Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 48
- 48 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FRÍKIRKJAN í Reykjvík Safnaðarstarf Fríkirkjan eftir endurbætur NÆSTKOMANDI sunnudag, 7. mars, verður FrQdrkjan í Reykjavik á nýjan leik tekin í notkun eftir um- fangsmiklar endurbætur og breyting- ar, sem farið hafa fram í vetur. Gerist það með hátíðarguðsþjónustu, sem fram fer í kirkjunni og hefst kl. 14. Mun þá biskup Islands, herra Karl Sigurbjömsson, flytja prédikun, en safnaðarpresturinn, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, mun þjóna fyrir altari. Bam verður borið til skírnar og \ gengið verður til altaris. Organisti við messuna verður Guðmundur Sigurðs- son kirkjuorganisti og Fríkirkjukór- inn syngur. Að venju er öllum velkom- ið að sækja guðsþjónustuna og em menn hvattir til þess. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík verður 100 ára gamall í nóvember nk. Af því tilefni var ráðist í um- fangsmiklar endurbætur á Fríkirkj- unni sl. haust, sem voru löngu tíma- bærar. Hafa framkvæmdir síðan staðið yfir í mestallan vetur og má heita að þær séu nú að baki; mun þeim ljúka fyrir lok marsmánaðar. Sett hefur verið nýtt gólf í kirkjuna og er það úr amerískri eik frá Húsa- vík; jafnframt hafa undirstöður þess verið treystar stórlega og einangrun bætt verulega. Þá hefur nýju og öfl- ugu burðarvirki úr stáli verið komið fyrir undir söngpalli kirkjunnar og jafnframt teknar burt gamlar súlur úr pottjárni. Kirkjan hefur öll verið máluð á ný, bæði utan og innan, og hefur við litavel verið tekið mið af gömlum litum, sem áður voru í kirkj- unni. Þá hefur prédikunarstóll verið lækkaður um nærfellt einn metra og nýju og öflugu hljóðkerfi verið komið fyrir. Síðast en ekki síst hafa nýir kirkjubekkir verið settir í kirkjuna, j og sætaskipan jafnframt nokkuð breytt. Má heita að kirkjan öll hafi nú gengið í endurnýjun lífdaga. Fríkú'kjan í Reykjavík mun vera eina timburkirkjan í borginni og jafn- fi'amt ein stærsta kirkjan og sam- komuhús hennar. Þar hafa starfað margir þjóðkunnir prestar og kenni- menn. Núverandi fríkirkjuprestur er sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og for- maðm’ safnaðarstjómar er Sigurður E. Guðmundsson. Fríkirkjusöfnuðurinn hefur notið fjái’hagslegs stuðnings borgarstjómar Reykjavíkur við ofangreindar fram- kvæmdir, einnig hefur hann hlotið mikilvægan stuðning frá Málningar- verksmiðjunni Hörpu hf. Erindi í Hall- grímskirkju um endurholdgun Á sunnudagsmorgun kl.10 flytur dr. Pétur Pétursson prófessor erindi á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju sem hann nefnir „Upprisa hinna fátæku“. Um trú á endurholdgun í póst- módemísku samfélagi. Dr. Pétur hef- ur stundað rannsóknir á þessu sviði og m.a. rætt við hóp íslendinga sem aðhyllist trú á endurholdgun. Erindi sitt byggir hann á þessum rannsókn- um. Áhrif hindúasiðar hafa farið vax- andi á vesturlöndum undanfama ára- _ tugi og verður fróðlegt að heyra hvað rannsóknir dr. Péturs hafa leitt í ljós. Allir em velkomnir að hlýða á þetta erindi. Að erindinu loknu gefst örlítið svigrúm til umræðna áður en messa hefst kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta í Dóm- kirkjunni KIRKJAN er góður vettvangur til að -. brúa kynslóðabilið. Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 7. mars verður fjöl- skylduguðsþjónusta í IJómkirkjunni kl. 14. Fermingarböm og böm úr 6-9 ára starfinu flytja tónlist og talað mál, skólakór Kársness syngur undir stjóm Þómnnar Bjömsdóttur, en organisti er Marteinn Hunger. Við þetta tækifæri fá fimm ára börn í sókninni afhenta að gjöf bókina „Kata og Ó!i fara í kirkju". Prestamii- sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna. Allar kyn- slóðfr em velkomnar til kirkju á æskulýðsdegi. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Samfélagsmúr- arnir hrynja á æskulýðsdegi í Laugarneskirkju UNDANFARNAR vikur hafa ferm- ingarböm Laugameskirkju átt viðtöl við tvo hópa sem gjaman standa nokkuð til hliðar í samfélagi nútímans, það em aldraðir og öryrkjar. Við messu kl. 11 mun tónlistin vera í höndum ungrar gospelhljómsveitar, böm úr öllum þáttum safnaðarstarfs- ins munu láta ljós sitt skína í tali, tón- um og leikrænni tjáningu, fermingar- drengurinn Magnús Már Bjömsson og eldri borgarinn Valgerður Jóns- dóttir munu flytja samtalsprédikun og fulltrúi öryrkja mun segja sögu sína í stuttu máli. Um kvöldið mun svo verða haldinn harmonikkudansleikur í umsjá ferm- ingarfjölskyldna og eldri borgara þar sem fótluðu sóknai-fólki er sérstak- lega boðin þátttaka. Þar mun Reynir Jónasson, Sveinn OK Jónsson og Gunnai- Kristinn Guðmundsson leika fyiir dansi en tvenn hress danshjón munu stjóma gleðinni og gefa kyn- slóðunum tækifæri á að sameinast í skemmtilegu fjöri. Vegna takmarkaðs húsrýmis er dansleikur þessi einungis opinn ferm- ingarfjölskyldum ásamt öfum og ömmum, eldri borgumm Laugames- kirkju og fötluðu sóknarfólki. Bjami Karlsson, sóknaF-prestur. Ólafur Skúlason biskup heiðurs- gestur ÆSKULÝÐS- og fjölskylduguðs- þjónusta verður haldin í Akranes- kirkju á morgun kl. 14. Guðrún Karlsdóttir, guðfræðinemi, prédikar. Barnakór Brekkjubæjarskóla syng- ur ásamt kirkjukór Akraneskirkju og fei-mingarbörn aðstoða við helgi- haldið. Kvöldvaka æskulýðsdagsins verður síðan haldin í safnaðarheimilinu Vina- minni annað kvöld, kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá verður í tali og tónum. Ræðumaður kvöldsins og heiðurs- gestur æskulýðsdagsins verður Ólaf- ur Skúlason biskup - en hann var fyrsti æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunn- ar. Allir em velkomnir. Sóknarprestur. Unglingakór og hljómsveit í Frí- kirkjunni í Hafn- arfírði FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á sunnudag kl. 14. Það er æskulýðsfélag kirkjunnar sem hefur undirbúið helgi- hald og sér um lestra og prédikun. Unglingakór kirkjunnar sem starfað hefur í eitt ár mun leiða sönginn en stjómandi kórsins er Örn Amarson. I kómum eru nú á þriðja tug ungmenna á aldrinum 13-17 ára og æfa þau aðal- lega gospeltónlist. Þá hafa nokkrir unglingai’ í æsku- lýðsfélaginu sett saman hljómsveit í tilefni dagsins sem spilar við guðs- þjónustuna. Allfr em hjartanlega vel- komnir og hvattir til þess að kynnast öflugu unglingastaifi Fríkirkjunnar í Hafnaifii’ði. Æskulýðs- og fjölskyldudagur í Bústaðakirkju Á MORGUN, sunnudag, er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá er ungmennum sérstaklega boðið til kirkju ásamt foreldrum sínum og öðrum ástvinum. I Bústaðakirkju verður barnamessa kl. 11 og fjöl- skyldumessa kl. 14. Messuformið er breytt frá því sem venja er og nýir og léttir söngvar hljóma. Ungmenni taka þátt í messunni með margvís- legum hætti. Öll tónlist er flutt af ungu fólki og alls verða um 80 ung- menni sem taka þátt í tónlistarflutn- ingi í barna- og bjöllukórum kirkj- unnar, hljómsveit ungmenna og blásai’akvartett. Ræðumenn dagsins verða tveir; Magnús Viðar Skúlason framhaldsskólanemi og Óðinn Pétur Vigfússon, kennari