Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er frétt? ,Bill Gates er miklu áhugaverdari en einhver ráðherra “ Walter Isaacson, ritstjóri á Time Magazine Það fer sífellt meira og meira fyrir frétt- um í bandarískum fjölmiðlum. En um leið verður háværari gagnrýni á fjölmiðlana fyrir að leggja áherslu á léttmeti og „mjúkar“ fréttir, það er að segja, umfjöllun um tækni, vís- indi, fólk og ýmis birtingar- form tíðarandans, til dæmis Netið. Gagnrýnin kemur að því er virðist að mestu frá fjölmiðla- fólki sem finnst markaðs- hyggja - og markaðsstjórar - ráða orðið of miklu um frétta- mat. Ekki sé lengur litið til þess hvað sé í VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson raunmm fréttnæmt, heldur sé fyrst og fremst horft í það hvað áhorf- endur/lesendur (sem nú er ein- faldlega farið að kalla neytend- ur, og er það út af fyrir sig til marks um áhrif markaðshugs- unarinnar) hafi áhuga á að sjá og heyra. Og allir vita að neytendur hafa mestan áhuga á afþrey- ingu. Sjónvarpsþættir á borð við Friends, Frasier og Bráða- vaktina njóta langmestra vin- sælda í bandarísku sjónvarpi. En það flækir málið að það kostar mun meira að búa til af- þreyingarefni en fréttaefni. A þessu hafa bandarískir sjónvarpsframleiðendur fundið einfalda lausn: Þeir hafa breytt fréttum í afþreyingarefni, með því að láta þær lúta lögmálum dramatísks frásagnarstfls. (Það er ekki tilviljun að í Bandaríkj- unum er „frétt“ kölluð „story“ eða ,,saga“). Með þessum hætti fá áhorf- endur það sem þeir vilja helst - afþreyingu - og framleiðendur fá það sem þeir vilja helst - minni framleiðslukostnað. Yfir hverju ættu menn svosem að kvarta? Þrjár stærstu sjón- varpsstöðvarnar í Bandaríkj- unum eru nú allar að fjölga til muna svokölluðum fréttaskýr- ingaþáttum (60 mínútur, 20/20, Dateline) sem sýndir eru á besta útsendingartíma. Það eru því í rauninni tvær hliðar á þessari gagnrýni: Ann- ars vegar beinist hún að því hvað fréttirnar eru um, og hins vegar að því hvernig þær eru unnar. Hugum nánar að því fyrrnefnda: Gagnrýnendur hafa bent á þá breytingu sem orðið hafi á áherslum bandarísku frétta- tímaritanna Newsweek, Time og US News & World Report. A forsíðum þeirra megi nú iðu- lega sjá myndir af frægum leikurum eða tilvísanir til um- fjallana um lyf eða tölvutækni. (Bent er á í þessu samhengi að auglýsingum frá lyfjaframleið- endum í þessum tímaritum hafi fjölgað gífurlega á undanförn- um árum.) Það fari sífellt minna fyrir stjómmálum og öðrum „alvöru" málefnum. Ný- verið flaggaði Newsweek mynd af leikkonunni Nicole Kidman á forsíðu, þótt meðal efnis í því tölublaði hafi verið einkaviðtöl við tvo líklega eftirmenn Borís- ar Jeltsíns Rússlandsforseta. Tilefni myndarinnar af Kidman ku hafa verið það að hún kom fram nakin (eða næstum því) í leikriti sem verið var að sýna í New York. Greinarhöfundur bandaríska tímaritsins GQ gat þó ekki á sér setið og velti því fyrir sér hvort ekki muni hafa ráðið meiru hjá stjórnendum Newsweek að þarna hafi gefist „gullið tækifæri til fjárhagslegs ávinnings af hinum aðlaðandi efrihluta líkama Nicole Kidm- an“. En er það einungis hagnað- arvon og yfirgangur markaðs- hugsunar sem hefur valdið þessum breytingum? Er ekki alveg eins líklegt