Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 54. TBL. 87. ARG. LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Efasemdir um sekt Woodward MÁL bresku barnfóstrunnar Lou- ise Woodward, sem sakfelld var fyr- ir að myrða kornabarnið Matthew Eappen, tók á sig nýja mynd í gær þegar greint var frá því að tveir bandarískir læknasérfræðingar héldu því fram að Eappen hefði ver- ið kæfður. Er haft eftir öðrum læknanna í Sixty Minutes-þætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS sem sýndur verður á morgun, sunnudag, að forsendur fyrir dómi Woodwards hafí verið vafasamar því hún var fundin sek um að hafa hrist barnið til bana. Eftir að hafa rannsakað sönnunargögn í málinu segjast læknamir telja að barnið hafi mátt þola illa meðferð um nokkum tíma, en það hefði átt að gefa tilefni til að gruna fleiri en Woodward um dauða bamsins. ---------------- Clinton ósk- ar Lewinsky velfarnaðar Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti óskaði Monicu Lewinsky í gær- kvöldi velfamaðar. A frétta- mannafundi var Clinton spurður um Lewinsky, sem sagt hefur heiminum sögu sína í vikunni, og kvaðst forsetinn þá leiður yfir þeim lífsraunum sem hún hefur mátt ganga í gegnum. „Ég vona einfaldlega að henni verði nú leyft að halda lífí sínu áíram. Og ég vona að hún eigi góða ævi framundan,“ sagði Clinton. ■ Viðtalinu líkt/28 Mikið umrót í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu Westendorp rekur Poblasen úr embætti Sarcyevo, Banja Luka. Reuters. CARLOS Westendorp, eftirlitsmaður vesturveldanna í Bosníu, rak í gær þjóðernissinnann og harðlínumanninn Nikola Poblasen úr emb- ætti forseta í serbneska lýðveldinu í Bosníu-Hersegóvínu. Á sama tíma úrskurðaði alþjóðlegur dómstóll að bærinn Brcko, sem bæði Bosníu-Serbar og Króatíu-múslimir gera kröfu til, skyldi áfram verða hlutlaus og njóta sjálfstæðis. Magnaðist upp mikil spenna í kjölfar þessara tíðinda og sagðist Milorad Dodik, forsætisráðherra serbneska lýðveldisins, ætla að segja af sér vegna ákvörðunar dómstólsins. Fylgdi öll ríkisstjórn hans fordæminu og sagði af sér. Poblasen Bandaríkja- stjórn ósátt með Israela Jerúsalem. Reuters. BANDARÍSK stjómvöld hafa til- kynnt ísrael að fyrirhugaðri fjár- hagsaðstoð að jafnvirði 87 milljarða ísl. króna verði seinkað sjái stjóm Israels ekki til þess að Wye-samn- ingnum við Palestínumenn verði framfylgt. Háttsettm- embættismað- ur í ísraelsstjórn sagði þetta til merkis um óánægju ráðamanna í Washington með ákvörðun Benja- míns Netanyahu, forsætisráðherra Israels, um að fresta því að fram- fylgja ákvæðum samkomulagsins. Seinkun aðstoðarinnar væri einnig tilraun til þess að hafa áhrif á niður- stöðu þingkosninganna, sem haldnar verða í ísrael 17. maí. l** b^ . r ^> Vesturveldin auka þrýsting á strfðandi fylkingar í Kosovo Engin merki um breytta afstöðu Serba Kosovo-Albanar segjast ætla að skrifa undir Pristina, Skopje, Brussel, Belgrad. Reuters. VESTRÆNIR sendifulltrúar juku í gær þrýsting á stríðandi fylkingar í Kosovo að skrifa undir samkomulag í friðarviðræðum sem hefjast eiga að nýju í Frakklandi 15. mars. Eng- in teikn voru þó á lofti um að stjórn- völd í Belgrad hygðust láta af and- stöðu sinni við þá fyrirætlan að sendar verði alþjóðlegar hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að standa vörð um frið í Kosovo. Héldu skærur áfram í hér- aðinu í gær og særðust a.m.k. ellefu serbneskir lögreglumenn og tveir skæruliðar Frelsishers Kosovo (UCK) í bardögum nærri bænum Magura, suðvestur af Pristina, höf- uðborg Kosovo. Wolfgang Petritsch, fulltrúi Evr- ópusambandsins, hitti Nikola Sa- inovic, aðstoðarforsætisráðherra Bob Dole Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, í Pristina til viðræðna. Pet- ritsch mun hafa flutt Sainovic þau tíðindi að vestur- veldin myndu ekki sætta sig við nein- ar meiriháttar breytingar á þeim samningsdrögum sem liggja á borð- inu. Á sama tíma hitti Bob Dole, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, fulltrúa Kosovo- Albana í Skopje í Makedóníu, að beiðni Bills Clintons Bandarfkjafor- seta. Sagði Dole að loknum fundin- um að Albanar hefðu fullvissað sig um að gera mætti ráð fyrir að þeir skrifuðu