Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 25 ERLENT Múslimar hafa í hót- unum við kristna ÞÚSUNDIR múslima komu saman í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær til að for- dæma átökin á Ambon-eyju milli kristinna manna og múslima en þau hafa kostað um 200 manns lífíð. Buðust margir til að taka þátt í heilögu stríði gegn hinum kristnu. Madeleine Albright, utanríkisráðheri-a Bandaríkj- anna, sem var í Jakarta í gær, ræddi þessi mál við leiðtoga múslima og fullvissuðu þeir hana um, að Indónesía yrði aldrei lýst múslimskt ríki þótt flestir íbúanna játuðu þá trú. Irakar for- dæma Breta DAGBLÖÐ í írak fordæmdu í gær Breta fyrir að hafa gefið orrustuflugmönnum sínum frjálsari hendur við að velja skotmörk verði þeim ögrað yf- ir Irak. Hafa Irakar einnig hvatt Sameinuðu þjóðirnar og önnur nTd til að fordæma árásirnar, sem þeir segja vera brot á alþjóðalögum. George Robertson, vamarmálaráð- herra Bretlands, sagði hins vegar í gær, að með ögrunum sínum væru Irakar að reyna að leiða breska og bandaríska flugmenn í gildru til að unnt væri að skjóta flugskeytum á flugvélarnar. Kunnur dóm- ari látinn DENNING lávarður, einn kunnasti dómari í Bretlandi, lést í gær tíræður að aldri. Var hann frægur fyrir að berj- ast fyrir málstað „litla manns- ins“ en mesta athygli vakti hann líklega er hann stjórnaði rannsókn á Profumo-málinu, einu mesta kynlífs- og njósna- hneyksli í Bretlandi. Hann lét oft svo ummælt, að enginn mætti líta svo stórt á sig, að hann teldi sig standa ofar lög- unum. „Eg vil hætta á toppn- um,“ sagði Denning þegar hann settist í helgan stein 83 ára gamall. Hann hvorki reykti né drakk um ævina og þakkaði langlífíð heilbrigðum lífsháttum. Blair varar Skota við TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur blandað sér í kosningabaráttuna í Skotlandi en kosið verður til nýs þings þar 6. maí. Samkvæmt skoð- anakönnunum hefur Verka- mannaflokkurinn dálítið for- skot á flokk skoskra þjóðern- issinna en hann berst fyrir fullu sjálfstæði landsins. Blair ætlaði að ávarpa þing Verka- mannaflokksins í Skotlandi í gær og sýna fram á, að Skotar yrðu að greiða hærri skatta og yrðu almennt verr úti ef þjóð- ernissinnar sigruðu. Skoðana- kannanir sýna, að forskot Verkamannaflokksins er frá einu og upp í fjögur prósentu- stig. Flugmaður Bandaríkjahers sýknaður vegna kláfferjuslyss á Ítalíu Réttlætis krafíst fyrir hönd fórnarlamba Mflanó, Bonn, Brussel. Reuters. ÍTALIR og Þjóðverjar hafa brugð- ist hart við niðurstöðu herdómstóls í Bandaríkjunum, sem á fimmtudag sýknaði Richard Ashby, orr- ustuflugmann í bandaríska hernum, af ákæru um manndráp af gáleysi vegna slyss sem hann olli í febrúar 1998. Þá flaug Ashby í lágflugi yfir skíðasvæði í Cermis-dalnum á N- Ítalíu og klippti á víra kláfferju, sem í voru 20 ferðamenn. Þeir lét- ust allir er kláfferjan féll rúma 100 metra til jarðar. I ítölskum dagblöðum var í gær harmað að enginn skyldi bera ábyrgð á dauða fórnarlambanna tuttugu. „Refsileysi valdsins" var fyrirsögn la Repubblica um málið og í II Giorno mátti lesa „Cermis, dagur óréttlætisins". Leiðarahöf- undur Corriere della Sera ritaði: „A Italíu er dauðarefsing ekki leyfð og ekki kallað eftir blóðhefnd, en ítalir vilja að réttlætinu sé full- nægt.“ Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, er á ferð í Bandaríkj- unum. Hann hefur lýst furðu sinni á sýknudóminum og talið var víst að hann tæki málið upp við BiII Clinton, Bandaríkjaforseta, á fundi sem þeir áttu í gær. Stjórnvöld í Þýskalandi sögðust mundu styðja kröfur aðstandenda fórnarlambanna um skaðabætur frá Bandaríkjastjórn vegna slyssins. Bæjarstjórinn í Burgstaedt, en sjö þeirra er fórust voru þaðan, sagði dóminn vera hneyksli: „Fólk hefur hringt hingað hvaðanæva til þess að lýsa furðu sinni á þessari óskilj- anlegu niðurstöðu," sagði Lothar Naumann bæjarstjóri. Hershöfðingi í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins segir NATO- löndin verða að tryggja að slys, sem það sem varð í Cermis-dalnum, geti ekki endurtekið sig. Richard Ashby lýsti því yfir í viðtali við CNN í gær að hann væri þeirrar skoðunar að greiða ætti skaðabætur til ættingja þeirra er fórust í kláfferjuslysinu. Fjórir óryggispúðar: Ökurnanns- og farþegamegin auk hliðarpúða í framsætum. 6 rása rafeindastýrð hemlalæsivörn (ABS) með þrýstingsdreifingu(EBD) og diskabremsum að framan og aftan. 'Fimm stillanlegir höfuðpúðar í fullri stærð. 1 Þrjú þriggja punkta belti í aftursæti. »Forstrekkjarar á beltumvið framsæti. ’ Hreyfiltengd þjófnaðarvörn. ‘ Styrktarbitar í hurðum. ►Hástætt hemlaljós íafturrúðu. W Þokuljós í aðalljóskerjum. Rafstýrð hæðarstilling á aðalljóskerjum. Útstigsiýsing í framhurðum. Varalijól í fullri stærð. Aflögunarsvið að framan og aftan. Hæðarstillanleg öryggisbelti. ^Þriðja sólskyggnið. ► Lasersuðutækni notuð við samsetningu á yfirbyggingu bílsins. ► Velour innrétting. ► Rafstýrðir og upphitaðir útispeglar. \ Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn í fram- og afturhurðum. ► Hæðarstilling á bflstjóra- og farþegasæti frammí. ► Armpúði með geymsluhólfí milli framsæta. * Glasahaldarar frammí og afturí. ' 12V rafmagnsinnstunga í farangursrými. ► Geymsluvasar á baki framsæta. * Fjarstýrðar samlæsingar. ► Dagljósabúnaður. ( Blá neon lýsing í mælaborði. k Snúningshraðamælir. * Vökvastýri með velti- og aðdráttarstillingu. ► Útvarp/segulband með 4 hátölurum (frammí). k Fjögurra hraða miðstöð ineð hringrásastillingu og frjókorna- og ryksíu. * Tvískipt niðurfellanlegt aftursæti (60/40). f Speglaljós í sólskyggnum. * Lesljós fyrir farþega í frain- og aftursætum. ir stuðarar og útispeglar. GTI-loftnet á þaki. Aurhlífar að framan. Grænlitað, hitaeinangrandi gler. 14" stálfelgur með heilum hjólkoppum. Stærð hjólbarða: 175/80R14. Alsínkhúðuð yfirbygging. 12 ára ryðvarnarábyrgð gegn gegnumtæringu. íframljósi á Golferu: Stöðuljós, Uígurgeisli, tuír geisli, stefiiuljós ogþokuljós. 563 5500 wviw.hekla. Volkswagen Oruggur á alla vegu! í forystu ú nýrri öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.