Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fjárfestingarbanki atvinnulífsins kaupir helmings hlut í Vöku-Helgafelli hf. Ætlunin að auka umsvifín á sviði útgáfu og miðlunar Morgunblaðið/Þorkell BJARNI Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, og Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells, í aðalstöðvum fé- lagsins eftir að samningar um kaup FBA á 50% hlut í félaginu höfðu verið undirritaðir. Silfurtún hf. selur eggja- bakkavélar til Mexíkó Andvirðið nemur 565 millj- ónum SILFURTÚN hf. hefur gengið frá stórum samningi við mexíkóskt fyr- irtæki um sölu á fjórum vélum til eggjaöskjuframleiðslu. Um svokall- aðan raðsamning er að ræða og nemur andvirði hans 565 milljónum króna. Einnig hafa þrjár litlar vélar verið seldar til Filippseyja og unnið er að uppsetningu fyrstu vélarinnar í Frakklandi. Vélar frá fyrirtækinu hafa nú verið seldar til 25 landa í flmm heimsálfum. Silfurtún hf. starfrækir verk- smiðju í Garðabæ og sérhæfir sig í gerð véla til framleiðslu á vélum sem framleiða umbúðir úr end- urunnum pappír. Mexíkóska fyrir- tækið heitir Amerpack og framleið- ir eggjabakka, en með vélunum frá Silfurtúni hyggjast þeir einnig hasla sér völl í framleiðslu á eggjaöskjum, aðallega fyrir Bandaríkjamarkað. Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Silfurtúns, segir að um raðsamning sé að ræða og vélarnar fjórar verði afhentar á fjórum árum, þ.e.a.s. ein á ári. „Fyrsta vélin verður væntan- lega afhent í byrjun næsta árs. Þetta er hagstæður samningur og þar sem afhending vélanna dreifist á fjögur ár stuðlar hann að ákveðn- um stöðugleika hjá okkur. Með þessum viðskiptum er að koma í ljós ávinningur af markvissu mark- aðsátaki Silfurtúns viða um heim að undanfórnu. Við höfum einnig geng- ið frá sölu á þremur litlum vélum til eggjabakkaframleiðslu til Filipps- eyja og þær verða sendar af stað í þessum mánuði og næsta.“ Frekari árangurs að vænta Tæknimenn Silfurtúns eru nú önnum kafnir við að ganga frá upp- setningu á fyrri af tveimur vélum sem fyrirtækið seldi til Frakklands en þær eru af sömu gerð og vélarn- ar sem seldar hafa verið til Mexíkó. Vélin verður væntanlega komin í rekstur í maí en hin er enn í smíð- um hérlendis. Björn Ingi segir að áfram verði unnið ötullega að mark- aðssetningu og vænta megi enn frekari árangurs á næstunni við sölu á íslenskum vélum til umbúða- framleiðslu á fjarlægum mörkuðum. ------------------- Landssíminn Nýr GSM- samningur í Portúgal FRÁ 1. mars, geta viðskiptavinir Landssímans notfært sér GSM 1800-þjónustu Optimus í Portúgal. Kerfisnúmer er 268-03. Fyrir voru tveir GSM-reikisamn- ingar Landssímans við portúgölsk símafyrirtæki og hafa GSM-notend- ur getað notað þjónustu Telecel og TMN. FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. keypti í gær 50% eignarhlut í útgáfu- og miðlunarfyr- ii'tækinu Vöku-Helgafelli hf. af stofnendum og eigendum félagsins, hjónunum Ólafi Ragnarssyni og Elínu Bergs og sonum þeirra. Þau munu áfram eiga helming í fyrirtæk- inu, sem hefur verið rekið sem hluta- félag síðastliðin 10 ár, en 18 ár eru frá stofnun þess. Kaup Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins á helmingi hlutabréfa marka fyrsta skrefið í þá átt að opna félagið og breyta því í al- menningshiutafélag. Kaupverð fæst ekki uppgefið þar sem aðilar hafa komið sér saman um að hafa það sem trúnaðarmál. FBA telur fyrirtækið eiga mikla vaxtarmöguleika á sviði útgáfu og miðlunar og vera þar af leiðandi góð- an fjárfestingarkost. Bankinn hyggst ekki eiga til frambúðar það hlutafé sem hann hefur fest kaup á, heldur gegna því hlutverki að miðla því til nýrra eigenda og breyta félag- inu í almenningshlutafélajg sem skráð yrði á Verðbréfaþingi Islands. