Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hverjir eru hagsmunir þétt- býlisbúa suðvestanlands? í FYRRI grein voru leidd að því haldbær rök að óbreytt stefna um fiskveiðistjóm muni leiða til þess að fjöldi sjávarbyggða verði því sem ég kallaði Breiðdalsvíkurveiki að bráð og leggjast af sem lífvænlegar byggðir. I viðtali við áhugasama konu um þessi mál kom fram sjón- armið sem hún hafði heyrt 25 ára gamlan gest á heimili hennar halda fram. Honum þótti nú ekki mikil ástæða til að vera að halda lífinu í þessum krummaskuðum úti um land. Pað ætti bara að flytja þetta lið suður. Þetta viðhorf unga mannsins ber ekki aðeins vott um ungæðishátt og skilningsleysi á þær mannlegu hörmungar sem hann ræðir af svo miklu gáleysi. Það ber líka vott um algera blindu, sem eins víst er, að miklu fleiri séu haldnir. Þegar farið er að greina, hvað fer forgörðum, ef byggð úti á landi er leyft að deyja, má fyrst skipta því í tvennt. í fyrsta lagi það, sem meta má til peningalegra verð- mæta og svo hitt, sem ekki verður metið á neinn slíkan mæli- kvarða. Hið síðar- nefnda er mannlif, samneyti við sambýl- inga, oft til áratuga, rætur á staðnum, taug- amar til fjallanna og fjarðarins í öllu náttúr- unnar veldi, fegurðar eða grimmdar. Allt þetta hefur gildi og fólkið, sem í hlut á glat- ar því, þegar burt er flutt. Fyrir allt þetta geldur fólkið, sem flyt- ur með sárum og örum á sál sinni. Hins vegar eru þeir hlutir, sem með einhverjum hætti má meta til peninga. íbúðai'húsin, sem fólkið flytur úr eru alla jafna meginhluti Jón Sigurðsson ævispamaðarins og stundum hvíla enn á þeim skuldir. Söluverð- mæti þeirra við þessar aðstæður er örlítið brot af því sem væri við eðli- lega eftirspum. Þenn- an skaða ber fólkið, sem burtu hrekst óstutt. Og erfiðleikarn- ir geta verið miklir að ráða við að finna sér annan bústað í nýrri byggð, þegar ævispamaðurinn hefur gufað upp. Hitt era ekki síður stórfelld verðmæti, sem íbúarnir sem samfélag skilja eftir sig: skólar, önnur félagsleg aðstaða eins og fé- lagsheimili eða íþróttahús, vatns- veita, fráveita, rafveita, stundum fjarvarma- eða hitaveita, stundum sjúkrahús eða elliheimili, að ISLENSKT MAL UM dróttkvæðan bragarhátt, VI. hluti. Próf. Einar 01. Sveinsson hef- ur skrifað mæta vel um drótt- kvæði. Hann segir meðal annars (Skímir 1947): „Kenningastíllinn er þegar fast mótaður um 900, bæði hvernig kenningamar eiga að vera og um hvað eigi að hafa kenningar. Endumýjaðar eru kenningamar fyrst og fremst með nýjum samheitum, en ef dróttkvæðaskáld ætlaði sér að fara að búa til nýjar samlíkmgar út í loftið, fengi hann vissulega ekki önnur laun en háð og spott.“ Prófessor Einar flokkar kenn- ingar í fernt, og fylgi ég hér skiptingu hans. I fyrsta flokki eru einfaldar kenningar, eins og sú sem ég tók fyrsta dæmi um. Annað slíkt er Sygna ræsir hjá Hallfreði vandræðaskáldi. Ræs- ir er konungsheiti. Sygnir em íbúar Sogns í Noregi. Sygna ræsir er þá Noregskonungur. Þessar kenningar þóttu hvorki skáldlegar né tilkomumiklar, og varla heldur í 2. flokki, er þar er stofninn gerandnafn af einhverri sögn. Gerandnöfn (nomina agendis) tákna framkvæmanda