í Réttarholts- skóla, og fermingarbörn annast flutning bænarefna og ritningar- lesti’a. Fjölskyldur eru hvattar til þess að koma saman til kirkju og taka þátt í messunum. Pálmi Matthiasson. Fjölskylduguðs- þjónusta í Breið- holtskirkju BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður á æskulýðsdaginn í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 11 og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. I fjölskylduguðsþjónust- unni syngur stúlknakór kirkjunnar og nokkur fei-mingarböm aðstoða. Að guðsþjónustunni lokinni mun stúlkna- kór Breiðholtskirkju selja kaffiveit- ingar til styrktar þátttöku kórsins í norrænu bamakóramóti í Finnlandi í maí. Við viljum hvetja sóknarbúa og aðra velunnara Breiðholtskirkju til þátttöku í þessum degi með okkur. Sr. Gísli Jónasson. Æskulýðsdagur- inn í Grafarvogs- kirkju ÆSKULÝTJSGUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnudag í Grafarvogskirkju kl. 14. Hugleiðingu flytm’ Svanfriður Ingjaldsdóttir, æskulýðsleitogi og starfsmaðm’ í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Unglingakór kirkjunnai’ syngm- undir stjóm Hrannar Helga- dóttur, organista. Söngkvintettinn „Kanga“ sem hefur getið sér gott orð fyrir líflegan og góðan tónlistaifiutn- ing mun syngja lög frá Afríku, en í hópnum em fjórar ungar konur sem tengst hafa Afriku og kristniboði þai’ á einn eða annan hátt. Félagai- úr Æskulýðsfélagi Grafarvogskirkju munu aðstoða við helgihaldið en prestur verður sr. Sigurður Amarson. Um morguninn kl. 11 verður barna- guðsþjónusta í Grafarvogskirkju og þar mun Bamakór Grafarvogskirkju syngja undir stjóm Hrannar Helga- dóttur. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna ásamt sr. Vigfúsi Þór Ámasyni, sókn- arpresti. Bamaguðsþjónusta verður einnig í Engjaskóla kl. 11 og þai’ mun Kór Rimaskóla undir stjóm Olgu Svein- bjai’gar Vetmdiðadóttm’ syngja. Um- sjón hafa Ágúst og Signý ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Allir em hjartanlega velkomnir og ungir sem og þefr eldiá em hvattir til að koma til kirkju á þessum degi sem sérstaklega er tileinkaður æsku landsins. Prestamir. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður í Hjallakii-kju á almennum messutíma kl. 11. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður æsku- lýðnum og taka ki’akkar úr bama- og æskulýðsstaifi kirkjunnar virkan þátt í því sem fram fer í guðsþjónustunni. Þau munu lesa ritningarlestra, bænfr og flytja helgileik. I guðsþjónustunni flytur poppband Hjallakirkju tónlist í léttum dúr, en sá hópur var stofnaður sérstaklega í tengslum við poppmess- ur í Hjallakii’kju. Fólk á öllum aldri er hjartanlega velkomið og hvatt til að koma og taka þátt í lifandi helgihaldi. Æskulýðsdagur- inn í Arbæjar- kirkju Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar á morgun, sunnudag, munu ungmenni safnaðarins koma saman og bjóða til guðsþjónustu. Flestir liðir hennar eru í höndum æskulýðsfélaganna og fermingarbarna vorsins ‘99. Börn úr TTT staifi kirkjunnar í Ártúnsskóla flytja helgileik um „kærleikann og vináttuna". Æskulýðsfélagar flytja ritningarlestra og bænfr. Þrjár stúlkur, þær Kiistmn Friðriksdótt- ir, Bergrún Tinna Magnúsdóttir og Vera Þórðardóttir, spila einleik á flygil, gítai’ og fiðlu. Gunnar Jóhann- esson guðfræðinemi prédikar. Það verður sungið af lífs- og sálarkröft- um þannig að ómur æskugleðinnar berist langar leiðir. Fulltrúa ungs fólks í SÁA verður afhentui’ afrakstur áheita biblíumai’a- þonlesturs frá sl. hausti, en