Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 56
'6 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingibjörg Árna- dóttir var fædd á Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu 20. júií 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 19. febrúar síðastiið- inn. Foreldrar hennar voru Árni prófastur Þórarins- ^ son, f. 20.1. 1860, d. 3.2. 1948 og kona hans, Anna María Elísabet Sigurðar- dóttir frá Syðra Skógarnesi, f. 22.2. 1877, d. 22.5. 1958. Ingibjörg var átt- unda í aldursröð 11 syst.kina og er nú einn þeirra á lífí, Guð- mundur Snæbjörn verslunar- maður, f. 1910, búsettur í Reykjavík, kvæntur Áslaugu Sigurðardóttur, skálds frá Am- arholti, Sigurðssonar. Ingi- björg fluttist 11 ára gömul til Reykjavíkur til elstu systur sinnar, Ingunnar, og eigin- manns hennar, Kristjáns Ein- arssonar, síðast forstj. S.I.F. og dvaldist að mestu á heimili þeirra allt til þess hún giftist fyrri eiginmanni sínum, Hafliða Gíslasyni rafvirkjameistara ár- ið 1930. Þau slitu samvistir eft- ir þriggja ára sambúð. Sonur þeirra er Gísli Geir, f. 27.9. 1931, rafv.meist., búsettur í Reykjavík, kvæntur Olöfu Jóns- dóttur kerfisfræðingi, f. 24.12. 1931. Börn þeirra em: 1) Ingi- björg Ýr, f. 2.1. 1953, ritari á jp SHR. Fyrri maður hennar var Einar Magnússon, verslunarm. Þegar ömmusystir mín, Ingibjörg Árnadóttir, kom suður um heiðar í reglubundnar heimsóknir sínar, bar hún með sér sérstakan andblæ, ólíkan öllu því sem við þekktum úr daglegu lífi. Þessi kona, sem hafði unnið sér og sínum af elju þrátt fyr- ir kröpp kjör, hafði ekki bugast af baslinu, heldur sótt þann styrk í hið daglega amstur að hún bar með sér fas heimskonunnar hvert sem hún kom. Við börnin horfðum á Imbu frænku í forundran, þegar hún fór á fætur upp úr hádegi og kom fram, ^íklædd morgunslopp og með blá sól- gleraugu, eins og filmstjama. Og þegar að mannfagnaði kom trakter- aði hún sig á vindli, settist við pí- anóið og spilaði af miklu listfengi, þrátt fyrir hæðnisglósur systkina sinna í þá veru að hún hefði glatað hinum fínlega Stóra-Hraunstakti úr spileríinu, eftir að hafa búið drýgst- an hluta ævi sinnar í Skagafirði. Já- kvæði hennar, hlýja, góðar gáfur og einlægur áhugi á högum barna sem fullorðinna voru þau einkenni sem hæst ber í minningunni. Það væri synd að segja að heimsókn til Ingi- bjargar hefði brotið niður sjálfs- myndina hjá manni, - þvert á móti dundi á viðmælandanum þvílíkt ^hrós um gáfur, útlit, klæðaburð og hæfileika alla að við lá að oflofið færi yfir þá hárfínu markalínu, sem greinir lofið frá háðinu. Heimili Önnu ömmu minnar á Mánagötu 16 var miðpunktur allra suðurferða Ingibjargar, þrátt fyrir að hún hafi í eitt skipti blásið út stóran, svartan plastpoka á tröpp- unum hjá Þórarni bróður sínum, til þess eins að stríða honum með þeim fréttum að hún væri komin með sængina sína og ætlaði að dvelja hjá honum í einhverjar vik- -^ur. Heimsóknirnar gátu varað frá fáeinum vikum og upp í rúma tvo mánuði. Eftir því sem árin liðu og fækkaði í systkinahópnum urðu samskipti ömmu og Ingibjargar nánari og Imba lyfti hægri auga- brúninni og hló í hálfum hljóðum, þegar amma kvartaði yfir því hvað skaparinn gerði henni lífið önugt i^rieð því að kalla til sín öll skemmti- legri systkinin og skilja sig eftir Hann lést á fyrsta hjúskaparári þeirra. Þeirra sonur er Gísli Geir líffræðinemi. Seinni maður Ingi- bjargar er Guðmund- ur T. Magnússon, vél- virki. Þeirra börn eru tvíburadæturnar Arngunnur Ylfa og Brynhildur Yrsa og sonurinn Magnús Sigurjón. 