Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HALLDÓR Bjöm Runólfsson fer hamfórum í Mbl. 2.3. sl., í geðillsku- legri „gagnrýni" um myndlistarsýn- ingu mína, sem lýkur nú um helgina í Listmunahúsi Ófeigs. Skrifin eru ófagmannleg rætni. Myndstílinn segir hann inntaks- lausan uppsoðinn expressjónisma, myndefiiið ópersónulegt. Túlkunin tuldur eða „hopp í fönninni“ fremur en svif um keppnisbrautir í alpagrein- um, svo notað sé líkingamál hans. Fyrrum stjómmálaþátttöku mína tengir hann sýningunni og telur inn- tak myndanna fjarri ætluðum stjóm- málaskoðunum mínum, munaðarvam- ing, gróðabrall fyrii- gróðabrallara. Hér viðrar hann í meintri gagnrýni persónulegar skoðanir sínar á listgildi málverka, meira um það síðar. Halldór spyr hvort það geti verið að „Samræður" mínar séu svo „dauf- ar“ til að þóknast markaðinum og það rími illa við mín fyrri störf. Ég hef aldrei leynt skoðunum mínum á stöðu, kjöram og örlögum mannsins 1 viðsjárverðum heimi og að sjálf- sögðu koma þær fram í málverki mínu. Að ætla að heiðarlegir lista- menn lagi verk sín að markaði á kostnað inntaks er rökleysa. Listin og markaðurinn er verðugt umræðuefni í sjálfu sér. Efnahags- legt hlutskipti listamannsins er ekki öfundsvert, allt of fáum auðnast að lifa af list sinni og þótt sumum þeirra takist að selja verk sín era þeir frá- leitt gróðabrallarar. Rekstur galler- ía, og listskála er einnig fráleitt að flokka sem gróðabrall, flest þeirra berjast í bökkum. Og áfram bullar Hall- dór: „En látum vera þennan margupphitaða expressjónisma sem rekja má aftur til alda- mótanna síðustu - þeg- ar listamenn héldu að þeir gætu orðið grænir eins og börn eða villi- menn - en dúkkuðu svo upp með vissu millibili og allra handa soð- bragði í metnaðarlitlum listmunahúsum um heim allan.“ Að sjálf- sögðu hefur misgóð list gist misgóð Usthús um heim allan á öllum tím- um en að telja að ex- pressjónisminn komi þar frekar við sögu en aðrar Ustastefnur er svo kjánaleg fullyrðing að ekki sæmir þeim sem vill láta taka sig alvarlega. Hann hefði að sjálfsögðu eins getað nefnt mislukkaða apstraktsjón, væmna rómantík, dauðan mínimal- isma, gelda hugmyndaUst eða hvaða aðra listastefnu sem er. Hvers á expressjónisminn að gjalda, að áliti margra, kveikjuþráð- ur nútímalistar. Ég hef kosið að vinna út frá innri raunveruleika enda er maðurinn mælikvarði alls. Frjáls í tilraunum mínum til að þróa myndmál í and- stöðu við það myndáreiti sem hellt er yfir okkur daglega. Þetta er mitt val eftir langt nám og íhugun. Halldór, sem virðist hafa kokgleypt kalt, ein- falt formskyn og til- finningaleysi sem tröU- riðið hefur ýmissi tískulist nútímans, skil- ur þetta ekki. Undr- andi að ég skuU vinna út frá „marguppsoðn- um“ expressjónisma. Hér skrifai- sá sem tel- ur sig sitja í háu sæti. Hinn góði listaskóU Central St. Martins í London leggur áherslu á að nemendur hans þroski með sér per- sónulegan stíl og efli með sér gagnrýna hugsun en kokgleypi ekki tískustefnur sem koma og fara. Enginn skóli býr til listamann, í besta falli auðveldar hann þeim sem hefur í sér þrá listamannsins að finna sér per- sónulega leið til sköpunar. Hins veg- ai- getur þröngsýn skólastefnu og einsýn hugmyndafræði, skemmt þá sem fyrir voru efniviðir í listamenn eða listgagnrýnendur. Kann að vera að almenn viðhorf Halldórs til