Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 38
38. LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEIÐAR I BARENTSHAFI AFUNDI Barentsráðsins í Bodö í Noregi í gær lýstu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Knut Vollen- bæk utanríkisráðherra Noregs og Vasily Stredin varautan- ríkisráðherra Rússlands yfir ánægju með að náðst hafi samkomulag um texta rammasamnings milli þjóðanna þriggja um samvinnu á sviði fiskveiða, sem embættismenn landanna hafa unnið að undanfarið. Samkvæmt samningn- um fá Islendingar 8.900 lestir af því heildarþorskveiði- magni, sem heimilt er að veiða í Barentshafi á árinu 1999. Að auki er gert ráð fyrir heimildum til þess að mæta auka- afla íslenzkra skipa í lögsögum Noregs og Rússlands. „Þessi lausn byggist á hugmyndum frá árinu 1996, sem þá voru um að Island fengi viðurkenningu á 13.000 lesta kvóta í Barentshafí er veiddur skyldi bæði utan og innan lögsögu Noregs og Rússlands. Sú lækkun sem þarna hefur orðið varðandi heildarkvóta Islands skýrist af því að gert er ráð fyrir því að veiðiheimildir íslands í lögsögum Nor- egs og Rússlands breytist í samræmi við árlegar breyting- ar á leyfðum heildarafla þorsks í Barentshafi. Sem kunn- ugt er hefur hann dregist verulega saman á síðustu árum. Eins og í fyrri viðræðum er miðað við að meirihluti veiði- heimilda til handa Islandi sé án gagngjalds. Gert er ráð fyrir að á næstunni verði samið um nákvæmari skilmála þessu lútandi. Þá fyrst verður unnt að undirrita samning- ana“, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu, sem gefin var út í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að í sam- komulaginu felist ekki viðurkenning af hendi Islendinga á rétti Norðmanna og Rússa til að stjórna veiðum í Smug- unni, en það er alþjóðlegt hafsvæði eins og kunnugt er. Þá hefur ennfremur komið fram hjá utanríkisráðherra, að þar sem samkomulag hafi tekizt sé gert ráð fyrir því að svo- nefndur „svartur listi“ yfír íslenzk fískiskip, sem veitt hafi í Smugunni, verði felldur niður. Fiskveiðideila við Norðmenn og Rússa hófst þegar ís- lenzkir togarar hófu veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi, síðla sumars árið 1993. Svæðið kölluðu Norð- menn síðan Smuguna. íslenzku togararnir öfluðu vel á þessu hafsvæði fyrstu árin og komst aflinn í tæplega 37 þúsund lestir árið 1994, en hefur farið minnkandi ár frá ári og nam aðeins um 1.500 lestum á síðasta ári. Höfuðástæð- an er sú að þorskstofninn í Barentshafí hefur verið á hraðri niðurleið. Deilan við Norðmenn var sérlega illvíg og var íslenzkum togurum að lokum bannað að sækja nokkra þjónustu í norskar hafnir og loks voru íslenzkir togarar, sem seldir höfðu verið til annarra landa, settir á „svartan lista“ og bannað að koma til Noregs. Deilan við Norðmenn snerist ekki eingöngu um Smugu- veiðarnar, heldur einnig um veiðar á Svalbarðasvæðinu, sem Norðmenn stjórna samkvæmt alþjóðlegum samning- um, sem gerðir voru árið 1920. Meinuðu Norðmenn íslend- ingum algjörlega aðgang að þessu hafsvæði og leiddi það til að íslendingar gerðust aðilar að Svalbarðasamningnum í maímánuði árið 1994. Það breytti þó engu um afstöðu Norðmanna, sem héldu áfram að meina íslenzkum skipum veiðar á þessu svæði. Hafði ríkisstjórn íslands út af því máli í undirbúningi málshöfðun fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Af því varð þó ekki vegna samningaviðræðna, sem aldrei slitnaði upp úr, þótt þær gengju stirðlega á köflum. Islenzkir togarar hófu veiðar í Barentshafí, sem fyrr nefndist Hvíta hafið, árið 1930 og oftast fóru veiðarnar fram vestast í hafinu við Bjarnarey og Svalbarða, en einnig á því svæði, sem nú hefur verið nefnt Smugan. Veiðarnar stóðu með hléum í þrjá áratugi. íslendingar telja sig því eiga hefðbundinn rétt til veiða á þessum slóðum. Þess má geta að Norðmenn hófu ekki