Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 líður einnig vel á þeim stað sem hann er nú, hann horfir til okkar. Hann lifir með okkur og styrkir líkt og áður. Afi og amma voru alltaf eitt, samstaðan, traustið og vináttan þeirra á milli var sterkari en allt sem sterkt er og voru þau alltaf Óli og Gunna í einni setn'ingu. Þessi yndislegi maður, sem ég var svo heppinn að fá sem afa á stóran stað í hjarta mínu. Vertu sæll, elsku afi. Guð blessi minningu þína. Olafur Heiðar Harðarson. Elsku afi minn er dáinn, ég vil ekki trúa þessu. Eg man svo vel þegar hann gaf mér litla húsið mitt og þegar ég fór að veiða með honum og ömmu. Þær voru svo góðar stundimar þegar við fórum þrjú að labba í fjörunni og vorum að tína skeljar og annað sem sjórinn skilaði á land. Við afi teiknuðum alltaf mik- ið saman og ýmislegt var verið að fóndra í bflskúrnum. Ég naut þess að eiga svo góðan afa og góða ömmu sem hugsuðu svo vel um mig þegar pabbi og mamma þurftu að fara eitthvað og ég fékk að vera og kúra í þeirra holu. Elsku afi minn, góður guð blessi minningu þína ég ætla að vera dugleg að heimsækja hana ömmu ég veit að það er það sem þú hefur viljað og svo þegar fer að vora forum við amma og löbbum í fjör- unni og þá vitum við að þú verður með okkur. Þín sonardóttir, Elva Hlín. Það er lán mannanna á lífsleiðinni að kynnast góðu fólki og fá að njóta samvista við þá sem hafa til að bera lífsgleði, reynslu og þekkingu á lífs- ins gagni og nauðsynjum. Að fá að kynnast fólki sem er góð fyrirmynd í orði og verki eru viss forréttindi, það þroskar og gerir þá sem njóta að betri manneskjum. Ég heyrði fyrst af Óla þegar eig- inkona mín, Gunnhildur, talaði með glampa í augum og aðdáun um ferð- irnar á Krókinn, þegar hún var barn. Ógleymanlegar stundir hjá Gunnu frænku og Öla. Ég hitti þau hjónin stöku sinnum í hefðbundnum fjölskylduveislum og kynnin voru á formi vinalegs spjalls og ég skildi vel hrifningu konu minnar. Gunna síbrosandi og kát, Óli kíminn með pípuna sína. Hjón með mikla já- kvæða útgeislun. Mér líkaði einkar vel við Joau og synirnir þeirra þrir, Gísli, Óli og Bassi, urðu eins og mágar því þeir hafa alltaf komið fram við Gunnhildi, sem væri hún litla systir þein-a. Árið 1994 gerist það að mér býðst vinna á Sauðárkróki og fer ég þang- að á undan fjölskyldunni. Hvar átti ég að búa fyrst um sinn á Rróknum áður en okkar húsnæði yrði tilbúið? Þú býrð bara hjá okkur sögðu Óli og Gunna og svo varð. Ég fæ aldrei fullþakkað þau kynni, þá umhyggju og hlýju sem þau hjónin sýndu mér. Mér leið strax eins og við hefðum alltaf þekkst. Óli fullur fróðleiks, frásagnarmátinn kíminn og ógleym- anlegar frásagnir af mannlífínu fyrr á öldinni, veiðiferðum og veiði en þar áttum við sameiginlegt áhuga- mál. Á þeim vettvangi lærði ég margt af Óla. Ég þakka fyrir allar stundirnar andspænis Óla við eld- húsborðið á Skagfirðingabraut 33. Á þeim fimm árum sem liðin eru höfum við notið þess að hafa Óla og Gunnu nálægt okkur. Hefðir komust á, t.d. skötuveisla á Þorláks- messu, heimsókn Óla og Gunnu til okkar á aðfangadagskvöld, jólaboð hjá Óla og Gunnu. Fyrir dætur okk- ar þrjár voru Óli og Gunna sem afi og amma. Ég hef eiginlega ekki gert mér grein fyrir því fyrr en nú þegar ég skrifa þessar línur að alltaf hefur verið talað um þau hjón sem eina heild - Óli og Gunna. Samrýndari hjónum hef ég ekki kynnst enda voru þau gift í meira en hálfa öld. Elsku Gunna mín, Gísli, Óli, Bassi og fjölskyldur, Guð veri með ykkur í sorg ykkar og söknuði. Hið óumflýj- anlega í tilverunni skilur eftir tóm í sálinni en gnægt góðra minninga mun þó breiða ljóma liðinna stunda í sinni okkar - og sefa. Lífið er gjöf og lán skal nú þakkað, liðinn er tíminn og horft er til baka. Pá get ég hvatt þig og hvíslað í eyrað, hvíldu í friði þar sem að englarnir vaka. (Ársæll G.) Ársæll Guðmundsson og fjölskylda. Elsku afi minn. Það var sárt að heyra tíðindin að þú værir farinn frá okkur og að ég náði ekki að kveðja þig, en minningarnar sem standa eftir eru sem ljós í lífi okkar sem eftir stöndum. Ég vil kveðja þig með ljóði eftir föður þinn. Pó rósirnar fólni og falli og fjúki um hæðir og mel og ævinnar hádegi halli, í huganum líður mér vel. Pó héli um hauður að nýju og hætturnar umkringi mig, það veitir mér himneska hlýju að hugsa umyorið - og þig. (Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum) Hvíl þú i friði, afi minn. Lilja Gísladdttir. Til langömmu í minningu langafa. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmædd, skoðaðu þá aftm- huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Spá- maðurinn, Kahlil Gibran, bls. 35). Kveðja, Rebekka Yr og Sunneva Eir. Mannanna örlög eru vissulega óræð og undarlega flókin og ávallt erum við óviðbúin því að kveðja góðan vin. Það er svo oft þetta ótímabæra sem við fáum ekki skilið og andlát Óla kom okkur svo sann- arlega á óvart. Þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára var hann alltaf svo léttur, kátur og hress. Aldrei amaði neitt að á þeim bæ. Það var yndislegt að heimsækja þau hjón, Ola og Gunnu. Þar var gestrisnin og kátínan í fyrirrúmi og minnisstæð eru hnyttin tilsvör Óla en hann var einkar skemmtilegur í tilsvörum svo að oft var hlegið yfir kaffibollunum. Samskipti okkar í áranna rás voru með eindæmum góð. Einungis bjartar minningar ylja okkur og eiga fastan sess í hjörtum okkar. Minningar um allar þær góðu og skemmtilegu stundir, sem við átt- um saman hér á Króknum og á ferðalögum. Einkar minnisstæðar eru ferðirnar sem við fórum síðast- liðið sumar á Snæfellsnesið og ferðin okkar til Barcelona nú í haust. Óli var fastur punktur í til- veru okkar, sem svo gott var að vita af. Seint verður fullþakkað fyr- ir allar ánægjulegu samverustund- irnar. Elsku Gunna mín! Missir þinn er mikill, megi minningarnar um mæt- an mann ylja þér á erfiðum stund- um. Far þú í friði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra í fjölskyldunni frá vin- um ykkar í Háuhlíð 4. Fjölskyldan Háuhlíð 4. Elsku afi, kallið kom óvænt, mjög skjmdilega og nú ert þú horfinn frá okkur, en minningin lifir. Alla mína ævi hef ég átt samastað hjá þér og ömmu, til ykkar hef ég alltaf getað leitað ef eitthvað hefur bjátað á, ég fékk ráð og leiðbeining- ar þegar ég þurfti að taka stórar ákvarðanir. Þá þurfti bara að hringja norður í ömmu og afa, amma setti hátalarann á símann og síðan voru málin rædd. Öll höfðum við mismunandi skoðanir, en afi, einhvern veginn fundum við alltaf milliveginn sem við öll gátum verðið sammála um. Þegar ég sest niður og fer að skrifa þá koma auðvita mörg atvik upp í kollinn. Afi, manstu þegar ég fékk fyrstu veiði- stöngina og fékk að veiða með þér og pabba, í fyrsta kasti kom fiskur og litla sex ára stúlka varð svo dauðskelkuð að hún hljóp upp eftir öllum sandinum með fiskinn í eftir- dragi. Þú og pabbi stóðuð eftir á bakkanum og hlóguð þvílík ósköp að þið máttuð ekkert vera að því að bjarga mér frá þessu ferlíki sem elti mig upp eftir öllum sandinum. Ég efast ekki um að ég hafi verið brandari ársins hjá ykkur. Allt var svo ljúft og því er söknuðurinn svo mikill. Ég fékk ekki tækifæri til að kveðja þig á lokasprettinum, og mun ég því reyna að gera það á minn hátt. Afi minn, við verðum í sambandi, því ég vejt að ég finn leið til að frétta af þér. Ég veit að fyrstu fréttirnar sem ég fæ verða á þá leið að þú standir á árbakkanum, með stöngina í annarri hendi og pípuna í hinni og virkilega njótir þín til fulln- ustu. Það eina sem ég get sagt við þig á þessari kveðjustund er takk fyrir að hafa verið til staðar alltaf og alls staðar. Þín Guðrún Helga. t Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR frá Blikastöðum, til heimilis á Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánu- daginn 8. mars kl. 14.00. Sigsteinn Pálsson, Magnús Sigsteinsson, Marta Sigurðardóttir, Kristín Sigsteinsdóttir, Grétar Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, bróður og afa, GUNNARS SVANS BENEDIKTSSONAR, Álfheimum, Miðdölum. Fyrir hönd ástvina, Fjóla Benediktsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GISSUR KARL GUÐMUNDSSON, Rjúpnahæð 8, Garðabæ, lést á heimili sínu fimmtudaginn 4. mars. Gerda Guðmundsson og börn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GYÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 4. mars. Fyrir hönd vandamanna, Hrefna Kristmundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlis- manns míns, föður okkar, fósturföður, tengda- föður og afa, VILMUNDAR JÓNSSONAR netagerðarmeistara, Ljósheimum 2, Reykjavfk. Fjóla Ragnarsdóttir, Örn Vilmundarson, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Vilborg Vilmundardóttir, Böðvar Hrólfsson, Guðjóna Vilmundardóttir, Jón Torfi Þorvaldsson, Georg Þorvaldsson, Ingveldur Jónsdóttir, Eyvindur Gauti Vilmundarson og barnabörn. r«. Gísli Gunnlaugsson, Borghildur Magnúsdóttir, Jóhanna María Gísladóttir, Bjarni Ómar Jónsson, Rósa Bjarnadóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og systkini hinnar látnu. t Öllum þeim fjölmörgu, sem með svo marg- víslegum hætti heiðruðu minningu konu minnar, RAGNHEIÐAR MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, frá Glaumbæ, Skagafirði, og auðsýndu mér og mínum svo ríka sam- hyggð, hlýju og vináttu, færi ég fyrir hönd okkar allra hugheilustu þakkir og blessunaróskir. Náð Guðs og friður sé og veri með ykkur öllum. Gunnar Gíslason. { t Þökkum hlýhug, blóm og minningargjafir sem bárust við fráfall og útför GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR, Hellisgötu 33, Hafnarfirði. Steingrímur Atlason, Einar Steingrímsson, Atli Steingrímsson og fjölskyldur. ! r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.