Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 45 UMRÆÐAN í GREIN okkar um innflutning fósturvísa úr norskum kúm (Mbl. 27/2) bentum við á vankanta á norskum kúm og að úttekt vantaði á væntanlegum ávinningi og áhættu af innflutningi. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda, gerði athuga- semdir við grein okkar (Mbl. 2/3) og Jón Gíslason, formaður fagráðs í nautgriparækt, fleiri athugasemdir (Mbl. 4/3). Þeir félagar telja ís- lenska kúakynið ekki i hættu þó að norskar kýr komi hingað í tilrauna- skyni. Málið er þó einfalt. Hér hef- ur sú hugmynd verið oft til umræðu að tengja íslenska nautgriparækt stærri ræktunarheild til að auka framfarir í kynbótum. Þá færum við inn í samræktun á kúm með Norðmönnum og síðar fleirum. Ekki yrði kynbætt nema eitt kúa- kyn í landinu þegar þar að kæmi. Þá má íslenski stofninn sín lítils. Færeysku kúnni var útiýmt með norsku nautasæði. Algengir gallar í hánytja kiíni Hánytjakýr heimsins eru rækt- aðar að hækkandi nyt. Við það hafa margir arfgengir gallar komið fram og kýrnar endast illa. Ofrjó- semi og júgurbólga hafa aukist svo mikið að kúnum er fargað eftir tvö til þrjú mjaltaskeið. Fjórða og fimmta mjaltaskeiði ná þær ekki að meðaltali, en ættu að skila mestu þá. Alls voru 36,5% allrar förgunar á kúm í Suður-Englandi vegna ófrjósemi og 10,1% vegna júgur- bólgu. (Sjá grein um breskar kýr í Animal Science 1997, nr. 65, bls.353-360). Svipað virðist gilda um norskar kýr. f þungum korn- kúm eru aðrir og erfíðari fram- leiðslusjúkdómar en í léttu gróffóð- urkúnum okkar. Kýrin Gullhúfa á Stóru-Ökrum í Skagafirði, sem segir frá í Bændablaðinu 2. mars s.L, er mikil andstæða við þær bresku. Hún er smávaxin, 18 vetra, Stefán Aðalsteinsson við góða heilsu og mjólkar enn um 7-8000 lítra á ári. Andvaraleysi eða ábyrgð Innflutningsmenn hafa ekki áhyggjur í bili af aukinni sykur- sýkiáhættu í börnum við innflutn- ing á nýjum kúastofni. Jón telur að arfgreina megi foreldra fóstur- vísanna og velja þá þannig að þeir beri ekki hið varasama gen sem framleiðir betakasín Al. Þetta væri jákvætt, en þá þyrfti að halda áfram vali við allan síðari innflutn- ing. Þetta yrði einnig erfítt í fram- kvæmd, því að í norska kyninu er aðeins ein af fjórum kúm laus við genið. Það þrengir valið verulega. Hér á landi er um helmingur kúnna laus við genið og þess vegna fljót- legi'a að eyða því með úrvali. Ut- tekt á úrvali gegn geninu í íslensk- um kúm var miðuð við sæðinganaut og mjólkurkýr, en ekki kjötgripi. Víðtæk sýnataka á blóði og e.t.v. mjólk úr íslenskum kúm er fyrir- huguð á næstunni til að kanna heilsufar, vegna samninga við Evr- ópusambandið um innflutning land- búnaðarvöru og varnir gegn smit- hættu frá henni. Tengja mætti sýnatöku þessa arfgreiningu á Sigurður Sigurðarson Kúainnflutningur Það gildir enn sem við bentum á í fyrri ffl-ein okkar, seg;ja Stefán Aðalsteinsson, Ólafur Olafsson og Sigurður Sigurðarson, að ákvörðun um innflutn- ing verður að bíða oar til úttekt á hugsan- legum ávinningi og áhættu af innflutningi iigg’ur fyrir. betakasín-genum í kúnum og dreifa þannig kostnaði. Innflutningsmenn ætla að hjálpa til að kanna hvort tilgátan um syk- ursýkiáhættu stenst. En hvað ger- ist ef hún stenst? Sitjum við þá uppi með mjólk sem tvöfaldar, þre- faldar eða fjórfaldar sykursýkiá- hættu fyrir börn okkar og barna- börn? Veilur í áætlun - færa ætti til- raunina til Noregs Alvarlegasta veilan í áætlun Landssambands kúabænda er sú varasama leið að gera samanburð á íslenskum og norskum kúm á Is- landi. Þá þarf að flytja norska kyn- ið inn og hafa það í landinu í mörg ár áður en væntanleg tiiraun verð- ur gerð upp. Mun betra væri að gera samanburðinn í Noregi. Þar yrðu íslenskar kýr prófaðar við þær aðstæður sem norskar kýr búa við í dag. Hverju myndu íslenskar kýr skila þá? Myndu þær verða sér- staklega næmar fyrir sjúkdómum sem nú er vitað um í norskum kúm? Myndu þær sýkjast af nýjum sjúk- dómum sem væru landlægir en óvirkir í Noregi, svipað og hitasótt- in sem kom hér upp í hrossum og engir þekktu í Evrópu? Með