undir samkomulagið í byrj- un næstu viku. Herflutningar Serba sagðir „eðlileg ákvörðun" Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, hefur margoft sagt að hann myndi ekki sætta sig við her- sveitir á vegum NATO í Kosovo. Klaus Naumann hershöfðingi, einn af æðstu yfirmönnum herja NATO, lét hins vegar hafa eftir sér í gær að Milosevic yrði að gera sér grein fyrir því að liðsmenn UCK myndu ekki leggja niður vopn sín, og þ.a.l. myndi átökum ekki linna í Kosovo, fyrr en þeir væru þess fullvissir að NÁTO kæmi til með að standa vörð um frið í héraðinu. Virtust Serbar þó ekki ginn- keyptir fyrir þessum rökum og sagði háttsettur stjórnarerindreki í Belgrad að sú ákvörðun júgóslav- neskra stjómvalda á fímmtudag að efla landamæravarnir umhverfís Kosovo væri „eðhleg ákvörðun rílds sem teldi ógn steðja að landamær- um sínurn". Mátti ráða af ummæl- um hans að herflutningamir væru ekki síður til að varna inngöngu hersveita NATO í Kosovo, en því að hryðjuverkahópar Kosovo-Albana kæmust þar inn. Reuters Hryðjuverk í Tyrklandi ÞRJÁR manneskjur týndu lífi er bflsprengja sprakk í gær í bænum Cankiri í Tyrklandi. Slasaðist bæj- arstjórinn í bænum einnig alvar- lega en líklegt þykir, að tilræðinu hafi verið beint gegn honum því að sprengjan var sprengd með fjar- stýringu er hann átti leið hjá. Poblasen for- dæmdi í gærkvöld ákvörðun West- endorps og kvaðst ekki sætta sig við hana, hún væri „ólögleg og ólýð- ræðisleg“. Fór Poblasen fram á þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort hann ætti að sitja áfram í emb- ættinu. Poblasen hefur að mati Westendorps hunsað vilja almenn- ings, komið í veg fyrir að niðurstöður kosninga í september næðu fram að ganga að fullu og „ítrekað stuðlað að óróa“ í lýðveldinu. Hlutverk Westendorps er ekki að- eins fólgið í eftirliti, heldur hefur hann umtalsverð völd til að tryggja framgang Dayton-friðarsamkomu- lagsins, sem náðist í Bandaríkjunum árið 1995. Með samkomulaginu var bundinn endi á 43 mánaða langt stríð í Bosníu og búið til serbneskt lýð- veldi og ríkjasamband Króata og múslima. Saman mynda þau sam- bandsríkið Bosníu-Hersegovínu. Solana segir hersveitir NATO í viðbragðsstöðu Mikil ólga hefur verið í serbneska hlutanum síðan Poblasen bar sigur úr býtum í forsetakosningum í sept- ember á kostnað Biljönu Plavsic, sem naut stuðnings vesturveldanna. Hafa samskipti vestrænna stjórnar- erindreka og Poblasen verið afar erf- ið og sakar Westendorp Poblasen nú um að hafa misbeitt valdi sínu þegar hann neitaði að tilnefna Milorad Dodik til að gegna áfram forsætis- ráðherraembættinu. Harðlínumenn úr röðum Bosníu- Serba munu líta á Brcko sem líflínu milli austur- og vesturhluta Serb- neska lýðveldisins og segja frétta- skýrendur að þeir muni eiga erfitt með að sætta sig við niðurstöðu al- þjóðlega dómstólsins. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), lagði hins vegar hart að deilendum að una ákvörðuninni og sagði sveitir NATO við öllu búnar kæmi til átaka í kjöl- far úrskurðarins. ESB býst til varnar í bananadeilunni Brussel, Genf. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ lagði í gær til atlögu til vamar viðskipta- hagsmunum sínum eftir að banda- rísk stjómvöld ákváðu að leggja 100% refsitolla á ýmsar vörur úr evrópskri framleiðslu vegna meintrar mismununar sem banda- rísk bananasölufyrirtæki sæta í innflutningsreglum ESB. í Genf kallaði ESB til fundar allsherjarráðs Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) strax eftir helgina til að koma á þeim vett- vangi á framfæri reiði sinni vegna þess sem talsmenn sambandsins kalla skýlaust brot Bandaríkja- manna á reglum stofnunarinnar. „Pað sem við eram að reyna að gera er að nýta hvem þann laga- lega farveg sem okkur stendrn- op- inn í WTO til að freista þess að leysa þessa deilu,“ sagði Nigel Gar- dner, talsmaður Sir Leons Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjóm Evrópusambands- ins. En hann útilokaði einhliða mótaðgerðir af hálfu ESB. Japanir tóku í gær undir gagn- rýni á aðgerðir Bandaríkjamanna og sögðust vonast til að takast mætti að finna lausn á deilunni í samræmi við reglur WTO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.