Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 23 VIÐSKIPTI Frosti Bergsson tekur við sem stjórnarformaður Opinna kerfa Stefnt að stofnun eignarhaldsfélags FORSVARSMENN Opinna kerfa stefna að því að stofna Eignarhalds- félag um rekstur samstæðunnar, sem mun að öllum líkindum hefja starfsemi um næstu áramót. Undir- búningur að stofnun eignarhaldsfé- lagsins verður að stærstum hluta í höndum Frosta Bergssonar, sem mun af þeim sökum hætta sem framkvæmdastjóri Opinna kerfa og taka við stöðu stjómarformanns í stað Sindra Sindrasonar. Þetta kom fram í máli Sindra á aðalfundi fé- lagsins í gær. Sindri sagði að á undanfomu starfsári hafi verið rætt um stofnun sérstaks Eignarhaldsfélags sem ætti Opin kerf! hf. jafhframt sem það tæki yfír eignarhluta í öllum dóttur- félögum. „Markmiðið með þessari breytingu er að skapa armslengd milli hefðbundins rekstrar Opinna kerfa og eignarhluts í hlutdeildar- og dótturfélögum." Til að koma þessu í framkvæmd var ákveðið að Frosti hætti sem framkvæmdastjóri frá og með 8. mars næstkomandi og verði í staðinn starfandi stjórnarformaður. Auk þess að hafa umsjón með undir- búningi að stofnun eignarhaldsfé- lagsins, mun Frosti einnig sinna fjár- festingarmálum og hefðbundnum stjómarstörfum. Við stöðu Frosta tekur Gylfi Ámason sem hefur að undanfómu gegnt stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra. Greiða 15% arð Heildarhlutafé Opinna kerfa er nú 42 milljónir króna að nafnverði en markaðsverðmæti félagsins í ár- lok 1998 var 8.200 m.kr. Hluthöfum fjölgaði um 976 á síðasta ári og eru nú alls 1.180. í árslok áttu 3 hluthaf- ar yfir 10% eignarhluta í félaginu, en þeir eru: Þróunarfélag íslands hf., sem á 27,01%. Frosti Bergsson sem á 20,51% og Pharamaco hf. í Garðabæ sem ræður yfir 12,64% hlut. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að velta móðurfélagsins aukist um 25% á þessu ári og fari yfir 2.000 milljónir. Gert er ráð fyrir að velta samstæðunnar verði yfir 3.000 milljónir og hagnaður eftir skatta nemi 100 milljónum króna. Á aðalfundi félagsins var sam- þykkt að greiða hluthöfum 15% arð vegna ársins 1998. Stjórn Opinna kerfa var endurkjörin en hana skipa Frosti Bergsson, Sindri Sindrason og Andri Teitsson. Til vara em þeir Ragnar Marteinsson og Sigurjón Sindrason. Fjárfestingar Opinna kerfa hf. í öðrum félögum Hlutdeild Skýrrhf. 51,0% Grunnur-Gagnalausnir ehf. 50,0% ACOhf. 41,3% Tæknival hf. 38,5% Upplýsingar ehf. 33,3% Teymi hf. 32,5% Þróun ehf. 24,4% Hans Petersen hf. 16,4% Hugur hf. 9,3% Markaðsvirði samtals: 1.700 milljónir króna Stjórnarkjör á aðalfundi Flugleiða Gunnarí Fóðurblönd- unni íhugar framboð ALLT bendir til að Gunnar Jó- hannsson, forstjóri Fóðurblönd- unnar hf., muni gefa kost á sér í stjórn Flugleiða á aðalfundi félags- ins fimmtudaginn 18. mars nk. Ljóst er að eitt sæti í stjórn Flugleiða losnar á aðalfundinum, þar sem Þorgeir Eyjólfsson, for- stjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna, mun víkja úr stjórninni eft- ir eins árs setu þar. Gunnar Jóhannsson er meðal stærstu hluthafa í Flugleiðum og samtals munu hann og fjölskylda hans eiga um nær 2% hlut í félag- inu. Gunnar staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri að íhuga það mjög alvarlega að gefa kost á sér í stjórn Flugleiða, og að hann teldi sig hafa stuðning hluthafa með a.m.k. 10-15% at- kvæða á bak við sig. „Eg á orðið þennan hlut í Flugleiðum, hef mikla trú á félaginu og vil gjarnan taka þátt í frekari uppbyggingu þess,“ sagði Gunnar. Lokadagar útsölunnar Rúskinnshettujakkar Laugavegi 66, sími 552 0301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.