Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Guðmundur Þór UM 20 leikarar taka þátt í sýningunni og álíka stór hópur vinnur að tjaldabaki, en hér er allur hópurinn saman kominn. Leikskáldið, Hjörleifur Hjartarson, stendur fyrir miðju í miðröðinni og leikstjór- inn, Sigrún Valbergsdóttir, lengst til hægri í efstu röð. Leikfélag Dalvíkur fagnar 55 ára afmæli Frumsýning á Frumsýningu Styrktartónleikar í íþróttahöllinni á Akureyri í dag Norðlenskt listafólk sameinar krafta sína Morgunblaðid/Kristján KVENFÉLAGIÐ Hlíf afhenti barnadeild PSA formlega nýtt astma- prófunartæki í vikunni, sem kostaði tæpar 400 þúsund krónur. Það var Halldóra Stefánsdóttir, formaður Hlífar, sem afhenti bróður sín- um, Magnúsi Stefánssyni, yfírlækni barnadeildar, tækið. LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir í kvöld, laugardagskvöldið 6. mars, nýtt, íslenskt leikrit sem heitir Frumsýning og er eftir Hjörleif Hjartarson og að vanda er sýnt í Ungó. Félagið ákvað í tilefni af 55 ára aímæli sínu að brjóta blað og fól Hjörleifí því að skrifa fyrir leik- félagið í tilefni tímamótanna, en þetta er í fyrsta sinn sem leikrit er sérstaklega skrifað fyrir leikfélag- ið á Dalvík með leikhópinn þar í huga. Hjörleifur er einkum kunnur fyrii- söng sinn með Tjarnarkvar- tettinum, en hann hefur einnig fengist þónokkuð við ritstörf. Frumsýning er hins vegar frumraun höfundar á skrifum fyrir leiksvið. Sögusviðið í Frumsýningu er búningsherbergi hjá leikfélagi í ónefndu plássi þar sem frumsýn- ing á Skugga-Sveini er um það bil að hefjast. Spenna er í loftinu, ekki einungis vegna sýningarinnar heldur líka vegna atburða sem hafa verið að gerast í bæjarfélag- inu og ýmislegt hefur áhrif á ein- beitingu leikaranna. Lífið í litlum bæ þar sem allir þekkja alla og einkamálin eru á hvers manns vör- um, teygir anga sína inn á leiksvið- ið, í útlegðina til Skugga-Sveins og félaga. Sýningin hefst og baksviðs er öllum brögðum beitt við að bjarga því sem fyrirsjáanlega mun fara úrskeiðis uppi á sviði, þar sem hárgreiðslukonan og brunavörður- inn eru í aðaihlutverkum. Um 20 leikarar stíga á svið í sýningunni auk svipaðs fjölda að tjaldabaki. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. NORÐLENSKT listafólk sameinar krafta sína á stórtónleikum í Iþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 16. „Barnið þitt og barnið mitt“ er yfirskrift tónleikanna, sem Kvenfé- lagið Hlíf stendur fyrir í tilefni af fyrirhugaðri opnun nýrrar bama- deildar FSA en ágóðinn rennur til kaupa á gjörgæslutæki fyrir deild- ina. Kvenfélagið Hlíf hefur síðastliðinn aldarfjórðung beitt kröftum sínum nær eingöngu að söfnun til tækja- kaupa fyrir bamadeildina og gefið að meðaltali eitt tæki á ári. A blaða- mannafundi sem haldinn var í vik- unni, í tilefni tónleikanna, lýsti Magnús Stefánsson, yfirlæknir barnadeildar, yfir mikilli ánægju með þetta framtak kvenfélagsins. Hann sagði konurnar hafa verið mjög duglegar að bæta úr tækjaþörf deildarinnar. Nýja tækið kostar um 3 milljónir Magnús sagði að á verðlagi dags- ins í dag mætti áætla að verðmæti þeirra tækja sem Hlífarkonur hafa gefið í gegnum tíðina væri 15-20 milljónir króna. Gjörgæslutækið sem fyrirhugað er að kaupa, er með einni móðurtölvu á vakt og fjóram út- stöðvum við rám sjúklinga og kostar nálægt þremur