Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 5f^ komu og léttleika sem einkenndi Rrissý alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur send- um við aldraðri móður og fjölskyldu hennar allri. Kæri Lindi, Tína, Guð- mundur og Gunnlaugur. Guð veri með ykkur á þessari þungbæra stund. Félag framfarasinna. Það era níu ár síðan ég hitti Krissý fyrst. Fyrsti starfsmanna- fundur Máttar og verið var að kynna starfsemina nýjum starfs- mönnum. Við Rrissý áttum ásamt fleiram að vera í afgreiðslunni og þótt það hefði ekki tekið mig langan tíma að átta mig á hversu mikill fengur Rrissý ætti eftir að verða fyrir Mátt, þá laumaðist að mér sú hugsun við fyrstu kynni hvað svona fín frá væri að gera þarna. Krissý var þó fljót að koma mér á aðra skoðun og reyndist búa yfír einum þeim skemmtilegasta persónuleika sem ég hef kynnst. Lífsgleði, glað- lyndi, jákvæði, góðmennska og ald- ursleysi era allt lýsingarorð sem passa henni vel. Sterk orð fyrir sterka konu. Hvað Krissý átti auðvelt með að umgangast fólk nýttist henni einkar vel í Mætti. Það var sama á hvaða aldri fólk var eða hvar í stétt það stóð, alltaf talaði hún við alla sem jafningja. Yndislegur eiginleiki sem gerði Krissý fljótt að ákaflega vin- sælum starfsmanni. Eg sjálf, sem hefði aldurslega séð getað verið dóttir hennar, fannst alltaf ákaflega auðvelt að tala við hana og leit frek- ar á hana sem eina af stelpunum. Þannig var Krissý bai'a, kannski af því að hún setti sig ekki i dómara- sæti og hafði heilbrigt viðhorf til þess að maður ætti að lifa lífinu lif- andi. Hvemig Krissý tók á hinum ýmsu hlutum sem komu upp á þeim tíma sem ég vann með henni mættu vera okkur öllum til eftirbreytni. Hvemig henni t.d. tókst að undir- búa eitt af starfsmannapartíum Máttar heima hjá sér, með nokk- uraa tíma fyrirvara, á þann hátt að borðið svignaði undan kræsingun- um, íbúðin leit út eins og í Ajax-aug- lýsingu og hún sjálf fyrir að vera nýkomin úr fimm tíma snyrtingu. Þegar ég sjálf vissi að nokkram tím- um áður hafði hún sagt að hún gæti svo sem haldið þetta partí heima hjá sér. Hún þyrfti þá bara að flýta sér heim, taka til, kaupa nokki'a osta og gera sig „ready“! Já, ég veit ekki hvemig hún fór að þessu en þetta var alveg dæmigerð Kinssý. „Stelpur ég redda þessu bara“ hefðu getað verið einkennisorð hennai-. Það sem er mér einna minnis- stæðast er ég hugsa til Krissýjar era allar þessu sætu athugasemdir sem vora eitt af hennar aðalsmerkj- um. Það var sama hversu brjálað var að gera, alltaf tók hún efth- því ef maður var í nýjum fótum, með nýja hárgreiðslu eða bara gaf sér tíma til að segja hversu ánægð hún væri að sjá mann. Hún gaf sér alltaf auka mínútu til að muna eftir að klappa fólki á bakið, hlutur sem maður gleymir allof oft. Þegar ég minnist Krissýjar get ég ekki sleppt að geta þess að hún var alveg stórglæsileg kona. Hafði meðfæddan þokka sem ekki er hægt að læra og enginn komst hjá að taka eftir. Glæsileiki sem hafði ekkert með dýr föt að gera. Hún var einfaldlega ein af þessum óþol- andi týpum sem gat skellt sér inn í æfingarsal í gömlum Máttarbol og það brást ekki að fyrr en varði streymdi fólk að sem spurði hvort við ættum svona bol eins og hún Krissý væri í! Ég veit að ég var heppin að fá að kynnast Krissý og á svona augna- bliki verða öll orð máttlaus en ég vona að þið fjölskylda hennar Lindi, Tína, Gummi og Gulli eigið efth- að finna styrk til að horfa fram á við. Það væri í hennar anda. Hanna Ólafsdóttir og fjölskylda, Danmörku. SIGURÐUR RUNAR BERGDAL INGVARSSON + Sigurður Rúnar Bergdal Ingv- arsson fæddist 6. apríl 1972. Foreldr- ar hans Ingvar Már Pálsson og Bjamey Ragnheiður Finn- bogadóttir. Fóstur- faðir