Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 22

Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 22
22 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fjárfestingarbanki atvinnulífsins kaupir helmings hlut í Vöku-Helgafelli hf. Ætlunin að auka umsvifín á sviði útgáfu og miðlunar Morgunblaðið/Þorkell BJARNI Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, og Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells, í aðalstöðvum fé- lagsins eftir að samningar um kaup FBA á 50% hlut í félaginu höfðu verið undirritaðir. Silfurtún hf. selur eggja- bakkavélar til Mexíkó Andvirðið nemur 565 millj- ónum SILFURTÚN hf. hefur gengið frá stórum samningi við mexíkóskt fyr- irtæki um sölu á fjórum vélum til eggjaöskjuframleiðslu. Um svokall- aðan raðsamning er að ræða og nemur andvirði hans 565 milljónum króna. Einnig hafa þrjár litlar vélar verið seldar til Filippseyja og unnið er að uppsetningu fyrstu vélarinnar í Frakklandi. Vélar frá fyrirtækinu hafa nú verið seldar til 25 landa í flmm heimsálfum. Silfurtún hf. starfrækir verk- smiðju í Garðabæ og sérhæfir sig í gerð véla til framleiðslu á vélum sem framleiða umbúðir úr end- urunnum pappír. Mexíkóska fyrir- tækið heitir Amerpack og framleið- ir eggjabakka, en með vélunum frá Silfurtúni hyggjast þeir einnig hasla sér völl í framleiðslu á eggjaöskjum, aðallega fyrir Bandaríkjamarkað. Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Silfurtúns, segir að um raðsamning sé að ræða og vélarnar fjórar verði afhentar á fjórum árum, þ.e.a.s. ein á ári. „Fyrsta vélin verður væntan- lega afhent í byrjun næsta árs. Þetta er hagstæður samningur og þar sem afhending vélanna dreifist á fjögur ár stuðlar hann að ákveðn- um stöðugleika hjá okkur. Með þessum viðskiptum er að koma í ljós ávinningur af markvissu mark- aðsátaki Silfurtúns viða um heim að undanfórnu. Við höfum einnig geng- ið frá sölu á þremur litlum vélum til eggjabakkaframleiðslu til Filipps- eyja og þær verða sendar af stað í þessum mánuði og næsta.“ Frekari árangurs að vænta Tæknimenn Silfurtúns eru nú önnum kafnir við að ganga frá upp- setningu á fyrri af tveimur vélum sem fyrirtækið seldi til Frakklands en þær eru af sömu gerð og vélarn- ar sem seldar hafa verið til Mexíkó. Vélin verður væntanlega komin í rekstur í maí en hin er enn í smíð- um hérlendis. Björn Ingi segir að áfram verði unnið ötullega að mark- aðssetningu og vænta megi enn frekari árangurs á næstunni við sölu á íslenskum vélum til umbúða- framleiðslu á fjarlægum mörkuðum. ------------------- Landssíminn Nýr GSM- samningur í Portúgal FRÁ 1. mars, geta viðskiptavinir Landssímans notfært sér GSM 1800-þjónustu Optimus í Portúgal. Kerfisnúmer er 268-03. Fyrir voru tveir GSM-reikisamn- ingar Landssímans við portúgölsk símafyrirtæki og hafa GSM-notend- ur getað notað þjónustu Telecel og TMN. FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. keypti í gær 50% eignarhlut í útgáfu- og miðlunarfyr- ii'tækinu Vöku-Helgafelli hf. af stofnendum og eigendum félagsins, hjónunum Ólafi Ragnarssyni og Elínu Bergs og sonum þeirra. Þau munu áfram eiga helming í fyrirtæk- inu, sem hefur verið rekið sem hluta- félag síðastliðin 10 ár, en 18 ár eru frá stofnun þess. Kaup Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins á helmingi hlutabréfa marka fyrsta skrefið í þá átt að opna félagið og breyta því í al- menningshiutafélag. Kaupverð fæst ekki uppgefið þar sem aðilar hafa komið sér saman um að hafa það sem trúnaðarmál. FBA telur fyrirtækið eiga mikla vaxtarmöguleika á sviði útgáfu og miðlunar og vera þar af leiðandi góð- an fjárfestingarkost. Bankinn hyggst ekki eiga til frambúðar það hlutafé sem hann hefur fest kaup á, heldur gegna því hlutverki að miðla því til nýrra eigenda og breyta félag- inu í almenningshlutafélajg sem skráð yrði á Verðbréfaþingi Islands. