Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 27 ERLENT Japan bregst við víg- væðingu Norður-Kóreu Ummæli japanskra herforingja um fyrir- byggjandi árásir valda ugg í S-Kóreu Tókýó, Seoul. Reuters. STJORNVOLD í Suður-Kóreu lýstu því yfír í gær að þau væru andvíg því að Japanir myndu verða fyrri til að gera árás á Norður-Kóreu ef stjóm- völd í Pyongyang virtust vera að undirbúa eldflaugaárásir. „Ilætta er á því að fyrirbyggjandi árásir þróist í allsherjarstyrjöld á Kóreuskaga, því erum við algerlega mótfallnir slíkum árásum án þess að við okkur verði rætt fyrst,“ sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Chun Yong-taek. Var ráðherrann að svara fréttum japanskra dagblaða sem höfðu haft það eftir háttsettum japönskum herforingjum að Japanar kynnu að verða fyrri til ef þeir teldu norður-kóreska árás yfirvofandi. Norður-kóreska ríkisfréttastofan, KCNA, brást ókvæða við ummælum japönsku herforingjanna og sagði að þau sýndu og sönnuðu ásetning Japana gagnvart Norður-Kóreu. Tilraunir Norður-Kóreuhers á Ta- epodong-stýriflaug ollu talsverðri spennu í Austur-Asíu sl. sumar, en flauginni var skotið frá Norður- Kóreu beint yfír Japan áður en hún lenti í Kyrrahafínu. Norður-Kóreu- stjóm hefur haldið því fram að til- raunin hafi verið gerð með það í huga að koma gervihnetti á braut umhverfis jörðu. Stuttu eftir tilraun Norður-Kóreu- manna, lýstu japönsk stjómvöld yfir áhuga á að aðstoða Bandaríkin við að koma á svæðisbundnu TMD-eld- flaugavarnakei-fi. Suður-kóresk stjómvöld, sem hvorki hafa tækni- lega né efnahagslega bm-ði til að standa undir þróun slíks kerfis, hafa sagst skilja áhyggjur Japana, en vara þó við því að fyrirhugaðar eld- flaugavarnir kunni að raska hernað- arlegu jafnvægi svæðisins og kalla fram vígbúnaðarkapphlaup meðal Asíuríkja. Kínverjar hafa lýst yfir andstöðu sinni við eldflaugavarnirnar, sérstak- lega ef þær nái yftr Taívan, sem þeir álíta að tilheyri Kína. Hafa stjórn- völd í Peking hótað Bandaríkja- mönnum með óbeinum hætti í þá vera að Kínverjar kunni að heíja út- flutning á eldflaugatækni til annarra rikja, ef Bandaríkjamenn láti ekki af áformum sínum. Bandaríkin hvetja Japan til að efla varnir í grein breska vikuritsins Economist er sagt frá því að her- málayfirvöld í Japan hafi að undan- fömu varað við því að vömum ríkis- ins sé þröngur stakkur skorinn vegna ákvæða í stjórnarskrá lands- ins þar sem Japanar afsala sér rétti til stríðsreksturs og útgjöld til varn- armála era takmörkuð. Stjórnar- skráin var rituð eftir ósigur japanska Reuters NORÐUR-kóresk eldflaug af gerð- inni Taepo-Dong sést hér hafa sig á loft frá skotpalli n-kóreska hersins. keisai-aveldisins eftir seinni heims- styrjöld, að undirlagi Bandaríkja- manna sem hemámu landið. Varnir era hornsteinn öryggisstefnu Japana og hefur því japanski herinn hvorki yfir sprengjuflugvélum né lang- drægum eldflaugum að ráða. Samkvæmt stjórnarskránni er japanska hemum þó ekki bannað að verja landið fyrir árásum ann- arra ríkja. I því augnamiði var undirritaður tvíhliða vamar- samningur milli Japans og Bandaríkjanna árið 1960. Samn- ingurinn sem fyrst og fremst tók mið af ógnum kalda stríðs- ins, er af ýmsum - ekki síst Bandaríkjastjórn - talinn vera úreltur nú þegar Sovétríkin eru liðin undir lok. Hefur Banda- ríkjastjóm hvatt japönsk stjórn- völd til þess að leggja meira af mörkum til að tryggja stöðug- leika í öryggismálum álfunnar og er þátttaka Japana talin einkar mikilvæg í ljósi þess að Norður-Kóreustjórn virðist um þessar mundir vera til alls lík- leg. Ahyggjur manna beinast í fyrsta lagi að tilraunum Norður- Kóreumanna á langdrægum eldflaugum af Rodong-1- og Ta- epodong-gerð, en flugdrægni þeirra er um 1.300-1.500 km. Á hinn bóginn hafa áhyggjur beinst að neðanjarðarmannvirki nálægt landamæram Norður- og Suður-Kóreu. Eru uppi grun- semdir um að mannvirkið kunni að hýsa leynilega kjamorkurann- sóknastöð. Hafa stjórnvöld í Japan ákveðið að leggja andvirði tæpra 18 milljarða ísl. króna í rannsóknir á eldflauga- varnakerfinu sem ætlað er að muni ná yfir 3.000 km radíus, inn fyrir landamæri Kína, Taílands, Indónesíu og Filippseyja. Reuters Aspirín í eina öld FLUTNINGAPRAMMAR sigla eftir Rín fram hjá skrifstofu- byggingu þýzka lyljarisans Ba- yer í Leverkusen, sem hefur ver- ið klædd í umbúðir til að líkjast risavöxnum pakka af hinu heims- þekkta verkjalyfi aspiríni. Tilefni uppátækisins er að nú er öld liðin frá þvi lyfið var fyrst búið til. Virka efnið í lyfinu, asetýlsali- sýlsýra, uppgötvaðist fyrir tilvilj- un en hefur þrátt fyrir allar þær rannsóknir og sem gerðar hafa verið síðan ekki öðlast keppinaut sem hefur verið þess megnugur að slá öldunginn síunga út af márkaðnum. Fjölskyldubíllinn gegnir mikilvægu hlutverki. Hann er meira en farartæki, hann er heimili fjölskyldunnar aö heiman. Þaulhugsuö hönnun og snjallar innréttingar miöa að því aö allir fjölskyldumeölimir njóti þæginda og öryggis í Mazda 323F. ABS-bremsukerfi og spólvörn gera aksturinn öruggari við ólík akstursskilyrði. Þriggja punkta öryggisbelti vernda farþega, auk þess sem loftpúðar, bæði fyrir ökumann og farþega, eru sjálfsagöir fylgihlutir. Verð frá 1.490.000 kr. Skúlagötu 59, sími 540-5400 www.raesir.is Isafjöröur: Bilatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bílasalan Fell Selfoss: Betri bílasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæði Muggs Akranes: Bílás okkar- sa&kir mið íieikskóiann! Bíllinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.