2) Jón Ní- els, f. 30.8. 1954, framkv.stj. hugbún- aðarviðs Á.K.S. Maki: Erla Aradóttir menntaskólakennari og rekur einkaskóla. Þau eiga dæturnar Ólöfu og Huidu Júlíönu og son- inn Gísla Gunnar. 3) Vilborg Kristín, f. 8.10. 1957, ritari á SHR. Maki: Sigurður Friðriksson verkam. Þeirra börn, Friðrik Hafsteinn og Ólöf Ýr. 8. ágúst 1936 giftist Ingibjörg seinni manni sínum, Gunnari Guð- mundssyni, raffræðingi, f. 27.6. 1898, d. 19.7. 1976. Sonur þeirra er Árni, f. 9.9. 1936, fyrrv. bóndi á Reykjum og síðar ferskf. matsm. Nú bús. í Reykjavík og vinnur við ritstörf. Maki: Elisabet Beck Svafarsdóttir, f. 9.3. 1941, bakari á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Þeirra börn: 1) Gunnar Ingi, f. 21.11. 1960, nemi, bús. í Óðinsvéum. Maki: Inga Lára Sigursteinsd. Dóttir þeirra er Tara Björk. Börn Ingu Láru frá fyrra hjónabandi eru Karen Ösp og tvíburabræðurnir Daníel Þór og Patrick Örn. 2) Steindór, f. 20.12. 1961, sjóm. og útg.m. Sauðárkróki. Maki: Jóna Björk með þeim hinum. Ingibjörg svaraði fullum hálsi ef sá gállinn var á henni og bar á eldri systur sína taumlausa frekju en amma svaraði yfirleitt á þá lund að Ingibjörg hefði aldrei jafnað sig á því dekri sem hún varð aðnjótandi þegar hún þurfti að liggja rúmföst af berklum í einhver ár, meðan hún var enn innan við tvítugt. Hlutverk okkar íbúanna á neðri hæðinni var oftar en ekki að koma upp og kveða upp Salómonsdóma, til að unnt yrði að Ijúka við það þrætumál sem hæst bar hverju sinni og snúa sér að því næsta. Þær sátu í borðstofunni, Ingibjörg hægra megin við borðið og amma vinstra megin og alltaf var Ingibjörg eins og hefðarfrú „in attendance“, sem beið gesta. Marg- ur steig sín fyrstu skref inn í Stóra- Hraunsættina með því að ganga fyrir þennan Stóradóm og hlaut að launum yfirheyrslur um tíðni heila- blæðinga, geðsjúkdóma og gigtar í þeim ættbogum sem að honum stóðu, kryddaðar með gamansögum af ættmennum sínum, aftur í framættir. „Hingað kemur ekki nokkur maður“ kvörtuðu þær ein- róma einhvern daginn, þegar ég kom inn seinnipartinn eftir vinnu, en þann daginn hafði Sigrún kona mín talið 15 manns út frá þeim. Toppnum var náð á laugardegi í jólaösinni 1992: Þá léku þær á als oddi og taldist svo til að komið hefði á fimmta tug gesta. Þær nutu sam- neytis við yngri kynslóðir í sam- ræmi við hvernig sáð var til, því lif- andi áhugi þeirra á högum afkom- enda sinna og systkinanna allra var slíkur að hann var endurgoldinn ríkulega með tíðum heimsóknum og umhyggju. Nú er þessi tími geng- inn og hlátrasköll Ingibjargar óma ekki lengur. Fyrir okkur sem eftir stöndum trosnar enn frekar sá þráður sem tengdi okkur við þá tíma þegar veröldin virtist um sumt lúta öðrum lögmálum en nú. Ingi- björg Árnadóttir varpaði lit á líf samferðamanna sinna og var ein- lægur vinur okkar, jafnt ungra sem eldri. Við þökkum fyrir okkur og biðjum henni blessunar, fullviss um að skaparinn hefur tekið höfðing- Sigurðardóttir versl.m. Þau eiga soninn Árna Ragnar. 3) Pála María, f. 25.7. 1964, lyfja- tæknir. Maki: Kristján Theo- dórsson framl.stjóri Myllunnar. Börn þeirra: Bríet Ósk og Theo- dór. Sonur Pálu Maríu fyrir hjónaband er Orri Freyr. Faðir hans er Jóhann Freyr Aðal- steinsson, tollvörður á Seyðis- firði. 4) Gyða, f. 15.10. 1966, nemi í MH og póstmaður. Maki: Tómas Hallgrímsson, útibússtj. Landsb. Isl. Synir þeirra: Val- geir og Styrmir. 5) Vala, f. 19.4. 