Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• > Ollum helstu meisturum þessarar aldar eignaðar myndirnar 48, sem Olafur Ingi Jónsson telur falsaðar Meintar falsan- ir spanna 100 ár myndlistar- sögunnar MÁLVERKIN 48, sem grunur leikur á að séu fðlsuð og ríkislög- reglustjóri fékk til meðferðar síð- astliðinn miðvikudag, eru eignuð öllum helstu meisturum íslenskrar myndlistar síðastliðin 100 ár, að sögn Olafs Inga Jónssonar, for- varðar í Morkinskinnu. Allar voni myndirnar seldar af Galleríi Borg. Líkt og kærur vegna myndanna þriggja, sem dæmt var um í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær, og langflestra þeirra 32 mynda til við- bótar, sem enn eru til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra, styðjast nýjustu kærumar við rannsóknir sem Olafur Ingi hefur gert á mál- verkunum. Öll myndlistarsagan „Þessar myndir ná yfír 100 ára sögu í íslenskri myndlist; alla myndlistarsöguna fram til ársins 1966,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þama væri um að ræða alla helstu listamenn af elstu kyn- slóð íslenskra málara. Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Ásgrimur Jónsson, Muggur (Guðmundur Thorsteins- son), Jóhannes S. Kjarval, Gunn- laugur Blöndal, Kristín Jónsdóttir, Gunnlaugur Scheving, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason; hverjum og einum þessara málara er ætlað að hafa málað einhverjar myndanna 48, sem kært var út af á miðviku- dag. Auk þeirra er kært vegna mynda, sem eignaðar em færeyska málaranum Mykenes. Ólafur Ingi segir að í öllum þess- um tilvikum telji hann, eftir athug- un, augljóst að um falsanir sé að ræða og hvergi liggi nein eigenda- saga fyrir. Oft sé um verk óþekktra útlendinga að ræða, sem fólsuð séu á þann hátt að höfundar- merki íslensku málaranna sé falsað inn á þær. I þremur tilvikum er áritun Þórarins B. Þorlákssonar fölsuð á myndir lítt þekktra ís- lenskra málara. Einnig er þama um að ræða myndir, sem Ólafur Ingi telur falsaðar frá granni. Þær era jafnvel málaðar með litum, sem ekki vora framleiddir þegar lista- mennirnir, sem sagt er að hafi mál- að myndimar, voru á dögum. A.m.k. 300 falsanir Rannsóknir Ólafs Inga vora upphaf þeirra lögreglurannsókna, sem leiddu til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur yfír eiganda Gallerís Borgar í gær. Sá dómur tekur til þriggja málverka. Alls hafa kærar vegna 83 meintra falsana verið lagðar fram á grandvelli rann- sókna Ólafs Inga og alls segist hann vita um að minnsta kosti 300 falsanir á verkum íslenskra mynd- listarmanna. Hann segir að eigend- ur verkanna hafí haft samband við sig til þess að leggja sitt af mörk- um „til að upplýsa þessa svika- myllu“. Ólafur Ingi segir að myndimar hafi ýmist verið seldar hjá Galleríi Borg, Galleríi Leifs Jensen í Dan- mörku eða hjá tilteknu uppboðs- húsi í Danmörku. Myndirnar 48, sem kært var út af á miðvikudag, vora seldar á upp- boðum á vegum Gallerís Borgar Mynd, sem seld var á uppboði á veguni Gallerís Borgar á Akur- eyri árið 1996, og eignuð Já- hannesi S. Kjarval. Ólafur Ingi Jónsson forvörður segir mynd- ina falsaða frá grunni og mál- aða þannig að apað sé eftir hlutum úr þremur þekktum málverkum Kjarvals og síðan hafi falsarinn aukið við þann grunn. Ólafur Ingi segir um lé- lega fölsun að ræða. Nafnritun- ina segir hann falsaða og sams konar og aðrar nafnritanir á fólsuðum Kjarvalsmyndum. Mynd, sem seld var á uppboði á vegum Gallerís Borgar á Akur- eyri árið 1995 og eignuð Guð- mundi Thorsteinsson, Muggi. Eins og „Kjarvalsmyndin“ hér á síðunni segir Ólafur Ingi að um sé að ræða „lélega fölsun“. Rannsóknir hans hafa leitt í ljós að um er að ræða nýlega mynd, heilmálaða, falsaða frá grunni. Ólafur Ingi segir að undir út- fjólubláu Ijósi sjáist að við mál- un myndarinnar hafi m.a. verið notuð tegund pastellita, sem ekki vora framleiddir meðan Muggur lifði. Þá sé nafnskriftin gjörólík undirskrift Muggs. allt aftur til ársins 1990, að sögn Ólafs Inga. Pétur Þór Gunnarsson, sem í gær var dæmdur vegna myndanna þriggja, hefur verið einkaeigandi gallerísins frá árinu 1993. Hann var áður um skeið starfsmaður Gallerís Borgar og síðan eigandi þess ásamt fleiri aðil- um. Fijálslyndi flokkurinn kynnir stefnu í fískveiðimálum og undirbúning framboðs Sverrir í fyrsta sæti fyrir vestan Morgunblaðið/Ásdís SVERRIR Hermannsson kynnir stefnu Frjálslynda fiokksins í sjávarútvegsmálum fyrir fréttamönnum í gær. Gallup Samfylking í 36,5% Framsóknarflokkurinn myndi fá 13,1% atkvæða ef kosið yrði nú ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Gallups, sem gerð var á tímabilinu 12. febrú- ar til 4. mars og náði til 2.750 manns. Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá 44,1%, Samfylkingin 36,5%, Vinstri hreyfíng - Grænt framboð 4,3%, Frjáls- lyndi flokkurinn 1,5% og aðrir flokkar 0,4%. Frá síðustu könnun Gallup um mánaðamótin janúar-febr- úar hefur fylgi Samfylkingar- innar vaxið verulega, eða hátt í 12 prósentustig, segir í frétt frá Gallup. „Fylgi Framsókn- arflokksins hefur minnkað um 5 prósentustig og fylgi Sjálf- stæðisflokksins hefur dalað um 3 prósentustig. Heldur hefur dregið í sundur með Vinstri hreyfíngunni - Grænu fram- boði annars vegar og Frjáls- lynda flokknum hins vegar. Þrátt fyrir að fylgi stjórnar- flokkanna hefur minnkað helst stuðningur við ríkisstjómina, en tæplega 64% styðja hana, eins og síðustu tvo mánuði. Þeir sem vora óákveðnir eða neituðu að taka afstöðu voru 24,4%. Þeir sem sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu vora 4,7%,“ segir ennfremur. SVERRIR Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að hann yrði í fyrsta sæti framboðs- lista flokksins á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum. Matthías Bjamason, fyrrverandi ráðherra, verður í heiðurssæti list- ans. Sóknarstýring í tvö ár og sóknarleiga innheimt Forystumenn Frjálslynda flokksins kynntu útfærða stefnu flokksins í fiskveiðimálum á fund- inum þar sem m.a. er lögð áhersla á að núgildandi kvótaúthlutun verði þegar í stað afnumin og bann lagt við framsali aflaheim- ilda. Þess í stað verði mark- aðsvæðing greinarinnar undirbú- in. Til undirbúnings nýrri skipan og til reynslu, verði stundaðar frjálsar veiðar með sóknarstýr- ingu í a.m.k. tvö ár, þar sem báta- flotinn hafí forgang að grannslóð- inni. Togurum verði beitt á mið ut- an grunnslóðar, en þó leyfðar veiðar á hefðbundnum miðum þeirra. Hámarksþorskafli slíkt fískveiðiár verði 400.000 tonn og veiðar með handfæri og línu einar heimilar eftir að því marki er náð. Þyki sóknarstýring takast vel verði heimilt að framlengja þá skipan mála, enda verði sóknar- leiga greidd, sem markaðir sjái um innheimtu á. Einnig er lagt til að yfirstjórn umskiptanna frá nú- gildandi fískveiðistjórnkerfí verði í höndum þriggja manna sem skipaðir verði af Hæstarétti. Þá vill Frjálsyndi flokkurinn að Is- land gangi á ný í Alþjóðahvalveiði- ráðið og hafnar verði hrefnuveiðar þegar í stað. Sverrir vék einnig að sjávarút- vegstillögum áhugahóps um auð- lindir í almannaþágu, sem kynntar vora fyrr í vikunni, og sagði ljóst af málflutningi talsmanna hópsins að þeir krefðust u-beygju í fískveiði- stjórnarmálum. „Ég er ekkert hræddur um að við náum ekki höndum saman á grandvelli þess- arar stefnu sem ég hef hér túlkað í meginatriðum,“ sagði Sverrir. Ákveðið að bjóða fram lista í öiium kjördæmum Ákveðið hefur verið að Frjáls- lyndi flokkurinn bjóði fram lista í öllum kjördæmum og er stefnt að því að framboðslistar verði tilbúnir fyrir páska. Stofnuð hafa verið kjördæmisfélög í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi og er undir- búningur þar vel á veg kominn að sögn talsmanna flokksins. Halda á fundi í kjördæmum úti á landi á næstu dögum vegna frágangs framboðslista. Forsvarsmenn Frjálslynda flokksins vildu ekki til- greina í gær hvaða fleiri frambjóð- endur hefðu ákveðið að taka sæti á framboðslistum. Sótt hefur verið um að flokkurinn fái að nota lista- bókstafinn F í kosningunum í vor. Spurður um ástæður þess að hann hefði ákveðið að vera í fyrsta sæti á Vestfjörðum sagði Sverrir að allar hans rætur lægju þangað. „Ég er Djúpmaður í móðurætt og Strandamaður og Barðstrendingur í föðurætt," sagði Sverrir. „Ég var í 25 ár í framboðum og þingmaður Austurlands og nú ætla ég að fara á hinn kantinn og skoða mig um bekki. Ég trúi að Vestfirðingar hafí ný skilaboð að senda til landstjóm- armanna. Ég ætla að taka að mér að flytja þau og vita hvort ég get kveðið þannig að orði að ég skilj- ist,“ sagði hann. ■ Fiskveiðistefna/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.