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvenær hlutabréf í félaginu yrðu boðin til sölu á almenn- um markaði. Ný stjórn myndi nú væntanlega taka við í félaginu og þá væri hægt að móta uppbyggingu þess og nánari útfærslu á framtíðar- sýn. I framhaldi af því yrði svo félag- ið gert hæft til þess að koma á al- mennan markað. HAGNAÐUR Haraldar Böðvarsson- ar hf. á árinu 1998 nam 270 milljón- um króna og hagnaður af reglulegri starfsemi var 212 milljónir króna. Að sögn Haraldar Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra, er hagnaðurinn í samræmi við það sem gert var ráð fyrir þegar fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu um áætlaða afkomu árs- ins í desember síðastliðnum. Hluta- bréf í fyrirtækinu lækkuðu um 7% eftir að rekstrartölur ársins 1998 voru birtar í gær, en sterk kauptil- boð komu á móti. Hagnaður HB fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 731 milljón kr. eða 18,1% af tekjum, samanborið við 840 milljónir kr. árið 1997 eða 19,9% af tekjum þess árs. Óreglulegir liðir á árinu 1998 voru 79 milljónir kr. og var þar aðallega um að ræða sölu- hagnað af hlutabréfum að frádregn- um reiknuðum tekjuskatti. Nettó rekstrartekjur árið 1998 voru 4.036 milljónir kr. Rekstrar- tekjur brúttó (að meðtöldum afla til eigin vinnslu) námu 5.136 milljónum kr. árið 1998, samanborið við 5.383 milljónii' ki'. árið 1997. Eiginfjárhlut- fall félagsins var 43,4% í árslok og hafði aukist úr 40,1% í árslok 1997. „Það er þó nokkuð að færa fyrir- tæki sem er alfarið í eigu fjölskyldu yfir í félag sem er hæft til þess að geta orðið almenningshlutafélag. Það er erfitt að tjá sig um tímann sem það tekur, en ég held að við sé- um ekki að tala um þetta ár í það minnsta,“ sagði Bjarni. Hægt að stíga stærri og markvissari skref Þótt eignaraðild að félaginu breyt- ist verður starfsemi Vöku-Helgafells hf. óbreytt, starfsmenn hinir sömu og rekstrar- og útgáfustefna sú sama og verið hefur síðustu ár, en vegna Heildarskuldir félagsins lækkuðu á milli ára um 119 milljónir kr. og námu í árslok 1998 3.586 milljónum kr. Veltufjárhlutfall var 2,24 í árslok, samanborið við 1,35 í árslok 1997. Innra virði hlutafjár var 2,52 í árs- lok, samanborið við 2,26 í árslok 1997, og arðsemi eigin fjár var 7,82% á síðastliðnu ári, samanborið við 10,29% árið áður. Sæmilega ánægður með útkomuna Haraldur Sturlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið að miðað við hve loðnuveiðarnar hefðu gengið treglega síðastliðið haust væri hann sæmilega ánægður með útkomuna á árinu. Þá hefði það einnig haft áhrif að verðlækkun varð á mjöli seinni- hlutann á síðasta ári. „Þetta er besta ár Höfrungs III, frystiskipsins okkar, sem aflaði fyrir 726 milljónir á árinu. Þá var hagnað- ur af landvinnslu, en tekjur hennar á Akranesi og í Sandgerði voru 1.600 miiljónir, og góð afkoma var í fiski- mjölinu, en við vorum með 1.350 milljóna króna tekjur af því,“ sagði hann. Miðað við stöðugildi störfuðu um 440 starfsmenn hjá fyrirtækinu á árinu 1998 og nam kostnaður vegna launa og aflahluta 1.574 milijónum kr. Félagið rak á árinu tvo frysti- togara, þrjá ísfisktogara, þrjú nóta- skip, einn vertíðarbát, tvö frystihús, fiskimjölsverksmiðju, saltfískverk- un og aðra fiskverkun, auk stoð- deilda á Akranesi og í Sandgerði. Heildaraflamagn skipanna á síðast- liðnu ári var um 115 þúsund tonn, þar af voru loðna og síld um 96 þús- und tonn. I janúar síðastliðnum fékk HB nýtt nóta- og togskip, Óla í Sand- gerði AK 14, frá Noregi. Á sama tíma var Höfrungur AK 91 seldur innanlands. Á árinu 1998 var frysti- togarinn Ólafur Jónsson GK 404 nýrra verkefna og aukinna umsvifa á næstunni er nú unnið að því að fjölga stjórnendum og starfsfólki. „Vaka-Helgafell hefui' í 18 ár verið að þróast og vaxið mjög hratt frá því að vera bókaforlag í upphafi í það að