veiðar í Barentshafi fyrr en löngu síðar, þar sem togaraútgerð þeirra hófst ekki fyrr en 1968, en fram að þeim tíma gerðu þeir aðeins út línubáta. Það er mikið fagnaðarefni, að samningar hafa náðst í þessari deilu. Þeir samningar eru að mörgu leyti hagstæðir fyrir okkur og tryggja okkur öruggari veiði en Smugan hefur boðið upp á. Engum þarf að koma á óvart, þótt við verðum að láta af hendi einhverjar veiðiheimildir innan okkar lögsögu. Þær eru takmarkaðar en við getum ekki búizt við að fá veiðiheimildir í lögsögu annarra þjóða nema við látum eitthvað af hendi sjálfír. Þessir samningar eru líklegir til að greiða fyrir öðrum viðskiptum með fisk bæði við Norðmenn og Rússa og heildaráhrif þeirra verða áreið- anlega meiri en sem nemur veiðiheimildunum í Barents- hafi. ✓ Halldór Asgrímsson Meirihluti kvótans fæst án gagn- gjalds af hálfu Islands Samkomulag tókst í gær um texta ramma- 7 samkomulags í deilu Islands, Noregs og Rússlands um veiðar í Barentshafi. Morgun- blaðið leitaði viðbragða við samkomulaginu. HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að í rammasamkomulagi ís- lands, Noregs og Rússlands um veiðar í Barentshafi sé gert ráð fyrir að meira en helmingur af hlut Is- lands í veiðinni sé án gagngjalds. Hann segir að sú niðurstaða sem fékkst í viðraeðunum taki mið af þeim aflasamdrætti sem orðið hafi i Barentshafi frá 1996. Halldór sagði að unnið hefði verið að rammasamningi milli þjóðanna um veiðar í Barentshafi í langan tíma. Viðræður hefðu átt sér stað um þessi mál í tengslum við fund utanríkisráð- herra Norðurlandanna í Reykjavík fyrir stuttu. Viðræðum hefði verið framhaldið í Noregi á miðvikudag og fimmtudag i þessari viku. „Þessar viðræður hafa leitt til þess að það liggur á borðinu rammasamn- ingur milli þjóðanna sem gerir ráð fyr- ir því að það sem við fáum í okkar hlut verði að hálfu veitt i norskri lögsögu og að hálfu í rússneskri lögsögu. Það hefur alltaf verið uppi á borðinu krafa um að að hluta til yrði gagngjald af Is- lands hálfu vegna þessara veiða þar sem þær færu eingöngu fram í efna- hagslögsögu Rússlands og Noregs, sem gerir það að verkum að hægt er að stunda veiðarnar með minni kostn- aði og af meira öryggi.“ Nokkur atriði ókláruð Halldór sagði að ekki hefði verið hægt að ganga frá málinu í Noregi núna vegna þess að ekki væri búið að ganga frá þvi með hvaða hætti veiði Norðmanna og Rússa færi fram hér. Hann sagði að viðræður um þetta væru komnar mun lengra milli Islands og Noregs en milli íslands og Rúss- lands. „Það liggur fyrir að meirihlutinn af þessum veiðiheimildum okkar í Barentshafi verður án gagngjalds, en við höfum reiknað með því að 2-3 norskir línubátar geti veitt í okkar lögsögu, fyrst og fremst keilu og löngu. Norskir línubátar voru með veiðiheimildir í íslenskri lögsögu sem smátt og smátt voru skornar niður og hurfu endanlega 1990. Það voru aðilar sem stunduðu þessar veiðar áratugum saman. Það sem upp á vantar verða rýrnri heimildir fyrir Norðmenn til loðnuveiða. Þar liggja ekki fyrir end- anlegar tölur. Eg vil taka það frain að við gerðum nýlega loðnusamning milli íslands, Grænlands og Noregs þai- sem hlutur Norðmanna fór úr 11% í 8% og við höfðum reiknað með því þá að við það gæti skapast svigrúm til hugsanlegra samninga í Smugunni. Að þvi er Rússa varðar erum við fyrst og fremst að hugsa um makríl og kolmunna. Væntanlega verður hægt að leiða það til lykta í Moskvu 22. mars. Við vonumst eftir að hægt verði að ljúka málinu þá, en aðilar töldu ekki rétt að undirrita rammasamning- inn fyrr en þetta liggur fyrir milli landanna þannig að allir samningarnir verði undirritaðir samhliða,“ sagði Halldór. Svarti listinn úr gildi Halldór sagði að svokallaður svart- ur listi Norðmanna yfir skip sem veitt hafa í Smugunni væri ekki hluti af samkomulaginu, en hann sagði að norski utanríkisráðherrann