málverksins blindi þegar hann á að rýna? Skoðum orð hans í bókinni Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr frá árinu 1994: „óUkt höggmyndaUst- inni situr málverkið pinnfast í áður- nefndu skrúðbúri listarinnar. Það er innilukt í eigin heimi sem ferhyrnt skraut uppi á vegg. Þannig getur það ekki nýst listinni til framdráttar því nútíðin neitar að taka eintómar - innantómar - skreytingar alvarlega. Það er hinn stóri veikleiki málverka að þau eru ætíð römmuð - girt af - frá raunveraleikanum. Njótandi get- ur gengið að því vísu að málverkið sé skáldskapur, sem haldi sig uppi á vegg en ráðist ekki inn á raunvera- legt yfirráðasvæði hans“ (bls. 37-38). Hér er ekki verið að skrifa um málverk Sigurðar Magnússonar, Gagnrýni Efnahagslegt hlutskipti listamannsins er ekki öfundsvert, segir Sigurður Magnússon, allt of fáum auðnast að lifa af list sinni. heldur íslensk nútímamálverk. Vissulega er málverkið bundið hefðinni en ég mótmæli að það geti ekki nýst listinni, sé rúið inntaki - dautt. Málverkið hefur lifað af og mun áfram nýtast okkur í samræð- um um manninn, náttúrana og þjóð- félagið. Þótt ég hafi valið málverkið sem listmiðil minn get ég, ólíkt þröngsýni Halldórs, hvað málverkið varðar, fundið slagkraft í hinni frjálsu hugmyndalist, þótt jafn oft þyki mér hún inntakslítil og skýli sér með hinu takmarkalausa frelsi. Ég efast ekki um gildi þess besta sem hún ber fram og vil sjá hana spreyta sig við hlið annarra myndlistar- greina. En því miður fyrh’ hug- myndalistina sem hugðist brjótast út úr skrúðbúrinu, þá hefur það oft orð- ið hlutskipti hennar að rykfalla í geymslum listasafha. Stundum er Hamfarir Halldórs Sigurður Magnússon Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heiid á Netinu www.mbl.is Veljum Gísla til forystu Prófkjör á Vesturlandi Björgheiður Valdimarsdóttir, skrif- stofumaður Akranesi, skrifar: Mér er ljúft að mæla með Gísla Einarssyni til að leiða lista Samfylk- ingarinnar á Vest- urlandi. Ég hef þekkt Gísla síðast- hðin 11 ár og starf- að með honum og Björgheiður þekki því vel til Valdimarsdóttir skoðana hans og starfa. Hann er sannur jafnaðarmaður sem aðhyllist hin gömlu, góðu gildi jafnaðarstefn- unnar sem er laus við öfga og for- dóma. Gísli er öflugur liðsmaður, duglegur og ósérhlífinn. Hann þekkir sitt kjördæmi og málin sem þar brenna heitast. Hann hefur unnið fyrir þá sem minnst mega sín í þessu landi og barist ötullega fyrir lögbind- ingu lágmarkslauna til að tryggja af- komu þess fólks sem lægst hefur launin. Hann er heiðarlegur og ábyrgur og vinnur af eldmóði að þeim málefnum sem honum er trúað fyrir. Við megum ekki missa þann mann sem skilur þjóðarsálina út af Alþingi. Negro íálenskar ^ feijmíngargjafi Skólavörðustíg 21a -101 Reykjavík sími/fax 552 1220 Erling Garðar Jónasson, umdæmis- sijóri RARIK, Vesturlandi, skrifar: Við höfum und- anfarið fylgst með átökum vegna prófkjörs Sam- fyUdngarinnar á Vesturlandi, átök- um sem bera þess vel vitni að nú eru straumhvörf í ís- lenskum stjóm- málum, og átökum sem nýtast munu fólkinu í landinu í baráttu fyrir réttlæti, jöfnuði og frelsi. Það er gott fólk sem við höf- um val um næstkomandi laugar- dag. En val mitt laugardaginn 6. mars verður að setja Gísla Einars- son alþingismann í fyrsta sæti framboðslistans. Gísli Einarsson er mikill og fijálshuga