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvenær hlutabréf í félaginu yrðu boðin til sölu á almenn- um markaði. Ný stjórn myndi nú væntanlega taka við í félaginu og þá væri hægt að móta uppbyggingu þess og nánari útfærslu á framtíðar- sýn. I framhaldi af því yrði svo félag- ið gert hæft til þess að koma á al- mennan markað. HAGNAÐUR Haraldar Böðvarsson- ar hf. á árinu 1998 nam 270 milljón- um króna og hagnaður af reglulegri starfsemi var 212 milljónir króna. Að sögn Haraldar Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra, er hagnaðurinn í samræmi við það sem gert var ráð fyrir þegar fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu um áætlaða afkomu árs- ins í desember síðastliðnum. Hluta- bréf í fyrirtækinu lækkuðu um 7% eftir að rekstrartölur ársins 1998 voru birtar í gær, en sterk kauptil- boð komu á móti. Hagnaður HB fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 731 milljón kr. eða 18,1% af tekjum, samanborið við 840 milljónir kr. árið 1997 eða 19,9% af tekjum þess árs. Óreglulegir liðir á árinu 1998 voru 79 milljónir kr. og var þar aðallega um að ræða sölu- hagnað af hlutabréfum að frádregn- um reiknuðum tekjuskatti. Nettó rekstrartekjur árið 1998 voru 4.036 milljónir kr. Rekstrar- tekjur brúttó (að meðtöldum afla til eigin vinnslu) námu 5.136 milljónum kr. árið 1998, samanborið við 5.383 milljónii' ki'. árið 1997. Eiginfjárhlut- fall félagsins var 43,4% í árslok og hafði aukist úr 40,1% í árslok 1997. „Það er þó nokkuð að færa fyrir- tæki sem er alfarið í eigu fjölskyldu yfir í félag sem er hæft til þess að geta orðið almenningshlutafélag. Það er erfitt að tjá sig um tímann sem það tekur, en ég held að við sé- um ekki að tala um þetta ár í það minnsta,“ sagði Bjarni. Hægt að stíga stærri og markvissari skref Þótt eignaraðild að félaginu breyt- ist verður starfsemi Vöku-Helgafells hf. óbreytt, starfsmenn hinir sömu og rekstrar- og útgáfustefna sú sama og verið hefur síðustu ár, en vegna Heildarskuldir félagsins lækkuðu á milli ára um 119 milljónir kr. og námu í árslok 1998 3.586 milljónum kr. Veltufjárhlutfall var 2,24 í árslok, samanborið við 1,35 í árslok 1997. Innra virði hlutafjár var 2,52 í árs- lok, samanborið við 2,26 í árslok 1997, og arðsemi eigin fjár var 7,82% á síðastliðnu ári, samanborið við 10,29% árið áður. Sæmilega ánægður með útkomuna Haraldur Sturlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið að miðað við hve loðnuveiðarnar hefðu gengið treglega síðastliðið haust væri hann sæmilega ánægður með útkomuna á árinu. Þá hefði það einnig haft áhrif að verðlækkun varð á mjöli seinni- hlutann á síðasta ári. „Þetta er besta ár Höfrungs III, frystiskipsins okkar, sem aflaði fyrir 726 milljónir á árinu. Þá var hagnað- ur af landvinnslu, en tekjur hennar á Akranesi og í Sandgerði voru 1.600 miiljónir, og góð afkoma var í fiski- mjölinu, en við vorum með 1.350 milljóna króna tekjur af því,“ sagði hann. Miðað við stöðugildi störfuðu um 440 starfsmenn hjá fyrirtækinu á árinu 1998 og nam kostnaður vegna launa og aflahluta 1.574 milijónum kr. Félagið rak á árinu tvo frysti- togara, þrjá ísfisktogara, þrjú nóta- skip, einn vertíðarbát, tvö frystihús, fiskimjölsverksmiðju, saltfískverk- un og aðra fiskverkun, auk stoð- deilda á Akranesi og í Sandgerði. Heildaraflamagn skipanna á síðast- liðnu ári var um 115 þúsund tonn, þar af voru loðna og síld um 96 þús- und tonn. I janúar síðastliðnum fékk HB nýtt nóta- og togskip, Óla í Sand- gerði AK 14, frá Noregi. Á sama tíma var Höfrungur AK 91 seldur innanlands. Á árinu 1998 var frysti- togarinn Ólafur Jónsson GK 404 nýrra verkefna og aukinna umsvifa á næstunni er nú unnið að því að fjölga stjórnendum og starfsfólki. „Vaka-Helgafell hefui' í 18 ár verið að þróast og vaxið mjög hratt frá því