Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNB L AÐIÐ + Ólafur Gíslason var fæddur að Fjósum í Svartárdal 18. mars 1916. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 22. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voi-u þau hjónin Gísli Ólafsson skáld, frá v Eiríksstöðum í Svartárdal, f. 2.1. 1885, d. 14.1. 1967 og Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir frá Kleifarkoti í ísa- fjarðardjúpi, f. 29.6. 1890, d. 29.5. 1968. Systur Ólafs voru Hulda, f. 8.8. 1913, d. 15.8. 1993 og Guðrún Sigríður, f. 26.12. 1918, d. 17.2. 1988. Ólafúr kvæntist 18. mars 1946 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Ingibjörgu Svanbergsdóttur, f. 17.8. 1927 fv. kaupmanni á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Svanberg Sigurgeirsson, Lögmannshlíð, fv. vatnsveitu- •< stjóri á Akureyri, f. 14.6. 1887, d. 11.6. 1961 og Aðalheiður Jónsdóttir frá Einifelli í Borgar- firði, f. 22.9. 1893, d. 1.2. 1983. Ólafur og Guðrún eignuðust þrjá syni. 1) Gísli, f. 24.7. 1946, rafeindavirki í Reykjavík, maki Ingibjörg Jónasdóttir, f. 14.10. 1950, fulltrúi og eiga þau þijú Elsku vinurinn minn. Stundirnar okkar saman eru mér ómetanlegur fjársjóður minninga. > Brosið þitt, léttleikinn, prúð- mennskan og hlýjan voru mér allt. Jafnt í daglegu lífí hér heima og á ferðalögum innanlands sem erlendis var geðpiýðin þitt aðalsmerki, sem skapaði vinsemd hvert sem leið lá. Öll 53 árin okkar saman með þrem yndislegum drengjum, tengdadætr- um, barnabörnum og barnabarna- börnum og okkar einstaka barnalán var okkar hamingja. Heimilið og fjölskyldan voru okkar helgidómur. Innilega þakka ég þér fyrir stund- irnar sem við áttum saman í útiveru og veiðiskap. Minningin er ljúf um fyrstu laxveiðiferðina okkar og yngsta sonarins þegar þið smituðuð mig af þessu stórkostlega sporti ■"* ‘ „veiðidellunni", sem varð til þess að veiðihugurinn gagntók mig eins og ykkur feðga á bökkum árinnar góðu hvert sumar upp frá því. Nú síðari árin áttir þú ljúfar stundir á sumr- um í afbragðs félagsskap veiði- manna við Ósinn, þar sem dreginn var margur vænn fískurinn og veiði- sögur sagðar í sól og blíðu sunnan undir bakka með fagra fjallasýn Skagafjarðar í bakgrunni. Ég fínn nálægð þína og bið góðan Guð að leiða þig til æðri heima. Þín elskandi eiginkona. Elsku pabbi minn. Það er svo sárt m. að þurfa að kveðja þig hinsta sinni. Þú varst mér svo dýrmætur alla tíð. Bemskuminningamar em með þeim hætti að betri hefðu þær vart getað verið. Alltaf fékk ég að vera með þegar þú fórst eitthvað, að gefa kindunum, í vinnuna á vömbflnum eða bara við það sem þú varst að gera í hvert sinn. Okkar samskipti voru svo hlý og góð alla tíð. Þér var það svo létt að taka utan um mig og veita mér styrk og stuðning. Eg kveð ekki bara yndislegan og ást- ríkan föður, ég kveð líka kæran vin og félaga í gegnum tíðina. Við áttum - rsvo margar góðar stundir saman svo sem í veiðiferðum, fyrst er þú fórst með mig í Ósinn og síðar allar laxveiðiferðirnar í Blöndu. Þangað fómm við oftast þrjú, þú mamma og ég og þær dásamlegu samvem- stundir munu seint gleymast. Ég vil þakka þér fyrir öll þau skipti sem þú gafst þínar ráðleggingar og ■^ptuðning við okkur Margréti og Dömin. Þú varst alltaf boðin og bú- böm, a) Lilja, f. 20.8. 1971, sambýlismaður, Sigurður Ari Tryggvason, f. 11.11. 1968, b) Aðalheiður, f. 3.12. 