hans Óskar Fannberg Jóhanns- son. Grunnskólanám stundaði Sigurður Rúnar í Sandgerði og Keflavík, hóf nám í fjölbrautaskóla að gmnnnámi loknu en hætti. Starfsmaður í versluninni Stapafelli í Keflavík um 8 ára skeið, sinnti tónlist með verslunarstarfinu, bæði nokkm námi og flutningi. Samdi nokkuð af lögum. Helgaði sig að mestu tónlistar- störfum síðustu árin, var skemmtanasljóri og fór víða um land með tónlistarefni. Hóf störf hjá fs- lenskri miðlun á sl. hausti með starfi sínu við tónlistina, þar varð hann bráð- kvaddur 25. febráar sl. Kveðjuathöfn fer fram frá safnaðar- heimilinu í Sandgerði í dag og hefst kl. 14. Jarðsett verður í Ilvalsneskirkjugaröi. Hinn 25. febráar sl. fékk ég sím- hringingu að heiman. Það var góð vinkona okkar Sigga með þær mjög slæmu fréttir að hann væri látinn. Ég gat ekki trúað þessu í fyrstu og á enn erfitt með að ná því, að hann skuli ekki vera lengur meðal okkar. Hann átti allt lífið fyrir sér. Þegar góður vinur yfh-gefur þennan heim þykir mér sjálfsagt að veita honum hans hinstu virðingu við jarðarför, og þar sem ég er stödd erlendis langar mig að veita Sigga mína hinstu virðingu með þessum orðum. Siggi hefm- alltaf reynst mér góð- ur vinur. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta, hvenær sem er og hversu lítil sem vandamálin voru. Hann vissi alltaf hvað var að angi-a mig. Hann veitti mér mikinn stuðning, bæði í leitinni að mér sjálfri og í dvöl minni erlendis. Hann hafði mjög gaman af tónlist, bæði að hlusta og semja, sem að var því miður allt of lítið. Það er synd að hans framsamda efni hafi ekki verið gefið út. En hann hélt, eins og við öll, að hann hefði nægan tíma. Hans besti kostur, fyrir utan að kunna að hlusta, var að hann átti mjög auð- velt með að fá mig til að hlæja; ekki bara á góðum stundum, heldur líka þegar ekki lék allt í lyndi. Hann átti marga kosti, einn af þeim var að hann hafði þá gjöf Guðs að eiga mjög auðvelt með að kynnast fólki. Að missa hann skilur efth- stórt tómarúm í hjarta mínu svo og margra annarra, ég á eftir að sakna hans mjög mikið. Að hann skuli fai-a svona skjótt gerir hlutina enn erfið- ari, ég á eftir að segja honum svo margt. Það er mér smáhuggun, og vonandi ykkur hinum líka, að Siggi er og mun alltaf vera meðal okkar og hann fylgist með öllu annars staðar frá. Hvort sera við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt, ef við aðeins vitum að við eigum vini - jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að þeir eru til. Hvorki ijarlægð né tími, fangavist né stríð, þjáning né þögn megnar að slá fölskva á vináttuna. Við þær aðstæður festir hún einmitt dýpstar rætur. Upp af þeim vex hún og blómgast. (Pam Brown) Megi Guð geyma þig og varðveita um alla eilífð, kæri Siggi. Eygló Viðarsdóttir Biering. Ámeðanhjörtunsofa býst sorgin heiman að og sorgin gleymir engum. Enn eitt skarðið hefur verið höggvið í ættingjahópinn, ungur maður fallið í valinn. Hann Siggi er dáinn. Svo skammt finnst mér síðan hann var á bernskuskeiði og hljóp hér um hlaðvarpa og tún og djúpt í vitundinni finnst mér eins og greina megi daufan óm af ærslahljóðum hins tápmikla og lífsglaða drengs og þau megi án mikillar fyrirhafnar kalla fram í hugann eða þá grát hans því fá börn hefi ég heyrt gráta átakanlegar og sárar en hann gerði og er ekki laust við að sú minning kalli fram klökkva á þessum tíma- mótum. Dvöl hans hér í æsku var þó hvorki löng né samfelld. Fyrstu þrjú ár ævi sinnar eða þar um bil dvaldi hann með móður sinni og hjá góðri fjölskyldu á Gilsfjarðar- brekku, hér rétt handan við heiðina. Þótt sá tími yrði ekki lengri var hann vel geymdur í hans minni, ekki síst náið samband við glað- væru og