verknaðar, t.d. læknir eða kenn- ari. Dæmi gamalla kenninga í þessum flokki er baugbroti = sá sem brýtur bauga (hringa) og þá til gjafa - örlátur maður; algengt hrósyrði um konunga, enda unnu hirðskáldin oft til launa. Annað dæmi: hrafns glýjuður = sá sem glýjar (gleður) hrafninn (með því að drepa menn, og get- ur þá hrafninn slitið náinn). Konungum var síhrósað fyrir manndráp. En í þriðja og fjórða fiokki er mestur hluti kenninga, og höfðu skáld meiri mætur á þeim. I 3. flokki em kenningar, þar sem einkunnin kveður nánar á um heildarmerkinguna, en breytir henni ekki gagngert. Dæmi: hjörlögur, hreinbraut. Hjör(r) er sverð, hjörlögur er að vísu lögur, en sérstaks eðlis = blóð. Hjör- inn olli sári sem blæddi. Hrein- braut er braut sú sem hreindýr- in fara = land, því að hreindýrin em landdýr. Sérkennilegastar em kenn- ingamar í 4. flokki. Þar tekst skáldunum að láta einkunnina Umsjónarmaður Gísli Jónsson 995. þáttur hafa þau áhrif á stofninn, að „merking kenningarinnar er allt önnur en stofninn gæti bent til. Það er því um að ræða gagngera breytingu, stundum hausavíxl." (E.O.S.) Dæmi af þessu tagi em gunnmár, brimdýr, svanafold. Gunnmár er að vísu fugl, en ekki már, heldur hrafn eða öm, hræ- fugl sem kemur þar, sem orasta (gunnur) er háð, í leit að bráð. Brimdýr er alls ekki dýr, heldur skip, þetta er skemmtileg líking. Við sjáum af samanburðinum við dýrið hvemig skipið veltist í briminu. Svanafold, „land svan- anna“ er hreint ekki fold, heldur sjór eða vatn. Eg sé svaninn a.m.k. helst fyrir mér syndandi á legi. Nú tek ég orðrétt eftir Einari Ólafi: „Oft verður merking kenning- arinnar andstæða þess sem stofnorðið segir til: Haka blá- land er ekki land, heldur sjór. Mjög algengar era mannkenn- ingar af þessum flokki, og er stofnorðið þá ýmist eitthvert orð fyrir tré eða staf (auðstafr, hildi- meiðr) eða eitthvert goðsnafn (geir-Njörðr, sverð-Freyr).“ ★ Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Svo segir í ljóði eftir Þórarin Eldjám til íslenskrar tungu. Sögnin að gilda er veik eftir 3. flokki: gilda-gilti-gilt. Hún hef- ur ofurlítið breytilega merkingu: 1) hafa tiltekið verðgildi, 2) kosta, 3) vera fullgildur, 4) skipta meginmáli, 5) lagfæra, gera við. Því er það að menn gátu gildað (gilt) upp í vegg, ef hann þurfti lagfæríngar við. I öllum kennimyndum sagnarinn- ar að gilda er ætlandi að i-hljóð- ið sé orðið til úr e. Það köllum við i-hljóðvarp. Hvar er þá að finna það e sem orðið hefur i í sögninni að gilda? Til dæmis í þýsku Geld = fjár- munir? En hverfum aftur til okkar máls. Alþekkt er sögn sem nú beygist svo: gjalda-galt-guld- um-goldinn. Þetta er greinilega þriðja hljóðskiptaröð, og þá „ætti“ að vera e í 1. kennimynd, sbr. bresta-brast-brustum- brostinn. Við verðum því að gera fastlega ráð fyrir því, að í 1. kennimynd hafi orðið svonefnd a-klofning, en hún breytir e í ja, þetta er svipað í flestum Norð- urlandamálum, að ég held. Til var líka svonefnd u-klofning sem breytti e í jö, og liggur dæmið á borðinu í fleirtölunni af gjald, þ.e. gjöld. Við myndum nútíð af gjalda, rétt eins og við vissum ekki að til væri a-klofning, og segjum ég