1974, sambýlis- maður Guðmundur Örvar Bergþórsson, f. 20.1. 1970, c) Ólafur, f. 9.3. 1981, 2.) Óli, f. 24.4. 1949, bakari og húsasmiður Akur- eyri, maki Sesselja Einarsdóttir, f. 30.6. 1952, kaupmaður og eiga þau þijú börn, a) Linda Björk, f. 16.4. 1971, maki Heimir Kristinsson, f. 7.3. 1968 og eiga þau eina dóttur, Kamillu Ósk, f. 2.9. 1995, b) Birg- ir Rafn, f. 24.11. 1975, sambýlis- kona Hildigunnur Rut Jónsdóttir, f. 15.6. 1978. c) Helga Hrönn, f. 2.1. 1985, 3) Hörður Gunnar (Bassi), f. 28.8. 1953, tannsmiður og tónlistarmaður Sauðárkróki, maki Margrét Sigurðardóttir, f. 9.6. 1954, sjúkraliði og eiga þau Qögur börn, a) Guðrún Helga, f. 28.6. 1972, maki Einar Jóhannes Lárusson, f. 13.6. 1967, eiga þau tvær dætur, Rebekku Ýr, f. 28.12. 1992 og Sunnevu Eir, f. 7.8. 1996, b) Ólafur Heiðar, f. 29.6. 1978, c) Elva Hlín, f. 9.3. 1986, d) Karen Harpa, f. 24.3. 1993. Ólafur bjó í foreldrahúsum að Eiríksstöðum í Svartárdal en inn til aðstoðar ef einhver þurfti á því að halda. Við erum svo þakklát forsjóninni að þú áttir hamingjuríka ævi og varst svo heilsuhraustur alla tíð. Að vera frá vinnu aðeins einn dag vegna veikinda þau tuttugu og sjö ár er þú starfaðir hjá Pósti og síma er trúlega einstakt. Það sýnir svo vel hvem mann þú hafðir að geyma. Samviskusemi, trygglyndi og hugulsemi var þér svo eðlislægt og sjálfsagt að hvarvetna mátti finna fyrir því og sjá það i lífi þínu og starfi. Elsku pabbi minn. Ég mun alla tíð vera þér þakklátur fyrir allt. Ég bið góðan guð að styrkja móður mína á þessum erfíðu stundum. Blessuð sé minning þín. Eg þakka öll þín ævispor og ástarbrosið varma. Þín minning gefur þrek og þor og þerrar tár um hvarma. Mín hjartans besta huggun er: Við himins dyr þú fagnar mér í björtum sólarbjarma. (Gísli Olafsson frá Eiríksstöðum.) Hörður G. Ólafsson. Enn og aftur er komið að kveðju- stund hjá mér, fyrir tveimur árum kvaddi ég móður mína og núna er komið að okkar kveðjustund, elsku Óli. Minningabrotin hrannast upp á svona stundum og maður fínnur svo vel að þegar minningarnar eru eins góðar og ég á þá veita þær huggun. Þegar ég kom fyrst á heimili þitt fyrir 28 árum, aðeins sextán ára gömul, var ég í fylgd með yngsta syni þínum sem svo seinna varð eig- inmaður minn. Mér fannst þú vera frekar fáskiptinn en þegar tíminn leið sá ég að þetta var aðeins var- kámi þín gagnvart fólki og í raun öllum hlutum. Þú vildir kynnast þeim áður en þú samþykktir hlut- ina, hvort sem um fólk var að ræða eða bara einhverja hversdagslega hluti. Svo kom að því að ég og Bassi, sonur þinn, stofnuðum okkar heim- ili og eignuðumst Guðrúnu Helgu, okkar fyrsta barn, og þá kom í ljós hvaða mann þú hafðir að geyma, alltaf varstu tilbúinn að rétta hjálp- arhönd hvort sem það var að gæta bamanna okkar, hjálpa til við hús- bygginguna, málningarvinnu eða ráðleggingar. Eins og gengur og gerist hjá ungu fólki komu upp ýmis vandamál og þú virtist vera ótrú- flutti svo að Hólabæ í Langadal og bjó þar um tíma. Síðan lá leiðin til Blönduóss, en tólf ára gamall flutti hann með fjöl- skyldu sinni á Sauðárkrók. Sextán ára hóf hann störf hjá Ole Bang, lyfsala í Sauðárkróks- apóteki. Strax og Ólafur hafði aldur til hóf hann störf við akst- ur, fyrst á Sauðárkróki en 1938 fór hann til Akureyrar og hóf störf hjá Kristjáni Kristjánssyni á BSA við akstur á langferðabíl- um milli