Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra um byggðavandann Skattaafsláttur ekki raunhæfur GEIR H. Haarde fjármálaráðherra er þeirrar skoðunar að hugmyndir um skattaafslátt landsbyggðarfólks séu ekki raunhæfar og komi ekki til greina. „Ég tel að þessi leið myndi fara gegn almennum jafnræðissjón- armiðum í þjóðfélaginu og vafamál hvort hún stæðist ákvæði stjómar- skrárinnar að því leyti til,“ sagði Geir. Hann segir að þar fyrir utan hljóti að vera vafasamur efnahags- legur ávinningur af skattaafslætti fyrir landsbyggðarfólk og geti þessi leið raunar snúist upp í andhverfu sína. „Ég tel að það eigi að beita öðrum ráðum gagnvart byggða- vandanum. Einnig er einsýnt að það verða mikil eftirlitsvandkvæði í svona kerfi og ýmislegt sem menn vilja helst forðast, eins og að eltast við upplýsingar um lögheimili manna og búsetu. Ég tel að þessa hugmynd eigi strax að slá af. Ég tel hana ekki raunhæfa og það þjóni engum tilgangi að hafa hana með í umræðunni um byggðavandann." Málsvarar skattaafsláttar fyrir landsbyggðina hafa bent á að ýmsar sérreglur af þessu tagi séu til, þ.á m. sérstakur afsláttur fyrir sjó- menn. Geir segir sjómannaafslátt- inn annars eðlis en þar sé reyndar einnig um að ræða undantekningu sem hann kjósi fremur verði lögð af. Hann vilji síður að búin verði til ný afbrigði af þessu tagi. Geir segir að ýmislegt sé hægt að gera í byggðamálum og þessi mál séu til skoðunar einmitt þessa dag- ana. „Það er nýbúið að samþykkja þingsályktun um aðgerðir í byggða- málum sem að hluta til eru að kom- ast í framkvæmd. Aðrar tillögur sérstakrar nefndar, sem var sett á laggirnar í tengslum við kjördæma- breytinguna, eru einnig í vinnslu. Ég held að á þessum vettvangi sé verið að ræða raunhæfari leiðir,“ sagði Geir. Yfírlýsing frá Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar Viðskipti ríkisins við VSÓ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfandi yfirlýsing frá VSÓ: Að undanförnu hefur nafn VSÓ komið við sögu í fjölmiðlum vegna fyrirspurnar á Aþingi til fjármála- ráðherra um viðskipti VSO við rík- isstofnanir og ríkisfyrirtæki. Ríkið á töluverð viðskipti við VSÓ enda er ríkið afar stór kaupandi sér- fræðiþjónustu og VSÓ er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki lands- ins. VSÓ hefur tekið saman yfirlit yfir viðskipti fyrirtækisins við ríkið síð- ustu 7 árin. í þeirri samantekt er miðað við A-stofnanir ríkisins. Sjá töflu Eins og taflan sýnir hafa viðskipti ríkisins við VSÓ verið að meðaltali 16,5% af veltu fyrirtækisins síðustu 7 árin. Þá hefur hlutdeild VSÓ í að- keyptri sérfræðiþjónustu ríkisins verið á bilinu 0,8%-2,l%. Við sam- anburð á upplýsingum frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga kemur einnig í ljós að viðskipti VSÓ við ríkið og stofnanir tengdar ríkinu eru verulega minni hlutfallslega en meðaltal annarra fyrirtækja innan FRV. Verkfræðistofa Stefáns Ólafsson- ar var stofnuð árið 1958 og starfaði þá á sviði byggingarverkfræði. Arið 1972 var fyrirtækinu breytt í hluta- félag og lagt út á nýjar brautir. VSO Ráðgjöf ehf. starfar nú sem al- hliða ráðgjafarfyrirtæki á fjölmörg- um sviðum, verkfræðihönnun, fram- kvæmdaráðgjöf, verkefnastjómun, rekstrarráðgjöf og ráðgjöf á sviði umhverfismála. Vöxtur VSÓ hefur verið ör á síð- ustu áram. Nú starfa hjá fyrirtæk- inu um 80 manns og á síðasta ári var unnið að 500 stórum og smáum verkefnum. Ljóst er af þeim gögn- um, sem hér hafa verið tilgreind, að hlutur ríkisins í viðskiptum við VSÓ er ekki afgerandi. Jafnframt má sjá að vöxtur VSÓ á undanförnum ár- um hefur byggst á verkefnum fyrir aðra viðskiptavini en ríkið. Bjarni H. Frímannsson Stefán P. Eggertsson Viðskipti ríkisins við VSÓ 1992-1998 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Meðaltal Viðskipti rikis, m.kr. 42,2 47,1 36,4 32,8 25,5 47,2 48,6 40,0 Velta VSÓ, m.kr. 134,3 134,3 113,4 154,2 187,1 261,7 387,5 461,2 242,8 Hlutfall rikis af veltu VSÓ 31,4% 41,5% 23,6% 17,5% 9,7% 12,2% 10,5% 16,5% Aðkeypt sérfrþjón. ríkisins m.kr. 2.290 2.243 2.255 2.803 2.947 3.265 2.634 Hlutf. VSÓ af sérfrþjón. 