að skilningur og mat á því hvað sé í sjálfu sér fréttnæmt hafi einfaldlega breyst - bæði hjá neytendum og yfirmönnum fréttadeilda fjölmiðlanna? Þegar fréttamenn tala um „harðar" fréttir (sem andstöðu mjúkra frétta, sbr. skilgrein- ingu hér að ofan) þá eiga þeir yfirleitt við fréttir af stjórn- málum, kaupsýslu, slysum eða náttúruhamförum. Önnur mál- efni, til dæmis uppgötvanir í læknisfræði eða tölvutækni teljast í mesta lagi forvitnileg, en sjaldnast fréttnæm í hefð- bundnum skilningi. Þetta er vafasöm forgangs- röð. Þó ekki væri út af öðru en því, að forsendur hennar eru ákaflega óljósar. Líklegast á þessi forgangsröð sér rætur í þeim tíma er stjórnmál og stjórnmálamenn skiptu mestu í hinum vestræna heimi, það er að segja, á tímum kalda stríðs- ins. En þetta er liðin tíð, og spurning hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða það fréttamat sem hún gat af sér. Aðstæður í heiminum hafa breyst og hlutfallslegt mikil- vægi stjórnmála hefur minnk- að; vægi fræða, vísinda og tækni aukist, ekki síst læknis- fræði og tölvutækni. Það eru helst þessir þættir, en ekki stjórnmálamenn, sem hafa stuðlað að bættum lífsskilyrð- um í heiminum. (Það sem þró- unarlönd skortir er þekking og tækni - ekki stjórnmálamenn.) Hér áðurfyrr horfði fólk til leiðtoga sinna í von um betra líf: Sendu kónginum bréf og báðu um meira snæri; en núna veit maður að það er ekki vilji kóngsins sem mestu skiptir, heldur kunnáttan til að búa til snæri. Því má spyrja: Hvort skiptir til dæmis íslenskan les- anda meira máli, ráðherra- skipti í bresku stjórninni, eða læknisfræðileg uppgötvun á áhættuþáttum hjartasjúk- dóma? Eins má spyrja hvor þessara atburða hafi bein áhrif á fleira fólk í heiminum. Eða hvor sé merkilegri atburður (og þar af leiðandi stærri frétt) í mannkynssögunni. Ég held að svarið við öllum þessum spurningum sé aug- ljóst, og hafi í rauninni harla lítið með markaðsmál að gera. Það er svo aftur á móti önnur saga hvort markaðshugsun hefur haft bein áhrif á fram- setningarmáta fréttanna. _______UMRÆÐAN___ Um fiskveiðar FISKVEIÐILÖGSAGA íslend- inga var einungis þrjár sjómílur frá landi og fylgdi strandlengjunni inn í fírði og flóa (eyjar). Stærð u.þ.b. 25.000 ferkíló- metrar. Þannig voru því tak- mörk sett hvernig Is- lendingar gátu aflað sjávarfangs, en það hafði verið helgur rétt- ur þeirra frá upphafi byggðar í landinu eftir því sem geta leyfði. Með lögum um vís- indalega verndun fiskimiða landgrunns- ins nr. 44 frá 1948 og reglugerðum sem á þeim lögum voru byggðar svo sem reglugerð um beinar grunnlínur milli tiltek- inna staða á landinu utan flóa og fjarða (eyja) og síðan sjálf línan samhliða fjórum sjómfl- um utar hófst einn stórkostlegasti og glæsilegasti þáttur Islandssög- unnar, þökk sé góðri framgöngu íslenskra stjómmálamanna og raunar þjóðarinnar allrar og hag- stæðrar þróunar í alþjóðlegum efnum varðandi fiskveiði og haf- réttarmál. Endanlegur árangur þessarar baráttu varðandi efnahagslögsögu og fiskveiðar varð sá að nú er ís- lensk lögsaga 200 sjómílur frá ströndinni (grunnlína) nema þar sem miðlínuregla gildir milli Is- lands og annarra landa. Flatarmál hafsvæðisins innan þessarar nýju lögsögu er hvorki meira né minna en 758.000 