milljónum króna. Einnig er hægt að ferðast með tækið en það er notað til að fylgjast með öndun, líkamshita, púls og blóðþrýst- ingi. A tónleikunum í dag koma fram Álftagerðisbræður og Stefán Gísla- son, Hulda Björk Garðarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir, Inga Eydal og Daníel Þorsteinsson, feðginin Jóna Fanney og Svavar Jó- hannsson, Karlakór Akiu'eyrar - Geysir, Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Glerárkirkju, Oskar Pét- ursson, PKK, Stefán Om Arnarson og Marion Herrer, Tjarnarkvartett- inn og Öm Viðar og Stefán Birgis- synir. Kynnir er Gísli Sigurgeirsson. Miðaverð er 2.000 krónur en frítt fyrir 14 ára og yngri. Gáfu bænum barnaheimili Kvenfélagið Hlíf var stofnað af sjö konum 4. febrúar 1907 en tilgangur félagsins var að hjúkra fátæklingum og öldraðum í Akureyrarkaupstað. I upphafi gengu félagskonur sjálfar í hús og líknuðu þeim sem verst vora staddir en á öðra starfsári réðu þær tvær hjúkrunarkonur og greiddu þeim laun. Félagið lét ýmislegt fleira til sín taka og tók m.a. þátt í stofnun mjólkurflutningafélags á svæðinu, Sjúkrasamlags Akureyrar, Dýra- vemdunarfélags Akureyrar og lagði fé í stofnun Kristneshælis. Þá leigði félagið skólahúsnæði á nokkrum stöðum á Norðausturlandi og rak þar sumardvalarheimili fyrir börn. Arið 1947 stofnuðu Hlífarkon- ur eigið bamaheimili. Hjónin Gunn- hildur og Baldvin Ryel gáfu þeim 4 dagsláttur lands og þar reis barna- heimilið Pálmholt, sem að mestu leyti var byggt í sjálfboðavinnu vina og vandamanna félagskvenna. Barnaheimilið Pálmholt tók til starfa árið 1950 og rak kvenfélagið það til ársins 1972. Þá gaf félagið Akureyrarbæ Pálmholt með öllum gögnum og gæðum, án nokkurra kvaða, ásamt allri landareigninni. í kjölfarið beindu félagskonur kröftum sínum að bamadeild FSA og þar hefur starfsvettvangur þeirra verið síðan. Hafa Hlífarkonur lagt metnað sinn í að búa deildina sem bestum tækjum. Þá hefur Minning- arsjóður Hlífar sem stofnaður var árið 1960, séð bamadeildinni fyrir margs konar afþreyingareftii. Morgunblaðið/Kristján SAMÞYKKI bæjaryfirvöld stækkun á húsnæði World Class við Strandgötu, þarf að ráðast í frekari uppfyllingu á svæðinu. World Class vill byggja við Ekið á gangandi vegfaranda Listfléttan Soffía lista- maður mán- aðarins SOFFÍA Sæmundsdóttir er listamaður marsmánaðar í Listfléttunni á Akureyri. Hún sýnir þar myndir unnar úr olíu og olíupastel. Soffía er fædd í Reykjavík árið 1965, hún stundaði nám við Menntaskólann við Sund, Wiener Kunstschule, Myndlist- arskóla Reykjavíkur og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, grafíkdeild. Soffía hefur haldið nokkrar einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum. Listfléttan er opin alla virka daga frá kl. 11 til 18 og á laug- ardögum frá kl. 11 ti 14, en fyrsta laugardag í hverjum mánuði er opið til kl. 16. Bifreiðastj ór ar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þig akið. Drottinn Guð. veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. ! Jesú nafni. Amen. P'æM í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Jöm, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litia húsinu, Strandgöm 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri FYRIRTÆKIÐ Þrekhöllin ehf., sem rekur heilsuræktarstöðina World Class við Strandgötu á