Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 48

Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 48
- 48 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FRÍKIRKJAN í Reykjvík Safnaðarstarf Fríkirkjan eftir endurbætur NÆSTKOMANDI sunnudag, 7. mars, verður FrQdrkjan í Reykjavik á nýjan leik tekin í notkun eftir um- fangsmiklar endurbætur og breyting- ar, sem farið hafa fram í vetur. Gerist það með hátíðarguðsþjónustu, sem fram fer í kirkjunni og hefst kl. 14. Mun þá biskup Islands, herra Karl Sigurbjömsson, flytja prédikun, en safnaðarpresturinn, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, mun þjóna fyrir altari. Bam verður borið til skírnar og \ gengið verður til altaris. Organisti við messuna verður Guðmundur Sigurðs- son kirkjuorganisti og Fríkirkjukór- inn syngur. Að venju er öllum velkom- ið að sækja guðsþjónustuna og em menn hvattir til þess. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík verður 100 ára gamall í nóvember nk. Af því tilefni var ráðist í um- fangsmiklar endurbætur á Fríkirkj- unni sl. haust, sem voru löngu tíma- bærar. Hafa framkvæmdir síðan staðið yfir í mestallan vetur og má heita að þær séu nú að baki; mun þeim ljúka fyrir lok marsmánaðar. Sett hefur verið nýtt gólf í kirkjuna og er það úr amerískri eik frá Húsa- vík; jafnframt hafa undirstöður þess verið treystar stórlega og einangrun bætt verulega. Þá hefur nýju og öfl- ugu burðarvirki úr stáli verið komið fyrir undir söngpalli kirkjunnar og jafnframt teknar burt gamlar súlur úr pottjárni. Kirkjan hefur öll verið máluð á ný, bæði utan og innan, og hefur við litavel verið tekið mið af gömlum litum, sem áður voru í kirkj- unni. Þá hefur prédikunarstóll verið lækkaður um nærfellt einn metra og nýju og öflugu hljóðkerfi verið komið fyrir. Síðast en ekki síst hafa nýir kirkjubekkir verið settir í kirkjuna, j og sætaskipan jafnframt nokkuð breytt. Má heita að kirkjan öll hafi nú gengið í endurnýjun lífdaga. Fríkú'kjan í Reykjavík mun vera eina timburkirkjan í borginni og jafn- fi'amt ein stærsta kirkjan og sam- komuhús hennar. Þar hafa starfað margir þjóðkunnir prestar og kenni- menn. Núverandi fríkirkjuprestur er sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og for- maðm’ safnaðarstjómar er Sigurður E. Guðmundsson. Fríkirkjusöfnuðurinn hefur notið fjái’hagslegs stuðnings borgarstjómar Reykjavíkur við ofangreindar fram- kvæmdir, einnig hefur hann hlotið mikilvægan stuðning frá Málningar- verksmiðjunni Hörpu hf. Erindi í Hall- grímskirkju um endurholdgun Á sunnudagsmorgun kl.10 flytur dr. Pétur Pétursson prófessor erindi á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju sem hann nefnir „Upprisa hinna fátæku“. Um trú á endurholdgun í póst- módemísku samfélagi. Dr. Pétur hef- ur stundað rannsóknir á þessu sviði og m.a. rætt við hóp íslendinga sem aðhyllist trú á endurholdgun. Erindi sitt byggir hann á þessum rannsókn- um. Áhrif hindúasiðar hafa farið vax- andi á vesturlöndum undanfama ára- _ tugi og verður fróðlegt að heyra hvað rannsóknir dr. Péturs hafa leitt í ljós. Allir em velkomnir að hlýða á þetta erindi. Að erindinu loknu gefst örlítið svigrúm til umræðna áður en messa hefst kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta í Dóm- kirkjunni KIRKJAN er góður vettvangur til að -. brúa kynslóðabilið. Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 7. mars verður fjöl- skylduguðsþjónusta í IJómkirkjunni kl. 14. Fermingarböm og böm úr 6-9 ára starfinu flytja tónlist og talað mál, skólakór Kársness syngur undir stjóm Þómnnar Bjömsdóttur, en organisti er Marteinn Hunger. Við þetta tækifæri fá fimm ára börn í sókninni afhenta að gjöf bókina „Kata og Ó!i fara í kirkju". Prestamii- sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna. Allar kyn- slóðfr em velkomnar til kirkju á æskulýðsdegi. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Samfélagsmúr- arnir hrynja á æskulýðsdegi í Laugarneskirkju UNDANFARNAR vikur hafa ferm- ingarböm Laugameskirkju átt viðtöl við tvo hópa sem gjaman standa nokkuð til hliðar í samfélagi nútímans, það em aldraðir og öryrkjar. Við messu kl. 11 mun tónlistin vera í höndum ungrar gospelhljómsveitar, böm úr öllum þáttum safnaðarstarfs- ins munu láta ljós sitt skína í tali, tón- um og leikrænni tjáningu, fermingar- drengurinn Magnús Már Bjömsson og eldri borgarinn Valgerður Jóns- dóttir munu flytja samtalsprédikun og fulltrúi öryrkja mun segja sögu sína í stuttu máli. Um kvöldið mun svo verða haldinn harmonikkudansleikur í umsjá ferm- ingarfjölskyldna og eldri borgara þar sem fótluðu sóknai-fólki er sérstak- lega boðin þátttaka. Þar mun Reynir Jónasson, Sveinn OK Jónsson og Gunnai- Kristinn Guðmundsson leika fyiir dansi en tvenn hress danshjón munu stjóma gleðinni og gefa kyn- slóðunum tækifæri á að sameinast í skemmtilegu fjöri. Vegna takmarkaðs húsrýmis er dansleikur þessi einungis opinn ferm- ingarfjölskyldum ásamt öfum og ömmum, eldri borgumm Laugames- kirkju og fötluðu sóknarfólki. Bjami Karlsson, sóknaF-prestur. Ólafur Skúlason biskup heiðurs- gestur ÆSKULÝÐS- og fjölskylduguðs- þjónusta verður haldin í Akranes- kirkju á morgun kl. 14. Guðrún Karlsdóttir, guðfræðinemi, prédikar. Barnakór Brekkjubæjarskóla syng- ur ásamt kirkjukór Akraneskirkju og fei-mingarbörn aðstoða við helgi- haldið. Kvöldvaka æskulýðsdagsins verður síðan haldin í safnaðarheimilinu Vina- minni annað kvöld, kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá verður í tali og tónum. Ræðumaður kvöldsins og heiðurs- gestur æskulýðsdagsins verður Ólaf- ur Skúlason biskup - en hann var fyrsti æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunn- ar. Allir em velkomnir. Sóknarprestur. Unglingakór og hljómsveit í Frí- kirkjunni í Hafn- arfírði FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á sunnudag kl. 14. Það er æskulýðsfélag kirkjunnar sem hefur undirbúið helgi- hald og sér um lestra og prédikun. Unglingakór kirkjunnar sem starfað hefur í eitt ár mun leiða sönginn en stjómandi kórsins er Örn Amarson. I kómum eru nú á þriðja tug ungmenna á aldrinum 13-17 ára og æfa þau aðal- lega gospeltónlist. Þá hafa nokkrir unglingai’ í æsku- lýðsfélaginu sett saman hljómsveit í tilefni dagsins sem spilar við guðs- þjónustuna. Allfr em hjartanlega vel- komnir og hvattir til þess að kynnast öflugu unglingastaifi Fríkirkjunnar í Hafnaifii’ði. Æskulýðs- og fjölskyldudagur í Bústaðakirkju Á MORGUN, sunnudag, er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá er ungmennum sérstaklega boðið til kirkju ásamt foreldrum sínum og öðrum ástvinum. I Bústaðakirkju verður barnamessa kl. 11 og fjöl- skyldumessa kl. 14. Messuformið er breytt frá því sem venja er og nýir og léttir söngvar hljóma. Ungmenni taka þátt í messunni með margvís- legum hætti. Öll tónlist er flutt af ungu fólki og alls verða um 80 ung- menni sem taka þátt í tónlistarflutn- ingi í barna- og bjöllukórum kirkj- unnar, hljómsveit ungmenna og blásai’akvartett. Ræðumenn dagsins verða tveir; Magnús Viðar Skúlason framhaldsskólanemi og