ferkflómetrar. Islendingar ráða því hinum frægu fiskimiðum þessa svæðis og geta varið og verndað þessa verð- mætu hagsmuni lítillar þjóðar. En það er ekki einungis sú gíf- urlega, næstum ótrúlega aukning veiðisvæða og aflamöguleika, sem komið hefur í hlut Islands, heldur hefur raunverð sjávarafla marg- faldast á undanfómum áratugum. Ég leyfi mér að geta þess sam- kvæmt heimildum sem ég tel marktækar að á árinu 1945 þá þurfti rúm 12 kg af ýsu, slægðri og hausaðri, til þess að fá 1 kg af súpukjöti en 1996 þurfti ekki nema 1,7 kg af ýsu á móti súpukjötskfló- inu. Raunverð á þorski miðað við árin frá 1970 til 1991-2 virðist hafa næstum þrefaldast. Raunverð á botnfiski framreikn- að með framfærslu- vísitölu virðist hafa fimmfaldast frá árinu 1945 til 1990 og enn hefur raunverð hækk- að á flestum fiskiteg- undum að því ég best veit. Þegar á eitt leggst, margfaldir aflamögu- leikar og stórhækkað verð sjávarafurða, þá eflist hagur útgerðar að öðm jöfnu. Þetta er gott mál og vonandi að sem flestir Islend- ingar geti notið þess, með góðri stjóm á veiðum sínum. Tilgangur veiðistjórnunar hlýt- ur að vera sá að ná hámarks- Fiskveiðistjórn Öllum íslenskum ríkis- borgurum, segir --------------------- Vilhjálmur Arnason, skal vera heimilt að veiða físk á línu eða handfæri. afrakstri af fiskistofnum og for- senda kvótakerfis Islendinga er sú að löggjafinn hefur talið afla- skömmtun (kvóta) vænlegustu leiðina er sjá mætti. Skammturinn fæst ókeypis en sá er skammt fær getur framselt hann öðmm á því verði sem um semst. Skömmtun hefur löngum þótt hvimleitt neyðarúrræði og helst ekki beitt nema í stórkrepp- um eða styrjöldum og þá álitið al- varlegt brot að selja eða leigja skammtinn sinn í hagnaðarskyni. Forsenda íslenska kvótakerfis- ins er væntanlega sú að löggjafinn taldi á níunda áratugnum að yfir- vofandi vá væri vegna ofveiði fiski- stofna sem m.ö.o. þýðir að viður- kennt er að fískistofnum í íslenskri efnahagslögsögu kunni að verða eytt af mannavöldum eða efna- hagsþýðing þeirra skert, væntan- lega hafa menn m.a. verið minnug- ir stórslátmnar norsk-íslensku sfldarinnar útaf Austfjörðum á Rauðatorginu svo nefnda. Markmið Islendinga er það eins og áður sagði að lífríki hafsins sé nytjað með þeim hætti að há- markshagnaði verði náð að svo miklu leyti sem því verði ráðið. Margir stjómmálamenn og ýms- ir spekingar fara mikinn er þeir dásama frelsi og jafnræði milli manna. Því skyldi ætla að menn væra sammála um það að ef nauðsyn ber til þess að hefta frelsi manna í at- höfnum svo sem með skömmtun (kvóta), þá skyldi reynt að rata leiðir sem minnst skerða atvinnu- frelsi manna eða valda mismunun þeirra á milli. I umfjöllun Alþingis Islendinga frá ýmsum tímum koma skýrt fram þær skoðanir að veiðarfæri séu misjafnlega æskileg vegna áhrifa á fiskistofna. Togveiðum, dragnótaveiðum og jafnvel neta- veiðum em skorður settar í ýms- um lögum og tilskipunum. Margir gamlir íslenskir sjómenn mega muna þá tíma hversu grátt þeir vora leiknir af erlendum toguram og hversu þeim þóttu togveiðar spilla fiskislóðinni. Það hefur ekki verið talið að veiðar með línu eða handfæram geri neinn usla í hafinu með þeim hætti að það trafli viðkomu og vaxtargetu fiskistofna. Eftirfarandi aðalregla