1969, fiskeldisfr. nú póstm. Maki: Þorbergur Auðunn Við- arsson, nemi í húsamálun. Börn: Ottar Ingi og Elísabet Huld. 6) Jón Gauti, f. 29.5. 1973, með- ferðarfulltrúi hjá Landspítalan- um. Með Marsibil Hólm Agnars- dóttur, eignaðist Árni fyrir hjónaband Helgu Sigríði, f. 26.9. 1956, húsm. á Sámsstöðum í Eyjafirði. Maki: Pálmi Gíslason bóndi. Börn: Jóhannes Gísli, Sveinbjörg Sigrún, Eva Hrönn og Marsibil Sara. Sambýliskona Jóhannesar Gísla er Helga Jóns- dóttir. Þau eru búsett á Akur- eyri og eiga soninn Sindra Snæ. Stjúpsonur Ingibjargar frá fyrra hjónabandi Gunnars, er Helgi Guðmundur garðyrkju- fræðingur, lengi forstöðumaður Vinnuhælisins á Litla Hrauni. Maki: Guðríður Guðjónsdóttir. Þau eru búsett í Kópavogi og eiga þijár uppkomnar dætur. Ingibjörg og Gunnar keyptu Reyki á Reykjaströnd í Skaga- firði og fluttust þangað árið 1937. Þaðan fluttust þau til Sauðárkróks er þau brugðu búi árið 1965 og áttu þar heimili sitt til æviloka í húsinu Borgar- ey við Lindargötuna. Útför Ingibjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lega á móti henni og búið henni þann sess sem sæmir. Árni Páll Árnason. Nú er elskuleg tengdamóðir mín búin að fá hvíldina. Ævin var orðin löng, en Ijúf, þar til síðustu misser- in. Hún var alin upp í stórum systk- inahópi, þar sem óvenjumikil sam- staða ríkti meðal systkinanna og nutu þau hverrar stundar, sem þau hittust. Nú er einungis Guðmundur eftir á lífi af þessum systkinum. Flest náðu þau hárri elli, einungis Gyða lést tæplega fimmtug, Magn- ús og Sigurður komust nokkuð á áttræðisaldur og hin öll yfir áttrætt og nírætt. Tengslin milli þeirra voru alltaf eins og þegar þau voru heima á Stóra-Hrauni. Alltaf var verið, að rifja upp gamlar sögur, þau hvert af öðru eða af sjálfum sér og mikið var hlegið. Það eina, sem háði tengda- móður minni var, að hún bjó í Skagafirði síðustu 60 árin,svo ekki var um dagleg samskipti að ræða við hana, en þeim mun betur var tíminn nýttur, þegar hún brá sér til Reykjavíkur. Þá eltu systkinin og einnig yngri kynslóðin hana þangað, sem hún var stödd í það og það skiptið. Og alltaf urðu sömu fagnað- arfundir, þegar þau hittust. Hún dvaldi löngum hjá Önnu systur sinni, þegar hún kom í bæinn, því það var svo miðsvæðis og alltaf opið hús hjá Önnu. Ég hygg að þær hafi talað saman í síma næstum daglega, þegar Ingibjörg var fyrir norðan, einnig átti Anna til að fara norður meðan Ingibjörg hélt heimili og dvelja hjá henni um tíma. Þær voru mjög samrýndar systur. Tengda- móðir mín missti mikið, þegar hún missti mann sinn, Gunnar, árið 1976, aftur varð missirinn mikill þegar Anna systir hennar féll frá fyrir þremur árum. Á síðustu tæp- um 10 mánuðum hafa stór högg dunið á fjölskyldunni, þegar þrjú af systkinunum hafa fallið frá, auk mágkonu Ingibjargar. Það er þó huggun harmi gegn, að allt hafði þetta fólk átt langa og góða ævi. Margir af afkomendum systkin- anna frá Stóra-Hrauni hafa brugðið sér af bæ og heimsótt Imbu frænku fyrir norðan, í gegnum árin, og naut hún mjög allra samskipta við sitt fólk og allt fólk yfirleitt. Okkar samskipti spanna orðið 47 ára tíma- bil. Ekki leið það sumar, að við hjónin færum ekki norður til Ingi- bjargar og Gunnars , fyrst í brúð- kaupsferð, síðan með börnin okkar og nú síðustu áratugina við tvö. Einnig var sonur okkar hjá þeim í sveit á Reykjum. Alltaf var jafn notalegt að koma til þeirra, hvort sem var í sveitina eða á Sauðár- krók, þar svignuðu borð undan krásunum, þótt við værum bara tvö, við hefðum eins getað komið tíu. Það var eitt, sem