Akureyrar og Borgar- ness og siðan lijá póststjórninni frá Akureyri til Akraness. Vorið 1947 var vörubílastöðin Stefnir stofnuð, var hann einn af stofn- endum hennar. Ólafur og Krist- ján Valdimarsson voru fyrstir til að heQa vöruflutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur á Stefni. Haustið 1948 flutti Ólaf- ur á Sauðárkrók og gekk í vöru- bílafélagið Fálkann, starfaði hann sem vörubflsljóri á Sauð- árkróki, einnig stundaði hann vöruflutninga milli Sauðárkróks og Reykjavíkur og Sauðárkróks og Akureyrar, jafnframt var Olafur ökukennari á Akureyri og Sauðárkróki til Ijölda ára. Olafur hóf störf hjá Pósti og síma 1957 sem póstafgreiðslu- maður og síðar sem fulltrúi. Hann lét af störfum fyrir aldur- sakir um áramótin 1986 -1987. Ólafur gekk í Rótaryklúbb Sauðárkróks 1966 og starfaði þar til hinstu stundar. Hann var einnig félagi í stangaveiðifélagi Sauðárkróks. Útför Ólafs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst at.höfnin klukkan 11. lega næmur fyrir því ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Heim- sóknii- þínar voru tíðari ef þú vissir að eitthvað væri að, en aldrei gerðir þú athugasemdir eða skiptir þér af hlutunum, þú ráðlagðir okkur og kenndir okkur svo margt gott sem við vonandi berum gæfu til að hafa að leiðarljósi í lífinu. Farið varlega í lífinu og gangið ekki í gegnum það með neinum látum, það var þinn háttur, elsku Óli, og reyndist það þér vel, því farsæll varstu í lífinu, svo einstaklega heilsugóður alla tíð og áttir yndislega eiginkonu og þrjá góða syni sem allir hafa erft mikið af þínum eiginleikum. Þú hafðir ekki hátt um hlutina en þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir, en þú barst líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Aldrei nokkurn tímann sá ég þig reiðast, kannski þykknaði í þér á stundum, en það var afar sjaldan, en reiðan sá ég þig aldrei. Aldrei varstu með kröfur á aðra og ef einhver gerði eitthvað fyrir þig varstu svo innilega þakklátur. Ég minnist þess núna í janúarbyrj- un þegar ég hringdi til þín til að spyrja um líðan þína eftir slæmt kvef sem þú fékkst svaraðir þú: „Ertu að hringja til að athuga með mig, það er nú algjör óþarfi að hafa áhyggjur af mér.“ Þetta finnst mér lýsa svo vel lítillæti þínu alla tíð. Elsku tengdapabbi, þú varst börnunum hinn fullkomni afi. Þú umvafðir þau með elsku þinni og hlýju og þau voru allt þitt líf, betri afa hefðu þau ekki getað átt. Þú lag- aðir hlutina þeirra, dyttaðir að, mál- aðir og smíðaðir til dæmis litla hús- ið í garðinum okkar handa Elvu Hlín. Ég man það svo vel að bíl- skúrinn var eins og trésmíðaverk- stæði og þú komst ekki bílnum inn í bflskúr í nokkrar vikur sem var nú ekki líkt þér; að láta bflinn vera úti eina nótt, hvað þá í nokkrar vikur. Veiðiferðirnar í Ósinn og Blöndu með Ólafi Heiðari voru margar og má segja að hann hafi verið á bl- eyjualdri þegar hann fór að fara með afa og ömmu í ósinn sem og þau gerðu, öll bömin í Birkihlíðinni. Aldrei getum við fullþakkað styrkinn sem þú veittir okkur þegar yngsta dóttir okkar fæddist og í Ijós komu veikindi hennar strax eftir fæðingu. Þú veittir okkur svo mikla umhyggju og ég tala nú ekki um hvað þú alla tíð hafðir sterkar til- finningar til Karenar Hörpu og barst mikla umhyggju fyrir henni. Elsku tengdapabbi, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega er erfitt að hugsa sér aðfangadagskvöld án þín. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Sterkar hefðir myndast í fjölskyldum á stórhátíðum og allt í föstum skorðum. Það verða þessar stundir sem verða svo erfiðar en við vitum að þú verður samt með okkur áfram. Ég þakka almættinu fyrir að hafa fengið að vaka hjá þér síðustu nótt þína í þessari jarðvist og fengið að faðma þig að mér og kveðja svo vel. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess að þú lifðir að heyra fyrsta geisiadiskinn hans Bassa og man ég hvað þú varst stoltur af honum í út- gáfuveislunni sem við héldum 12. nóvember sl. Elsku tengdamamma, framundan eru tímar saknaðar en samt held ég að við verðum öll að vera þakklát fyrir hversu heilsuhraustur hann var alla tíð og kannski einmitt þess vegna er þetta svona sárt. Ég þakka þér, Óli minn, fyrir öll árin sem aldrei nokkurn tíma bar skugga á. Ég þakka þér, elsku tengda- mamma, fyi’ir elsku ykkar beggja til mín og barnanna og bið góðan guð að styrkja þig í sorginni. Blessuð sé minning Ölafs Gíslason- ar, hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir Margrét Sigurðardóttir. Okkur langar að minnast vinar okkar, Ólafs Gíslasonar, og þakka fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum með honum og Gunnu eiginkonu hans. Við skemmtum okkui1 svo vel saman og hlökkuðum alltaf til þegar von var á þeim hjón- um til Reykjavíkur, þá var glatt á hjalla og mikið hlegið. Við heimsótt- um ykkur á Krókinn síðastliðið sumar og þær minningar munu aldrei gleymast. Blessuð sé minning þín, kæri vinur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Gunna, Gísli, Óli, Hörður Gunnar og fjölskyldur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Oddný og Jónas. Margs er að minnast, margs er að sakna, eru orð sem koma strax upp í hugann er við kveðjum þig, elsku afi. Afi okkar með sólbrúna andlitið og góðlátlega glottið, afi okkar sem var svo handlaginn og hjálpsamur, afi okkar með pípuna og pottlokið. Engan óraði fyrir að þú kveddir okkur svo snöggt, en það var þér líkt að vera hraustur fram á síðasta dag. Það er mikil huggun að vita að nú hefur þú hitt á ný svo marga góða vini og ættingja og að þér líður vel eins og Kamilla litla segir „hjá Guði, litla Jesúbarninu og englun- um“. Afmælisvísa til Óla 18. marz 1917: Eitt er árið liðið, elsku litli drengur. Opnast æsku-sviðið, áfram tíminn gengur. Hugur heitt þess biður harma gleðin svæfl. Auðna, frelsi og friður fylgi þér um ævi. (Gísli Ólafsson) Kveðja til afa 6. mars 1999: Nú ævin öll er liðin, elsku afi minn. Opnast himna-hliðin, hjá þér er hugurinn. Vönduð var þín ævi, varðveitt hef í minni. Sorgina Guð svæfi, sárt ég kveð að sinni. (Linda Björk Óladóttir) Algóður guð blessi minningu þína og veiti ömmu styrk í þungri þraut. Linda Björk, Birgir Rafn og Helga Hrönn. Elsku afi minn, það verður tóm- legt að koma á Skagfirðingabraut- OLAFUR GÍSLASON ina og þú verður ekki til að taka á móti mér, kátur og hress. En ég ætla að vera dugleg að heimsækja ömmu og núna teikna ég bara fyrir hana fallegar myndir. Afi minn, ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf þolinmóður við mig þegar ég var óhress og þreytt en þú skildir mig alltaf svo vel, sagðir mér bara að hvíla mig, þá myndi allt lagast. Afi, ég hafði svo miklar áhyggjur hver myndi keyra ömmu í búðina