1,84% 2,10% 1,61% 1,17% 0,87% 1,45% 1,52% fslendingar móti stefnu um nýtingu og vernd vatnsfalla Mikilvægt að forðast fram- kvæmd umdeildra virkjana * 1 Vatnsföll í Nor- egi flokkuð þrjá flokka TVEIR norskir sérfræðingar miðl- uðu þekkingu sinni um nýtingu og vernd vatnsfalla á fundi Náttúru- vemdarráðs í Ráðhúsinu í gær. Ola A. Skauge, deildarstjóri hjá Nátt- úruvemdarstofnun Noregs, mælir með því að Islendingar móti sér stefnu um nýtingu og vernd vatns- falla og flokki og forgangsraði vatnsföll í því tilliti. Skauge segir að íslendingar séu heppnir og staða þeirra sé góð mið- að við stöðu Norðmanna þegar þeir hófu slíka vinnu: „Farið var að huga að verndun svæða og vatnsfalla upp úr 1960 í Noregi. Þá urðu yfirvöld vör við að gengið hefði verið á tölu- verðan hluta vatnsfalla og ákveðið var að vemda einhvem hluta þeirra. Þegar svo farið var að huga að vemdun og forgangsröðun vatns- falla með tilliti til virkjana upp úr 1980, var þegar búið að virkja 50% af öllu vatnsfalli í Noregi. Þið ís- lendingar emð heppnir. Þið hafið möguleika á að þróa kerfi nú þegar þið hafið aðeins virkjað í kringum 15%,“ segir Skauge. Vatnsföll flokkuð í þrjá flokka Vinna við forgangsröðun hófst upp úr 1980 og lauk árið 1993 í Noregi. Vatnsföll em nú flokkuð í Eldur í bifreið FÓLKSBIFREIÐ skemmdist mikið í eldi á Klapparstíg í gærmorgun. íbúi í götunni til- kynnti um eldinn og kom Slökkvilið Reykjavíkur á vett- vang. Framendi bifreiðarinnar var þá alelda og réð Slökkvilið- ið niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Engan sakaði í brunanum. þrjá flokka: friðuð, má hugsanlega virkja en þarfnast nánari rann- sókna, og vatnsföll sem sækja má um að virkja en þurfa að gangast undir mat á umhverfisáhrifum. Hallvard Stensby, yfn-verkfræð- ingur Vatns- og orkustofnunar Noregs, útskýrði á fundinum í gær grundvallaratriði áætlunar Norð- manna um nýtingu vatnsfalls. Sagði hann að við forgangsröðun virkjunarkosta væri nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hagkvæmni virkjunarinnar á móti áhrifum hennar á náttúru og umhverfi. Meginvinna við nýtingaráætlun Norðmanna fór fram á árunum 1981 til 1985, og hefur verið unnið eftir henni síðan þá. Kerfið gagnrýnt fyrir óskilvirkni Stensby segir að við nýtingu vatnsfalla þurfi að taka tillit til tækninýjunga sem séu stöðugar á sviði virkjana. Auk þess sé mikil- vægt að forðast að framkvæma um- deildar virkjanir og íslendingar geti forðast slíkt með góðri skipulagn- ingu eða frestun slíkra fram- kvæmda. Á meðan sé hins vegar hægt að ráðast í minna umdeijdar virkjanir. „Góð áætlun krefst góðs samstarfs af hálfu orku- og um- hverfisyfirvalda. Við Skauge og okkar stofnanir höfum átt mjög gott samstarf í Noregi og ég myndi segja að það væri fyrir öllu,“ sagði Stensby. Skauge segir að Islendingar eigi möguleika á að læra af mistökum Norðmanna og forðast að gera sömu mistök og þeir sjálfir gerðu. Stensby tekur undir með Skauge og bendir á að orkufyrirtæki hafi gagnrýnt ákveðna þætti kerfisins sem nú er unnið eftir, til að mynda leyfisveitingu, og hve langan tíma það tekur. Skauge segir mjög mik- ilvægt fyrir íslendinga að leggja mikið í umrædda áætlun til þess að kerfið verði sem skilvirkast. „Við höfum verið að