Ingibjörg mín, lagði mikla áherslu á að fá að vita, hvenær við legðum af stað, hvenær við værum í Húnavatns- sýslunni o.s.frv. Þá gat hún haft til- búnar allar krásirnar þegar við kæmum. Ég veit, að við erum ekki ein um að hafa notið þessarar miklu gestrisni, ég get ekki gert mér í hugarlund, hversu mörg hundruð manns hafa þegið veitingar hjá henni. Hún var hin sanna húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu. Þegar þau bjuggu á Reykjum komu oft ferðahópar á leið sinni í Glerhalla- vík og var þá fólkið drifið inn í hressingu, þótt flest eða allt væri það ókunnugt. Síðustu misserin urðu henni nokkuð löng, henni leiddist eftir að hún gat ekki lengur haldið heimili sitt á Sauðárkróki og fór til dvalar á öldrunardeild Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Allir hennar afkomendur, nema einn sonarsonur ásamt eiginkonu og syni, voru hér í Reykjavík, hún var hætt að treysta sér til að koma suð- ur, því Elji kerling var farin að sækja að. Ég held því, að hún hafi verið hvíldinni fegin. Ég vil sér- staklega þakka Steindóri, sonar- syni hennar, og fjölskyldu hans, fyrir hvað þau voru henni góð. Hvíl í friði, kæra tengdamamma. Guð blessi þig. Ólöf(Ollý). Ingibjörg Ámadóttir ömmusystir mín er látin rúmlega níræð. I lok síðasta árs veiktist hún og okkur sem til þekktum kom andlátsfregn hennar því ekki á óvart. Við kveðj- um með þökk í huga þá Ingibjörgu sem gaf okkur svo margar ánægju- stundir, fyllti hug okkar og maga við hverja heimsókn. Ingibjörg var dóttir hjónanna Önnu Maríu Elísabetar og séra Áma prófasts Þórarinssonar á Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi. Hún ólst upp í stórum systkinahópi en af ellefu systkinum lifir nú aðeins Guð- mundur. Ingibjörg var glæsileg ung kona, þar þurfti ég ekki að styðjast við umsögn systkina hennar til að trúa heldur sýna myndir það. Ingi- björg giftist árið 1930 Hafliða Gísla- syni og eignuðust þau einn son, Gísla Geir. Þau skildu eftir stutta sambúð. Áiið 1936 giftist hún Gunn- ari Guðmundssyni frá Reykjum á Reykjaströnd og eignuðust þau son- inn Arna. Gunnar lést árið 1976. Síðustu áratugina bjó Ingibjörg á Sauðárkróki, síðast á elli- og hjúkr- unarheimili sjúkrahússins, þar sem hún lést. í gegnum ömmu Önnu kynntist ég Imbu systur. Þaðan heyrði ég af uppvexti hennar, af erfiðri berkla- legu, dugnaði í búsýslu og lífi þar sem skiptust á skin og skúrir. Mér og Margréti og börnunum okkar varð hún síðar vinur og félagi sem skemmti okkur og skjallaði eftir því sem við átti. Ingibjörg var gestrisin svo af bar. Hvergi annars staðar hef ég komið að borði rétt fyrir miðnætti og borðað fjórréttað; slát- ur, hangikjöt, kjöt- og kjötsúpu og saltkjöt. Síðan klykkt út með kaffi og rjómatertu, alls kyns smákökum og randalínu. Verst var að hafa að- eins einn maga í slíkum heimsókn- um, því vel var veitt. Síðustu árin var heldur ekki lakara að þurfa ekki að vera á bíl, ef svo bar undir, því kaldur bjór í ísskápnum hafði bæst við trakteringamar. Vegna vinnu minnar átti ég á árum áður oft leið í Fiskiðjuna Skagfirðing á Sauðárkróki. Ekki brást að Ingi- björg hafði þefað uppi að von væri á INGIBJORG ÁRNADÓTTIR frænda og á minnst þremur stöðum í húsinu lágu skilaboð „fyrir verk- fræðinginn". Aðeins einu sinni sleppti ég því að koma við hjá Ingi- björgu. Og í það skipti sem ég skrópaði átti ég mér það til vor- kunnar að koma beint á fund sem lauk ekki fyrr en um hálftólf um kvöldið og þurfti síðan að keyra til Reykjavíkur til vinnu um morgun- inn. „Af hverju komstu ekki um daginn, ég frétti af þér?