en það voru mínar stærstu stundir þegar við fórum þrjú í Skaffó, þú beiðst í bflnum en við amma fórum inn. Oftast gat ég komið henni ömmu í skilning um að mig vantaði eitthvað en ef amma skildj það ekki bættir þú bara úr því. En hún amma segist ætla að keyra bílinn og þá veit ég að við fórum margar ferð- ir í búðina saman og þú verður hjá englunum og fylgist með okkur og hefur gaman af. Vertu sæll, elsku afi minn, ég veit að þú verður samt hjá mér alla tíð þó að guð hafi viljað fá þig núna, til að þér liði betur. Kveðja frá afastelpunni, Karen Hörpu. Afi er dáinn. Þetta kom svo óvænt, svo fljótt, maður var ekki undir það búinn að sjá þennan ynd- islega mann hverfa úr þessu lífi. A svipstundu var hann tekinn frá okk- ur. Þetta líf er oft svo ósanngjarnt. En við þetta veit maður að ekki verður við ráðið en staðreyndinni er alltaf erfitt að kyngja og sérstak- lega þegar við missum einhvern ná- kominn. Það eina sem maður getur huggað sig með er að þakka fyrir að hafa getað haft hann hjá sér í þenn- an tíma. Hann var yndislegur. Afi var alltaf mjög heilsugóður og hraustur og lifði farsælu og mjög góðu lífi. Það fór alltaf vel um hann og hann var þakklátur fyrir það sem hann átti, en sérstaklega vorum við þakklát að hafa hann. Hann var svo stór þáttur í lífi okk- ar hér. Ég hitti hann á hverjum einasta degi á ferðum mínum um bæinn. Þá kom maður í heimsókn og spjallaði oft klukkutímunum saman um daginn og veginn. Hann var alltaf til staðar og góður vinur og átti alls staðar vini. Alltaf var hann svo elskulegur og úrræðagóð- ur ef það var eitthvað sem bjátaði á. Hann hafði kimnigáfuna alltaf í góðu lagi og sá alltaf bara björtu hliðarnar á hlutunum. Góða skapið og góðvildin er það sem einkennir hann afa, minningin er svo sterk hjá mér, allar þessar nætur heima hjá afa og ömmu, jólin með þeim tveim, veiðiferðirnar sem við áttum saman í Blöndu, kaffispjallið á hverjum einasta degi, bílskúrinn og öll hans verkfæri, veiðiferðirnar með honum í Ósinn, ferðalögin o.fl. og fl. Minningarnar eru endalausar og er huggun að hugsa um allar þessar yndislegu stundir sem við áttum saman, bæði ég og afi og fjölskyldan öll. Afi var einstaklega handlaginn og náði alltaf að koma hlutunum heim og saman í hvers kyns ásigkomulagi sem þeir voru, alltaf kom hann með lausnina. Það sem er einna minnisstæðast af þessu er að einn daginn þegar afi var komin hátt á áttræðisaldur tók hann sig til og sagðist ætla að smíða dúkkuhús. Þetta gerði hann, eins og allt sem hann ætlaði sér að gera, það var gert. Afi útbjó heilt dúkkuhús á nokkrum vikum í skúrnum hjá sér með öllu, alveg einn síns liðs kom hann því heim og saman og gaf barnabarni sínu bara af því að eitt sinn hafði hún verið í heimsókn og minnst á að sig lang- aði í dúkkuhús. Þetta gerði hann einn og þessu mun ég aldrei gleyma frekar en öllu öðru sem ég upplifði i návist hans. Allt það sem við gerðum saman, og allt sem hann gerði fyrir okkur, er hlutur sem mun vera ríkur í minningunni, því slíka góðvild er engan veginn hægt að lýsa, en hún var það sem afi minn var, góðmennskan. Hann afi minn er svo sannarlega góð fyr- irmynd fyrir okkur og betri afa var ekki hægt að óska sér að fá. Það verður erfitt að sætta sig við fráfall hans og það mun maður aldrei gera en maður veit að honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.