hefði lýst því yfir á blaðamannafundi í Bodö að listinn yrði numinn úr gildi frá og með deginum i gær fram til samningafund- arins í lok mars. Ef samningar tækjust á þeim fundi yrði honum væntanlega endanlega eytt. í viðræðunum árið 1996 buðu Norð- menn og Rússar Islendingum 13.000 tonna kvóta í Barentshafi. Halldór var spurður hvort sú niðurstaða sem nú væri fengin væri viðunandi í ljósi þessa tilboðs. „Við tökum mið af stöðunni eins og hún var 1996. Grunnurinn er því 13.000 tonn sem eru 1,86% af heildar- veiðinni í Barentshafi. Veiðin þar hef- ur dregist saman og því er þetta orðið að 8.900 tonnum, en því til viðbótar kemur meðafli, sem getur verið all- nokkur. Við höfum ekki gengið endan- lega frá því atriði. Það má lengi deila um hvað er við- unandi í þessu máli. Það er alveg ljóst að þetta er mjög erfitt mál fyrir okkur og einnig fyrir Norðmenn og Rússa. Það hefur þurft að hafa mikið fyrir þessum samningi af allra hálfu. Það eru allir að vonast til þess að það sé hægt að leiða hann til lykta. Það sem skiptir langmestu máli, að mínu mati, eru þeir framtíðarmöguleikar sem liggja í samvinnu þessara ríkja. Þetta mál hefur verið hindrun í frekari sam- starfi bæði við Norðmenn og Rússa. Það eru miklir möguleikar til staðar í samvinnu við Rússa í Barentshafi og í fískiðnaði. Þeir eru mjög áhugasamir um náið samstarf við Islendinga og ég vonast til þess að í framhaldi af þessu geti komist veruleg hreyfing á þau mál. En það er alveg sama hvert hefur verið litið; þetta mál hefur alltaf staðið í veginum. Við erum búnir að eyða gífurlegum tíma í þetta mál. Eg held að það sé ekkert eitt mál sem varðar mitt ráðu- neyti sem ég hef varið meiri tíma í en þetta mál í þessi fjögur ár sem ég hef verið í utanríkisráðuneytinu. Það hlaut að koma að þvf að við þyrftum að lenda þessu máli. Það má um það deila hvort niðurstaðan er góð. Ég á von á því að það séu ýmsir óánægðir með hana, hvort sem þeir eru á íslandi, Noregi eða Rússlandi. Framtíðin ein getur svarað því hvort þetta reynist öllum þessum aðilum hagstætt. Ég trúi því að svo sé.“ Halldór sagði að samningurinn væri til fjögurra ára, en gert væri ráð fyrir að hann framlengdist ef honum yrði ekki sagt upp. Hann sagði að hlutur Islands í veiðinni í Barentshafi væri festur niður þannig að hann myndi vaxa ef veiðiheimildir í Barentshafi yrðu auknar. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð Davíð Oddsson fa um veiðar í Sjónarmi um vei^ verið við DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að í þessum löngu og erfiðu deilum um veiðar í Smugunni hafi tekist að fá Norð- menn til að viður- kenna að fslend- ingar eigi rétt til veiða í Barents- hafi. Niðurstaðan sé því sigur fyrir Islendinga. „Það er alltaf fagnaðarefni þeg- ar samningar takast milli þjóða, ekki síst samn- ingar sem hefur tekið langan tíma að útkljá. Ég vil ekki tala um sig- urvegara í þessari deilu, en ég minni hins vegar á að í upphafi þessarar deilu sögðu Norðmenn að við ættum engan rétt til neins afla í Smugunni. Núna hafa þeir hins vegar failist á að greiða okkur fyr- ir að veiða ekki í Smugunni með afla sem öruggt er að við náum í landhelgi Norðmanna og reyndar einnig Rússa. Okkar sjónarmið urðu því ofan á. Það er þessi rétt- ur, sem við töldum okkur eiga, sem Ieiðir til þess að samningar nást.“ Davíð sagði að vissulega hefðum við getað hugsað okkur að fá rétt til að veiða meiri fisk í Barentshafi en þessi 8.900 tonn. „Við vorum að veiða heilmikið í Smugunni þegar best lét, en okkar skip fóru líka marga túra þangað sem voru lítils virði og kostuðu okkur heilmikið.“ Erum ekki að viðurkenna yfirráð Norðmanna „Að hluta til greiðum við ekkert fyrir þessar aflaheimildir, en síðan er endurgjald fyrir hluta af þeini afla sem við fáum að veiða innan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.