Morgunblaðið - 06.03.1999, Side 25

Morgunblaðið - 06.03.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 25 ERLENT Múslimar hafa í hót- unum við kristna ÞÚSUNDIR múslima komu saman í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær til að for- dæma átökin á Ambon-eyju milli kristinna manna og múslima en þau hafa kostað um 200 manns lífíð. Buðust margir til að taka þátt í heilögu stríði gegn hinum kristnu. Madeleine Albright, utanríkisráðheri-a Bandaríkj- anna, sem var í Jakarta í gær, ræddi þessi mál við leiðtoga múslima og fullvissuðu þeir hana um, að Indónesía yrði aldrei lýst múslimskt ríki þótt flestir íbúanna játuðu þá trú. Irakar for- dæma Breta DAGBLÖÐ í írak fordæmdu í gær Breta fyrir að hafa gefið orrustuflugmönnum sínum frjálsari hendur við að velja skotmörk verði þeim ögrað yf- ir Irak. Hafa Irakar einnig hvatt Sameinuðu þjóðirnar og önnur nTd til að fordæma árásirnar, sem þeir segja vera brot á alþjóðalögum. George Robertson, vamarmálaráð- herra Bretlands, sagði hins vegar í gær, að með ögrunum sínum væru Irakar að reyna að leiða breska og bandaríska flugmenn í gildru til að unnt væri að skjóta flugskeytum á flugvélarnar. Kunnur dóm- ari látinn DENNING lávarður, einn kunnasti dómari í Bretlandi, lést í gær tíræður að aldri. Var hann frægur fyrir að berj- ast fyrir málstað „litla manns- ins“ en mesta athygli vakti hann líklega er hann stjórnaði rannsókn á Profumo-málinu, einu mesta kynlífs- og njósna- hneyksli í Bretlandi. Hann lét oft svo ummælt, að enginn mætti líta svo stórt á sig, að hann teldi sig standa ofar lög- unum. „Eg vil hætta á toppn- um,“ sagði Denning þegar hann settist í helgan stein 83 ára gamall. Hann hvorki reykti né drakk um ævina og þakkaði langlífíð heilbrigðum lífsháttum. Blair varar Skota við TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur blandað sér í kosningabaráttuna í Skotlandi en kosið verður til nýs þings þar 6. maí. Samkvæmt skoð- anakönnunum hefur Verka- mannaflokkurinn dálítið for- skot á flokk skoskra þjóðern- issinna en hann berst fyrir fullu sjálfstæði landsins. Blair ætlaði að ávarpa þing Verka- mannaflokksins í Skotlandi í gær og sýna fram á, að Skotar yrðu að greiða hærri skatta og yrðu almennt verr úti ef þjóð- ernissinnar sigruðu. Skoðana- kannanir sýna, að forskot Verkamannaflokksins er frá einu og upp í fjögur prósentu- stig. Flugmaður Bandaríkjahers sýknaður vegna kláfferjuslyss á Ítalíu Réttlætis krafíst fyrir hönd fórnarlamba Mflanó, Bonn, Brussel. Reuters. ÍTALIR og Þjóðverjar hafa brugð- ist hart við niðurstöðu herdómstóls í Bandaríkjunum, sem á fimmtudag sýknaði Richard Ashby, orr- ustuflugmann í bandaríska hernum, af ákæru um manndráp af gáleysi vegna slyss sem hann olli í febrúar 1998. Þá flaug Ashby í lágflugi yfir skíðasvæði í Cermis-dalnum á N- Ítalíu og klippti á víra kláfferju, sem í voru 20 ferðamenn. Þeir lét- ust allir er kláfferjan féll rúma 100 metra til jarðar. I ítölskum dagblöðum var í gær harmað að enginn skyldi bera ábyrgð á dauða fórnarlambanna tuttugu. „Refsileysi valdsins" var fyrirsögn la Repubblica um málið og í II Giorno mátti lesa „Cermis, dagur óréttlætisins". Leiðarahöf- undur Corriere della Sera ritaði: „A Italíu er dauðarefsing ekki leyfð og ekki kallað eftir blóðhefnd, en ítalir vilja að réttlætinu sé full- nægt.“ Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, er á ferð í Bandaríkj- unum. Hann hefur lýst furðu sinni á sýknudóminum og talið var víst að hann tæki málið upp við BiII Clinton, Bandaríkjaforseta, á fundi sem þeir áttu í gær. Stjórnvöld í Þýskalandi sögðust mundu styðja kröfur aðstandenda fórnarlambanna um skaðabætur frá Bandaríkjastjórn vegna slyssins. Bæjarstjórinn í Burgstaedt, en sjö þeirra er fórust voru þaðan, sagði dóminn vera hneyksli: „Fólk hefur hringt hingað hvaðanæva til þess að lýsa furðu sinni á þessari óskilj- anlegu niðurstöðu," sagði Lothar Naumann bæjarstjóri. Hershöfðingi í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins segir NATO- löndin verða að tryggja að slys, sem það sem varð í Cermis-dalnum, geti ekki endurtekið sig. Richard Ashby lýsti því yfir í viðtali við CNN í gær að hann væri þeirrar skoðunar að greiða ætti skaðabætur til ættingja þeirra er fórust í kláfferjuslysinu. Fjórir óryggispúðar: Ökurnanns- og farþegamegin auk hliðarpúða í framsætum. 6 rása rafeindastýrð hemlalæsivörn (ABS) með þrýstingsdreifingu(EBD) og diskabremsum að framan og aftan. 'Fimm stillanlegir höfuðpúðar í fullri stærð. 1 Þrjú þriggja punkta belti í aftursæti. »Forstrekkjarar á beltumvið framsæti. ’ Hreyfiltengd þjófnaðarvörn. ‘ Styrktarbitar í hurðum. ►Hástætt hemlaljós íafturrúðu. W Þokuljós í aðalljóskerjum. Rafstýrð hæðarstilling á aðalljóskerjum. Útstigsiýsing í framhurðum. Varalijól í fullri stærð. Aflögunarsvið að framan og aftan. Hæðarstillanleg öryggisbelti. ^Þriðja sólskyggnið. ► Lasersuðutækni notuð við samsetningu á yfirbyggingu bílsins. ► Velour innrétting. ► Rafstýrðir og upphitaðir útispeglar. \ Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn í fram- og afturhurðum. ► Hæðarstilling á bflstjóra- og farþegasæti frammí. ► Armpúði með geymsluhólfí milli framsæta. * Glasahaldarar frammí og afturí. ' 12V rafmagnsinnstunga í farangursrými. ► Geymsluvasar á baki framsæta. * Fjarstýrðar samlæsingar. ► Dagljósabúnaður. ( Blá neon lýsing í mælaborði. k Snúningshraðamælir. * Vökvastýri með velti- og aðdráttarstillingu. ► Útvarp/segulband með 4 hátölurum (frammí). k Fjögurra hraða miðstöð ineð hringrásastillingu og frjókorna- og ryksíu. * Tvískipt niðurfellanlegt aftursæti (60/40). f Speglaljós í sólskyggnum. * Lesljós fyrir farþega í frain- og aftursætum. ir stuðarar og útispeglar. GTI-loftnet á þaki. Aurhlífar að framan. Grænlitað, hitaeinangrandi gler. 14" stálfelgur með heilum hjólkoppum. Stærð hjólbarða: 175/80R14. Alsínkhúðuð yfirbygging. 12 ára ryðvarnarábyrgð gegn gegnumtæringu. íframljósi á Golferu: Stöðuljós, Uígurgeisli, tuír geisli, stefiiuljós ogþokuljós. 563 5500 wviw.hekla. Volkswagen Oruggur á alla vegu! í forystu ú nýrri öld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.