góðu húsmóðui'ina hana Olafíu, sem hann geymdi jafnan vel minningar um og sýndi að ég held nokkm'n þakklætisvott í hennar garð þá hann eldri varð. Þess varð og snemma vart að gerð hans var slík að eldra fólk naut jafnan nokk- urrar hlýju frá hans hendi hvort sem um skyldfólk eða óvandabund- ið var að ræða, að því leytinu var hann svo ólíkur mörgum af jafn- öldram sínum, líklega hefur feimni verið honum nær algjörlega óþekkt og hann ekki síst þess vegna verið jafn ódulur að opinbera einlægni sína og tilfinningar. Aldrei var hægt að merkja að hann fyriryrði sig fyrir að sýna elda fólki vinarþel og blíðu, sem illu heilli er á miklu undanhaldi vegna þeirrar vanhugs- uðu stefnu að aðskilja börn frá sam- vistum við aldrað fólk, sem ekki sér fyrir endann á og kallar yfir sig vanlíðan margra, ekki síst hinna ungu. Þess er vert að minnast og það með mikilli þökk að aldraðri móður- ömmu sinni sýndi hann ætíð mikla nærgætni og sem fullorðinn maður kom hann óbeðinn til að heimsækja hana og eiga með henni stundir, þó öllu lengra væri þá milli þeirra eða allt þar til síðustu mánuðina sem bæði lifðu. Dvaldi hann þá jafnan nokkra daga og virtist una hag sín- um hér vel þótt fábreytnin væri öllu meiri en þar sem heimkynni hans voru. Fljótlega efth- að dvöl þeirra mæðgina á Gilsfjarðarbrekku lauk settust þau að syðra. Mín sannfær- ing er að það hafi verið Sigurði mik- il gæfa þegar móðir hans, og systir mín hóf sambúð og giftist síðar Óskari F. Jóhannssyni. Milli þeirra varð til afar sterkt samband þar sem traust og væntumþykja voru í fyrirrúmi. Óskai- sinnti og vel þeim þáttum sem hinn aðsópsmikli ungi drengur allra helst þarfnaðist. Þvi hinn ungi frændi minn var mikill fyrir sér og var ekki í æsku svo ólíkur þeim sem hér heldur á penna. Var Óskar bæði leikfélagi hans og sá sem leiddi og leiðbeina reyndi inn á hina vandrötuðu mann- dóms- og þroskabraut, er þó á eng- an hátt verið að gera lítið út hlut- verki hans góðu móður. Skólaganga Sigurðar var ekki löng eftir að skyldunáminu lauk, varla var þar um að kenna litlum námshæfileikum, frekar að hann gerðist afhuga frekara námi fyrir hvað það reyndist honum fyrir- hafnarlítið. Ungur hóf hann vinnu við verslunarstörf og vann nokkur ár í versluninni Stapafelli í Kefla- vík. Hygg ég að sú vinna hafi hent- að vel manngerð hans því gæddur var hann ýmsum af þeim kostum sem mikilvægir eru góðum verslun- arstarfsmanni svo sem lipurð og þjónustulund þrátt fyrir þá aug- ljósu kosti ílengdist hann ekki í því starfi. Ungur lærði hann að leika á nokkur hljóðfæri og var það sem kallað er músíkalskur eftir að hann hafði náð góðum tökum á hljóð- færaleiknum. Er ekki ólíklegt að hann hafi fundið til sterkrar löng- unar að sinna honum í æ ríkari mæli. Ég hygg að hann hafi heillast af því umhverfi sem músík- og skemmtanaheimurinn bauð upp á, enda nýtti hann sér það í sívaxandi mæli hin síðari ár og fór vítt og breitt um landið til að skemmta og hafði án efa mikla ánægju af. í þeim heimi geta umbúðirnar verið miklar og áberandi en innihaldið rýrt að sama skapi og víst er að sá heimur sleppir ógjai-nan sínu fasta taki sem hann nær á hinum ungu sálum. Þar á að vissu leyti okkai' unga kynslóð sinn átrúnað sem þarf þó engan að skaða þekki sérhver sín takmörk, brothætt reynist þó oft ungdómslíf. „Ég vil heldur að við missum hús- ið okkar en að pabbi komi ekki heim aftur,“ varð ungum manni að orði þegai' faðir hans fór í hættu- lega aðgerð á sjúkrahús þar sem brugðið gat til beggja vona um ár- angur. Hve oft hafa ekki mörg okk- ar staðið í svipuðum sporam? spurt spuminga, gefið heit í angist og umkomuleysi en engu fengið breytt eða um þokað þegar hönd dauðans ber