baráttumaður sem gengur hiklaust að hverju verki, án blekkingarleikja eða und- irlægjuháttar. Gísli á mikla og góða félagsmála- reynslu frá Akranesi, bæði í al- mennum félagsstörfum og að bæj- armálum. Gísli Einarsson er góður fulltrúi fyrir okkm- launamenn og skatt- greiðendur á Alþingi, hann er ekki góður fulltrúi fyrir sérhyggju og ríkiskapítahsma á Alþingi, hann er þingmaður hins almenna manns á hinu háa Alþingi. Vestlendingar, ég hvet ykkur til að kjósa Gísla Einarsson í fyrsta sæti. Kjósum Dóru Edda Agnarsdóttir, Lerkigrund 2, Akranesi, skrifar: I prófkjöri Samfylkingarinnar á Vesturlandi er tækifæri til að sýna hug sinn til jafnréttis og kvenfrels- is. Dóra Líndal Hjartardóttir býður sig fram sem kvennalistakona í samfylkingu flokkanna þriggja. Dóra er tónmenntakennari og bóndi á Vestri-Leirárgörðum í Borgar- firði. Hún hefur kennt við grunn- skólann á Akranesi og áður við Heiðar- skóla í Leirársveit og stjórnað fjölda kóra. Eitt brýnasta hagsmunamál fjöl- skyldna í dreifbýli er að auðvelda að- gengi bama og ungmenna að möguleikum til mennta. Með til- komu fjarnáms og fjarkennslu væri hægt að bæta aðstöðu fjölskyldna í dreifbýli til að mennta bömin sín í heimabyggð. Þetta er eitt mikil- vægra baráttumála Dóra sem ég treysti henni til að framfylgja þar sem hún þekkir mæta vel af eigin raun hvemig er að ala upp börn ut- an þéttbýlis. Með því að ljá Dóra at- kvæði í dag virkjum við kvenfrelsis- aflið í þágu samfylkingar á Vestur- landi. Ekki veitir af, kjósum Dóru, hún er best! Sótt að sæmd- armarmi Jónas Ástráðsson, skrifar: Samfylkingin er í mikilli sókn um allt land. Það er ekki útilokað að á Vesturlandi verði hún stærsta stjórnmálaaflið að kosningum loknum í vor. Forsendan er þó að í efsta sætið veljist maður, sem nær að höfða vel út fyrir raðir hefðbundinna stuðningsmanna flokkanna. í mínum augum er Gísli S. Einarsson sjálfkjörinn í það sæti. Geislandi per- sónuleiki hans, gríðarlegur dugn- aður og einstök hpurð í samskipt- um era meðal þeirra kosta sem tryggja að sem efsti maður hstans mýndi Gísli sækja fylgi langt út fyrir raðir hefðbundinna stuðningsmanna þeirra flokka sem standa að Samfylkingunni. Ég hef nefnilega aldrei kynnst manni sem á eins auðvelt með að ná til fólks og hann. Það væri því stórslys ef tekst að efna til gamaldags rígs milli byggðarlaga í því skyni að fella besta þingmann Vestlendinga. Samfylkingin á ekki völ á betri manni. Vesturland á ekki völ á betri manni. ►Meira á Netinu Jóhann Ársælsson á þing Geir Guðjónsson skrifar: Laugardaginn 6. mars verður próf- kjör Samfylkingar- inar á Vesturlandi og er það jafnframt það síðasta af mörgum. í þessu prófkjöri verða fjórir einstakhngar sem bjóða sig fram fyrir Samfylking- una og langar mig að minnast á einn sem þar er í kjöri. Jóhann Arsæl- son, hann er maðurinn sem mig langar að sjá í fyrsta sæti. Jóhann hefur mikla og góða reynslu af fé- lagsmálum og stjórnmálum. Hann er trúir sinni sannfæringu og viljug- ur til að vinna fyrir málstaðinn. Hann er ekki sú týpa sem við mynd- um sjá pólskipti á, þegar hann kæmi á þing. Til þess eins að kom- ast í eitthvað „þægilegra". Við Vest- lendingar þurfum á kröftugum þingmönnum að halda. Okkur væri mikill akkur í því að fá hann á þing. Með Jóhann í fyrsta sæti getum við verið örugg um að hag okkar sé borgið yfir