að vera bókaforlag í upphafi í það að vera alhliða miðlunar- og útgáfufyr- irtæki sem sendir á mai'kað bækur blöð, tímarit, safnefni, geisladiska og fleira. Þessi þróun hefur verið mjög markviss og ákveðin en við teljum að það sé nauðsynlegt að stíga enn stærri skref í þá átt að breikka fyrir- tækið og auka fjölbreytni þess efnis sem við erum að miðla,“ sagði Ólafur Ragnarsson. seldur úr landi. Um áramótin 1999- 2000 fær félagið afhent nýtt nóta- og togskip sem verið er að smíða í Chile. Haraldur sagði að reksturinn árið 1999 ætti að geta orðið þokkalegur og loðnuveiðarnar færu ágætlega af stað. „Horfurnai- í sambandi við veiðar á uppsjávarfiski eru ágætar, þannig að eins og áður erum við þokkalega bjartsýnir á framhaldið," sagði hann. Aðalfundur Haraldar Böðvarsson- ar hf. verður þann 25. mars nk. og Hann sagði að fyrir nokkrum ár- um hefði verið mörkuð framtíðai'- stefna fyi'irtækisins á sviði miðlunar og til þess að geta komið settum markmiðum hraðar fram væru hann og fjölskylda hans mjög þakklát fyr- ir að fá þann bandamann sem Fjar- festingarbanki atvinnulífsins væri. „Við munum þá geta stigið stærri skref og markvissari til þess að gera þetta fyrirtæki mjög öflugt miðlunar- fyrirtæki á öllum sviðum. Það getur til dæmis gerst með kaupum á öðrum fyrirtækjum eða samruna fyiirtækja, en ekki eingöngu með því að byggja hér upp einstaka þætti eins og við höfum verið að gera hingað til. Fyrir- tækið hefur vaxið að jafnaði um 20% á ári síðustu ár og gengið mjög vel, og það má þakka fyrir að það er í góðri stöðu og sterkt. En til þess að geta stækkað það og eflt miklu meira á stuttum tíma erum við nú komin með þann bakhjarl sem við teljum okkur þurfa,“ sagði Ólafur. Veltan um hálfur milljarður króna Velta Vöku-Helgafells hf. árið 1998 var um hálfur milljarður króna og hafði aukist um tæp 20% frá árinu á undan. Hjá Vöku-Helgafelli starfa nú 56 manns í fullu starfi og um 70 í hlutastörfum þannig að rúmlega 120 manns eru á launaskrá hjá fyrirtæk- inu. Starfsemin fer fram á þremur stöðum í Reykjavík; aðalbækistöðvar og bókaverslun eru að Síðumúla 6, sölumiðstöð að Ármúla 20 og dreif- ingarmiðstöð að Síðumúla 27. leggur stjórnin til að greiddur verði 8% arður tU hluthafa. Bjarni Adolfsson, verðbréfamiðl- ari hjá viðskiptastofu íslandsbanka, sagði að útkoma HB hefði verið í samræmi við það sem markaðurinn bjóst við. Að vísu hefðu bréf í fyrir- tækinu lækkað um 7% í gær en sterk kauptilboð hefðu komið eftir síðustu sölu. Hann sagði að á síðustu dögum hefðu fjárfestar verið að taka smá- vægilega áhættu og sennilega búist við betra uppgjöri en markaðurinn gerði ráð fyrir. Simplex Compact HONNUN / SMIÐI / VIÐGERÐIR / ÞJONUSTA = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 # Haraldur Böðvarsson hf. með 212 milljóna króna hagnað Haraldur Böðvarsson hf. , ^ Úr ársreikningum 1998 ^ Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur (nettó) Miiijónirkróna 4.035,7 4.223,0 -4% Rekstrargjöld (nettó) 3.304,2 3.382,6 -2% Hagnaður fyrir afskriftir 731,5 840,4 -13% Afskriffir 372,3 367,2 +1% Fjármagnsliðir nettó 130,7 211,2 -38% Skattar 16,6 14,8 +12% Hagnaður af reglulegri starfsemi 211,9 247,3 -14% Aðrar tekjur 79,3 297,6 -73% Áhrif hlutdeildarfélaga (20,9) (8,5) +145% Hagnaður tímabilsins 270,3 536,4 -50% Efnahagsreikningur 31. desember 1998 1997 Breyting I Eionir: I Milliónir króna Fastafjármunir 5.455,5 5.247,3 +4% Veltufjármunir 942,7 939,0 +0% Eignir alls 6.398,3 6.186,3 +3% \ Skuidir og eioið téú Eigið fé 2.776,6 2.481,5 +12% Langtímaskuldir og tekjuskattsskuldb. 3.200,8 3.010,3 +6% Skammtímaskuldir 420,9 694,6 -39% Skuldir og eigið fá ails 6.398,3 6.186,3 +3% Sjóðstreymi Milljónir króna 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri 553,5 595,9 -7%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.