þess- ari leið mætti kanna mikilvæga þætti í smithættu án innflutnings hingað. Tilraunaáætlunin er að ýmsu leyti vel skipulögð, en þó ekki öll sem sýnist. Það er fullyrt í byrjun að gerð verði tilraun til að meta hvort fýsilegt sé að hefja notkun á NRF-kyninu. Á sama tíma er skipu- lagður innflutningur og fjölgun á gripum af nýjum stofni í þeim mæli að þeim verður tæpast eytt að til- raun lokinni. Aætlað er að framleiða blendinga af íslenskum og norskum stofni. Jákvæður árangur af blend- ingsrækt, blendingsþróttur, er meira og minna gefínn fyrirfram vegna þess hve óskyld kynin eru. Yfírburðir blendingsþróttar hverfa í framrækt og má ekki láta þá blekkja sig. Ending kúa ekki metin í tilrauninni Uppgjöri á samanburðartilraun á að vera lokið sex árum eftir að fóst- urvísar frá Noregi koma til Hríseyj- ar. Þá verður fyrsta mjaltaskeiði hreinræktaðra norskra kvígna og blendingskvígna lokið og ályktanir eingöngu dregnar af því mjalta- skeiði. Þá hafa engir endingargallar enn komið fram í kvígunum. Tilraun sem ekki tekur á þessum þáttur í hánytja kyni eins og NRF segir ekki nóga sögu samkvæmt reynslu Breta, eins og getið er hér að fram- an. Úr innfluttum fósturvísum fengjust 7-12 hreinræktaðir gripir af hvoru kyni. Það liggur í augum uppi að ekki verður hægt að byggja neina ræktun á kyninu til frambúðar á svo þröngum efnivið. Þess vegna verður mjög fijótlega farið í innflutning aft- ur ef haldið verður áfram með NRF kýr að tilraun lokinni. Þá kemur að því sem við höfum varað við, að var- kárnin sljóvgast og hætta á alvar- legum áföllum af innfluttum sjúk- dómum eykst. Þessi langtímaáhrif má ekki láta sér sjást yfir. Vaxandi afurðir í íslenskum kúm Þeir Þórólfur og Jón nefna ekki framfarir sem orðið hafa í naut- griparækt á íslandi upp á síðkastið. Arið 1997 settu íslenskar kýr ís- landsmet í nythæð. Þá fóru sjö kúa- bú með fleiri en 10 árskýr yfir 6000 kg meðalnyt. Það eru mörg kúabú í Noregi sem ekki ná þessari nyt. Kvartað hefur verið undan spenum á íslenskum kúm en þær fengu tals- vert hærri einkunn fyrir spena á sýningum 1998 en áður. Væri ekki vænlegra að rækta sinn eigin garð og bæta íslenskar kýr á fleiri búum en nú er gert heldur en skipta um kúakyn? Nú virðist allavega ekki rétti tíminn til að dæma þær ís- lensku úr leik. Það gildir enn sem við bentum á í fyrri gi'ein okkar að ákvörðun um innflutning verður að bíða þar til út- tekt á hugsanlegum ávinningi og áhættu af innflutningi liggur fyrir. Höfundar eru fyrrv. framkvæmda■ sijóri Norræna genbankans fyrir búfé (S.A.), fyrrv. landlæknir (ÓI.ÓI.) og dýralæknir nautgrípa- sjúkdóma (Sig. Sig.) Kúabændur og kýr Ólafur Óiafsson Félag'smálaráðherra færir jafn- réttisklukkuna aftur um 4 ár FYRIR fjórum árum, á alþjóð- legum baráttudegi kvenna þann 8. mars, skipaði þáverandi félags- málaráðherra starfshóp sem m.a. átti að vinna að tillögum um starfsmat sem tæki tiþað draga úr launamun kynjanna. Ástæðan var fyrst og fremst könnun sem unnin var á vegum Jafnréttisráðs og sýndi 11% launamismun milli kvenna og karla í sambærilegum störfum. I hópnum áttu sæti full- trúar frá BSRB, ASÍ, Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, fjár- málaráðuneytinu, Reykjavíkur- borg, Jafnréttisráði og Vinnu- málasambandinu. Formaður starfshópsins var í fyi-stu fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs en eftir ríkisstjórnarskiptin skipaði nýr félagsmálaráðherra Siv Frið- leifsdóttur alþingismann formann hópsins. VSÍ var boðið að tilnefna fulltrúa í hópinn en gerði það ekki. Eftir að hafa viðað að sér upp- lýsingum um starfsmat frá öðrum löndum og gefið út áfangaskýrslu um starfsmat sem leið til að ákvarða laun lagði starfshópurinn til við ríkisstjórnina að farið yrði „í tilraunarverkefni þar sem starfsmati verði beitt í einni eða tveimur stofnunum á vegum ríkis- ins, einu einkafyrirtæki og einu fyrirtæki / stofnun á vegum Reykjavíkurborgar." Starfshópi um starfsmat var falið að hafa yf- irumsjón með verkefninu, velja starfsmatskerfí og stofnanir, út- færa nánar markmið, leiðir og Ari Skúlason