geld (það er að segja ef við not- um ekki sögnina að borga, sem er miklu líklegra). Þátíðin sem ætti að vera gald hefur harðnað í munni okkar og breyst í galt. „Þess galt eg nú, er eg var ber- skjaldaður,“ sagði Kolur Egils- son úr Sandgili, þegar Kol- skeggur Hámundarson hafði höggvið undan honum fótinn. Að vísu urðu samræður þeirra ekki langar við þær aðstæður. Lýs- ingarorðið gildur hefur talsvert breytilega merkingu: 1) gjald- gengur, lögmætur, 2) efnaður, 3) dugandi, 4) þrekinn, 5) ríflegur. Hið síðasta minnir okkur á Skipafregn sr. Gunnlaugs Snorrasonar: Guðsmaðurinn gaf mér þó gildan vínpottinn. Hvar hann fer yfir saltan sjó, signi hann drottinn. ★ Bjarni Sigti-yggsson í Kaup- mannahöfn sendir Morgunblað- inu hrós fyrir þessa fyrirsögn á Netinu og segir: Þokast í rétta átt: „Búist við jafnari spurn eftir íslenskum þorski á Nýja- Englandi." Umsjónarmaður gleðst með Bjarna í hvert sinn sem „Fróðárselur“ er laminn. ★ Vílfríður vestan kvað: Kvað Dýrfmna dóm upp svofelldan um Dag (það var búið að meld’ann): Það á að bak’ann og flak’ann, bind’ann og blind’ann, beygja’ann og teygja’ann og geld’ann. ★ Auk þess fær Stefanía Val- geirsdóttir stig fyrir fjórðung gengin í ellefu og Sigvaldi Júlí- usson fyrir þriðjung gengin í eitt. Svo og Haraldur Ólafsson fyrir meginland Evrópu. En umsjónarmanni finnst veður- fræðingar gleyma of oft sögn- inni að hvessa, en tala í þess stað um að „bæta í vind“. Fiskveiðistjórnun Gildandi fiskveiðistjórn fórnar hagsmunum hinna minni sjávar- byggða, segir Jón Sig- urðsson, á altari stórút- gerðanna, sem ginið geta yfir kvótanum. ógleymdri gatnagerð og götulýs- ingu. Upptalningin er eflaust ekki tæmd. Það er hér, sem hagsmunir íbúa þéttbýlisins, ekki hvað síst íbúanna á suðvesturhorninu, koma til sög- unnar. Verði dauðadómi fískveiði- stefnu stjórnarflokkanna yfir sjáv- arbyggðum ekki hnekkt og nýju lífi hleypt í þær, munu íbúar þéttbýlis- svæðanna þurfa að sjá öllum þeim, sem að flytja eins og flóttafólk und- an stríðsátökum, fyrir öllum þeim samfélagslegu verðmætum, sem fólkið var neytt til að skilja eftir sig. Það verða útsvör, fasteignaskattar og þjónustugjöld íbúanna í þéttbýl- inu, sem verða að mestu að kosta endurgerð þessara glötuðu fjárfest- inga í aflögðum byggðum. Það verða því skattgreiðendur þéttbýlis- svæðanna, sem þurfa að greiða stríðsskaðabæturnar, þegar fisk- veiðistefna stjórnarflokkanna verð- ur búin að leggja sjávarbyggðirnar í auðn. Og ekki má gleyma hinum lakast settu, þeim, sem þurfa að leigja sér húsnæði í þéttbýlinu. Þeir munu þurfa að greiða sérstakan skatt, því að húsaleigan þeirra mun hækka. Enn má spyrja sig á hverj- um muni lenda að greiða skuldir sveitarfélaganna, sem missa lífsmáttinn? Af þessu má ljóst vera, að það era stórfelldir hagsmunir skattgreið- enda í þéttbýli, ekki síst hér á suð- vesturhominu, að gildandi fískveiði- stjóm ríkjandi stjómarflokka verði hnekkt í næstu kosningum og henni breytt á þann veg, að sjávarbyggð- unum víðs vegar um land verði gert fært að endurheimta sinn fyrri lífs- kraft, svo að þær geti haldið áfram að vera til og geti endurheimt að- dráttarafl sitt fyrir