innkoman á að renna til styrktar vímuefnavama ungs fólks hjá SÁÁ Eftir guðsþjónustu verða æskulýðs- félagar með kökubasar sem renna mun í ferðasjóð félaganna. Hvetjum við alla þá er láta sig heill unga fólks- ins varða að koma og eiga Ijúfa stund í helgidómi sínum nk. sunnudag kl. 11. Guðni, Bendt og sr. Þór. Poppmessa í Hafnarfjarðar- kirkju HALDIÐ verður upp á æskulýðsdag þjóðkirkjunnar með fjörlegri kvöld- messu í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 20.30. Æskulýðsfélög Hafn- arfjarðarkirkju standa að undfrbún- ingi hennar. Hljómsveitin „Léttir strengir" leikur fjörlega kristilega tónlist og uppörvandi lög. Félagar úr æskulýðsfélögunum taka virkan þátt í messunni með söng, leikriti, hug- vekju og eigin bænarefnum. Allir era velkomnir en sérstaklega er vænst fermingarbarna og fjölskyldna þeii’ra. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs. Æskulýðsdagur kirkjunnar í Seljakirkju ÆSKULÝÐSDAGUR þjóðkfrkjunn- ar verður haldinn hátíðlegui’ í Selja- kii’kju með þátttöku bama-og ung- linga í guðsþjónustum dagsins. Bamaguðsþjónusta verður kl. 11 að vanda og þar verður mikill söngur og fræðsla fyrir bömin. Bamakór Selja- kirlgu kemui’ í heimsókn og syngur fyrir og með bömunum. Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir. Við guðsþjónustu kl. 14 predikar Heiðrún Ólöf Jónsdóttir, kennara- nemi og stai’fsmaðui’ í æskulýðsstarfi Seljakii'kju. Böm úr æskulýðs- og bamastarfi kii’kjunnar og KFUM og K sýna leikþætti í guðsþjónustunni ásamt því að syngja og aðstoða við guðsþjónustuhaldið. Að lokinni guðsþjónustu halda stúlkur úr starfi KFUK og kirkjunnar kökubasar til styrktar ungi-i munað- arlausri stúlku á Filippseyjum. Þess má má geta að stúlkumar í KFUK hafa styrkt þessa stúlku til náms und- anfarin ár. Sýnum börnum og ung- Iingum í kirkjustarfi áhuga og fjöl- mennum til kfrkju á æskulýðsdegin- um. Neskirkja. Bibh'ulestur kl. 10.30. Les- ið úr Matteusarguðspjalli. Allfr vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Félagsstai-f aldraðra í dag kl. 15. Far- ið í Gerðarsafn í Kópavogi og sýning Svölu Þórisdóttur Salman skoðuð. All- ir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Ilafnarfjaröarkirkja. Kl. 11-12.30 op- ið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbein- endui’ sr. Gunnþór Ingason og Ragn- hild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Vitn- isburðarsamkoma kl. 14 í umsjá Isa- bellu Friðgeirsdóttur. Allir hjai-tan- lega velkomnir. 8. mars: Karlabæna- stund kl. 20.30. 9. mars: Bænastund kl. 20.30. 10. mars: Samverastund unglinga kl. 20.30. 11. mai’s: Kvöld- samkoma kl. 20.30. Umsjón Björg R. Pálsdóttir. Akraneskirkja. Kirkjuskóh yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossiim. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir velkomnfr. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Sam- koma verður í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg á morgun, sunnudag, æskulýðsdagurinn kl. 17. Samkoman verður í umsjá Ki-isti- legi’a skólasamtaka. Mikill söngur, vitnisburður og kynning á starfi KSS. Sigurjón Gunnarsson kynnir tímaritið Bjai’ma sem er tímarit um trúmál. Barnastarf á meðan á sam- komu stendur. Létt máltíð seld að samkomu lokinni fyrir þá sem það vilja. Allir velkomnir yngi’i sem eldri. Safnaðarheimilið i Sandgerði: Baraa- starf kl. 11. Poppmessa fyrir alla íbúa prestakallsins á æskulýðsdegi kl. 20.30. Gleði, gagn og gaman fyrir aha aldurshópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.