Óðinn Pétur Vigfússon, kennari í Réttarholts- skóla, og fermingarbörn annast flutning bænarefna og ritningar- lesti’a. Fjölskyldur eru hvattar til þess að koma saman til kirkju og taka þátt í messunum. Pálmi Matthiasson. Fjölskylduguðs- þjónusta í Breið- holtskirkju BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður á æskulýðsdaginn í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 11 og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. I fjölskylduguðsþjónust- unni syngur stúlknakór kirkjunnar og nokkur fei-mingarböm aðstoða. Að guðsþjónustunni lokinni mun stúlkna- kór Breiðholtskirkju selja kaffiveit- ingar til styrktar þátttöku kórsins í norrænu bamakóramóti í Finnlandi í maí. Við viljum hvetja sóknarbúa og aðra velunnara Breiðholtskirkju til þátttöku í þessum degi með okkur. Sr. Gísli Jónasson. Æskulýðsdagur- inn í Grafarvogs- kirkju ÆSKULÝTJSGUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnudag í Grafarvogskirkju kl. 14. Hugleiðingu flytm’ Svanfriður Ingjaldsdóttir, æskulýðsleitogi og starfsmaðm’ í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Unglingakór kirkjunnai’ syngm- undir stjóm Hrannar Helga- dóttur, organista. Söngkvintettinn „Kanga“ sem hefur getið sér gott orð fyrir líflegan og góðan tónlistaifiutn- ing mun syngja lög frá Afríku, en í hópnum em fjórar ungar konur sem tengst hafa Afriku og kristniboði þai’ á einn eða annan hátt. Félagai- úr Æskulýðsfélagi Grafarvogskirkju munu aðstoða við helgihaldið en prestur verður sr. Sigurður Amarson. Um morguninn kl. 11 verður barna- guðsþjónusta í Grafarvogskirkju og þar mun Bamakór Grafarvogskirkju syngja undir stjóm Hrannar Helga- dóttur. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna ásamt sr. Vigfúsi Þór Ámasyni, sókn- arpresti. Bamaguðsþjónusta verður einnig í Engjaskóla kl. 11 og þai’ mun Kór Rimaskóla undir stjóm Olgu Svein- bjai’gar Vetmdiðadóttm’ syngja. Um- sjón hafa Ágúst og Signý ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Allir em hjartanlega velkomnir og ungir sem og þefr eldiá em hvattir til að koma til kirkju á þessum degi sem sérstaklega er tileinkaður æsku landsins. Prestamir. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður í Hjallakii-kju á almennum messutíma kl. 11. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður æsku- lýðnum og taka ki’akkar úr bama- og æskulýðsstaifi kirkjunnar virkan þátt í því sem fram fer í guðsþjónustunni. Þau munu lesa ritningarlestra, bænfr og flytja helgileik. I guðsþjónustunni flytur poppband Hjallakirkju tónlist í léttum dúr, en sá hópur var stofnaður sérstaklega í tengslum við poppmess- ur í Hjallakii’kju. Fólk á öllum aldri er hjartanlega velkomið og hvatt til að koma og taka þátt í lifandi helgihaldi. Æskulýðsdagur- inn í Arbæjar- kirkju Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar á morgun, sunnudag, munu ungmenni safnaðarins koma saman og bjóða til guðsþjónustu. Flestir liðir hennar eru í höndum æskulýðsfélaganna og fermingarbarna vorsins ‘99. Börn úr TTT staifi kirkjunnar í Ártúnsskóla flytja helgileik um „kærleikann og vináttuna". Æskulýðsfélagar flytja ritningarlestra og bænfr. Þrjár stúlkur, þær Kiistmn Friðriksdótt- ir, Bergrún Tinna Magnúsdóttir og Vera Þórðardóttir, spila einleik á flygil, gítai’ og fiðlu. Gunnar Jóhann- esson guðfræðinemi prédikar. Það verður sungið af lífs- og sálarkröft- um þannig að ómur æskugleðinnar berist langar leiðir. Fulltrúa ungs fólks í SÁA verður afhentui’ afrakstur áheita biblíumai’a- þonlesturs frá