Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 62
■ 2 62 . LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvar eru framliðnir? Frá Atla Hraunfjörð: I lesendabréf! er birtist í morgun- blaðinu hinn 22. janúar sl. undir heitinu, „Er framlíf sannað?" setti ég fram spumingu sem eðlilegt er að ég svari. Greinin er byggð upp út frá yfírskrift ráðstefnu fyrir- burðafræðinga, haustið ‘97 í Basel í Sviss, sem hljóðar svo í fullri lengd: „Spurningin er ekki lengur sú hvort við lifum eftir líkamsdauð- ann, heldur hvert við förum eftir dauðann og hvert ástand okkar verður.“ Vísindamennimir sem starfa undir þessari yfirlýsingu, ætla að snúa sér að því að klára að rann- saka þetta mál er snýr að framlífi (framhaldslífi). Þeir spyrja sig þeirra spurninga hvert framliðnir fari, við hvaða aðstæður þeir lifi, hver sé þjóðfélagsgerð samfélags- ins sem þeir búa við, hvort þeir neyti fæðu, klæðist fötum, noti tækni o.s.frv. Eða eru þeir efnis- lausir andar sem svífa um í lausu lofti? Er líf þeirra eins og okkar og ekki hvað síst, eru þeir í efni? Þetta er verðugt verkefni vísindanna og einnig lífsspursmál fyrir lífið á jörð- inni, að þekking komi í stað van- þekkingar í þessu máli. Vísbend- ingarnar era hvarvetna, ef menn gefa þeim gaum og líta í kringum sig, enda gerist ekkert í veröldinni án samspiis efnis og orku. Dr. Helgi Pjeturss, náttúrafræðingur, heimspekingur og jarðfræðingur, var ekki í nokram vafa um að lífið héldi áfram eftir að menn gefa upp andann. Dr. Helgi naut virðingar hér og erlendis fyrir vísindalega glögg- skyggni í jarðfræði og átti stóran þátt í aukinni þekkingu á jarðsögu Islands og var leiðandi á þeim svið- um um árabil. Eins og sagði í síð- asta lesendabréfi, var það við lest- ur og samanburð hundraða fram- lífsbóka, auk vísindalegs hyggju- vits, að hann dró þá ályktun að framlíf væri óhrekjanleg stað- reynd. Enn fremur, að framliðnir sem samband var haft við lýstu umhverfi, jarðlögum og jarðmynd- unum, lífríki og andrúmslofti, sól og sólum, tungli og tunglum o.s.frv. auk stjörnuhimins. Þar sem fátt eða ekkert af þessu mátti finna í umhverfi okkar jarðar, hlaut það að eiga sér stað á öðrum jörðum úti í veraldarrúminu. Auk þessa tók dr. Helgi eftir því, að víða í textum kom fram tilraun framliðinna að koma því fram í samböndum, að þeir ættu heima á hnetti óravegu frá jörðinni og að líf- ið væri eins efnislegt og áður en þeir létust og fluttu til þess staðar, eða hnattar er þeir nú gistu. Vís- indaleg niðurstaða dr. Helga er að framlíf er í efni og eigi sér stað á öðrum hnöttum í öðram sólkerfum. Um þetta mál er hægt að rita langt og ítarlegt mál, en í einfaldleikan- um er þetta ekki flóknara. Erfið- leikar þeirra er fást við þessi mál era þau, að öll tjáskipti við fram- liðna fara fram með hugsanaflutn- ingi og hugsendingar þeirra brenglast við móttöku að vissu marki og era þar að verki ýmis lög- mál sem ekki verður farið út í að sinni. Helsta von okkar áhuga- manna um stjörnulíffræði er að vís- indamenn lendi ekki í ógöngum með þetta mál og að rannsóknirnar taki ekki of langan tíma. Að lokum vil ég endurtaka lykilatriði málsins eins og í síðasta bréfi. 1. Hugsanaflutningur er viður- kennd staðreynd. 2. Framlíf er viðurkennd stað- reynd. 3. Allt líf er í efni, samkvæmt nið- urstöðu líffræðinnar. 4. Staðhæfing: Þar sem allt líf er í efni og framlíf er viðurkennd stað- reynd, hlýtur framlíf að vera í efni. 5. Staðhæfing: Hugsanaaflið er undirstaða alls lífs í alheimi. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Smáfólk YE5, MA'AM?U)ELl, I TH0U5HT MA70E A 0LIZZARD MI6HT 0E HEADED THI5 WAV.. YE5,MA'AM..6ET OOT YOUR 0OOT5..CHAN5E THE ANTIFREEZE INYOORCAR.. CHECR 5T0REP VE6ETA0LE5, AND REMOVE ANY THAT 5H0U) 5I6N5 0F ROTTINO.. ANYTHIN6 EL5E? YE5, MA'AM.. Já, frú? Ja, ég hélt Já, frú... farðu úr stígvélunum, Eitthvað fleira? Já, Hleypa hundinum kannski að hríðarbylur- skiptu um frostlög á bflnum frú. lnn" inn kæmi úr þessari átt.. þfnum, athugaðu grænmetis- birgðirnar, og fjarlægðu allt sem ber merki rotnunar... Unga fólkið og greifarnir Frá Einari Sveini Erlingssyni: MIKLAR þjóðfélagsbreytingar munu halda áfram ef við kjósum nú- verandi stjórnarflokka til valda næsta kjörtímabil. Allt gerræðið verður þá fest í sessi og við sitjum uppi með lénsveldi, verðum komnir nokkrar aldir aftur í tímann. Með sægreifastétt sem valdhafa. Við verðum að standa vörð og verja rétt þjóðarinnar, og það verð- ur ekki gert öðravísi en að stöðva ójafnaðarmennina sem sitja nú við völd. Nái þeir kosningu þá era það skilaboð til þeirra um að þeir skuli halda áfram á sömu braut, festa sæ- greifana í sessi, halda áfram að mata gæðingana á eignum ríkisins, sam- anber SR-mjöl, sauma að námsfólki og kennuram, öldraðum og öryrkj- um, rústa heilbrigðiskerfi - skipta þjóðinni í tvo hópa, þá sem mega eiga og hina sem skulu þjóna þeim og mega ekkert eiga - selja genin úr okkur til Ameríku! Það verður ömurlegt að aka um landið okkar eftir gandreið þessara flokka, sitji þeir áfram. Firðimir okkar fallegu mannlausir og eignir fólksins starandi tómum augnatótt- um yfir vígvöllinn. Krafa unga fólksins er: Frjáls- ræðið í fyrirrúmi, allir fái sama rétt til að nýta auðlindir landsins, ekki hvað síst þeir sem búa með strönd- um fram. Forsendur fyrir byggð þar hafa ekkert breyst, og verður ekki breytt með menningarhöllum. Nei, það er frjálsræðið til fiski- miðanna sem era þama burðarás- inn og hefur alltaf verið. Menning- arhús eru ágæt, en þau fylla ekki tóma maga né borga reikninga. Það hvarflar að manni að þessir menn séu jafn tómir í kollinum og drottn- ingin sem spurði af hverju etur fólk- ið ekki kökur ef það var svangt og átti ekki brauð. EINAR SVEINN ERLINGSSON, Heiðarbrún 74, Hveragerði Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.