vera alhliða miðlunar- og útgáfufyr- irtæki sem sendir á mai'kað bækur blöð, tímarit, safnefni, geisladiska og fleira. Þessi þróun hefur verið mjög markviss og ákveðin en við teljum að það sé nauðsynlegt að stíga enn stærri skref í þá átt að breikka fyrir- tækið og auka fjölbreytni þess efnis sem við erum að miðla,“ sagði Ólafur Ragnarsson. seldur úr landi. Um áramótin 1999- 2000 fær félagið afhent nýtt nóta- og togskip sem verið er að smíða í Chile. Haraldur sagði að reksturinn árið 1999 ætti að geta orðið þokkalegur og loðnuveiðarnar færu ágætlega af stað. „Horfurnai- í sambandi við veiðar á uppsjávarfiski eru ágætar, þannig að eins og áður erum við þokkalega bjartsýnir á framhaldið," sagði hann. Aðalfundur Haraldar Böðvarsson- ar hf. verður þann 25. mars nk. og Hann sagði að fyrir nokkrum ár- um hefði verið mörkuð framtíðai'- stefna fyi'irtækisins á sviði miðlunar og til þess að geta komið settum markmiðum hraðar fram væru hann og fjölskylda hans mjög þakklát fyr- ir að fá þann bandamann sem Fjar- festingarbanki atvinnulífsins væri. „Við munum þá geta stigið stærri skref og markvissari til þess að gera þetta fyrirtæki mjög öflugt miðlunar- fyrirtæki á öllum sviðum. Það getur til dæmis gerst með kaupum á öðrum fyrirtækjum eða samruna fyiirtækja, en ekki eingöngu með því að byggja hér upp einstaka þætti eins og við höfum verið að gera hingað til. Fyrir- tækið hefur vaxið að jafnaði um 20% á ári síðustu ár og gengið mjög vel, og það má þakka fyrir að það er í góðri stöðu og sterkt. En til þess að geta stækkað það og eflt miklu meira á stuttum tíma erum við nú komin með þann bakhjarl sem við teljum okkur þurfa,“ sagði Ólafur. Veltan um hálfur milljarður króna Velta Vöku-Helgafells hf. árið 1998 var um hálfur milljarður króna og hafði aukist um tæp 20% frá árinu á undan. Hjá Vöku-Helgafelli starfa nú 56 manns í fullu starfi og um 70 í hlutastörfum þannig að rúmlega 120 manns eru á launaskrá hjá fyrirtæk- inu. Starfsemin fer fram á þremur stöðum í Reykjavík; aðalbækistöðvar og bókaverslun eru að Síðumúla 6, sölumiðstöð að Ármúla 20 og dreif- ingarmiðstöð að Síðumúla 27. leggur stjórnin til að greiddur verði 8% arður tU hluthafa. Bjarni Adolfsson, verðbréfamiðl- ari hjá viðskiptastofu íslandsbanka, sagði að útkoma HB hefði verið í samræmi við það sem markaðurinn bjóst við. Að vísu hefðu bréf í fyrir- tækinu lækkað um 7% í gær en sterk kauptilboð hefðu komið eftir síðustu sölu. Hann sagði að á síðustu dögum hefðu fjárfestar verið að taka smá- vægilega áhættu og sennilega búist við betra uppgjöri en markaðurinn gerði ráð fyrir. Simplex Compact HONNUN / SMIÐI / VIÐGERÐIR / ÞJONUSTA = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 # Haraldur Böðvarsson hf. með 212 milljóna króna hagnað Haraldur Böðvarsson hf. , ^ Úr ársreikningum 1998 ^ Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur (nettó) Miiijónirkróna 4.035,7 4.223,0 -4% Rekstrargjöld (nettó) 3.304,2 3.382,6 -2% Hagnaður fyrir afskriftir 731,5 840,4 -13% Afskriffir 372,3 367,2 +1% Fjármagnsliðir nettó 130,7 211,2 -38% Skattar 16,6 14,8 +12% Hagnaður af reglulegri starfsemi 211,9 247,3 -14% Aðrar tekjur 79,3 297,6 -73% Áhrif hlutdeildarfélaga (20,9) (8,5) +145% Hagnaður tímabilsins 270,3 536,4 -50% Efnahagsreikningur 31. desember 1998 1997 Breyting I Eionir: I Milliónir króna Fastafjármunir 5.455,5 5.247,3 +4% Veltufjármunir 942,7 939,0 +0% Eignir alls 6.398,3 6.186,3 +3% \ Skuidir og eioið téú Eigið fé 2.776,6 2.481,5 +12% Langtímaskuldir og tekjuskattsskuldb. 3.200,8 3.010,3 +6% Skammtímaskuldir 420,9 694,6 -39% Skuldir og eigið fá ails 6.398,3 6.186,3 +3% Sjóðstreymi Milljónir króna 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri 553,5 595,9 -7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.