í næsta árþúsund. Edda Agnarsdóttir Jónas Ástráðsson Geir Guðjónsson engu líkara en þetta listform sé sniðið að hstasalnum og eigi enga leið út í líf- ið til fólksins, salurinn er henni þá ef til vih meiri fjötur en ramminn mál- verkinu. En getur verið að Halldór, „hugmyndalistamaður", sé sjálfur innhuktur í akademískum hrokara- mma. Tilraunir hans til að draga mig í hóp „grænna villimanna“ í myndlist- inni, þrátt fyrir 7 ára hstnám og MA próf í málun, benda til þess. Málarar og aðrir listamenn sem sem reyna að lifa af list sinni geta hvorki setið undir því að störfum þeirra sé líkt við gróðabrall né list- húsum og listaaðdáendum við gróða- brallara og verða að svara þeim sem berja slíkar bumbur. Þeir sem þrátt fyrir langt listnám, eins og Halldór, kjósa að draga umræðuna um listir niður í slíka lágkúra munu uppgötva að fimleiki þeirra í „alpagreinum" hstasögunnar getur endað sem hörmuleg brotlending. Halldór hefur með skrifum sínum dæmt sig úr leik sem samviskusam- ur gagnrýnandi málverksins. Hann ætlaði með skrifum sínum að vega að heiðarleika mínum sem málara, hann reiddi of hátt til höggs, vopnið rann úr hendi hans, eftir liggur hann tvö- faldur og ótrúverðugur. Þessum skrifum mínum er lokið. Ég held áfram að leita með litum á léreftið að „tungutaki" sem best getur túlkað innlegg mitt í samræðu nútímans. Frjáls að leita aftur til eldri stíltegunda og í uppsuður þeirra, ef hentar, allt þótt gróða- vænlegra og skjólbetra sé að þókn- ast þeim listapáfum sem einir vilja túlka nútímann fyrir fólk og móta viðhorf, menningu og listir. Höfundur er myndlistarmaður, Helguvfk. Hafna sér- stakri stjórn- sýslu við Þing- vallavatn NÝVERIÐ hafa verið kynntar í stjómarflokkunum tihögur Þingvaha- nefndar varðandi þjóðgarðinn á Þing- völlum og „vemdun Þingvallavatns og vatnasviðs þess“. Aðalfundur Félags jarðeigenda við Þingvahavatn gerði eftirfarandi ályktun á síðasta aðal- fundi sínum, hinn 20. febrúar síðast- liðinn: .Aðalfundur Félags jarðeigenda við Þingvallavatn, haldinn laugardaginn 20. febrúar 1999, krefst þess að ríkis- valdið hætti þegar í stað áralangri við- leitni sinni til þess að búa til sérstakt fyrirkomulag stjómsýslu á svæðinu umhverfis Þingvahavatn. Engin ástæða er til þess að verk- svið almennra stjórnsýslustofnana og réttur almennings verði minni við Þingvallavatn en annars staðar. Þingvallanefnd er ekki æðri umráða- mönnum annarra jarða og á að ein- skorða starf sitt við þær ríkisjarðir sem hún hefur umráð yfir. Fundur- inn fordæmir harðlega áframhald- andi tilraunir nefndarinnar th af- skipta af öllu vatnasviði Þingvalla- vatns. Fundurinn telur óeðlhegt að vatnsvemd innan þjóðgarðsins á Þingvöllum verði háð duttlungum Þingvallanefndar hverju sinni eins og nefndin hefrn- sjálft lagt tíl. Meira en 80% af því vatni sem í Þingvalla- vatn berst streyma undan hraunun- um innan núverandi þjóðgarðs og þurfa reglur um vatnsvernd þar eðli- lega að vera strangar. Fjölskrúðugt mannlíf er í byggð- unum við Þingvallavatn í sátt við náttúrana og með virðingu fyrir henni. Hvorki má misnota skipulag né náttúravernd sem yfirskin til að sphla því mannlífi." í núverandi stjórn Félags jarðeig- enda við Þingvallavatn eru: Bjarni Helgason (formaður), Gunnlaugur O. Johnson og Gunnþórann Jónas- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.