Jafnréttismál Einhliða niðurstöður fé- lagsmálaráðherra, segja Ari Skúlason og þess að ljúka störf- um sínum þegar hann var lagður niður með einhliða ákvörðun félags- málaráðherra sem fól verkefnisstjóra að ljúka skýrslunni fyrir sína hönd með aðstoð starfsmanna sem Jafnréttisráð og Reykjavíkur- borg hafa lagt til verkefnisins. Eins og svo oft vill verða í starf! þar sem fulltrúar margra hópa koma að málum, eru menn ekki að öllu leyti sammála í upphafi vinnu við lokaskýrslu. Okk- ar reynsla er þó sú að oftast tekst að ná sameiginlegri niðurstöðu í slíkum nefndum undir stjóm for- manna sem gefa sér tíma til þess að fá niðurstöðu sem sátt ríkir um. Við erum sannfærð um að sátt Rannveig Sigurðardóttir Rannveig Sigurðar- dóttir, geta aldrei talist ---------------------------- niðurstöður sem ASI og BSRB gera að sínum. umfang verkefnisins. Öllum var ljóst í upphafi að um tímafrekt og viðamikið verkefni væri að ræða. Tilraunaverkefnið hafði staðið í rúm 2 ár og átti starfshópurinn einungis eftir nokkra fundi til hefði tekist í starfshópnum um lokaniðurstöður ef ráðrúm hefði gefist til þess að ræða til hlítar þau álitamál sem uppi voru. Álita- málin voru ekki meiri en eðlilegt getur talist í starfi af þessu tagi, en forsenda þess að hægt sé að komast að niðurstöðu er að málin séu rædd. Að leggja nefndina niður ein- hliða eins og félagsmálaráðherra hefur nú gert er ekki stórmannleg ákvörðun og er ekki hægt að túlka hana á annan veg en að félagsmála- ráðherra vilji vera einvaldur við gerð lokaskýrslu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort að baki þessari einstöku ákvörðun liggi að einhverju leyti þörf félagsmálaráð- herra til að geta bent á í kosninga- baráttunni sem framundan er, að hann hafi einhverju áorkað í jafn- réttismálum á þeim fjórum árum sem hann hefur borið ábyi'gð á málaflokknum. Sú ákvörðun ráðherrans að fela verkefnisstjóra að ljúka vei'kefn- inu er ekki lýðræðisleg, hún þýðir í raun að öðrum málsaðilum er meinað að koma að eðlilegu starfi við lokaniðurstöðu. Þeir aðilar sem með ákvörðun félagsmálaráð- herra hefur verið meinuð eðlileg aðkoma að niðurstöðum loka- skýrslu eru öll samtök launafólks og fjármálaráðuneytið. En það eru einkum þessir aðilar sem framgangur starfsmats hér á landi mun fyrst og fremst hvíla á. Niðurstöður lokaskýi'slu verða því alfarið félagsmálaráðherra og það er stór spurning hvort þær nýt- ist öðrum en stjórnvöldum við mat á eigin árangri á kjörtímabilinu. ASÍ, BSRB og fjármálaráðu- neytið hafa lýst því yfír að sú skýrsla sem ráðherra hefur falið verkefnisstjóra að skrifa sé þess- um aðilum algerlega óviðkomandi og telja samtökin og fjármálaráðu- neytið að félagsmálaráðherra beri einn ábyi'gð á þeirri niðurstöðu sem þar kann að birtast. Þessi skýrsla mun því ekki heldur nýtast stéttarfélögum og atvinnurekend- um í viðræðum um hvort starfsmat geti haft áhiif á kjarasamninga í framtíðinni. Með þessum gjörningi hefur félagsmálaráðherra fært klukkuna aftur um 4 ár og nú stöndum við á nákvæmlega sama stað í þessum efnum og við gerðum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 1995. ASÍ og BSRB harma þessi mála- lok sem hafa orðið á tilraunaverk- efni um starfsmat með einhliða inn- giipi félagsmálaráðherra. Mjög margir hafa tekið þátt í þessu til- raunaverkefni, sérstaklega starfs- fólk í þeim fyrirtækjum og stofnun- um þar sem tilraunin átti sér stað. Enn fleiri bíða niðurstöðu verkefn- isins þar sem mjög mörg stéttarfé- lög eru með bókanir í kjarasamn- ingum sínum um að taka niðurstöðu verkefnisins upp í viðræðum við at- vinnurekendur. Einhliða niðurstöð- ui' félagsmálaráðhert'a geta aldrei talist niðurstöður sem þessir aðilai' geri að sínum. Með því að útiloka þá þátttakendur verkefnisins sem mál- ið brennur me:;t á og sem tryggja þurfa framkvæmd málsins er veru- leg hætta á að kynhlutlaust starfs- mat hér á landi muni eiga erfitt uppdráttai' á næstu misserum. Rannveig er hagfræðingur BSRB. Ari er framkvæmdastjóri ASÍ. Brandtex fatnaður i Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.