um fisk- veiðar væri því bæði í samræmi við jafnræðisákvæði og það lögmæta markmið að vemda fiskistofna við Island: Ollum íslenskum ríkisborguram skal vera heimilt að veiða fisk á línu eða handfæri innan íslenskrar efnahagslögsögu enda taki þeir veiðarfæri sín úr sjó einu sinni á sólarhring og geri hlé á veiðum og Vilhjálmur Árnason Rödd kvenna innan Sameinuðu þjóðanna NÆSTKOMANDI mánudag, 8. mars, er alþjóðlegur dagur kvenna og af því tilefni verður haldinn fundur í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York. Þar munu konur víða úr heiminum ræða saman og mun aðalritari SÞ, Kofi Annan, ásamt fulltrú- um á Allsherjarþing- inu, taka þátt í umræð- unum sem munu fara fram um gervihnött. Umræðuefnið er her- ferð sem UNIFEM stendur fyrir og nefn- ist: Heimur án ofbeldis gegn kon- um. Herferðin er liður í því að leggja áherslu á framkvæmdaáætl- un Bejing-ráðstefnunar og er mik- ilvægt skref í baráttunni gegn því ofbeldi sem konur um allan heim era beittar. Tilgangurinn er að vekja athygli á þessu aðkallandi vandamáli í allri mannréttindaum- ræðu og hvetja bæði almenning og stjómvöld hvarvetna til aðgerða gegn því, en talið er að konur séu fómarlömb ofbeldis á þriðjungi heimila í þróunarlöndum. Af hverju sérstakan sjóð fyrir konur? Á kvennaáratugnum 1975-1985 voru haldn- ar þrjár ráðstefnur á vegum SÞ (í Mexíkó 1975, Kaupmannahöfn 1980 og Nairobi 1985) þar sem sjónum var beint að stöðu kvenna. Á þessum ráðstefnum varð ljóst að þarfir kvenna á Vesturlönd- um annars vegar og í löndum hins svokall- aða þriðja heims hins vegar vora talsvert ólíkar og SÞ áttuðu sig á því að þörf væri á sérstakri stofn- un sem veitti konum í þróunarlönd- um stuðning og hvatningu í baráttu þeirra gegn fátækt. UNIFEM, Þróunarsjóður Sam- einuðu þjóðanna til styrktar kon- um var stofnaður á Allsherjarþingi SÞ árið 1976. UNIFEM var stofn- að með það að markmiði að veita fátækum konum í þróunarlöndum beinan stuðning og stuðla að auk- inni þátttöku kvenna í ákvörðunum um þróunarverkefni. Meginvið- fangsefnið er að gera konum í þró- unarlöndum kleift að afla sér þekk- ingar, útvega þeim lán, tæki og áhöld til að auðvelda þeim störfin, þ.e. styðja þær í sem flestum starfsgreinum til sjálfshjálpar. Þá reynir UNIFEM að tryggja að þarfir bæði karla og kvenna séu hafðar í huga þegar veitt er aðstoð til þróunarlanda. Þetta er gert með því að taka þátt í gerð áætlana og undirbúningi verkefna. UNIFEM á íslandi var stofnað 18. desember 1989, en þann dag vora nákvæmlega tíu ár síðan al- þjóðasamningur SÞ um afnám alls misréttis gegn konum var sam- þykktur. UNIFEM-félög era nú starfrækt í nítján löndum víðs veg- ar um heim og er hlutverk þeirra að kynna og auka áhuga almenn- ings á starfsemi þróunarsjóðsins og vera málsvari kvenna í þróun- arlöndum. Auk þess aflar félagið fjárframlaga til UNIFEM frá hinu opinbera og einkaaðilum. Þróunar- verkefni sem UNIFEM á íslandi hefur styrkt era af ýmsum toga. Á áranum 1994 til 1996 var t.d. tækni- og fæðuframleiðsluverkefni styrkt í Andesfjöllum. Árið 1997 veitti félagið stuðning við útgáfu á fræðsluefni fyrir konur á Yucatan- skaga í Mexíkó. Á þessu ári styrk- Kristjana Þ. Sigurbjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.