þá, sem þar kjósa að búa. Það er eina lyfið gegn Breiðdalsvíkurveikinni og um leið vöm fyrir pyngju skattgreiðenda í þéttbýlinu, gegn þeirri aðför, sem stjóraarstefnan felur í sér að þessu leyti. I fyrri skrifum mínum hef ég lagt höfuðáherslu á hvernig gildandi fískveiðistjóm fórnar hagsmunum hinna minni sjávarbyggða á altari stórútgerðanna, sem ginið geta yfir kvótanum. Greiningin, sem hér að framan er lýst, staðfestir, að hags- munum skattgreiðenda í þéttbýli verður fómað á því sama altari, ef svo fer fram sem horfir án breyt- inga. Höfundur er fyrrverandi frani- kvæmdastjóri. Skilaboð til alþingismanna vegna frumvarps til innheimtulaga FYRIR Alþingi ligg- ur nú frumvarp til inn- heimtulaga sem við- skiptaráðherra hefur lagt fram. í frumvarp- inu er m.a. gert ráð fyrir heimild ráðherra til að setja hámark á fjárhæð innheimtu- kostnaðar. í dag geta innheimtuaðilar sjálfir ákveðið fjárhæð inn- heimtukostnaðar, skuldarinn hefur enga samningsstöðu og verður að greiða það verð sem sett er upp. Neytendasamtökunum er kunnugt um að aðil- ar hafi notfært sér þetta ástand gagnvart vamarlaus- um skulduram. Einnig era í fram- Innheimta N eytendasamtökin gera þá kröfu, segir Jóhannes Gunnarsson, að alþingismenn sam- þykki frumvarp til inn- heimtulaga á þessu þingi- varpinu skapaðar eðlilegar leikregl- ur um þessa starfsemi og inn- heimtuferlinu settar fastar skorður. Neytendasamtökunum er kunnugt um að eftir fund sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis átti með fulltrúum Lögmannafélags íslands hefur vinna við framvarpið stöðvast. Þetta verður að teljast undarlegt svo vægt sé að orði komist, enda ljóst frá upphafi að Lögmannafélag- ið væri mótfallið þessu frumvarpi Jóhannes Gunnarsson ríkisstjórnarinnar. Af- staða Lögmannafélags- ins er skrítin í meira lagi, þeir telja að setja þurfi slík lög en að þeir eigi að vera undan- þegnir lögunum. Þessu sjónarmiði hafna Neyt- endasamtökin þó svo að obbinn af lögmönn- um séu heiðvirðir menn. N eytendasamtökin minna á að þegar leið- beinandi verðskrá Lög- mannafélags íslands var bönnuð, var það forsenda flestra sem um það mál fjölluðu, þar á meðal Neytenda- samtakanna, að sett yrði þak á fjár- hæð innheimtukostnaðar. Neyt- endasamtökin gerðu raunar þá þeg- ar kröfu um að sett yrði sérstök lög- gjöf um þessa starfsemi og tóku samtökin þátt í nefndarstarfi sem vann áðumefnt framvarp. Reynslan hefur sýnt að þetta framvarp er brýn nauðsyn og minnt er á að sam- bærileg löggjöf er fyrir hendi í flestum nágrannalanda okkar. Neytendasamtökin gera þá kröfu að alþingismenn samþykki frumvarp til innheimtulaga á þessu þingi. Al- þingismenn eru kjörnir fulltrúar al- mennings og það er andstætt hags- munum almennings að hagsmunir lögmanna fái ráðið í þessu máli. Neytendasamtökin telja þó mikil- vægt að ein breyting sem samtökin hafa lagt til í umsögn sinni verði gerð á frumvarpinu. I stað þess að ráðherra verði heimilt að setja há- marksfjárhæð innheimtukostnaðar, verði honum það skylt. Þetta er í samræmi við eðlilega neytenda- vernd. Höfundur er formaður Neytenda- samtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.