sl. hausti, en innkoman á að renna til styrktar vímuefnavama ungs fólks hjá SÁÁ Eftir guðsþjónustu verða æskulýðs- félagar með kökubasar sem renna mun í ferðasjóð félaganna. Hvetjum við alla þá er láta sig heill unga fólks- ins varða að koma og eiga Ijúfa stund í helgidómi sínum nk. sunnudag kl. 11. Guðni, Bendt og sr. Þór. Poppmessa í Hafnarfjarðar- kirkju HALDIÐ verður upp á æskulýðsdag þjóðkirkjunnar með fjörlegri kvöld- messu í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 20.30. Æskulýðsfélög Hafn- arfjarðarkirkju standa að undfrbún- ingi hennar. Hljómsveitin „Léttir strengir" leikur fjörlega kristilega tónlist og uppörvandi lög. Félagar úr æskulýðsfélögunum taka virkan þátt í messunni með söng, leikriti, hug- vekju og eigin bænarefnum. Allir era velkomnir en sérstaklega er vænst fermingarbarna og fjölskyldna þeii’ra. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs. Æskulýðsdagur kirkjunnar í Seljakirkju ÆSKULÝÐSDAGUR þjóðkfrkjunn- ar verður haldinn hátíðlegui’ í Selja- kii’kju með þátttöku bama-og ung- linga í guðsþjónustum dagsins. Bamaguðsþjónusta verður kl. 11 að vanda og þar verður mikill söngur og fræðsla fyrir bömin. Bamakór Selja- kirlgu kemui’ í heimsókn og syngur fyrir og með bömunum. Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir. Við guðsþjónustu kl. 14 predikar Heiðrún Ólöf Jónsdóttir, kennara- nemi og stai’fsmaðui’ í æskulýðsstarfi Seljakii'kju. Böm úr æskulýðs- og bamastarfi kii’kjunnar og KFUM og K sýna leikþætti í guðsþjónustunni ásamt því að syngja og aðstoða við guðsþjónustuhaldið. Að lokinni guðsþjónustu halda stúlkur úr starfi KFUK og kirkjunnar kökubasar til styrktar ungi-i munað- arlausri stúlku á Filippseyjum. Þess má má geta að stúlkumar í KFUK hafa styrkt þessa stúlku til náms und- anfarin ár. Sýnum börnum og ung- Iingum í kirkjustarfi áhuga og fjöl- mennum til kfrkju á æskulýðsdegin- um. Neskirkja. Bibh'ulestur kl. 10.30. Les- ið úr Matteusarguðspjalli. Allfr vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Félagsstai-f aldraðra í dag kl. 15. Far- ið í Gerðarsafn í Kópavogi og sýning Svölu Þórisdóttur Salman skoðuð. All- ir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Ilafnarfjaröarkirkja. Kl. 11-12.30 op- ið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbein- endui’ sr. Gunnþór Ingason og Ragn- hild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Vitn- isburðarsamkoma kl. 14 í umsjá Isa- bellu Friðgeirsdóttur. Allir hjai-tan- lega velkomnir. 8. mars: Karlabæna- stund kl. 20.30. 9. mars: Bænastund kl. 20.30. 10. mars: Samverastund unglinga kl. 20.30. 11. mai’s: Kvöld- samkoma kl. 20.30. Umsjón Björg R. Pálsdóttir. Akraneskirkja. Kirkjuskóh yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossiim. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir velkomnfr. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Sam- koma verður í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg á morgun, sunnudag, æskulýðsdagurinn kl. 17. Samkoman verður í umsjá Ki-isti- legi’a skólasamtaka. Mikill söngur, vitnisburður og kynning á starfi KSS. Sigurjón Gunnarsson kynnir tímaritið Bjai’ma sem er tímarit um trúmál. Barnastarf á meðan á sam- komu stendur. Létt máltíð seld að samkomu lokinni fyrir þá sem það vilja. Allir velkomnir yngi’i sem eldri. Safnaðarheimilið i Sandgerði: Baraa- starf kl. 11. Poppmessa fyrir alla íbúa prestakallsins á æskulýðsdegi kl. 20.30. Gleði, gagn og gaman fyrir aha aldurshópa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.