harkalega að dyrum okkar. Þá skyndilega finnst okkur allt verða í einni svipan svo fjarska lítið og lágt sem lifað er fyrir og barist á móti. Beiskur og sár veruleikinn knýr dyra hjá okkur öllum, einhvern- tíma, það verðui' ekki umflúið, því sorginni er jafnara skipt en margur heldur. Fráfall þess sem ungur deyr verður jafnan mikið harms- efni, þeim nánustu ekki síst. Fyrir hönd okkar Astu votta ég systur minni, mági og ungum syni þeirra mina innilegustu samúð og bið að góðm' guð gefi þeim styi'k. Kom sól og þerra tárin, svo lífið megi aftur koma til þeirra með gleði og margar góðar stundir þótt rökkvað hafi um sinn. Sömu hlut- tekningu votta ég öllum öðrum sem sárt sakna hins unga manns. Guðfínnur Finnbogason. Þegar þú grætur skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Það er ekki auðvelt að skrifa litla grein um mikla persónu. En elsku Siggi, ég vil kveðja þig með þessum orðum. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Þú varst alltaf sannur og traustur, með þér gat ég hlegið og grátið. Þú gafst mér alltaf tíma þegar ég þurfti á einhverjum að halda og jafnvel þótt vikur, mán- uðir eða jafnvel ár liðu milli þess sem við hittumst, var vináttan alltaf söm og ég veit að hún verður söm þegar við hittumst aftur á himnum. Elsku Bjarney, Oskar og Oskar Ingi og aðrir fjölskyldumeðlimir. Megi drottinn blessa ykkur og styrkja, því missirinn er mikill. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Siggi, takk fyrir allt og eins og Sinead O’Connor syngur í laginu okkar: „Nothing compares 2 u“. Þín, Guðrán Erla. Það er svo óvænt að þurfa allt í einu að kveðja einn úr hópnum okk- ar. Svo skrítið að þú sért horfinn frá okkur svona snemma, Siggi. Við eigum erfitt með að trúa því að bros þitt og glaðværð eigi ekki eftir að gleðja okkur aftur. En þú skildir okkur ekki eftir tómhent. Minningarnar era ótelj- andi og stundirnar sem við áttum saman munu margar hverjar aldrei gleymast. Þó svo að oft hafi mikið gengið á hjá okkur í skólanum varstu alltaf sterkur og stóðst fyrir þínu. Sjaldan skiptirðu skapi, gleðin var þinn fylgifiskur og alltaf varstu reiðubúinn að hjálpa okkur hinum. Jarðneskri vist þinni má vera lokið, en í hugum okkar og hjörtum muntu alltaf lifa. Sæti þitt í bekkn- um okkar verður aldrei fyllt. Árgangur 1972 í Grunnskóla Sandgerðis. í dag kveðjum við vin okkar hann ^ Sigurð Rúnar (Sigga Diskó) eins og hann var kallaður á meðal okkai' á Skothúsinu. Við kynntumst Sigga fyrir rámu ári þegar hann byrjaði á Skothúsinu sem diskótekai'i. A þessu ári sem hann hefur verið með okkur höfum við eignast góðan vin. Hann Siggi var góður drengur sem gaman var að umgangast, alltaf kátur og léttur í lund og gat spjall- að um allt og alltaf til í að hjálpa til ef eitthvað vantaði eða eitthvað var að og gott var að vinna með honum. Alltaf gat hann haldið góðri stemmningu hjá okkur, sérstaklega hjá þeim sem voru að skemmta sér og alltaf í lok ballsins heyrðist í_ Sigga, viljið þið heyra meira og voru þá nokkur óskalögin spiluð. En nú er stórt skarð hjá okkur á Skothúsinu sm erfitt verður að sætta sig við að eiga ekki eftir að sjá hann Sigga okkar aftur en við huggum hvert annað og biðjum fyr- ir honum og fjölskyldu hans. Aðstandendum sendum við sam- úð okkar allra og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. Starfsfólk Skothússins. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargi'einar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugi'ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn' sín en ekki stuttnefni undir gi'einunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar gi'ein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.