þurfi að setja fari kvótinn, sem nú er 480.000 tonn, niður fyrir til- tekið mark. Algjört lykilatriði er að það verði ekki það hátt að við föllum út lækki þeir kvótann á næsta ári, sem er augljóst. Þá er þetta samningur um ekki neitt. Við það að við sættum okk- ur við svona lítið og minnkandi magn þar sem við tökum hlutfall af heild verðum við að fá að halda því sem við eigum undir öllum kringumstæðum. Því erum við mjög ósáttir við allar hugmyndir um gólf.“ Kristján áréttaði að magnið væri lít- ið. „Við fiskuðum 45.000 tonn í Smug- unni eitt árið og 40.000 tonn annað ár- ið en hins vegar fiskuðum við lítið í fyrra. Við það að fá kvóta verðum við að sætta okkur við lægra mark en end- urgjaldið og gólfið skipta miklu máli. Hins vegar er kostur að deilunni í heild getur lokið en ekki er sama hvernig henni lýkur og ekki er séð fyr- ir endann á henni.“ Jóhann A. Jónsson Auðveldar samstarf við Rússa JÓHANN A. Jónsson, forstjóri Hrað- frystistöðvarinnar á Þórshöfn, sem var einn af frumkvöðlum Smugúveið- anna, segir að sam- komulagið geti greitt íyrir auknu samstarfi í sjávar- útvegi milli Rússa og Islendinga. „ÞAÐ ER í sjálfu sér áfangi í málinu að hafa náð samn- ingi en það er fleira sem getur fylgt í kjölfarið en veiðiheimildirnar. Það eru orðin töluverð samskipti milli íslands og Rússlands varðandi veiðar og jafn- vel að einhverju marki vinnslu og markaðssetningu og þetta eflir allt slíkt. Norðmenn hafa um langt skeið setið tiltölulega einir að þessum hlut- um. Það að ekki skuli lengur vera þessi agnúi á samskiptum þjóðanna gefur okkur tækifæri til að stunda já- kvæðari viðskipti við þá.“ Jóhann segir að nánari upplýsingar vanti um samningana áður en hægt verði að taka afstöðu til þeirra. „Það er spurningarmerki við það hvað Norðmennimir fá inni í íslenskri lögg- sögu til dæmis. Mér finnst líka rökrétt framhald af þessu að menn ræði tví- flöggunarsamninga milli þjóðanna." Hólmgeir Jónsson Engin viðbrögð frá sjó- mönnum HÓLMGEIR Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands Islands, sagði að engar yfirlýsingar yrðu frá Sjómannasambandinu að svo stöddu. „Við viljum ekki segja neitt um mál- ið fyrr en línur skýrast um það hvern- ig samkomulagið á nákvæmlega að vera,“ sagði hann. Osáttir við allar hugmynd- ir um gólf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.