móta kerfið í 30-40 ár en þið hafið möguleika á að setja fjármuni í það í dag og móta það á 5-10 árum. Ég held að þið hafið betri möguleika en við til að fá sem hagstæðasta lausn úr því sem kom- ið er,“ segir Skauge. MorgjinblaðiíVRAX HALLVARD Stensby og Ola A. Skauge mæla með því að Islendingar flokki og forgangsraði virkjunum eftir hagkvæmni og umhverfisáhrif- um þeirra, og flokki auk þess öll vatnsföll með tilliti til virkjunar þeirra. Samráðs- nefnd eldri borgara og ríkisstjórnar ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma á samráðsnefnd ríkis- stjórnarinnar og eldri borg- ara. Hugmyndin er að stjórnvöld geti leitað sam- ráðs við nefndina um hvað- eina er varðar málefni eldri borgara. I nefndinni verða þrír full- trúar Landssambands eldri borgara og þrír ráðherrar, þ.e. fjármálaráðherra, heil- brigðisráðherra og félags- málaráðherra. Frumkvæði að skipan samráðsnefndarinnar kom frá Landssambandi eldri borgara, sem hefur hvatt stjórnvöld til þess að hafa samráð við eldri borgara þeg- ar málefni þeirra eru til um- fjöllunar hjá stjórnvöldum. Ér hugmynd Landssam- bandsins meðal annars að fá að hafa áhrif á fjárlagafrum- varpið þegar það er í smíðum eða fá það til umsagnar. Ráðherra um tillögur áhugashóps í sjávarútvegsmálum „Þetta eru nú gamlar krítartöfluhugmyndiru „ÞETTA eru nú gamlar krítart- öfluhugmyndir sem hafa oft sést áður á krítartöflum kennara hér í Reykjavík," segir Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra um til- lögur um breytingar í sjávarút- vegsmálum sem áhugahópur um auðlindir í almannaþágu kynnti sl. fimmtudag. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að áhugahópurinn leggur m.a. til að almenningi, ríki og sveitarfé- lögum verði afhentar veiðiheimildir sem þau geti síðan ráðstafað á frjálsum markaði. Þorsteinn Páls- son segir að afleiðingarnar af breytingum sem hópurinn leggur til yrðu mjög augljósar. „Fyrst og fremst fælist í þessu gífurlegur til- flutningur aflaheimilda frá lands- byggðinni til þéttbýlisins hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu, ef þetta gengur út á að færa aflaheimildir til einstaklinga, en þeir eru flestir á þessu svæði. í annan stað er talað um að úthluta til sveitarfélaga. Það liggur í augum uppi að samkvæmt þessari hugmyndafræði yrði vænt- anlega að úthluta því eftir íbúa- fjölda þannig að langsamlega stærsti hlutinn hlyti að fara til stóru sveitarfélaganna hér við Faxaflóann. í reynd væri þetta því ákvörðun um að sparka með hressilegri hætti í landsbyggðina en nokkm sinni hefur verið gert í sögu landsins," segir Þorsteinn. Leiguliðaveiðar og árekstrar útvegsmanna og sjómanna „Það er líka ljóst að þetta hefði í för með sér að allar veiðar yrðu leiguliðaveiðar, eins og kallað hefur verið, og ef við drögum lærdóm sem við höfum fengið af reynslunni, þá myndi það leiða til nýrra stór- árekstra á milli útvegsmanna og sjómanna. Það er nokkuð ljóst að það myndi ú ný leiða til átaka vegna þátttöku sjómanna í kvótakaupum," segir Þorsteinn. Hann segir einnig trúlegt að breytingar þær sem áhugahópurinn boðar myndu veikja fiskvinnsluna. „Tengslin á milli útgerðar og vinnslu myndu væntanlega rofna. Þetta sérstaka skipulag sem verið hefur á íslenskum sjávarútvegi, tengslin á milli veiða, vinnslu og markaðar, hefur einmitt skapað okkur sterkari stöðu í samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg í við- skiptalöndunum. Þetta myndi að meira eða minna leyti rofna og veikja samkeppnisstöðu okkar og væntanlega draga mjög úr vinnslu á sjávarfangi hér heima og færa vinnsluna til útlanda," sagði Þor- steinn Pálsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.