“ voru upp- hafsorðin í símtalinu sem ég fékk í vikunni þar á eftir. Mér er enn hul- ið hvemig henni tókst alltaf að finna út úr því, oftar en ekki á und- an verkkaupanum eða viðskiptavin- inum, að von væri á mér. Það var allur gangur á því hvernig frænd- inn var klæddur, nýkominn úr frystihúsinu. Ingibjörgu var mjög umhugað um að ættingjar hennar væru sæmilega til fara og ófáar umvandanir lutu að því að bæta slíkt. Eitt sinn á hraðferð svipti ég mér inn til hennar í dökkum fötum með bindi. „Sá það þig fólkið frammi?" spurði hún. Ég varð að hryggja hana með því að enginn var á ferli á ganginum og sambúð- arfólki hennar yrði því enn að vera föst í huga myndin af gallabuxna- klæddum frændanum. Bömin þekktu hana af heimsókn- um norður, en þó fyrst og fremst sem gest hjá langömmu sinni á Mánagötunni. Samband ömmu Önnu og Ingibjargar var mjög sér- stakt. Eg held ég megi fullyrða að þær hafi talað saman daglega síð- ustu áratugina sem báðar lifðu. Oft- ast mörgum sinnum á dag í símann og þá gjarnan til að skemmta sér við að rífast. Þrætubókarlist þeirra um veðráttuna á Sauðárkróki og í Reykjavík, matargerð, pólitík, nú eða þá um ættingja og afkomendur var snilld. Ég heyrði þær ræða um svínakjöt og kjúklinga, kosti og lesti hvors um sig og síðan komast upp á háa c um hvort væri hollara og ég heyrði ekki betur en þær hefðu snú- ist í miðri deilu. Sú sem vildi svína- kjöt vildi nú kjúkling og öfugt. Síð- an var hægt að taka málið aftur upp við síðara tækifæri ef ekkert betra efni byðist. Ferðir hennar suður voru alltaf sérstakar. Margboðaðar og sífrestaðar, á endanum með „prí- vatbíl", hún var á því að rúturnar og flugið væru hættulegra. (Enn eitt efnið sem mátti deila um.) Þær vöktu lengi og lásu saman og spjöll- uðu, yfirleitt báðar á náttkjólunum fram undir hádegi, að minnsta kosti Ingibjörg. Amma að stjana við hana og berandi inn kaffið, vel yfir nírætt. Þá naut Ingibjörg þess hve hún heyrði alltaf afibragðs vel og var fljót að hugsa. Hún gat farið yf- ir rifrildi gærkvöldsins og nætur- innar í hálfum hljóðum með gestum til að sýna fram á hvað systir henn- ar hefði farið með rangt mál, á meðan hún hélt öðru tali uppi við ömmu. Þær soguðust hvor að annarri í þessu litla stríði sínu og máttu engan heyra hallmæla hinni. Þá var hanskinn tekinn upp og not- aður ósparlega til varnar. Aðdrag- andi einnar heimsóknarinnar til ömmu á Mánagötuna er sérstak- lega minnisstæður. Ingibjörg hafði boðað komu sína rétt íyrir jól, þeg- ar amma var rétt undir níræðu. Þá lenti amma í því að detta og brákast á mjöðm og var lögð inn á spítala. Mér leist ekkert á þá gömlu, þótti henni hafa hrakað við byltuna, þá reisti hún sig upp og sagði: „Ég má ekkert vera að því að liggja hér, Imba er að koma.“ Hjúkrunarliðið vildi fræðast um það hvernig hagir hennar væru, hver gæti hugsað um hana. „Það er nú lítið mál,“ sagði amma, „Imba systir gerir það.“ Þar með var það útrætt mál og amma mætt á svæðið þegar Ingibjörg birtist. Umhyggja Ingibjargar fyrir af- komendum sínum og þeirra mökum var mikil. Ég þekki þann legg betur af sögum Ingibjargar en kynnum við fólkið sjálft, því oft er lengra á milli ættingja en skyldi. Hún tók mér og Margréti sem sínu fólki og umhyggjusamar ráðleggingar ekki síður gefnar en til sinna eigin gæti ég trúað. Börnin þroskuðust af nær- veru hennar og skemmtu sér ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.