Akur- eyri, hefur sótt um leyfi til bæjaryf- irvalda um stækkun húsnæðisins um rúmlega helming. Asta Hrönn Björgvinsdóttir framkvæmdastjóri sagði að ef leyfi fengist til stækkun- ar væri stefnt að því að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Húsnæði World Class, sem er tæpir 500 fermetrar að stærð, stendur á uppfyllingu við Strand- götu. Hugmyndin er að stækka húsnæðið um 500 fermetra, til austurs og suðurs og byggja sams konar hús og þar er fyrir og tengi- gang á milli. Þar yrði búningsað- staða, lokaður leikfimisalur og fleira. Slík framkvæmd kallar jafn- framt á frekari uppfyllingu á svæð- inu. Þrekhöllin keypti húsnæðið við Strandgötu af slysavamadeild kvenna á Akureyri og var það þá strax stækkað um 70 fermetra. St- arfsemin fór af stað í október 1997 og sagði Asta Hrönn að stöðinni hefði verið mjög vel tekið af bæjar- búum. „Það hins vegar vantar meira pláss og viðskiptavinirnir gera kröfu um aukna þjónustu. Miðað við þá búningsaðstöðu sem við höfum í dag, getum við verið með 140 manns inni í einu. Það hafa verið hér íleiri á álagstímum og okkur vantar því stærri búningsaðstöðu." EKIÐ var á konu á gangbraut á Hörgárbraut, sunnan Undirhlíðar, um miðjan dag í gær. Konan hlaut nokkra höfuðáverka og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. Að sögn lögreglu var ekki ljóst hversu alvarleg meiðsli henn- ar voru. I gærmorgun varð mjög harður árekstur tveggja bfla á gatnamót- um Hlíðarbrautar og Hörgárbraut- ar. Ekki urðu slys á fólki en mikið eignatjón og voru báðar bifreiðim- ar óökuhæfar og fluttar af vett- vangi með kranabíl. Þá varð um- ferðaróhapp á Þingvallastræti, við Grundargerði eftir hádegi, þar sem tveir bflar skullu saman. Ekki urðu slys á fólki en töluvert eignatjón. Bensínfóturinn þungur Lögreglan gerði í gærmorgun athugun á notkun bílbelta og bún- aði bifreiða í bænum og það leiddi HAFIN var smíði 59 íbúða á Akur- eyri á síðasta ári, samkvæmt yfir- liti frá byggingadeild bæjarins, þar af við eitt einbýlishús, þrjú raðhús með 9 íbúðum og 11 fjölbýl- ishús með 49 íbúðum. Árið 1997 var hafin smíði 104 íbúða og þar af fimm einbýlishúsa. A síðasta ári voru skráðar full- m.a. af sér að 11 ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki bflbelti. Þrátt fyrir hálku á götum bæjar- ins og mikla snjóruðninga víða, eiga ökumenn eitthvað erfitt með að hemja bensínfótinn. í fyrradag voru 10 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í bænum, sem að sögn Magnúsar Axelssonar varð- stjóra, er óvenjumikið og alls ekki nógu gott. Sá sem hraðast ók var á 114 km hraða þar sem hámarks- hraði er 70 km. Innbrot upplýst Þá hefur rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri upplýst inn- brot í verslunina Sólrúnu á Ár- skógssandi aðfaranótt sl. laugar- dags. Tveir ungir menn, 15 og 17 ára, viðurkenndu verknaðinn. Þeir brutu rúðu í versluninni og höfðu m.a. á brott með sér peningakassa, tóbak og sælgæti. gerðar 80 íbúðir, 10 einbýlishús, 22 íbúður í raðhúsum og 48 íbúðir í fjölbýlishúsum. í árslok voru 12 fokheldar íbúðir og lengra komnar í byggingu. Skemmra á veg komn- ar í byggingu voru í árslok 5 ein- býlishús, 13 íbúðir í raðhúsum og 33 íbúðir í fjölbýlishúsum. Byggingaframkvæmdir á Akureyri í fyrra Hafín var smíði 59 íbúða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.