Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 58
♦ 58 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 í um- sjá félaga í Æskulýðsfélaginu Ás- megin og barna úr TTT starfi Ás- kirkju. Léttur hádegisverður eftir messu. Guðsþjónusta kl. 14. Fermdur verður Ómar Karl Sigur- jónsson Nielsen, Álfheimum 27. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölbreytt dag- skrá fyrir alla fjölskylduna. Guðs- þjónusta kl. 14. DÓMKIRKJAN: Messa, altaris- ganga kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Kór Menntaskól- ans í Reykjavík syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Fundur í safnaðarfélagi Dómkirkj- unnar eftir messu. Þórarinn Þór- arinsson arkitekt flytur erindi sem hann nefnir „Landnám Ingólfs í Ijósi kenninga Einars Pálssonar fræðimanns". Kl. 14 æskulýðs- sarnkoma. Helgileikur. Afhending bókar til 5 ára barna. Litlir læri- sveinar Dómkirkjunnar og ferm- ingarbörn aðstoða. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Prestar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. „Upprisa hinna fátæku“. Um trú á endurholdgun í póstmódernísku samfélagi. Dr. Pétur Pétursson, prófessor. Messa og barnastarf kl. 11. Æskulýðsdagurinn. Jóhann Þor- steinsson prédikar. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Bjarneyjar Ingi- bjargar Gunnlaugsdóttur. Ung- lingar úr æskulýðsstarfi kirkjunn- ar aðstoða. Sr. Jón D. Hróbjarts- son og sr. Siguður Pálsson þjóna fyrir altari. Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Jón D. Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni B. Jónssyni. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Bryndís Val- björnsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Gra- dualekórinn syngur. Hljóðfæra- leikarar úr kórnum spila. Prestur sr. Tómas Guðmundsson. Organisti Jón Stefánsson. Barna- starfið tekur þátt í guðsþjónust- unni. Kaffisopi í safnaðarheimili. LAUGARNESKIRKJA: Kl. 11 eld- hress æskulýðsmessa með þátt- töku aldraðra og öryrkja. Létt gospelsveifla með hljómsveit, samtalsprédikun í höndum eldri Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. Lúk. 11. borgara og fermingardrengs, börn ur öllu liðum safnaðarstarfs- ins láta Ijós sitt skína í tali, tónum og leikrænni tjáningu og fulltrúi öryrkja segir sögu sína. Kl. 12.30 að loknu messukaffi verður hald- inn hnitmiðaður og áhugaverður aðalsafnaðarfundur þar sem full- trúar allra starfsgreina safnaðar- starfsins flytja örstutt mál og öllu safnaðarfólki gefst kostur á að taka þátt í kjöri til sóknarnefndar og láta að öðru leyti framtíðará- form safnaðarins til sín taka. Kl. 20 halda eldri borgarar og fjöl- skyldur fermingarbarna harmon- ikkudansleik í safnaðarheimilinu þar sem fötluðu sóknarfólki er einnig boðin þátttaka. Tónlistar- mennirnir Reynir Jónasson, Sveinn Óli Jónsson og Gunnar Kristinn Guðmundsson leika fyrir dansi þar sem kynslóðirnar sam- einast í glöðu fjöri. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Poppguðsþjónusta kl. 14 með þátttöku fermingarbarna. Ferm- ingarbörn sjá um söng, ritningar- lestra og bænir. Prestur sr. Hall- dór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Æskulýðsmessa kl. 11. Æsku- lýðssálmar, unglingar prédika og flytja helgileik. Börn og foreldrar sérstaklega hvött til að mæta í kirkjuna sína þennan dag. Organisti Viera Manasek. Prest- arnir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Hátíð- armessa í tilefni enduropnunar kirkjunnar. Biskup íslands, hr. Karl Sigurbjömsson, prédikar. Frí- kirkjuprestur, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, þjónar fyrir altari. Barn verður borið til skírnar. Organisti Guðmundur Sigurðsson og Fríkirkjukórinn syngur. Fundur í Bræðrafélagi Fríkirkjunnar kl. 12 laugardaginn 6. mars í safnaðar- heimilinu. Ræðumaður verður Árni Sigfússon borgarfulltrúi og fyrrum borgarstjóri. Umfjöllunarefni: „Efri árin og fjárhagslegur undirbúning- ur þeirra". Umræður og léttur há- degisverður. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. ÁRBÆJARKIRKJA: Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Pavel Smid. Börn úr TTT-starfi kirkjunnar i Ártúnsskóla flytja helgileik. Æskulýðsfélagar flytja ritningarlestra. Kristrún Friðriks- dóttir leikur einleik á flygil. Gunn- ar Jóhannesson guðfræðinemi prédikar. Fulltrúa ungs fólks í SÁÁ verður afhentur afrakstur áheita biblíumaraþonlesturs frá sl. hausti, en innkoman á að renna til styrktar vímuefnavarna ungs fólks hjá SÁÁ. Barnaguðs- þjónusta kl. 13.00. Barnakór kirkjunnar syngur. Foreldrar og aðrir vandamenn hjartanlega vel- komnir með börnum sínum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14 á Æskulýðsdegi. (Ath. messutímann.) Stúlknakór kirkj- unnar syngur. Unglingar aðstoða. Organisti Daníel Jónasson. Kaffi- sala stúlknakórsins eftir guðs- þjónustuna. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11.00. Æskulýðsguðsþjónusta með þátttöku sunnudagaskólans og KFUM & K. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Léttar veitingar eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Æskulýðsmessa kl. 11. Skólakór- ar Fellaskóla og Hólabrekkuskóla koma í heimsókn. Barna- og ung- lingakórar kirkjunnar syngja. Brúður koma í heimsókn. Börn sjá um bænagjörð. Unglingar lesa ritningarlestra. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árna- son. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Barnakór Grafarvogskirkju syng- ur. Stjórnandi: Hrönn Helgadóttir. Fjölskylduguðsþjónusta í Engja- skóla kl. 11. Prestur sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir. Umsjón Ágúst og Signý. Kór Rimaskóla syngur. Stjórnandi S. Olga Veturliðadóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðs- guðsþjónusta. Sr. Sigurður Arn- arson þjónar fyrir altari. Svanfríð- ur Ingjaldsdóttir æskulýðsleiðtogi og starfsmaður í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn mun flytja hugleið- ingu. Unglingar úr deildum æsku- lýðsfélagsins aðstoða við helgi- haldið. Unglingakór kirkjunnar syngur. Stjórnandi: Hrönn Helga- dóttir. Söngkvintettinn Kanga syngur lög frá Afríku. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Poppmessa kl. 11. Æskulýðsdagurinn. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Poppband Hjallakirkju leikur létta og skemmtilega tónlist. Krakkar úr barna- og æskulýðsstarfi kirkj- unnar aðstoða í guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðar- stund á þriðjudag kl. 18. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á æskulýðsdegi. Skólakór Kárs- ness syngur undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur kórstjóra. Börn úr barna- og æskulýðsstarfi kirkj- unnar taka virkan þátt í guðs- þjónustunni. Organisti Kári Þorm- ar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Krakkaguðs- þjónusta kl. 11. Mikill söngur og fræðsla. Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðsdagurinn. Heiðrún Ólöf Jónsdóttir kennaranemi prédikar. Krakkar úr barna- og æskulýðs- starfi Seljakirkju taka þátt í guðs- þjónustunni. Sóknarprestur. ISLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fjölskylduguðsþjónusta sunnu- dag að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11. Öll fjölskyldan kemur saman til að lofa Drottin. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Almenn sam- koma kl. 20 á sama stað. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Engs- bráten prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11. Barna- starf, lofgjörð, prédikun og fyrir- bænir. Heilög kvöldmáltíð. Kvöld- samkoma kl. 20. Lofgjörð, pré- dikun og fyrirbænir. Heilög kvöld- máltíð. Allir hjartanlega velkomn- ir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. KLETTURINN: Krakkaklúbbur kl. 11 fyrir krakka á öllum aldri. Samkoma kl. 20, Jón Þór Eyjólfs- son prédikar. Mikil lofgjörð og til- beiðsla. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Ester Jakobsen. Almenn samkoma kl. 16.30, lof- gjörðarhópurinn syngur. Ræðu- maður Vörður L. Traustason, for- stöðumaður. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar- dag kl. 13: Laugardagsskóli fyrir krakka. Sunnudag kl. 19.30, bænastund. Kl. 20 hjálpræðis- samkoma. Majór Turid Gamst. Mánudag kl. 15: Heimilasamband fyrir konur. KFUM og' KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Æskulýðsdag- urinn. Samkoma í umsjá Kristi- legra skólasamtaka. Mikill söng- ur, vitnisburðir og kynning á starfi KSS. Sigurjón Gunnarsson kynnir tímaritið Bjarma sem er tímarit um trúmál. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Létt máltíð seld að samkomu lokinni fyrir þá sem það vilja. Allir velkomnir, yngri sem eldri. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugar- daga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnu- dag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma kl. 14. REYNIVALLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Gunnar Kristjáns- son, sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Ferm- ingarbörn aðstoða. Barnakór Varmárskóla syngur. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju- legan hring. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Sunnudagaskólar í Strandbergi, Setbergsskóla og Hvaleyrarskóla kl. 11. Kvöld- og æskulýðsguðs- þjónusta kl. 20.30. Hljómsveitin „Léttir strengir" leikur líflega kristi- lega tónlist. Félagar í æskulýðsfé- lögum kirkjunnar láti að sér kveða. Vænst er sérstaklega þátttöku fermingarbama og fjölskyldna þeirra. Prestur sr. Þórhildur Olafs. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Andri, Ásgeir Páll og Brynhildur. Guðs- þjónusta kl. 14. Fimm ára börn sérstaklega boðin velkomin með aðstandendum sínum. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úlrik Óiason. Sigurður Helgi Guð- mundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 14. Dagskrá í umsjá æskulýðsfélags kirkjunnar. Unglingahljómsveit spilar og unglingakórinn leiðir söng. VÍDALINSKIRKJA: Æskulýðs- dagurinn. Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju kl. 11. Al- mennur safnaðarsöngur. Skóla- kór Garðabæjar syngur við at- höfnina undir stjórn Áslaugar Ólafsdóttur. Sunnudagaskólinn fellur inn í athöfnina. Fermingar- böm og foreldrar þeirra sérstak- lega hvött til að mæta vel. Æskuýðsfélag og sunnudaga- skóli koma að þjónustunni. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Þórey Guðmundsdóttir þjónar við athöfnina. Hans Markús Haf- steinsson, sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsdagurinn. Messa í Bessa- staðakirkju kl. 14. Altarisganga. Sunnudagaskólinn fellur inn í at- höfnina. Rúta ekur hringinn fyrir og eftir athöfn. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta vel. Aðalsafnaðarfundur að lokinni athöfn í hátíðasal íþrótta- hússins. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sóknarprestur og Nanna Guðrún djákni þjóna. Hans Markús Hafsteinsson. KÁLFAT JARNARSÓKN: Munið kirkjuskólann í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla milli kl. 11-12. KÁLFATJARNARKIRKJA: Æsku- lýðsdagurinn. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn og sunnudagaskóli koma að þjónust- unni. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta vel. Bókin um Kötu og Óla afhent. Kór kirkj- unnar leiðir almennan safnaðar- söng. Organisti Frank Herlufssen. Sr. Þórey Guðmundsdóttir þjónar við athöfnina. Munið einnig bæna- stundina 10. mars í Kálfatjarnar- kirkju kl. 21. Bænarefnum sé kom- ið til presta safnaðarins. Hans Markús Hafsteinsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Börn sótt að safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík kl. 10.45. For- eldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Ásta, Sara og Steinar leiða söng og leik. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Æsku- lýðsdagurinn: „Kærleikurinn feliur aldrei úr gildi". Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Poppguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Poppband kirkjunnar leikur en það er skipað Þórólfi Ingþórs- syni, Guðmundi Ingólfssyni, Baldri Ingólfssyni og Einari Erni Einarssyni, organista. Einsöngv- ari Birta Rut Vikarsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Æskulýðs- dagurinn. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, rektor í Skálholti, prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Gídeonfélagar koma í heimsókn. Aðalsafnaðar- fundur í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Hádegisbænir (priðjudaga til föstudaga kl. 12.10. Á föstunni er sungin kvöldtíð á miðvikudögum kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Tónleikar Tríó Suðurlands heldur tónleika kl. 16 sunnudag. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Jón Ragnarsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Æskulýðsdagurinn. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Laug- ardagur: Kirkjuskóli kl. 11. Æsku- lýðsdagurinn sunnudag. Messa kl. 14. Barnakór Þykkvabæjar- kirkju tekur þátt í söngnum. Sóknarprestur. KIRKJUBÆJARKLAUSTURS PRESTAKALL: Fjölskylduguðs- þjónusta verður í Pretsbakka- kirkju kl. 14. Léttir söngvar og frjálslegt form. Sunnudagaskóla- og fermingarbörn eru sérstaklega hvött til að mæta með foreldrum sínum. Að guðsþjónustu lokinni verður haldinn aðalsafnaðarfund- ur Prestbakkasóknar. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. BORG ARPREST AKALL: Æsku- lýðsguðsþjónusta verður í Borg- ameskirkju kl. 11. Barnakór grunnskólans, barnastarfið og væntanleg fermingarbörn annast messuhald. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Elísabet Agnarsdóttir prédikar. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Mánudagur: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprest- ur. ÞINGVALLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 14 á æskulýðs- daginn. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík opnuð á ný eftir endurbætur! Sunnudagur 7. mars kl. 14.00 Hátíðarmessa í tilefni enduropnunar kirkjunnar. Biskup íslands hr. Karl Sigurbjörnsson predikar. Fríkirkjuprestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Barn verður borið til skírnar. Organisti Guðmundur Sigurðsson og Fríkirkjukórinn syngur. Fundur í Bræðrafélagi Fríkirkjunnar kl. 12.00, laugardaginn 6. mars i Safnarðarheimilinu. Ræöumaður verður Árni Sigfússon borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri. Umfjöllunarefni: „Efri árin og fjárhagslegur undirbúningur þeirra". Umræður og léttur hádegisverður. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.